Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Eyjaferðir hf. í Stykkishólmi auka þjónustuna Tveggja skrokka skemmtiferðaskip Stykkishólmi. Morfrunblaðið. NYTT skemmtiferðaskip í eigu Eyjaferða hf. sigldi inn í Stykkis- hólmshöfn laugardaginn 25. októ- ber sl. Um er að ræða skip sem keypt var frá Noregi, 26 metrar á lengd og rúmir 9 metrar á breidd. Skipið er tveggja skrokka^ og er fyrsta skipið af þessu tagi á Islandi. Skipið er knúið tveimur 1.200 ha. vélum og er meðalganghraði þess rúmar 20 mílur fullhlaðið. Það er smíðað árið 1976 og árið 1984 var allur búnaður þess endurnýjað- ur, þ.á m. vélar. Skipið tekur um 130 manns í sæti, aðbúnaður er góður og innréttingar líta mjög vel út. Það voru margir Hólmarar sem tóku á móti hinu nýja skipi Eyja- ferða er það lagðist að bryggju. Gestir fengu að skoða skipið og boðið var upp á veitingar og reynslutúr út á Breiðasand. Leitað í þrjú ár að stærra skipi Að sögn Péturs Ágústssonar og Svanborgar Siggeirsdóttur, eig- enda Eyjaferða, hefur fyrirtækið verið að leita að stærra skipi und- anfarin þrjú ár. Svo var það í sum- ar að fréttist af skipi í Sandnessöen . í Noregi og fór Pétur því út að skoða skipið og leist mjög vel á það og gerði tilboð sem var tekið. Skip- ið var í eigu Helgelands Trafikksel- skap og var aðalbátur fyrirtækisins og notaður til ferjusiglinga í Norð- ur-Noregi. Fyrirtækið hefur fengið nýtt skip og því var það tilbúið að selja þetta. Pétur fór út til Noregs ásamt þremur öðrum að ná í skip- ið. Fyrst sigldu þeir til Álasunds og þaðan var stefnan tekin til Færeyja. I Færeyjum urðu þeir að stoppa í fjóra daga vegna veðurs. Péturs segir að skipið hafi vakið athygli í Færeyjum. Þar eru menn að kanna breytingar á ferjusigling- um á milli eyjanna. Tveir ráðherrar úr Landsstjórninni komu að skoða skipið og fór Pétur með samgöngu- málaráðherrann í siglingu og leist honum vel á skipið. Þegár byr gaf var stefnan sett á Hornafjörð og þaðan siglt til Stykkishólms. Pétur segir að ferðin hafi gengið vel og skipið reynst í alla staði mjög vel. Fengu þeir slæmt veður síðasta spölinn og kom þá í ljós hversu gott sjóskip nýja Brimrúnin er. Að sögn Péturs ákapar nýja skip- ið mikla möguleika í ferðaþjónustu við Breiðafjörð. Nú verður hægt að veita stærri hópum betri þjón- ustu. Hafrún áfram í siglingum Fyrirtækið mun áfram hafa Haf- rúnu í siglingum og er ætlunin næsta sumar að setja upp nýjar ferðir, t.d. stórhvalaskoðun út af Breiðafírði og lengri dagsferðir. Það tekur t.d. ekki nema 2\h tíma að sigla að Látrabjargi. í vetur verður tíminn notaður til endurbóta á skipinu. Útbúin verður góð veit- ingaaðstaða og verður þá hægt að bjóða þjónustu þeim sem vilja halda upp á merk tímamót við öðruvísi aðstæður. Pétur sagðist vera bjartsýnn á framtíðina. Hann er þess fullviss að hægt sé að auka ferðamanna- strauminn til Stykkishólms, en for- sendur þess séu þær, að til staðar sé þjónusta fyrir ferðamenn og eft- ir því sem hún sé fjölbreyttari, sé auðveldara að fá fólk til að koma í Hólminn og dvelja þar. Ferðaþjón- ustufyrirtækin verði að hafa frum- kvæðið og þessi skipakaup séu lið- ur í því. FORRAÐAMENN Eyjaferða hf. í Stykkishólmi, hjónin Svan- björg Siggeirsdóttir og Pétur Ágústsson. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FYRSTA tveggja skrokka skipið á íslandi kom til heimahafnar í Stykkishólmi um síðustu helgi. Varahlutir í VW Golf VEGNA fullyrðinga Ingimars Sig- urðssonar um að varahlutir séu þeir sömu í VW Golf bíla sem fram- leiddir eru í Mexíkó og Þýskalandi vill Hekla hf. taka eftirfarandi fram: Bifreiðin SE721 sem er fram- Ieidd í Mexíkó lenti í tjóni í júlí sl. Af 15 hlutum sem skipta þurfti um passaði aðeins einn frá Þýskalandi. Hlutirnir sem skipta þurfti um voru m.a. þessir: Frambretti, fram- hurð, afturhurð, innri stuðari fram- an, ytri stuðari framan, aðallukt framan. Auk ýmissa annarra smærri hluta. VW í Þýskalandi benti strax á að panta þyrfti þessa hluti frá Ameríku þar sem þeir fengjust ekki hjá þeim. