Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 14
MOHGUNBLAÐIÐ Pizza 67 við Ráðhús- torgið 14 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 VIÐSKIPTI Kjarasamningar ráða miklu um framhald stöðugleikans að mati Seðlabankans Nauðsynlegt aðjafnvægi náist í ríkisfjármálum SEÐLABANKI íslands leggur áherslu á nauðsyn þess að jafnvægi náist í ríkisfjármálum. Það gæti skapað forsendur fyrir slökun í peningamálum á sama tíma og þjóðhagslegur spamaður ykist og viðskiptahalli minnkaði, að því er fram kemur í haustskýrslu bankans sem kemur út í dag. Jafn- framt er bent á að niðurstaða þeirra viðræðna um kjarasamninga sem eru framundan í vetur geti ráðið miklu um framhald þess stöðugleika sem náðst hefur í verðlagsmálum hér á landi og þar með hvort hægt verður að lækka vexti hér á landi á nýjan leik. í skýrslunni kemur fram að bankinn hafi fram- fylgt aðhaldssamri stefnu í peningamálum og það hafi endurspeglast í umtalsverðum vaxtamun hér gagnvart útlöndum. Ástæðan sé mik'l aukning innlendrar eftirspurnar að undanfömu, en skort hafí á sjálfstætt aðhald frá ríkisfjármálum, enda megi rekja stærstan hluta bættrar afkomu ríkis- sjóðs til aukinna tekna vegna mikils hagvaxtar. Þjóðarútgjöld vaxa um 12% Bent er á að í ár sé útlit fyrir að þjóðarútgjöld vaxi um 12%, en það sé meiri vöxtur en fáist til lengdar samrýmst verðstöðugleika og hagvaxtar- getu þjóðarbúsins. Þessi vöxtur eftirspumar innan- lands hafí ekki enn að neinu marki birst í aukinni verðbólgu, enda hafi eftirspumin í miklum mæli beinst að innflutningi og þar með endurspeglast í viðskiptahalia. Hluti af viðskiptahallanum í ár og á næsta ári eigi sér eðlilegar orsakir þar sem séu álversframkvæmdir og bætt staða þjóðarbús- ins að öðru leyti. Að þessu leyti sé hallinn tíma- bundinn, en óvarlegt sé að álykta að það eigi við um hann allan, þar sem of mikillar bjartsýni gæti gætt í mati heimila og fyrirtækja á horfunum framundan. Ekki sé tekið nægilegt tillit til versn- andi viðskiptakjara og óvissu um úthafsveiðar. Margt mæli einnig með frekari aðhaldsaðgerðum á sviði ríkisfjármála en nú séu fyrirhugaðar til að stuðla að öruggari og hraðari lækkun viðskipta- hallans og mikilvægt sé að ekki verði hvikað frá áformum um lítils háttar afgang á fjárlögum næsta árs eða um einum milljarði króna. „Mjög er mikilvægt að frumvarpið verði af- greitt með a.m.k. þeim afgangi og að framkvæmd íjárlaga tryggi þann afgang í raun. Þá er og mikil- vægt að kjarasamningar verði ekki til þess að kynda undir verðbólgu. Enginn vafí er á því að þessi vetur verður mjög örlagaríkur um framhald þess árangurs, sem náðst hefur í að tryggja stöð- ugt verðlag," segir í skýrslunni. Ekki marktækt launaskrið Fram kemur að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi vaxið í heild um rúm 10% á árunum 1995 og 1996. Ekki hafi gætt marktæks iaunaskriðs, en margt bendi til þess að bilið á milli framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði sé að þrengjast þó mælt atvinnuleysi haldist áfram hátt. Verð- bólga hafi verið meiri í ár en í fyrra og sé hækk- un innflutningsverðs meginskýringin þar á, en auk þess valdi sveifur í matvælaverði miklu um verð- lagsþróunina. Framhaldið