Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 15

Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 15 VIÐSKIPTI Nám- stefna um nýsköpun SAMTÖK iðnaðarins og Iðn- tæknistofnun standa í samein- ingu fyrir námstefnu undir heitinu Arðsöm nýsköpun dag- ana 4. og 5. nóvember næst- komandi frá klukkan 8.30- 17.30 í funda- og ráðstefnusöl- um ríkisins að Borgartúni 6. Fyrirlesari er dr. Bengt-Arne Vedin frá Stokkhólmi. Námstefnan er ætluð fram- kvæmdastjórum, framleiðslu- stjórum, þróunarstjórum, verk- efnastjórum og öðrum sem vinna að stefnumótun og ný- sköpun í fyrirtækjum, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Námstefnan felst í fyrir- lestum og verkefnavinnu og fer fram á ensku. Innritun fer fram hjá Iðntæknistofnun og er fjöldi þátttakenda takmarkaður. Verkfræðingur að mennt Doktor Bengt-Ame Vedin er verkfræðingur að mennt. Hann lauk doktorsprófi árið 1980, þar sem nýsköpun í stór- um fyrirtækjum var rannsökuð, en þá átti hann að baki sex ára stafsferil við rannsóknar- og þróunarstörf, einkum á sviði rafeindatækni, bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Dr. Vedin er einn af stofn- endum tímaritsins Ny teknologi og aðalritstjóri þess. Einnig er hann ritstjóri The Management of Change and Innovation í rit- röðinni The Library of Manege- ment, auk þess sem hann er höfundur fjölmargra bóka um þessi efni, sem margar hverjar hafa komið út á ensku. Þá situr hann í stjórn margra fyrir- tækja, auk þess að sitja í stjórn Samtaka þingmanna og vís- indamanna í Svfþjóð. Dr. Vedin hefur fengist við framtíðarrannsóknir á sviði uppiýsingatækni og fékk það verkefni 1993 að semja skýrslu fyrir sænsku ríkisstjórnina um nýsköpun í sænsku atvinnulífi. Þá hefur hann starfað að rann- sóknum fyrir sænsku framtíð- arstofnunina og vinnur nú á hennar vegum að verkefni um nýjungar og skapandi starf. Kaupsýslumenn gegn reyking- um íflugvélum Genf. Reuter. TVEIR af hverjum þremur kaup- sýslumönnum, sem ferðast með vél- um helztu flugfélaga heims, eru hlynntir aigeru reykingabanni á öll- um alþjóðaleiðum og 11% til viðbót- ar vilja að reykingar verði bannaðar á flestum flugleiðum að sögn Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar, IATA. Þetta kom fram í síðustu könnun IATA á skoðunum kaupsýslumanna á öllum hliðum ferðalaga með flug- vélum og tóku 1000 kaupsýslumenn þátt í könnuninni. Einnig kom fram að æ fleiri vilja síma í flugvélum á löngum leiðum. Farsímar eru bannaðir vegna trufl- ana á fjarskiptum flugvéla. Kaupsýslumenn vilja einnig fá betri upplýsingaþjónustu og geta pantað varning og far með flugvél- um þegar þeir eru um borð í flugvél. Algert bann vestra Reykingar eru með öllu bannaðar á innanlandsflugleiðum í Bandaríkj- unum og samkvæmt könnun IATA eru evrópskir kaupsýslumenn hlynntari reykingum en starfsbræð- ur þeirra úr öðrum heimshlutum. Tæplega 25% evrópskra kaupsýslu- manna eru á móti meiri takmörkun- um Sum flugfélög eru á móti algeru banni, þótt Alþjóðaflugmálastofn- unin í Montreal, ICAO, vi(ji þröngva því fram i árslok. Þegar IATA reyndi að fá 232 aðildarfélög sín til að fara að vilja ICAO í fyrra komu fram mótmæli bæði frá félögum, sem þegar hafa komið á víðtæku banni, og félögum, sem hafa ekki bannað reykingar. Þau segja að þetta sé markaðs- mál,“ sagði starfsmaður IATA. „Þau sem ekki hafa komið á banni telja það bæta samkeppnisaðstöðu sína og þau sem hafa minni tak- markanir telja sig hafa gert reyk- ingamenn að viðskiptavinum sín- um.