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: „Vegna orðalags yðar í grein um innflutning á notuðum bílum, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, ber að harma að þér hafið sérstak- lega valið að gera tollafgreiðslu bíla á Selfossi tortryggilegan, um- fram aðra staði. Hefðuð þér leitað eftir upplýs- ingum um hvort fjöldi afgreiðslna gæti átt sér eðlilegar skýringar hefðuð þér m.a. fengið upplýsingar um að tollafgreiðslur á Selfossi eru fyrir Árnes-, Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslu. Einnig hefðuð þér fengið upplýsingar um að af- kastamiklir milliliðir eru búsettir í sýslunni og er ekki á neinn hátt hægt að ætla þeim, eða öðrum innflytjendum bíla, að vera óheið- arlegir eða óheiðarlegri en áðrir. Lög og reglur um innflutning, og þá eftirlit með innflutningi, eru í engu frábrugðin öðrum tollum- dæmum og athugasemdir endur- skoðunar hafa ekki verið fleiri eða alvarlegri en hjá öðrum. Þess er farið á leit við yður að þér takið þessa ábendingu til at- hugunar og bréfkorn þetta til birt- ingar á ekki minna áberandi stað en greinin var, svo og tilvísun í hana á baksíðu. Virðingarfyllst, f.h. sýsluniannsins á Selfossi, Ragnar Ólafsson, skrifstofustjóri." Athugasemd frá Heklu hf. 5 MORGUNBLAÐINU hefur Z. borist eftirfarandi athugasemd frá Heklu hf.: „Enginn efast um mátt fjölmiðla, og allra síst efast menn um mátt virtra fjölmiðla eins og Morgunblaðs- ins. Það er því siðferðileg skylda hvers fjölmiðils að fjalla um mál á eins faglegan og hlutlausan hátt og frekast er unnt. Það er eðli margra, ef ekki flestra mála, að menn hafa á þeim misjafnar skoðanir. Eigi að fjalla á faglegan hátt um slík mál, hlýtur að verða að eiga sér stað öfl- un ákveðinna grunnupplýsinga. Blaðamaður getur ekki annað, á frumstigi málsins, en leitað þessara gagna víða; með því að hafa sam- band við a.m.k. nokkra aðila sem tengjast málinu á ólíkan hátt og einn- ig reynt að fá þá sem engra hags- muna eiga að gæta til að tjá sig um málið. Eitt þeirra mála sem Morgunblað- ið hefur fjallað um er innflutningur notaðra bíla. Eins og komið hefur fram í fjölmiðium hefur innflutningur notaðra bíla stóraukist í kjölfar breyttra reglna. Nú nemur þessi inn- flutningur um 20% af heildar bílainn- flutningi til landsins og svarar það til innflutnings eins stærsta bílaum- boðsins. Menn hafa gjarnan spurt: Hvers vegna er þessi innflutningur svo mikill sem raun ber vitni? Hverri- ig stendur á því að ekkert bílaumboð- anna annast þennan innflutning? Ekki þarf að leita langt eftir svörum: Við breyttar reglur sem tóku gildi vegna nýja GATT-samningsins hafa myndast glufur sem því miður sumir hafa nýtt sér á óheiðariegan máta. Bílaumboðin starfa skv. gildandi lög- um og reglum um innflutning bíla og þau geta ekki á neinn hátt farið í kringum þessar reglur. Hvað varðar umfjöllun Morgun- blaðsins um málið má segja „að betra sé heima setið en af stað farið". Víkj- um nánar að þessu: ' í blaðinu er látið í veðri vaka að bílaumboðin séu á móti samkeppni og þess vegna agnúist þau út í inn- flutning notaðra bíla. Þetta er al- rangt. I bílgreininni er mikil og hörð samkeppni, eins og vera ber. En sam- keppni verður að vera á jafnréttis- grundvelli, allir aðilar verða að lúta sömu viðskiptareglum. Hér má geta þess að í ýmsum greinum viðskipta- lífsins mætti gjarnan fjalla um skort á samkeppni. Þær greinar sem hér um ræðir læt ég ónefndar, en flestir ættu að geta sagt sér á hvaða sviðum það er. , Blaðamaður Morgunblaðsins birtir viðtal við „formann löggiltra bíla- sala". Bílasalinn hefur náttúrulega sína skoðun á málinu og nefnir auk þess dæmi um það þegar bílaumboð- in fara með rangt mál. Blaðamaður- inn gerir ekkert í því að kanna hvort fleiri hafí sömu sögu að segja og þessi bílasali. Blaðamaðurinn kannar ekki heldur