Morgunblaðið - 29.10.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.10.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 11 Björgunarleiðang- ur varnarliðsins Breskar þyrlur skorti flugþol BRESKA strandgæslan bar upphaflega ábyrgð á björgun alvarlega veiks sjómanns um borð í japönsku túnfiskveiði- skipi sem var á veiðum á bresku björgunarsvæði um 390 mílur suður af landinu í síðustu viku. Björgunarþyrlur þeirra hafa ekki nægilegt flugdrægi né búnað til að taka elds- neyti á flugi og því var leitað til varnarliðsins sem kom manninum á sjúkrahús í Reykjavík á fimmtudag, sagði Helga Hallvarðssonar skipherra hjá Landhelgis- gæslunni í samtali við Morg- unblaðið Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð frá strand- gæslunni í Kinloss á norð- austurströnd Skotlands á fímmtudag en þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF LÍF hefur heldur ekki nægilegt flugdrægi en skipið var statt um 420 mílur suður af ís- landi var leitað aðstoðar varn- arliðsins á Keflavíkurflug- velli. „Japanska skipið hefði því þurft að sigla mun nær landi ef varnarliðið hefði ekki komið 'til bjargar, “ sagði Helgi. Björgunaraðgerðir tókust giftusamlega en notast var við tvær Sikorvsky HH 60G Pave Hawk þyrlur og HC-130 Hercules flugvél sem í gegn- um slöngur úr hylkjum yst á vængjum dælir eldsneyti í þyrlurnar. Japanski sjómaðurinn var útskrifaður af Landspítalnum s.l. laugardag og var líðan hans tiltölulega góð að sögn deildarhjúkrunarfræðings lyfjadeildar. Ókaf vettvangi EKIÐ var á ljósastaur við Njálsgötu á laugardag og sið- an á brott af vettvangi. Mikl- ar skemmdir hlutust af. Bifreiðin fannst skömmu síðar og var ökumaðurinn á bak og burt. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokksins, segist munu gefa yfírlýsingu um hvort hann býður sig fram til for- manns í dag eða á morgun. Guð- mundur Árni kveðst hafa verið önn- um kafinn við að kanna hug flokks- manna að undanförnu en í gær- kvöldi átti að halda fund í Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar vegna kjörs fulltrúa á flokksþingið í næsta mánuði. „Þetta er allt að taka á sig mynd,“ sagði hann. Um helgina fór fram kjör fulltrúa Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á flokksþing og voru 47 fulltrúar kjörnir. Skv. upplýsingum sem fengust á skrifstofu Alþýðuflokks- ins mun nýstofnað félag alþýðu- flokksmanna í Hafnarfirði sækja um aðild að Alþýðuflokknum og FRÉTTIR Stjórn Internet á íslandi deilir á samgönguráðherra vegna ummæla hans Telja ráðherra gera fyrirtækið tortryggilegt Stjóm Intemet á íslandi, INTIS, deilir á samgönguráðherra vegna ummæla hans um ------------------------------------------ fyrirtækið. Arni Matthíasson tók tali stjóm- armenn INTIS sem segja að ráðherra sé að gera fyrirtækið tortryggilegt að ófyrirsynju. INTERNET á íslandi, INTIS, og forveri þess, SURIS, hafa rejkið ISnet, alnetssamband íslands við umheiminn frá upphafi, eða um tíou ára skeið. ISnet tengist NORDU- net, norræna háskóla- og rann- sóknanetinu, og EUnet, stærsta fyrirtækjaneti Evrópu. INTIS er sdameign um 50 aðila, opinberra og einka. Stjórn INTIS, hefur gert athuga- semdir við ummæli Halldórs Blön- dals samgönguráðherra í fjölmiðl- um undanfarnar vikur og telur að ráðherra sé að gera fyrirtækið tor- tryggilegt. Stjómarmenn, þeir Mar- íus Olafsson og Helgi Jónsson, segja að ummæli ráðherra gefi til kynna að INTIS sé handbendi erlends fyr- irtækis en það sé fjarri sanni. Framkvæmdastjórn INTIS telur að