í verðlagsmálum ráðist að miklu leyti af útkomu kjarasamninga. Laun í viðskiptalöndunum muni hækka um 3,5-4% og svipaðar launahækkanir hér muni halda verðbólgu svipaðri og í viðskiptalöndunum og raungengi stöð- ugu. Þá segir að þróun á íjármagnsmarkaði á árinu hafí einkennst af því annars vegar að ríkt hafi betra jafnvægi í fjármagnshreyfíngum við útlönd en undanfarin ár og hins vegar af því að fjársparn- aður hafi farið vaxandi. Lánsfjáreftirspurn hafí einnig vaxið og eigi það einkum við um fyrir- tæki. Vextir á verðbréfum til langs tíma hafi far- ið lækkandi á árinu þrátt fyrir mikið framboð skuldabréfa á innlendum markaði. Vextir á pen- ingamarkaði hafi sveiflast nokkuð, en lækkað er- lendis og nú sé munurinn á skammtímavöxtum nálægt þremur prósentustigum eftir hækkun á vöxtum bankans í síðasta mánuði vegna aðhalds- aðgerða. í kjölfarið hafi útstreymi gjaldeyris stöðv- ast og reyndar snúist við. Hvað er framundan í efnahagsmálum ? Afkoma Búlandstinds eftir átta mánuði 13 milljóna hagnaður ístað 35 milljóna taps Búlandstindur hf. Ur milliuppgjöri 1996 Jan.-ág. Jan.-ág. Rekstrarreikningur Þúsundir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 659.959 486.756 35,6% Rekstrargjöld 586.216 471.769 24,3% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 24.308 15.355 — Fjármagnsgjöld (18.375) (20.636) — Hagnaður tímabilsins 13.005 (35.992) — Efnahagsreikningur Þúsundir króna 31/8 '96 31/12 ‘95 Breyting I Eignir: \ 184.039 701.202 190.453 711.663 -3,4% -1,5% Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 885.242 902.115 -1,9% I Skuidir og eigið fó: I 201.432 224.748 -10,4% Skammtímaskuldir Langtimaskuldir 424.832 426.489 -0,4% Eigiðfé 258.978 250.878 3,27% Skuldir og eigið fé samtals 885.242 902.115 -1,9% Kennitölur Eiginfjárhlutfall 29,2% 27,8% Veltufé frá rekstri Þúsundir króna 36.346 16.259 HAUSTSKÝRSLA Seðlabanka ís- lands um ástand efnahagsmála verður kynnt á morgunverðarfundi Verslunarráðs íslands á morgun, miðvikudaginn 30. október. í fréttatilkynningu kemur fram að leitað verði m.a. svara við því hvort þenslan í þjóðfélaginu sé of mikil, hvort búast megi við nýrri verðbólguholskeflu eða hvort von sé á vaxtabreytingum á næstunni. Fundurinn hefst á því að Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjómar Seðlabanka íslands, kynnir haustskýrsluna. Þorsteinn Ólafs, framkvæmdastjóri Handsals hf., og Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, munu síðan rýna í skýrsluna og láta í ljós álit sitt á þeirri stefnumörkun sem þar kemur fram. í lok fundarins verða almenn- ar umræður og fyrirspumum svar- að, segir ennfremur í fréttatilkynn- ingunni. Morgunverðarfundurinn verður haldinn í Sunnusal Hótel Sögu milli 8-9.30. UMSKIPTI til hins betra urðu í rekstri fiskvinnslufyrirtækisins Bú- landstinds á fyrstu átta mánuðum þessa árs, en fyrirtækið gerir nú upp fyrstu átta mánuði ársins þar sem reikningsár fyrirtækisins í framtíðinni miðast við kvótaárið, sem byrjar í september og lýkur í ágúst. Hagnaður á tímabilinu nam 13 milljónum króna, en sama tíma- bil í fyrra var tap fyrirtækisins rúm- ar 35 milljónir króna. Fyrirtækið er bæði með rekstur á Djúpavogi, þar sem er síldarverk- smiðja