Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eyjaferðir hf. í Stykkishólmi auka þjónustuna Tveggja skrokka skemmtiferðaskip Stykkishólmi. Morgunblaðið. NYTT skemmtiferðaskip í eigu Eyjaferða hf. sigldi inn í Stykkis- hólmshöfn laugardaginn 25. októ- ber sl. Um er að ræða skip sem keypt var frá Noregi, 26 metrar á lengd og rúmir 9 metrar á breidd. Skipið er tveggja skrokka og er fyrsta skipið af þessu tagi á íslandi. Skipið er knúið tveimur 1.200 ha. vélum og er meðalganghraði þess rúmar 20 mílur fullhlaðið. Það er smíðað árið 1976 og árið 1984 var allur búnaður þess endurnýjað- ur, þ.á m. vélar. Skipið tekur um 130 manns í sæti, aðbúnaður er góður og innréttingar líta mjög vel út. Það voru margir Hólmarar sem tóku á móti hinu nýja skipi Eyja- ferða er það lagðist að bryggju. Gestir fengu að skoða skipið og boðið var upp á veitingar og reynslutúr út á Breiðasand. Leitað í þijú ár að stærra skipi Að sögn Péturs Ágústssonar og Svanborgar Siggeirsdóttur, eig- enda Eyjaferða, hefur fyrirtækið verið að leita að stærra skipi und- anfarin þrjú ár. Svo var það í sum- ar að fréttist af skipi í Sandnessöen í Noregi og fór Pétur því út að skoða skipið og leist mjög vel á það og gerði tilboð sem var tekið. Skip- ið var í eigu Helgelands Trafikksel- skap og var aðalbátur fyrirtækisins og notaður til feijusiglinga í Norð- ur-Noregi. Fyrirtækið hefur fengið nýtt skip og því var það tilbúið að selja þetta. Pétur fór út til Noregs ásamt þremur öðrum að ná í skip- ið. Fyrst sigldu þeir til Álasunds og þaðan var stefnan tekin til Færeyja. í Færeyjum urðu þeir að stoppa í íjóra daga vegna veðurs. Péturs segir að skipið hafi vakið athygli í Færeyjum. Þar eru menn að kanna breytingar á feijusigling- um á milli eyjanna. Tveir ráðherrar úr Landsstjóminni komu að skoða skipið og fór Pétur með samgöngu- málaráðherrann í siglingu og leist honum vel á skipið. Þegar byr gaf var stefnan sett á Hornafjörð og þaðan siglt til Stykkishólms. Pétur segir að ferðin hafi gengið vel og skipið reynst í alla staði mjög vel. Fengu þeir slæmt veður síðasta spölinn og kom þá í ljós hversu gott sjóskip nýja Brimrúnin er. Að sögn Péturs ákapar nýja skip- ið mikla möguleika í ferðaþjónustu við Breiðafjörð. Nú verður hægt að veita stærri hópum betri þjón- ustu. Hafrún áfram í siglingum Fyrirtækið mun áfram hafa Haf- rúnu í siglingum og er ætlunin næsta sumar að setja upp nýjar ferðir, t.d. stórhvalaskoðun út af Breiðafirði og lengri dagsferðir. Það tekur t.d. ekki nema 2'/2 tíma að sigla að Látrabjargi. í vetur verður tíminn notaður til endurbóta á skipinu. Útbúin verður góð veit- ingaaðstaða og verður þá hægt að bjóða þjónustu þeim sem vilja halda upp á merk tímamót við öðruvísi aðstæður. Pétur sagðist vera bjartsýnn á framtíðina. Hann er þess fullviss að hægt sé að auka ferðamanna- strauminn til Stykkishólms, en for- sendur þess séu þær, að til staðar sé þjónusta fyrir ferðamenn og eft- ir því sem hún sé fjölbreyttari, sé auðveldara að fá fólk til að koma í Hólminn og dvelja þar. Ferðaþjón- ustufyrirtækin verði að hafa frum- kvæðið og þessi skipakaup séu lið- ur í því. FORRÁÐAMENN Eyjaferða hf. í Stykkishólmi, hjónin Svan- björg Siggeirsdóttir og Pétur Ágústsson. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FYRSTA tveggja skrokka skipið á íslandi kom til heimahafnar i Stykkishólmi um síðustu helgi. Varahlutir í VW Golf Athugasemd frá Heklu hf. VEGNA fullyrðinga Ingimars Sig- urðssonar um að varahlutir séu þeir sömu í VW Golf bíla sem fram- leiddir eru í Mexíkó og Þýskalandi vill Hekla hf. taka eftirfarandi fram: Bifreiðin SE721 sem er fram- leidd í Mexíkó lenti í tjóni í júlí sl. Af 15 hlutum sem skipta þurfti um passaði aðeins einn frá Þýskalandi. