Morgunblaðið - 29.10.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.10.1996, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslendingar komust í átta liða úrslit á ÓL í brids Morgunblaðið/GSH JÖN OG Sævar við upphaf leiksins við Lettland í gærmorgun. Skömmu síðar var leikurinn stöðvað- ur því Lettar mættu ekki til leiks við hitt borðið. Björn fyrirliði er lengst til vinstri. Langþráðum áfanga náð í taugaslítandi lokaumferð riðlakeppni Olympíumótsins í brids á Ródos í gær héldu íslendingar 3. sæti í sínum riðli og keppa við Indónesíu í átta liða úrslitum í dag. Guð- mundur Sv. Hermannsson fylgdist með spilamennskunni eins og taugamar leyfðu. „VIÐ ERUM kátir, það er engin spurning. Við erum búnir að ná nýjum áfanga í íslenskri bridssögu að komast í þessi langþráðu átta liða úrslit Ólympíumótsins. Þetta er búið að vera erfítt og það er mikil spenna í mannskapnum í augnablikinu og við getum ekkert annað en reynt að ná henni niður og komast inn á þægilega braut aftur,“ sagði Björn Eysteinsson, fyrirliði íslendinga, eftir að riðla- keppninni lauk í gær. Þá hafði íslenska bridsvélin hikst- að aðeins undir lokin og veruleg spenna ríkti um hvort íslendingam- ir næðu að tryggja sér sæti í úrslita- keppninni. Islenska liðið virtist vera að sigla lygnan sjó inn í úrslitin þegar gær- dagurinn hófst. Fyrsti leikurinn í gær varð þó heldur endasleppur. Mótheijamir voru Lettar og Jón Baldursson og Ævar Þorbjömsson byijuðu vel í opna salnum og örugg- ur sigur virtist blasa við. En væntan- legir mótheijar Guðmundar Páls Arnarsonar og Þorláks Jónssonar mættu ekki til leiks í lokaða salnum og eftir hálftíma bið var leikurinn blásinn af. íslendingar fengu þó nítj- án stig og jafnframt kærkomna hvfld sem gæti nýst þeim vel í dag. Næstsíðustu andstæðingamir voru Rússar, sem voru í sjötta sæti riðilsins. Hægt var að fylgjast með úrslitum spilanna jafnóðum í þétt- setnum sýningarsal og Islending- arnir byijuðu ágætlega þegar þeir fengu sveiflu í fyrsta spili. En nokkrum spilum síðar fóru Rúss- arnir að raða inn stigum meðan ekkert gekk hjá íslensku spilurun- um. Þetta spil er dæmi um það: Bæði lið spiluðu fjóra spaða. Jón og Sævar spiluðu samninginn í norður þá kom austur út með laufa- kóng og skipti í tígul. Eftir það komst Sævar ekki hjá því að gefa tvo slagi á tígul, einn á lauf og einn á hjarta. Við hitt borðið var suður sagn- hafi. Þar kom Aðalsteinn Jörgens- en út með tígulkóng og fékk að eiga slaginn. Til að bana spilinu varð hann nú að spila laufi undan ásnum, svo Matthías Þorvaldsson í austur kæmist inn og gæti spilað tígli gegn sagnhafa. En það lá ekki í augum uppi að grípa þyrfti til slíkra örþrifaráða svo Aðal- steinn tók laufásinn og spilaði meira laufi. En nú gat sagnhafi fríað hjartalitinn og hent tígultap- slag í borðið. Stærsta tapið Leikurinn endaði loks 6-24 fyrir Rússa en þetta var fyrsti leikurinn sem íslendingar töpuðu stórt í riðla- keppninni. Fyrir síðustu umferðina var staðan sú, að íslendingar máttu við því að tapa síðasta leiknum gegn Búlgaríu 12-18 