og frystihús sem leggur mesta áherslu á síldar- og loðnu- vinnslu, og á Breiðdalsvík, þar sem lögð er áhersla á bolfiskvinnslu. Fyrirtækið á togarann Sunnutind sem gerður er út frá Djúpavogi og frystir afla sinn um borð. Hann er hálffrystiskip, en ákveðið hefur ver- ið að breyta honum í flakafrysti- skip, auk þess sem unnið er að stækkun síldarverksmiðju úr 120 tonnum í 350 tonn. Þá er verið að auka afköst í frystingu úr 120 tonn- um í 200 tonn á sólarhring, auk þess sem unnið er að því að bæta búnað til löndunar og geymslu á hráefni til manneldis með nýjum hráefnistönkum. Mikil aukning i síldar- og loðnufrystingu Vörur sem fyrirtækið framleiddi á árinu námu samtals rúmlega 10.600 tonnum, sem er aukning um 58% frá árinu á undan. Þar af nam síldarfrysting rúmum 3 þúsund tonnum sem er aukning um rúm- lega eitt þúsund tonn og loðnufryst- ing nam rúmum 2.300 tonnum sem er aukning um 1.800 tonn. Kvóti fyrrirtækisins nemur rúmum fimm þúsund tonnum á nýbyijuðu kvóta- ári eða sem nemur 2.669 þorskígild- istonnum. Rekstrartekjur fyrstu átta mán- uðina nú námu tæpum 660 milljón- um króna en námu sama tímabil í fyrra tæpum 487 milljónum króna. Rekstrargjöldin voru 586 milljónir í ár, en voru í fyrra 472 milljónir króna. Hagnaður áður en tekið er tillit til fjármagnstekna og -gjalda var nú 24,3 milljónir kr., en tap var í fyrra að upphæð 15,3 milljónir kr. Hagnaður af reglulegri starf- semi var tæpar sex milljónir nú, en fyrstu átta mánuðina í fyrra var tap á rekstri fyrirtækisins sem nam 36 milljónum króna. Hagnaður af sölu fastafjármuna nam 7 milljónum nú en 1.300 þúsundum í fyrra og hagn- aður tímabilsins var því 13 milljón- ir nú en tapið í fyrra var tæpar 35 milljónir króna. Eignir fyrirtækisins í ágústlok námu 885 milljónum króna en voru rúmar 902 milljónir í árslok 1995. Þar af voru fastafjármunir 701 milljón króna og veltufjármunir 184 milljónir. Skammtímaskuldir fyrir- tækisins námu rúmum 200 milljón- um króna í ágústlok, en voru 225 milljónir um síðustu áramót. Lang- tímaskuldir voru 425 milljónir sem er svipuð upphæð og um síðustu áramót. Skuldir samtals voru 626 milljónir í ágústlok, en námu 651 milljón um áramótin og eigið fé nam 259 milljónum nú en var tæplega 251 milljón um áramót. MAÍTK- Hádegisverðarfundur ÍMARK Hótel Saga, Ársalur Fimmtudaginn 31. október Kl. 12:00 til 13:30 Nýjar víddir í fjármálaþjónustu: Hvert stefnir? Barátta banka og sparisjóða hefur harðnað með hverju ári og hafa margar nýjungar litið dagsins Ijós í því sambandi, svo sem heimabanki, símabanki og bankaþjónusta á internetinu. Fjallað verður um þetta nýja samkeppnisumhverfi út frá markaðslegu sjónarhorni og þá sérstaklega á hvern hátt þjónustan hefur breyst og hvernig hún kann aö breytast á fjármálamarkaðinum. Ræðumenn: Birna Einarsdóttir forstöðumaður markaðs- og þjónustudeildar íslandsbanka Ingólfur Guðmundsson forstööumaður markaðssviös Landsbankans Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld ÍMARK en 2.500 kr. fyrir aöra. Innifaliö er léttur hádegisverður og kaffi. Stuðningsaöilar ÍMARK 1996 - 1997 eru: pöstur oe SlMI aBNVASÍ Margt smritt OPINKERFIHF ÍBi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.