Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kaup Vátryggingafélagsins á fyrirtækjum Skandia á íslandi Fyrstir á spam- aðarmarkaðinn Morgunblaðið/Golli HILMAR Pálsson sljórnarformaður í ræðustóli og Axel Gíslason, forstjóri VÍS, kynna kaupin á Skandia á blaðamannafundi í gær. Forstjóri VÍS telur að þeir möguleikar sem fé- lagið fær til sóknar inn á fjármálamarkaðinn með kaupum á fyrir- tækjum Skandia séu allt eins mikilvægir og hag- ræðing í kjölfar samein- ingar trygginganna. MEÐ kaupum á Ej árfestingarfélag- inu Skandia hf. og fyrirhuguðu sam- starfi við Skandia í Svíþjóð um sölu og markaðssetningu á nýjum sparn- aðarformum er Vátryggingafélag íslands hf. að færa sig lengra inn á fjármálamarkaðinn, inn á nýtt svið sem hingað til hefur verið nær inn- lánsþjónustu banka og sparisjóða en tryggingastarfsemi. Forstjóri VÍS telur þennan þátt samningsins við Skandia ekki síður mikilvægan en kaupin á tryggingastarfsemi sænska félagsins hér á landi. Fyrst rætt fyrir ári Á þriðja tímanum í fyrrinótt und- irrituðu fulltrúar Vátryggingafélags íslands hf. (VÍS) og Líftryggingafé- lags íslands hf. (LÍFÍS) samkomulag við Försákringsaktiebolaget Skandia í Svíþjóð um kaup á öllu hlutafé í þremur fyrirtækjum sænska trygg- ingafélagsins hér á landi, það er í Vátryggingafélaginu Skandia hf., Líftryggingafélaginu Skandia hf. og Fjárfestingarfélaginu Skandia hf. VÍS kynnti kaupin á blaðamanna- fundi í gær. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, segir að fyrstu viðræður um þessa hug- mynd hafí farið fram fyrir liðlega einu ári, þá að frumkvæði VIS. Hann segir að, samningar hafi staðið yfir frá því í lok síðasta árs að ákveð- ið var að skoða málið af alvöru. Á samningstímanum hefur ýmislegt gengið á samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, eins og gjarnan vill verða í slíkum samningum, og flest stærri tryggingafélögin og fjármála- fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa allar eða hluta af þessum eignum, ekki síst Fjárfestingarfélag- ið. Það félag hefur verið rekið með hagnaði á meðan tryggingaþáttur- inn hefur lengst af verið rekinn með tapi, eins og áður hefur komið fram, enda félagið verið í verulegri sókn á markaðnum og sænska félagið þurft að leggja fram verulega íjár- muni til að tryggja stöðu íslenska félagsins. Sænska félagið vildi hins vegar ekki selja hluta starfseminnar hér á landi, viðhorf þess var sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins að vera annaðhvort af fullum krafti inni á markaðnum eða hætta alveg afskiptum af honum. Hið síðar- nefnda varð niðurstaðan að loknum samningum við VÍS. „Okkur stóð ekki til boða að kaupa og ég held að aðrir aðilar hafí frekar verið nefndir þar til sögunnar," segir Ólaf- ur B. Thors forstjóri Sjóvár- Almennra trygginga hf. Kaupverð ekki gefið upp Samningalotan sem leiddi til und- irritunar samkomulagsins í fyrrinótt hófst á fímmtudagsmorgun eftir komu fulltrúa Skandia til landsins. Af hálfu VÍS og LÍFÍS leiddu Axel Gíslason forstjóri og Hilmar Pálsson stjórnarformaður viðræðurnar en Per Bjorgás og Helena Nilson voru fulltrúar sænska tryggingafélagsins. Samkomulag var gert um það milli aðila að gefa