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: „Vegna orðalags yðar í grein um innflutning á notuðum bílum, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, ber að harma að þér hafið sérstak- lega valið að gera tollafgreiðslu bíla á Selfossi tortryggilegan, um- fram aðra staði. Hefðuð þér leitað eftir upplýs- ingum um hvort fjöldi afgreiðslna gæti átt sér eðlilegar skýringar hefðuð þér m.a. fengið upplýsingar um að tollafgreiðslur á Selfossi eru fyrir Árnes-, Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslu. Einnig hefðuð þér fengið upplýsingar um að af- kastamiklir milliliðir eru búsettir í sýslunni og er ekki á neinn hátt Hlutirnir sem skipta þurfti um voru m.a. þessir: Frambretti, fram- hurð, afturhurð, innri stuðari fram- an, ytri stuðari framan, aðallukt framan. Auk ýmissa annarra smærri hluta. VW í Þýskalandi benti strax á að panta þyrfti þessa hluti frá Ameríku þar sem þeir fengjust ekki hjá þeim. hægt að ætla þeim, eða öðrum innflytjendum bíla, að vera óheið- arlegir eða óheiðarlegri en áðrir. Lög og reglur um innflutning, og þá eftirlit með innflutningi, eru í engu frábrugðin öðrum tollum- dæmum og athugasemdir endur- skoðunar hafa ekki verið fleiri eða alvarlegri en hjá öðrum. Þess er farið á leit við yður að þér takið þessa ábendingu til at- hugunar og bréfkorn þetta til birt- ingar á ekki minna áberandi stað en greinin var, svo og tilvísun í hana á baksíðu. Virðingarfyllst, f.h. sýslumannsins á Selfossi, Ragnar Ólafsson, skrifstofustjóri." MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Heklu hf.: „Enginn efast um mátt fjölmiðla, og allra síst efast menn um mátt virtra fjölmiðla eins og Morgunblaðs- ins. Það er því siðferðileg skylda hvers fjölmiðils að fjalla um mál á eins faglegan og hlutlausan hátt og frekast er unnt. Það er eðli margra, ef ekki flestra mála, að menn hafa á þeim misjafnar skoðanir. Eigi að fjalla á .faglegan hátt um slík mál, hlýtur að verða að eiga sér stað öfl- un ákveðinna grunnupplýsinga. Blaðamaður getur ekki annað, á frumstigi málsins, en leitað þessara gagna víða; með því að hafa sam- band við a.m.k-. nokkra aðila sem tengjast málinu á ólíkan hátt og einn- ig reynt að fá þá sem engra hags- muna eiga að gæta til að tjá sig um málið. Eitt þeirra mála sem Morgunblað- ið hefur fjallað um er innflutningur notaðra bíla. Eins og komið hefur fram í íjölmiðlum hefur innflutningur notaðra bíla stóraukist í kjölfar breyttra reglna. Nú nemur þessi inn- flutningur um 20% af heildar bílainn- flutningi til landsins og svarar það til innflutnings eins stærsta bílaum- boðsins. Menn hafa gjarnan spurt: Hvers vegna er þessi innflutningur svo mikill sem raun ber vitni? Hverrt- ig stendur á því að ekkert bílaumboð- anna annast þennan innflutning? Ekki þarf að leita langt eftir svörum: Við breyttar reglur sem tóku gildi vegna nýja GATT-samningsins hafa myndast glufur sem því miður sumir hafa nýtt sér á óheiðarlegan máta. Bílaumboðin starfa skv. gildandi lög- um og reglum um innflutning bíla og þau geta ekki á neinn hátt farið í kringum þessar reglur. Hvað varðar umfjöllun Morgun- blaðsins um málið má segja „að betra sé heima setið en af stað farið“. Víkj- um nánar að þessu: í blaðinu er látið í veðri vaka að bílaumboðin séu á móti samkeppni og þess vegna agnúist þau út í inn- flutning notaðra bíla. Þetta er al- rangt. I bílgreininni er mikil og hörð samkeppni, eins og vera ber. En sam- keppni verður að vera á jafnréttis- grundvelli, allir aðilar verða að lúta sömu viðskiptareglum. Hér má geta þess að í ýmsum greinum viðskipta- lífsins mætti gjaman fjalla um skort á samkeppni. Þær greinar sem hér um ræðir læt ég ónefndar, en flestir ættu að geta sagt sér á hvaða sviðum það er. Blaðamaður Morgunblaðsins birtir viðtal við „formann löggiltra bíla- sala“. Bílasalinn hefur náttúrulega sína skoðun á málinu og nefnir auk þess dæmi um það þegar bílaumboð- in fara með rangt mál. Blaðamaður- inn gerir ekkert í því að kanna hvort fleiri hafi sömu sögu að segja og þessi bílasali. Blaðamaðurinn kannar ekki heldur