miðað við að Rússar ynnu Kenýa 25-5. Aftur var hægt að fylgjast með stöðunni í öllum leikjum og það varð fljótt Ijóst að Rússar myndu vinna sinn leik með yfirburðum. A meðan sigu íslendingarnir hægt og rólega fram úr Búlgörum, þar til að Búlgararnir náðu skyndilega að jafna leikinn með því að segja og vinna hæpna slemmu. Nú fór hjartað upp í háls á ís- lensku áhorfendunum en Guðmund- ur Páll og Þorlákur róuðu þá fljótt aftur með þessu spili: Norður ♦ KG7643 ¥2 ♦ Á83 ♦ 643 Vestur Austur ♦ 10 ♦ D2 ¥ Á974 ¥ 865 ♦ KD104 ♦ 762 ♦ Á1082 4^0075 Suður ♦ Á985 ¥ KDG103 ♦ G95 ♦ 9 Norður ♦ Á65 ¥Á7 ♦ ÁG10965 ♦ Á6 Vestur Austur ♦ K10982 ♦ DG74 ¥D2 ¥85 ♦ D843 ♦ 72 ♦ 74 ♦ K10985 Suður ♦ 3 ¥ KG109643 ♦ K ♦ DG32 Við annað borðið passaði Búlgar- inn með suðurspilin en Sævar opn- aði á einum spaða með vesturspilin. Norður doblaði og Jón í austur stökk í þijá spaða. Suður sagði fjög- ur hjörtu sem voru pössuð til Jóns sem sagði fjóra spaða. Enn sagði Búlgarinn fimm hjörtu sem hann spilaði svo og fékk tólf slagi. Við hitt borðið öpnaði Þorlákur hins vegar á fjórum hjörtum með suðurspilin og eftir það gat Guð- mundur Páll ekki sagt minna en sex hjörtu. Vestur spilaði út laufi sem austur tók á kóng og hann skipti í spaða. Það tók Þorlákur með ás og síðan ás og kóng í hjarta. Þegar drottningin féll var slemman unnin og átta liða úrsíitin tryggð. Þetta spil skipti einnig miklu máli í hinum riðlinum því Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum með því að segja og vinna slemm- una. Gátu andað Iéttar íslendingar unnu að lokum leik- inn 19-11 og allir gátu varpað öndinni léttar „Og þetta sem átti að vera svo rólegur dagur,“ heyrð- ist einn spilarinn stynja. „Við máttum alltaf búast við að fá eitt högg á okkur því það er nánast útilokað að spila 35 umferð- ir án þess að fá skell. En að fá þetta högg í næstsíðasta leik þegar mótið var í sem mestri spennu, magnaði spennuna. En nú er þetta verkefni búið og það verður að eyða kvöldinu og nóttinni í að þurrka það algjörlega út, horfa fram á veginn og koma til leiks í átta liða úrslitun- um með hreinan huga“, sagði Bjöm Eysteinsson. Lokastaðan í riðli íslendinganna var þessi: Ítalía 692 Tævan 659 ísland 652 Rússland 645 ísrael 643,5 Bretland 636 Holland 633 Noregur 629 Bandaríkin 620 Brasilía 608 í hinum riðlinum urðu Frakkar efstir með 691 stig, þá Indónesar með 676, síðan Pólveijar með 642 stig og loks Danir með 633 stig. Efstu liðin í riðlunum máttu velja sér andstæðinga úr hinum riðlinum í átta liða úrslitunum, sem fara fram í dag. Frakkar völdu Rússa sem andstæðinga og ítalir völdu að spila gegn Dönum. íslendingar spila því við Indónesa og Pólveijar gegn Tævan. í kvennaflokki spila Bandaríkin og Holland, Kína og ísrael, Bretland og Austurríki og Kanada og Þýskaland. Einstakur námsárangur við Háskólann Hæsta einkunn í áratugi ÁRMANN Jakobsson, 26 ára gamall Reykvíkingur, útskrif- aðist sl. laugardag með meist- arapróf í íslenzkum bókmennt- um frá heimspekideild HÍ með hæstu einkunn sem veitt hefur verið í deildinni frá því núgild- andi einkunnakerfi var tekið upp fyrir 20 árum. Hann fékk 10 fyrir lokaritgerð sína og meðaleinkunnina 9,67. Þessi einkunn er sú næst- hæsta sem gefin hefur verið yfirleitt samkvæmt gildandi einkunnakerfi en sú hæsta, 9,77, féll í skaut lyfjafræðings sem útskrifaðist árið 1991. Sá árang- ur sem næst kemst árangri Ár- manns í sambærilegu prófi var 9,42 á cand. mag.