kaupverð ekki upp. Hilmar Pálsson segir að ekki sé einfalt mál að segja frá kaupverð- inu á þessu stigi málsins, að baki þess liggi flóknir útreikningar meðal annars um stöðu sjóða og yfirtöku skulda og ábyrgða. Samningarnir voru gerðir með fyrirvara um sam- þykki stjórna félaganna. Stjórn VÍS samþykkti fyrir sitt leyti í gær og Svíarnir fóru út til að afla samþykk- is af hálfu síns félags. Mun það hafa tekist í gærkvöldi og von er á tilkynningu frá Skandia um staðfest- ingu þess í dag. Samkomulagið var kynnt starfsfólki VÍS og íslensku Skandia-félaganna síðdegis í gær. 43-45% markaðshlutdeild Gert er ráð fyrir því að VÍS yfír- taki rekstur félaganna um mánaða- mót. VÍS ætlar að reka Fjárfesting- arfélagið Skandia hf. í óbreyttu formi og I sjálfstæðu félagi enda segir Axel Gíslason að það félag standi vel og sé rekið með hagnaði. Hins vegar verður rekstur Vátrygg- ingafélagsins Skandia sameinaður VIS og rekstur Líftryggingafélags- ins Skandia verður með sama hætti sameinaður Líftryggingafélagi ís- lands. Hilmar segir að gert sé ráð fyrir að sameining tryggingastofna félaganna fari fram um áramót, að loknum nauðsynlegum undirbúningi. Hilmar segir að VÍS muni auka starfsemi sína og fá dreifðari áhættu með kaupunum á tryggingafélögum Skandia hér á landi. Með því muni rekstur félagsins verða hagkvæmari. VÍS hefur verið með 37-38% hlut- deild á tryggingamarkaðnum, að sögn Arnar Gústafssonar, fram- kvæmdastjóra hjá VlS, og Skandia 6-7%. Saman verða þessi félög því með 43-45% markaðshlutdeild, ef VÍS beldur öllum viðskiptavinum Skandia. Örn bendir þó jafnframt á að þessar tölur geti breyst, meðal annars vegna nýrrar samkeppni í bílatryggingum. Þeir sem eru með gildar trygging- ar hjá Skandia munu halda öllum sínum réttindum þar til trygginga- stofnamir verða sameinaðir og fá þá tryggingu hjá VÍS, kjósi þeir ekki að leita annað. Skandia hefur í sumum tilvikum boðið lægri iðgjöld en hin tryggingafélögin en jafnframt átt erfitt með að láta iðgjöld standa undir öllum kostnaði og tilleggi I bótasjóði. Hilmar Pálsson segist engu geta svarað um það hvort eða hvemig iðgjöld þessa fólks muni breytast. VIS muni þurfa að endur- meta áhættuna og ákvarða iðgjöld út frá því. Skandia hefur haft um 40 starfs- menn og segir Hilmar ljóst að við sameiningu félaganna verði röskun hjá því fólki sem vinnur við trygging- arnar en stefnt sé að endurráðningu einhverra úr þeim hópi. Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár- Almennra trygginga, segir að sala Skandia á íslenska rekstrinum sýni að hann hafí ekki gengið hjá Svíun- um. Þeir hafí boðið verulega lægri iðgjöld en hér voru á markaðnum og nú væri komið í ljós að ekki gengi að borga með rekstrinum til lengd- ar. Segir Ólafur að þessi niðurstaða gæti verið lærdómsrík fyrir aðra erlenda aðila sem vildu fara inn á markaðinn með því að bjóða óraun- hæf iðgjöld og játaði því að með þessum orðum væri hann að vísa til FÍB-tryggingar. Nýtt sparnaðarform Á blaðamannafundi VÍS í gær vöktu forystumenn félagsins athygli á því að á undanfömum árum hefði orðið mikil þróun í Evrópu á sviði vátrygginga og fjármálaþjónustu og hefðu fyrirtæki verið að hasla sér völl á nýjum