hina hliðina á málinu; þ.e.a.s. er bílasalinn, sem er heimild- armaður blaðsins, önigglega að fara með satt og rétt mál. Skiptir það ekki máli fyrir Morgunblaðið að les- endur blaðsins fái sem raunsannasta mynd af þeim málum sem blaðið tekur til umfjöllunar? Eitt af því sem bílasalinn nefnir í viðtali sínu er dæmi um innflutning á ákveðnum bíl. Bílasalinn fullyrðir, hvað þann bíl varðar, að bílaumboðið fari með rangt mál. í þessu tilfelli er málið mjög einfalt. Hér er ekki spurning um skoðun eins eða neins - hér snýst málið eingöngu um stað- reyndir. Til stuðnings þessu máli nefni ég dæmi af Golf, framleiddum í Mexíkó, sem keyptur var frá Kanada. Bíllinn lendir í tjóni og leit- að var til Heklu um varahluti. Af þeim 15 varahlutum sem vantaði í bílinn var eingöngu hægt að nota einn sem framleiddur var í Þýska- landi, en það var vatnskassahlífín. Sérpanta þurfti 14 hluti frá Banda- ríkjunum (sjá meðfylgjandi gögn). Hvað þetta mál varðar hefði vand- virkni og metnaður blaðamannsins getað tryggt fagmannlega umfjöllun og um leið komið í veg fyrir að óorði væri kastað á fyrirtæki, í þessu til- felli Heklu. Jafnframt hefðu lesendur Morgunblaðsins fengið rétta og sanna mynd af málinu - en það er fyrir lesendur blaðsins sem það kem- ur út - eða er ekki svo? Enn er ekki öll sagan sögð. I greininni fullyrðir bílasalinn: „Volkswagen framleiðir bíla i Mex- íkó og selur þá í Evrópu." Hér er farið með rakalaus ósannindi. Bíl- arnir sem framleiddir eru í Mexíkó eru seldir til Kanada, Bandaríkjanna og Suður- og Mið-Ameríku. Bílarnir sem framleiddir eru í Evrópu eru fyrir Evrópumarkað, Asíu, Afríku ög Mið-Austurlönd. Þetta ætti glöggur blaðamaður að geta sagt sér sjálfur; hélt hann virkilega að bílarnir væru fluttir frá Mexíkó til Evrópu og svo væru Evrópubílarnir fluttir til Mexíkó og Suður-Amer- íku!!! Sem viðbót má geta þess að einstaka Mexíkóframleiddur bíll hef- ur komið til Evrópu eftir ýmsum leiðum. Eigendur þessara bíla hafa jafnan lent í vandræðum með þessa bíla sína í Evrópu þar sem varahlut- ir eru ekki fyrir hendi. Ekki þarf að taka fram að Hekla mun að sjálf- sögðu, hér eftir sem hingað til, reyna að veita þessum bílaeigendum, eins og öðrum viðskiptavinum, sem allra besta þjónustu. Það er auðvelt, en getur verið mjög afdrifaríkt í blaðamennsku, að gera mistök. Morgunblaðið hefur sýnt það í gegnum árin að fag- mennska þar á bæ er oft til fyrir: myndar og hefur farið vaxandi. I sunnudagsblaði Morgunblaðsins, í grein sem annar blaðamaður skrif- aði og varðaði einnig málefni Heklu, voru einmitt viðhöfð þau vinnubrögð sem sárt er saknað í þessari grein sem hér hefur verið fjallað um. Hér er fátt sem minnir á rannsóknar- blaðamennsku, gæðamat eða hlut- leysi. Leiðréttingar á fram komnum ósannindum eru oft erfiðar í fram- kvæmd. Þetta ættu engir að vita betur en blaðamenn og einmitt þess vegna þyrftu þeir að Ieggja meiri metnað í vinnu sína.“ Aths. ritstj.: Morgunblaðið hefur fjallað ítar- lega að undanförnu um innflutning á notuðum bílum. í þeirri samantekt hafa komið fram sjónarmið Bíl- greinasambandsins, talsmanna ein- stakra bílaumboða, bílasala, bíla- kaupenda og stjórnvalda. í grein í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag um innflutning á notuðum bílum eru ákveðin ummæli höfð eftir Ingi- mari Sigurðssyni, formanni Félags löggiltra bílasala, um innflutning á Volkswagen Golf bifreið frá Kanada. Vegna athugasemdar frá forráða- mönnum Iieklu hf. skal tekið fram, að Morgunblaðið lítur á slík um- mæli sem trúnaðarmál á milli blaðs- ins og viðmælenda þess þar til þau hafa birst í blaðinu. Af þeim sökum var óhugsandi að bera þau undir talsmenn Heklu hf. fyrir birtingu. Forráðamenn Heklu hf. þurfa hvorki að kenna blaðamönnum Morgun- blaðsins fagleg vinnubrögð né kvarta undan umfjöllun blaðsins um fyrirtæki þeirra. Athugasemd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.