hina hliðina á málinu; þ.e.a.s. er bílasalinn, sem er heimild- armaður blaðsins, önigglega að fara með satt og rétt mál. Skiptir það ekki máli fyrir Morgunblaðið að les- endur blaðsins fái sem raunsannasta mynd af þeim málum sem blaðið tekur til umfjöllunar? Eitt af því sem bílasalinn nefnir í viðtali sínu er dæmi um innflutning á ákveðnum bíl. Bílasalinn fullyrðir, hvað þann bíl varðar, að bíiaumboðið fari með rangt mál. í þessu tilfelli er málið mjög einfalt. Hér er ekki spurning um skoðun eins eða neins - hér snýst málið eingöngu um stað- reyndir. Til stuðnings þessu máli nefni ég dæmi af Golf, framleiddum í Mexíkó, sem keyptur var frá Kanada. Bíllinn lendir í tjóni og leit- að var til Heklu um varahluti. Af þeim 15 varahlutum sem vantaði í bílinn var eingöngu hægt að nota einn sem framleiddur var í Þýska- landi, en það var vatnskassahlífin. Sérpanta þurfti 14 hluti frá Banda- ríkjunum (sjá meðfylgjandi gögn). Hvað þetta mál varðar hefði vand- virkni og metnaður blaðamannsins getað tryggt fagmannlega umfjöllun og um leið komið í veg fyrir að óorði væri kastað á fyrirtæki, í þessu til- felli Heklu. Jafnframt hefðu lesendur Morgunblaðsins fengið rétta og sanna mynd af málínu - en það er fyrir lesendur blaðsins sem það kem- ur út - eða er ekki svo? Enn er ekki öll sagan sögð. I greininni fullyrðir bilasalinn: „Volkswagen framleiðir bíla í Mex- íkó og selur þá í Evrópu." Hér er farið með rakalaus ósannindi. Bíl- arnir sem framleiddir eru í Mexíkó eru seldir til Kanada, Bandaríkjanna og Suður- og Mið-Ameríku. Bílarnir sem framleiddir eru í Evrópu eru fyrir Evrópumarkað, Asíu, Afríku ög Mið-Austurlönd. Þetía ætti glöggur blaðamaður að geta sagt sér sjálfur; hélt hann virkilega að bílarnir væru fluttir frá Mexíkó til Evrópu og svo væru Evrópubílarnir fluttir til Mexíkó og Suður-Amer- íku!!! Sem viðbót má geta þess að einstaka Mexíkóframleiddur bíll hef- ur komið til Evrópu eftir ýmsum leiðum. Eigendur þessara bíla hafa jafnan lent í vandræðum með þessa bíla sína í Evrópu þar sem varahlut- ir eru ekki fyrir hendi. Ekki þarf að taka fram að Hekla mun að sjálf- sögðu, hér eftir sem hingað til, reyna að veita þessum bílaeigendum, eins og öðrum viðskiptavinum, sem allra besta þjónustu. Það er auðvelt, en getur verið mjög afdrifaríkt í blaðamennsku, að gera mistök. Morgunblaðið hefur sýnt það í gegnum árin að fag- mennska þar á bæ er oft til fyrir- myndar og hefur farið vaxandi. I sunnudagsblaði Morgunblaðsins, í grein sem annar blaðamaður skrif- aði og varðaði einnig málefni Heklu, voru einmitt viðhöfð þau vinnubrögð sem sárt er saknað í þessari grein sem hér hefur verið fjallað um. Hér er fátt sem minnir á rannsóknar- blaðamennsku, gæðamat eða hlut- leysi. Leiðréttingar á fram komnum ósannindum eru oft erfiðar í fram- kvæmd. Þetta ættu engir að vita betur en blaðamenn og einmitt þess vegna þyrftu þeir að leggja meiri metnað í vinnu sína." Aths. ritslj.: Morgunblaðið hefur fjallað ítar- lega að undanförnu um innflutning á notuðum bílum. í þeirri samantekt hafa komið fram sjónarmið Bíl- greinasambandsins, talsmanna ein- stakra bílaumboða, bílasala, bíla- kaupenda og stjórnvalda. • í grein í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag um innflutning á notuðum bílum eru ákveðin ummæli höfð eftir Ingi- mari Sigurðssyni, formanni Félags löggiltra bílasala, um innflutning á Volkswagen Golf bifreið frá Kanada. Vegna athugasemdar frá forráða- mönnum Heklu hf. skal tekið fram, að Morgunblaðið lítur á slík um- mæli sem trúnaðarmál á milli blaðs- ins og viðmælenda þess þar til þau hafa birst í blaðinu. Af þeim sökum var óhugsandi að bera þau undir talsmenn Heklu hf. fyrir birtingu. Forráðamenn Heklu hf. þurfa hvorki að kenna blaðamönnum Morgun- blaðsins fagleg vinnubrögð né kvarta undan umfjöllun blaðsins um fyrirtæki þeirra. I I I » i i » I • »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.