vettvangi og aðlaga stajfsemi sína breyttu umhverfí. „VÍS gerir sér glögga grein fyrir þessum breytingum og nauðsyn þess að veita viðskiptamönnum sínum sem víðtækasta vátrygginga- og fjármálaþjónustu. Með kaupum VÍS á ofangreindum félögum er því stig- ið stórt skref í þá átt að veita hinum stóra hópi viðskiptamanna félag- anna allra mun víðtækari þjónustu en áður hefur verið mögulegt,“ seg- ir í fréttatilkynningu. í tengslum við þetta hefur verið ákveðið að VÍS og sænska Skandia heíji samvinnu um sölu og markaðssetningu á margs konar spamaðarformum. Hér er um að ræða einkaréttarsamning, sam- kvæmt upplýsingum Axels. VÍS er ekki síst með í huga lífeyr- issparnað. Erlend tryggingafélög hafa verið að bjóða slíka þjónustu en VÍS er fyrsta íslenska trygginga- félagið sem fer inn á spamaðar- markaðinn. Axel bendir á að þetta svið sé tengt tiyggingasviðinu, starf- semin snúist um fjárhagslegt öryggi fólks. „Okkar trú er að þessa sé þörf, ekki síst hafi unga fólkið þörf á að leggja fyrir til seinni tíma. Þó lífeyrissjóðakerfið sé gott dugar það fólki ekki eitt og sér,“ segir Axel. Umrætt sparnaðarform er í þróun og hefur ekki verið kynnt. Örn Gúst- afsson segir að það muni innihalda ýmsa þætti sem þekktir séu hér á markaðnum, bæði langtímasparnað og tryggingaþætti, en fólki muni gefast kostur á að raða þeim saman á margvíslegan hátt, eftir því hvaða áhættu það vilji taka. Axel Gíslason segist vona að sam- starfíð _við Skandia í Svíþjóð muni gera VÍS kleift að fara af krafti út á þetta svið og veita nýja þjónustu sem hann telur þörf fyrir hér á landi. Engar reglur til um miðun farsíma VIÐ leitina að ijúpnaveiðimönnunum tveimur í síðustu viku var GSM-sími í bíl þeirra miðaður út til að auðvelda leitina. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkri tækni er beitt á íslandi. Að sögn Ólafs Indriðasonar, yfirtæknifræð- ings hjá farsímadeild Pósts og síma eru engar skriflegar reglur til um hvenær megi miða út farsíma. „Aðalreglan er sú að dómsúr- skurðar sé krafíst. Þetta orsakar truflanir í kerfínu hjá okkur og því gerum við þetta ekki nema mikið liggi við. Þama var greinilega bráð lífshætta á ferðinni, mennirnir hefðu getað verið að krókna úr kulda. Komi svona tilfelli upp aftur hikum við ekki. í öðrum tilvikum, til dæmis ef lögreglan væri að leita að einhveij- um, þyrftum við dómsúrskurð.“ Staðsetninguna er aðeins hægt að miða út fyrir GSM-síma, ekki síma í NMT-kerfínu, og aðeins ef kveikt er á símanum og hann innan notkun- arsvæðis. Nákvæmnin er mismikil eftir því á hvaða sendisvæði hann er. í tilfelii ijúpnaveiðimannanna var notast við tvo senda, athugað hveijir þeirra næðu sambandi og útilokunar- aðferð beitt til að staðsetja símann. Ólafur Indriðason segir að nánast ómögulegt sé fyrir aðra en Póst og síma og miða út farsíma. „Með her manns og fullt af radíómælitækjum á tíma þegar lítið væri um önnur símtöl væri það hugsanlega hægt, en það er nánast útilokað." Beiðni um miðunina barst um klukkan tvö aðfaranótt fimmtudags og tveir starfsmenn Pósts og síma unnu um nóttina að því að staðsetja símann. Það tókst skömmu eftir hádegi á fimmtudag en um svipað leyti bárust boð frá leitarmönnum um að bíllinn