Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell INDRIÐI Pálsson við verðlaunasafn sitt á sýningunni. Grand Prix til íslend- ings í fyrsta sinn INDRIÐI Pálsson varð á laugardag fyrstur íslendinga til að hljóta Grand Prix verðlaun fyrir frí- merkjasafn sitt. Hann segir verð- launin heiður fyrir sig og alla ís- lenska frímerkjasafnara. Dómarar frá fimm þjóðlöndum tóku ákvörð- un um verðlaunaveitinguna. Indriði hefur safnað frímerkjum í tæp 60 ár, frá tíu ára aldri. „Það hófst þegar faðir minn gaf mér gömul frímerki sem faðir hans hafði átt. Eftir það hefur söfnun- aráráttan verið í mér. Ég hafði alltaf augun opin fyrir frímerkjum og bréfum á ferðalögum erlendis, sem fylgdu störfum mínum sem Indriði Pálsson hefur safnað frí- merkjum í 60 ár forstjóra Skeljungs, en ég fór ekk- ert að vinna í þessu fyrr en ég hætti því starfi, fyrir sex árum síðan.“ Safnið nær yfir póstsögu áranna 1836-1902, tímabil sem er á frí- merkjamáli ,,Classic Iceland", eða hefbundið Island. „Til þess að skilja uppbyggingu safnsins þarf að vera sæmilega vel að sér í ís- lenskri atvinnu- og persónusögu á þessu tímabili. Ýmis póstskjöl í safninu vísa til þekktra atvika og einstaklinga sem settu svip sinn á íslenskt þjóðlíf á þessum tíma. Meðal annars ýmislegt sem tengist Pétri Péturssyni biskupi, Dillon lávarði, sem Dillonshús er kennt við, Einari Benediktssyni, Einari Jónssyni myndhöggvara og fleir- um.“ Indriði segist ekki vita hvert verðmæti safnsins er, enda hafi hann ekki safnað frímerkjum í hagnaðarskyni. Hann segir að enn megi bæta safnið, sérstaklega með enn betri eintökum ýmissa frí- merkja og umslaga. Metað- sókná frímerkja- sýningn TALIÐ er að norræna frímerkja- sýningin, Nordia 96, sem haldin var á Kjarvalsstöðum um helgina, hafi verið fjölsóttasta frímerkja- sýning sem haldin hefur verið hér á landi. Að sögn Sigurðar R. Pétursson- ar, formanns sýningarstjórnar, er áætlað að sýningargestir hafi verið um fímmtán þúsund, þar af komu hátt í tíu þúsund manns á sunnu- dag. Um hundrað erlendir frí- merkjasafnarar komu til landsins til að sýna og skoða. Meðal þeirra voru Knud Mohr, varaforseti Al- þjóðasamtaka frímerkjasafnara, og Ingolf Kappelrud frá Evrópusam-. tökum frímerkjasafnara. Þeir sögðu báðir um íslensku sýninguna að hún væri ein sú besta og skemmtileg- asta sem þeir hefðu séð. Nordia-frímerkjasýningin er haldin á hverju ári á einhveiju Norðurlandanna, nema þegar al- þjóðleg sýning er í gangi. Sýningin var í fyrsta sinn haldin hér á landi árið 1984, aftur 1991, og í þriðja sinn á þessu ári. Aðsóknin nú er mun betri en á fyrri sýningum. Sigurður segir að árangurinn megi að hluta til skýra með samkeppni sem haldin var fyrir níu til tólf ára börn þar sem þeim var boðið að taka þátt í samkeppni um að teikna tillögur að frímerkjum. Einnig hafi góður árangur Indriða Pálssonar haft áhrif, en hann varð á laugar- dag fyrstur íslendinga til að vinna Grand Prix-verðlaun á slíkri sýn- ingu fyrir frímerkjasafn sitt. metra MAÐUR féll um 7 metra nið- ur af þaki við Laufrima í Graf- arvogi um klukkan níu á laug- ardagsmorgun. Talið var að hann hefði axlarbrotnað auk þess sem hann kvartaði undan eymsl- um í fæti. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið þar sem hann gekkst undir rannsókn. Vinnueftirlit ríkisins og tæknideild lögreglunnar fóru á slysstað til að kanna drög óhappsins frekar. -------------——: ■■■: . ■ ■ SUZUKl rÝirliýáiii. BA?cS° °00°1!ftoD 0 SUZUKI MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • þjófavörn • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • samlitum stuðurum. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.