ráðherra sé að gera íslenskt fyrirtæki tortryggilegt með því að segja það handbendi erlends fyrir- tækis og alvarlegast að ráðherra sé að gera annan samkeppnisaðila af tveimur tortryggilegan með hreinum rangfærslum, en INTIS og Samkeppnissvið Pósts og síma keppa um sölu á alnetsaðgangi. Talsmenn INTIS; Helgi Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Maríus Ólafsson netstjóri, bentu meðal annars skrif Halldórs Blön- dals í Morgunblaðið 27. september síðastliðinn þar sem segir íslend- ingar hafi aðeins átt völ á einni gátt til útlanda sem byggi á þjón- ustu sænska símafyrirtækisins Tel- ia. „Síðan segir Halldór að slík ein- okunaraðstaða sé óþolandi og þess vegna sé ekki seinna vænna að Póstur og sími bjóði upp á sömu þjónustu. Þarna hefur ráðherra því miður fengið rangar upplýsingar sem gera starfsemi okkar tor- tryggilega og gefa í skyn að við séum leppar erlends fyrirtækis." INTIS segir samgönguráðherra höggva í sama knérunn þegar hann lýsti því yfir á ráðstefnu Pósts og síma um fjarskiptaþróun 7. október sl. að það nái engri átt „að eina gáttin út úr landinu byggi á þjón- ustu erlends samkeppnisaðila Pósts og síma, eða sænska síma- fyrirtækisins Telia“. „Að slá slíku fram er eins og að segja að þjón- usta Flugleiða byggist á þjónustu erlends fyrirtækis af því að fyrir- tækið kaupir flugvélar af Boeing- verksmiðjunum.“ NOTANDI: 1. Leigir símalínu af P&S(e) Svipuð þjónusta INTIS-menn segja að þjónusta INTIS og Samkeppnissviðs Pósts og síma sé að mörgu leyti svipuð fram að því að tenging er komin á við endursöluaðila ytra. Almennt er málum svo háttað að notandi leigir símalinu af Einkaleyfissviði Pósts og síma, á sinn síma. Hann kaupir alnetsþjónustu hjá endur- sala, en tugir fyrirtækja veita slíka þjónustu. Endursalinn leigir síma- línu af Einkaleyfíssviði Pósts og síma og kaupir alnetsþjónustu hjá INTIS. INTIS leigir símalínu hjá einkaleyfíssviði Pósts og síma og Telia og semur síðan við NORDU- net a/s um alnetsþjónustu. Að sögn INTIS-manna er einfaldlega aldrei hægt að kaupa línu til útlanda nema frá tveimur aðilum. Einkaleyfíssvið Pósts og sfma selur INTIS aðgang hálfa leið til Svíþjóðar og Telia sel- ur aðgang að því sem eftir er. í Svíþjóð tengist INTIS við NORDU- net, sem leigir símalínur til annarra landa og semur um alnetsaðgang á hveijum stað, „Það skiptir í raun engu máli hver á legginn þaðan sem þjónustu Pósts og síma sleppir," segir Helgi, „og Telia hefur ekki hugmynd um hvaða umferð fer um línuna sem það leigir okkur, veit ekki að um hana fer alnetsumferð, það er bara verið að selja okkur samband.“ Þeir segja að álíka sé því farið með Samkeppnissvið Pósts og síma. Notandi leigi símalínu af Einkaleyf- issviði Pósts og síma og kaupi al- netsþjónustu hjá endursala sem gæti eins verið Samkeppnissvið Pósts og síma. Endursalinn leigi símalínu af Einkaleyfissviði Pósts og síma og kaupir alnetsþjónustu hjá Samkeppnissviði Pósts og síma. Samkeppnissviðið leigi símalínu hjá einkaleyfísþjónustu Pósts og síma hálfa leið til Bandaríkjanna, og hjá einhverjum bandarískum aðila það sem eftir er og semur síðan við bandaríska fyrirtækið UUnet Inc. um alnetsþjónustu. „Það má því eins segja að þessi starfsemi Sam- keppnissviðs Pósts og síma sé á vegum erlends aðila eins og ráð- herra hefur sagt um okkar starf- semi.