væri fundinn. Andlát EINAR SIGURJÓNSSON EINAR Siguijónsson, skipstjóri og fyrrver- andi forseti Slysavarna- félags íslands, lést sunnudaginn 27. októ- ber sl., 66 ára að aldri. Einar fæddist í Hafn- arfírði 2. apríl 1930, sonur Siguijóns Einars- sonar, sem var lands- kunnur skipstjóri á sinni tíð, og Rannveigar Vigfúsdóttur. Foreldrar hans létu bæði málefni Slysavarnafélags ís- lands mikið til sín taka. Einar fór ungur á sjó og árið 1951 lauk hann hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var eftir það á togurum, um alllangt skeið skipstjóri. Árið 1968 urðu þau kaflaskil í ævi Einars að hann gerðist starfs- maður Álversins í Straumsvík, sem tók til starfa 1969, en Einar fór fyrst til náms og kynningar í Sviss. Einar starfaði í álverinu til ársins 1996. Stórum hluta frítíma síns helgaði Einar starfi innan _ Slysa- varnafélags íslands, bæði í Hafnarfirði og í þágu heildarsamtak- anna. Einar var m.a. formaður Slysavarna- deildarinnar Fiska- kletts í yfír 20 ár og í stjórn Slysavarnafé- lagsins samfellt í 32 ár, síðustu 4 árin sem for- seti félagsins. Einar var kvæntur Jóhönnu Brynjólfsdóttur. Þau hjón voru mjög samhent og hefur Jóhanna einnig starfað ötullega að málefnum Slysa- varnafélagsins. Einar lætur eftir sig tvö uppkomin börn. Andlát PÉTUR PÉTURSSON Pétur Pétursson, fyrr- verandi alþingismaður og forstjóri, lést sunnu- daginn 27. október, 75 ára að aldri. Pétur var fæddur í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi 21. ágúst 1921. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1939-41 og ári síðar lauk hann prófi í Samvinnuskól- anum. Eftir nám var Pétur skrifstofustjóri Lands- smiðjunnar í Reykjavík 1947-56. Hann var forstjóri Inn- flutningsskrifstofunnar 1956-59 og forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins 1959-66. Pétur var framkvæmdastjóri Kís- iliðjunnar við Mývatn 1966-67 en á árunum 1968-73 var hann forstjóri Álafoss. Hann var starfsmannastjóri Sigölduvirkjunar 1974-76 og for- stjóri Norðurstjörnunnar í Hafn- arfirði 1976-81. Þá var hann full- trúi i Framkvæmdastofnun ríkisins 1981-85. Á síðustu árum vann Pét- ur að ýmsum verkefnum hjá Inn- kaupastofnun ríkisins og sat m.a. í bílanefnd. Pétur átti sæti í ýmsum nefndum og stjórnum. Pétur hóf afskipti af stjórnmálum ungur og gekk i samtök ungra Alþýðuflokksmanna. Hann tók sæti í mið- stjórn Alþýðuflokksins árið 1950 og var for- maður Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur 1959-63. Pétur var fyrst kjörinn alþingis- maður fyrir Snæfells- sýslu og sat á þingi kjörtímabilið 1956-59. Síðar var hann kjörinn þingmaður Norður- landskjördæmis vestra og sat á þingi 1971-74. Pétur var virkur í félagsstörfum og var áratugum saman félagi í Rotarý-hreyfingunni. Þá var hann einnig virkur í Oddfellow-reglunni. Frá 1972 var Pétur aðalræðismaður fyrir Lúxemborg. Eftirlifandi kona Péturs er Hrefna Guðmundsdóttir. Þau eign- uðust fjögur börn, Guðmund Ágúst, Ingibjörgu, Pétur og Guðrúnu. Pétur eignaðist tvo syni í fyrra hjóna- bandi, Magnús og Pétur Óla. Tvö stjúpbörn Péturs eru Kolbrún og Erla Sveinsdætur. ) I I > i \ l I I I I I I i I 1 r i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.