-prófi í bók- menntafræði árið 1986. Ef B.A.- próf eru meðtalin er sá árangur sem næst kemst 9,60, en þessum árangri náði nemi í almennum málvísindum árið 1993. Kom á óvart Aðspurður kvað Ármann þennan árangur hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég hef ekki fengið svona einkunn síðan ég byrjaði í íslenzkunni," sagði Ármann, „enda fara þeir spar- lega með þær hérna.“ Prófrit- gerð Ármanns ber titilinn „I leit að konungi" og fjallar um konungsmynd íslenzkra kon- ungasagna. Aðalleiðbeinandi Ármanns við smíði hennar var Ásdís Egilsdóttir. Ármann fæst nú við að að- stoða tvo kennara sína við rann- sóknastörf, hann veitir norskum nemum við Háskólann aðstoðar- kennslu í Islendingasögunum og hefur auk þess hafið undir- búning doktorsverkefnis síns sem hann segir verða áfram- hald á rannsóknum á Konunga- sögum. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir GALLI á hönnun og uppsetningu snjóflóðavarnanna í Fífladölum fyrir ofan Siglufjörð íeiddi til skemmda í óveðri 20. október. Snjóflóðavarnir í Siglufirði Galli á hönnun og uppsetningu Siglufirði. Morgunblaðið. GALLI á hönnun og uppsetningu stoðvirkja snjóflóðavarnanna í Fífladölum fyrir ofan Siglufjörð leiddi til skemmda, er hluti nýja búnaðarins sviptist upp í óveðri 20. október síðastliðinn. Framleiðandi snjóflóðavarnanna er austurríska fyrirtækið J. Martin. Kom fulltrúi þess, Walter Kettler, ásamt austurrískum snjóflóðasér- fræðingi, Joseph Hopf, og mönnum frá Veðurstofu íslands til Siglufjarð- ar um helgina, að líta á og meta tjónið, sem talið er nema nokkrum milljónum króna. Megineiningar stoðvirkja snjó- flóðavarnanna eru óskemmdar og þrátt fyrir að virkin hafi fallið upp í fjallshlíðina hafa stærstu og dýr- ustu einingar þeirra ekki skemmst. Niðurstaða athugunarinnar er sú að ákveðinn galli er á hönnun stoð- virkjanna og uppsetningu þeirra. Er hann ekki sérstaklega tengdur ís- lenskum veðuraðstæðum því álíka atvik hafa einnig átt sér stað í Sviss þár sem þennan búnað er víða að finna. En framleiðendur höfðu hins vegar ekki gert ráð fyrir að þetta myndi gerast hér á íslandi. Einfalt að lagfæra gallann Að sögn Tómasar Jóhannessonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu ís- lands, er tiltölulega einfalt að laga þennan hönnunargalla og þegar er búið að senda norður til Siglufjarðar þau tæki og tól sem nota þarf við lagfæringarnar. Mun búnaðurinn verða fluttur með þyrlu upp í fjallið um leið og veður leyfir. Framleiðandi búnaðarins mun bera allan kostnað við viðgerðir vegna skemmda á stoðvirkjunum en Ofanflóðasjóður ákveðinn kostnað við endurbætur á festingunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.