Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 31

Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 E 31 INNNAN VEGGJA HEIMILISINS GALDURINN við að halda alpafjólu fallegri er að forð- ast örar hitabreytingar. POTTAKRÝSINN er fjölær jurt sem garðyrkjumenn geta fengið til að blómgast á öllum tímum árs. í heimahúsum hættir fólki til að vökva plönturnar of mikið á veturna. En með því móti raskar það eðlilegu vamarkerfi þeira gagnvart skammdeginu. í ofanálag eru gefnir fullir áburðarskammtar þótt dagsbirtan sé lítil sem engin. Á þessari ofgjafaráráttu þarf að sigrast. Til þess að plönturnar geti nýtt áburðargjafir sér til vaxtar og velmegunar þarf sólarljós - og þeim mun meira af því sem áburð- arskammtarnir eru sterkari. Ef gefinn er áburður á veturna er mest hætta á því að áburðarsöltin hlaðist upp í moldinni og fari að hafa þveröfug áhrif við það sem til var ætlast. Áburðarsöltin fara þá að virka á sama hátt og matarsalt og draga vatnið út plöntunum og fylla plöntufrumurnar í staðinn með saltpækli. Þetta er í raun sama ferli og fram fer þegar við fram- leiðum saltkjöt! Plönturæturnar eyðileggjast og plantan þenst út af pæklinum og getur staðið dauð, en græn, í nokkrar vikur án þess að við tökum eftir því. Oftast er um seinan að bjarga nokkru þegar hin sýnilegu einkenni koma í ljós. Þess vegna þarf að hafa hugfast að gefa ekki áburð nema í afar daufri blöndu yfir vetrarmánuðina (nóvember t.o.m. febrúar) og draga STOFULYNG dafnar ekki árið um kring inni i híbýlum manna. STOFUGRENI verður mjög stórt og fyrirferðarmikið með tímanum. eins mikið úr vökvun og framast er unnt. Vökva frekar oft en lítið í hvert skipti oghalda moldinni sem næst þurri í flestum tilvikum. Sumar í mars f mars, aftur á móti, hefur sum- arið innreið sína á ný hvað stofu- blómin varðar. Þá er sól komin nokkuð hátt á loft og fer hækk- andi með lengri dögum og -meiri birtu. Því er óhætt að fara að huga að því að umpotta stofublómunum okkar strax í fyrstu viku marsmán- aðar. Stækka pottana fyrir plöntur sem uxu mikið í fyrrasumar. Bæta nýrri mold ofan á pottana hjá plöntum sem við viljum ógjarnan að bæti miklu við sig í ár og skipta alveg um mold á blómstrandi plönt- um eins og havaírósum og pel- argóníum án þess að stækka pott- ana hjá þeim. Um leið og pottað er á vorin er gott að nota tækifærið og klippa og stytta greinar sem vaxið hafa út úr þeim ramma sem vi hverri plöntu er sniðinn fyrir sig. Klipping stuðlar líka að frískum nývexti og þéttari plöntum. Það er ágætt að hafa það fyrir reglu að stýfa smá- vegis af plöntum eins og benja- mínfíkusi öðru hvoru með nokkru millibili allt sumarið, þannig hald- ast þær þéttar og síungar. Stigi tilað rýnaí „MÉR fannst stiginn ljótur og þrepin voru orðin slitin. Þetta var ódýr lausn sem mig langaði til að prufa, en óraði reyndar ekki fyrir allri þessari vinnu við hann,“ segir Ólöf Kristjáns- dóttir um mjög óvenjulegan stiga sem prýðir heimili hennar að Hólavegi 65 á Siglufirði. Stiginn er allur klæddur erlendum dagblaðaúrklippum, alls fjórum lögum sem límd voru með veggfóðurslími hvert ofan á annað og síðan lakkað yfir fjórar umferðir með glæru parketlakki. Erlendu dagblöðin betra hráefni Ólöf sagðist hafa tekið ákveðin erlend dagblöð fram yfir þau íslensku, þar sem í þeim var þykkari pappír. Aðalvandamálið var hinsvegar að finna rétta límið, því prentsvertan vildi renna út ef of sterk límefni voru notuð. „Annars má segja að þetta hafi verið heimilisiðnaður fjöl- skyldunnar um tveggja mánaða skeið, að taka eitt og eitt þrep niður í bílskúr og klæða í þennan nýja búning og við erum alsæl með árangurinn. Óneitanlega vekur stiginn tals- verða athygli hjá þeim sem eru að koma hingað í fyrsta skipti en það þarf engum að leiðast í stiganum, því nóg er af áhugaverðu efni til að rýna í.“ Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir STIGI Ólafar er klæddur fjórum lögum af erlendum dagblaðaúrklippum. LAURA ASHLEY ooroar, gardínuefní, og áklæðí. %istan \j Laugavegi 99, sh Laugavegi 99, sími 551 6646 Við opnun Álfaborgar kostaði algeng flís eins og Helsinki 20x20 kr.1526/m2. Nó 10 árum síðar kostar sama flísin kr. 1750 / m2. Við hðfum ákveðið að bjóða hana með 12,8% afslætti, eða á sama verði og við opnun Áifaborgar. Blær lidinna tíma er okkar w ■ I .1 7 ' STEREO-SKAPUR V 19.900,- SUÐURLANDSBRAUT 22 • SIMI 553 7100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.