Morgunblaðið - 29.10.1996, Page 12

Morgunblaðið - 29.10.1996, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Minningarathöfn um þá sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri fyrir ári MINNINGARATHÖFN fór fram í Flateyrarkirkju á laugardag og var kirkjan þétt setin. Einnig var margt um manninn í grunnskólanum, en athöfninni var útvarpað á svæðinu. „Oftast var það hafið sem gaf þungu höggin, nú var það þetta fjall“ BÆJARBÚAR gengu til kyrrðarstundar á laugardagskvöldið og fóru unglingar með logandi kerti í fararbroddi. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður voru meðal viðstaddra við minningarathöfnina. I I I . ( I Flateyri - Flateyrarkirkja var þéttsetin á laugardag er þar fór fram minningarathöfn um þá sem fórust í snjóflóðinu 26. október 1995. Kalsalegt var í veðri og þeir sem ekki komust inn í kirkjuna hlýddu á minningarathöfnina í Grunnskóla Flateyrar eða í bíltækj- um sínum, en útvarpað var frá athöfninni. Minningarathöfnina sóttu m.a. Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt fulltrúum þeirra hópa sem komu að björgun og öðru starfi eftir snjóflóðið. Bæjarstjóri ísa- fjarðarbæjar, Kristján Þór Júlíus- son, ásamt fyrrverandi bæjarstjóra Súðavíkur, Sigríði Hrönn Stefáns- dóttur, voru einnig viðstödd. Meðal gesta var einnig Guðmundur Ingi Kristjánsson, ljóðskáld, en hann samdi ljóð það er prýðir minnis- varðann, sem afhjúpaður var á laugardaginn: í minning allra þeirra er féllu frá, er flóðið mikla rann með dauðann hjá, er reistur þessi steinn sem stendur hér og staðfestir hve djúpstæð sorgin er. Dagur helgaður minningum Að því loknu flutti séra Valdimar Hreiðarsson, prestur Súgfirðinga, ritningarorð og ávarp. I ávarpi sínu sagði hann að dagurinn, stundin og staðurinn væri helgaður minningum: „Sumar svo sárar, að oft á tíðum hafa þær verið óvelkomnir gestir, þeim hefur verið bægt frá, vísað á dyr en með misjöfnum árangri þó, því skuggi þeirra er stór og myrkur og það getur verið erfítt að hrista af sér skuggann. En enginn skuggi er svo stór eða dimmur að hann geti alla tíð og ævinlega dekkt og dimmt og falið hlýju og dýrmætar minningar um horfna ástvini. Þessar minningar verða, eins og góður maður mælti eitt sinn, æ fegurri eftir því sem frá líður og um leið svo miklu sannari, því þær eru orðnar slípaðar, komnar að kjamanum sjálfum, því þær eru kjarninn sjálfur.“ gefið og sent Flateyringum í tilefni dagsins. Eggert Jónsson og Guðjón Guðmundsson, sem báðir misstu nána ættingja í flóðinu, afhjúpuðú minnisvarðann. Sr. Gunnar Björnsson flutti blessunarorð og að því loknu tók við þögul stund á meðan m eftirlifandi ættingjar, vinir og * vandamenn lögðu blómsveiga við minnisvarðann til minningar um þá sem fórust. Að athöfn lokinni var kaffisamsæti í mötuneyti Kambs í boði ísafjarðarbæjar. Talið er að hátt í 350-400 manns hafi sótt kaffisamsætið. Að athöfn lokinni « sagði Davíð Oddsson að hann hefði verið hrærður meðan á athöfninni við minnisvarðann stóð, en honum Q hefði jafnframt orðið ljóst að Flat- eyringar byggju yfír sorg, sátt og sigri. Kyrrðarstund í kirkjunni Morgunblaðið/Egill Egilsson MARGIR lögðu blómsveig að minnisvarðanum við Flateyrarkirkju. Að ávarpi loknu lék sr. Gunnar Björnsson, prestur Flateyringa, á selló ásamt Hauki Guðlaugssyni söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og organista. Því næst var flutt bæn og farið með Faðir vor. Karlakórinn Ernir söng við athöfnina og ávörp fluttu' þær Sigrún Gerða Gísladóttir fyrir hönd Minningarsjóðs Flateyrar, og Magnea Guðmundsdóttir, fyrrverandi oddviti, fyrir hönd Flateyringa. „Oftast var það hafíð sem gaf þungu höggin, nú var það þetta fjall,“ sagði Sigrún Gerða, einn af stofnendum Minningarsjóðsins, í ávarpi sínu. Hún rakti tildrög þess að sjóðurinn var stofnaður og sagði einnig að með gróðursetningu í skrúðgarðinum ætti að breyta grimmd náttúruaflanna í það sem væri fallegt og gott og um leið ætti að skapa, annast og hlúa að. í lokin sagði Sigrún að með stofnun Minningarsjóðsins væri ekki verið að afneita sorginni né sársaukanum, í stofnun sjóðsins fælist hjálp í því að umgangast minninguna sársaukafullu með sjálfsvirðingu, þannig að menn gætu borið þær byrðar sem á þá væru lagðar með reisn og virðingu fyrir lífinu. Magnea Guðmundsdóttir, fyrrverandi oddviti, sagði í ávarpi sínu að Flateyringar horfðu nú fram á veginn með þá von í hjarta að ljós lífsins skini bjart á þá og brátt myndi birta á ný í lífi þeirra eftir myrkt tímabil. Þótt ljós og myrkur skiptist á í lífi manna, skiptir það meginmáli að sólin skín ætíð, jafnvel þó að menn sjái hana ekki, viðleitnin til að sjá jákvæðar hliðar allra mála væri mikilvæg. Það gerði það að verkum að íbúar Flateyrar yrðu baðaðir ljósi lífsins hvernig sem annars viðraði á þá. Sorg, sátt og sigur Safnast var saman við minnisvarðann og fylgdust menn með þegar unglingar frá Flateyri gengu fylktu liði að minnis- varðanum og settu við hann logandi friðarljós sem Hjálparstofnun kirkjunnar hafði Um kvöldið var haldin kyrrðarstund í Flateyrarkirkju. Bæjarbúar gengu frá Grunnskóla Flateyrar til kirkju og fór hópur § unglinga fyrir göngunni með blys. ■ Séra Gunnar Björnsson flutti ræðu og lagði út frá texta í 5. kafla Efesusarbréfs. Eins og fyrr um daginn var kirkjan þétt setin. Að ræðu lokinni tók við kórsöngur söngfólks úr Holts- og Flateyrarsóknum. Tvær ungar stúlkur tendruðu kerti sem kirkjugestum voru |' afhent við innganginn. Að því ■ loknu voru ljósin slökkt og menn ® héldu á logandi kertunum og ™ minntust hinna látnu með stundarþögn. Á kyrru lóninu fyrir neðan Sólbakka var kertunum síðan fleytt og um tíma var lónið á að líta sem himinhvolf af flöktandi stjörnum. Víða í bænum var atburðarins fyrir ári minnst með logandi kertum " og L blómakrönsum. Á því svæði þar sem flóðið féll í fyrra loguðu ■ friðarljós langt fram eftir nóttu í ^ nýföllnum snjónum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.