Morgunblaðið - 29.10.1996, Page 1

Morgunblaðið - 29.10.1996, Page 1
92 SÍÐUR B/C 247. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandarísk lög gegn Kúbu-viðskiptum ESB snýst til vamar Brussel. Reuter. SAMKOMULAG tókst í gær á fundi utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins (ESB) um að grípa til gagnaðgerða vegna svonefndra Helms-Burton laga sem Bandaríkin hafa sett til að refsa fyrirtækjum er eiga viðskipti við Kúbu. Banda- ríkjastjórn andmælti strax í gær aðgerðunum, sagði að Evrópumenn ættu að reyna að stuðla að mann- réttindum á Kúbu. Danska stjórnin hafði hótað að beita neitunarvaldi til að hindra mótleik ESB 'og bar því við að ver- ið væri að samþykkja aðgerðir sem merktu of mikið valdaafsal til sam- bandsins í utanríkismálum. Tókst loks að finna málamiðlun um orða- lag sem hún gat sætt sig við. Samþykkt var að banna evrópsk- um fyrirtækjum og einstaklingum að hlíta bandarísku lögunum, enn- fremur að leyfa þeim að svara málshöfðunum á grundvelli Helms- Burton laganna með gagnsókn. Heimildarmenn segja að verið sé að kanna hvort hægt verði að úti- loka Bandaríkjamenn er reyna að nýta sér lögin umdeildu frá öllum viðskiptum í ríkjum ESB. Samband- ið hefur einnig kært lögin hjá Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Samning-afundum um Hebron slitið Jerúsalem. Reuter. ÞRIGGJA vikna tilraunir Banda- ríkjamanna til að knýja fram sam- komulag um brottflutning ísra- elskra hermanna frá borginni Hebr- on á Vesturbakkanum fóru út um þúfur í gær og ísraelar og Palest- ínumenn kenndu hvorir öðrum um. Dennis Ross, sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Miðausturlöndum, kvaðst ætla að halda aftur til Wash- ington eftir árangurslausan nætur- fund samningamanna. „Við höfum náð verulegum árangri á síðustu þremur vikum,“ sagði í yfirlýsingu frá Ross, sem bætti hins vegar við að ekki hefði enn tekist að jafna ágreininginn. Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, hélt í gær í þriggja daga ferð til Evrópu. Hann hitti Thorbjorn Jag- land, forsætisráðherra Noregs, í Ósló í gær og sagði að.ekkert væri hæft í ásökunum ísraela um að Palestínumenn vildu draga viðræð- urnar um Hebron á langinn. Palestínumenn saka stjórn Net- anyahus um að setja of ströng skilyrði fyrir brottflutningi herliðs- ins. Þeir segja að deilan snúist fyrst og fremst um þá kröfu ísraela að THORBJ0RN Jagland og Yasser Arafat í Ósló i gær Reuter Nýtt lands- lag kannað NOKKRIR vísindamenn og fréttamenn lentu í þyrlu á ísbrúninni við gíg eldstöðv- anna á Vatnajökli í gær, þyrl- an og leiðangursmenn eru neðst til vinstri á myndinni. Flugmaðurinn, Jón K. Björnsson, flaug niður að rótum nýja fjallsins en ákvað að lenda ekki í sandfjörunni, sem sést efst til hægri, vegna erfiðra aðstæðna. Hann taldi óvíst að fullhlaðin þyrlan hefði afl til að komast aftur upp. ■ Gígurinn er/29 þeir geti handtekið meinta hryðju- verkamenn í þeim borgarhlutum, sem yrðu undir stjórn Palestínu- manna. Talsmenn Netanyahus saka hins vegar Arafat um að reyna að draga viðræðurnar á langinn í von um að samningsstaða Palestínumanna batni eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember. Bill Clinton forseti gæti þá lagt fastar að ísraelum að leiða deiluna til lykta án þess að hætta á að missa at- kvæði bandarískra gyðinga. ■ Vill auka áhrif/19 Fundum Jeltsíns aflýst Moskvu. Reuter. LÆKNAR Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta hafa aflýst öllum fund- um forsetans í næstu viku til að hafa tíma til rannsókna vegna fyrir- hugaðrar hjartaaðgerðar, að sögn talsmanns forsetans í gær. Jeltsín hefur öðru hveiju átt stutta fundi með helstu ráðherrum og nánustu ráðgjöfum sínum und- anfarnar vikur en hann dvelst nú á heilsuhæli í Barvíkha, skammt frá Moskvu. Forsetinn hefur falið Víkt- or Tsjernomýrdín forsætisráðherra sum af skyldustörfum embættisins. Ivan Rybkín, sem tók við yfir- stjórn öryggismála og stjórn friðar- viðræðna í Tsjetsjníju af Alexander Lebed, sagði í gær að Tsjernomýrd- ín myndi að líkindum heimsækja Tsjetsjníju á næstunni. ■ Korzhakov rekinn/17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.