“ NORDUnet og UUnet ekki sambærilegir hlutir INTIS er hluthafi í NORDUnet og á mann í stjórn fyrirtækisins, sem INTISmenn telja fyrirtækinu til hagsbóta. „NORDUnet og UU- net eru ekki sambærilegir hlutir. Viðskiptaleg tengsl Pósts og síma og UUnet eru þau sömu og tengsl til að mynda Miðheima og INTIS; UUnet er bara söluaðili og Póstur og sími eins og hver annar við- skiptavinur. NORDUnet var stofn- að í framhaldi af samvinnu á sviði netmála á Norðurlöndum og er tal- ið eitt af bestu dæmum um hve norrænt samstarf getur skilað góð- um árangri. Landsnet á Norð- urlöndum reka NORDUnet og INT- IS á einn af fimm fulltrúum í stjórn Nordunet." INTIS segist svo virðast sem samgönguráðherra sé að reyna að réttlæta umdeilda ákvörðun sína um að hleypa Pósti og síma inn á alnetsmarkaðinn með því að gera INTIS tortryggilegt. „Við þetta bætist svo að á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins lét ráðherra þau orð falla að ýmis fyrirtæki hér á landi hefðu ekki getað sótt þessa þjón- ustu til íslenskra aðila og því hafi það staðið þróun í fíarskiptum og upplýsingaþjónustu fyrir þrifum að Póstur og sími hafi ekki fyrr farið að veita alnetsþjónustu. Þetta er auðvitað ekki rétt og erfitt að svara af nokkru viti enda nefnir ráðherra engin dæmi máli sínu til stuðnings." - INTIS: 1. Leigir símalínu af P&S(e) og Telia 2. Semur um alnets- þjónustu við NORDUnet a/s um alnetsaðgang á hverjum stað. Alnetstengingar Samkeppnissviðs Pósts & síma 1. Leigir símalínu af P&S(e) 2. Kaupir alnetsþjónustu hjá P&S(s) BandaríkiN s UUnet P&S(s): 1. Leigir símalínu af P&S(e) og bandariskum aðila 2. Semur um alnetsþjónustu við UUnet Inc. 1. Leigir símalínu af P&S(e) 2. Kaupir alnetsþjóriustu hjá P&S(s) Alnetstengingar INTERNETS á íslandi P&S(e); Einkaleyfissvið Pósts & síma P&S(sj: Samkeppnissvið Pósts & síma INTIS: Internet á íslandi hf. NORDUnet a/s UUnet Inc. leigir símalinur til annarra landa og semur um alnetsaðgang á hvetjum stað. leigir símalinur til annarra landa og semur Formannskjör í Alþýðuflokknum Yfirlýsing frá Guðmundi Arna í dag eða á morgun kjósa fulltrúa á þingið en flokks- þingið tekur svo afstöðu til aðildar- umsóknarinnar við upphaf flokks- þingsins. Kosningu flokksþings- fulltrúa að ljúka Kosning fulltrúa á flokksþingið í flokksfélögum er nú að verða lok- ið og eiga niðurstöður úr öllum fé- lögum að vera-ljósar fyrir 1. nóvem- ber. Skv. lögum Alþýðuflokksins miðast tala fulltrúa við fíölda full- gildra félagsmanna og er kjörinn einn fulltrúi fyrir hveija 20 félags- menn. Auk þess eiga alþingismenn og sveitarstjómarmenn Alþýðu- flokksins rétt til setu á flokksþingi. Reiknað er með að minnsta kosti 350 fulltrúar muni sitja flokksþing- ið sem haldið verður í Perlunni dag- ana 8.-10. nóvember, skv. upplýs- ingum sem fengust á skrifstofu Alþýðuflokksins. Sighvatur Björgvinsson alþing- ismaður hefur einn lýst yfir fram- boði sínu til formennsku. „Eg er búinn að gefa kost á mér og það er flokksþingsins að skera úr. Ég sagði á sínum tíma, þegar ég gaf kost á mér, að ég væri ekki allra frekar en aðrir stjórnmálamenn og það verður bara að láta á þetta reyna,“ sagði hann. Sighvatur sagði ennfremur í framhaldi af stofnun nýs fétags alþýðuflokksmanna í Hafnarfirði. „Það verður fíallað um aðildarumsókn þess að Alþýðu- flokknum á flokksþingi af þeim fulltrúum sem þar mæta.“ Rannveig Guðmundsdóttir, sem einnig hefur verið orðuð við fram- boð, er stödd í New York, en hún sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudag að ekki væri að vænta yfirlýsingar um hvað hún hygðist gera fyrr en eftir að hún kemur heim 2. nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.