“ Alls konar bönn eða takmörkuð bönn flugfélaga í Evrópu hafa ruglað farþega í ríminu og félögin hafa orðið að taka tillit til ólíkra menningarlegra viðhorfa til máls- ins, jafnvel meðal 15 aðildarþjóða ESB. Vilja vindil og snafs Danskir kaupsýslumenn vilja reykja vindil og fá sér snafs í flug- vélum og þegar S AS reyndi að koma á algeru reykingabanni í samræmi við sænsk lög bentu markaðssér- fræðingar í Kaupmannahöfn að danskir kaupsýslumenn mundu snúa baki við SAS og ferðast með öðrum félögum. í könnuninni kom líka fram ugg- ur vegna síaukins „framhaldsflugs" með fleiri flugféíögum en einu. Einnig komu fram nokkrar efa- semdir um framtíð flugvélastarf- semi yfirleitt. Þótt 83% teldu ekkert geta komið í stað flugferða starfsins vegna töldu rúmlega 50% að fjar- skiptatækni eins og skjáráðstefnur muni að miklu leyti koma Lstað flug- véla á næstu tíu árum. ________________ miðvikudaginn 30. ektóber 1996 kl. 8.00 - 9.30, í Sunnusal Hótels Sögu EFNAHAGSMÁUIM? Haustskýrsla Seðlabanka íslands I brennidepli Er þenslan í þjóðfélaginu of mikil? Má búast við nýrri verðbólguholskeflu? Er von til þess að vextir lækki á næstunni? Framsöguntenn: Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri Óli Björn Kárason, rítstjóri Viðskiptablaðsins Þorsteinn Ólafs, framkvæmdastjórí Handsals hf., verðbréfafyrirtækis Umræður og fyrirspumir Fundargjald er kr. 1.200 (morgunverður innifalinn). Fundurínn er opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 8.00-16.00). VERSLUNARRAÐ ISLANDS Reuter 9% upp á við London. Reuter. HAGNAÐUR Reuters Holdings Plc jókst um 9% á þriðja ársfjórðungi og sala á nýju 3.000 framleiðslusviði hefur verið eins góð og ráð var fyr- ir gert. Hagnaðurinn á fjórðungnum var 736 milljónir punda miðað við 677 milljónir á þriðja ársQórðungi í fyrra. „Við höfum fengið jákvæð við- brögð frá viðskiptavinum, sem eru farnir að nota 3000 sviðið og hag- nýta sér aukið gagnasafn sem bætist við þjónustu okkar,“ sagði Peter Job aðalframkvæmdastjóri í yfirlýsingu. Amerískar fléttimottur. OVIRKA yþl Mörkinni 3, s. 568 7477. Æ?) SILFURBUÐIN '-XV Kringlunnt 8-12 •Simi 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina • á tilhoðsverði! frá einum stærsta heimilistækjaframleiðanda í Evrópu. Þú gerír vart betrí kaup! FS 200 Frystlskápur, 1901 brúttó. KFS 250 Kælir 2501 brúttó. Frystir 491 brúttó. TUboðsverð TUboðsverð aðelns ^ aðeins kr. 39.500stgr. kr. 39.805stgr. KFS140 Kælir 1361 brúttó. Frystir 181 brúttó TUboðsverð aðeins kr. 32.205 stgr. Við bjóðum nú 3 geröir af kæli- og frystiskápum frá ARDO á sér- stöku tiiboðsverði. Athugið að tilboðið gildir aðeins meðan birgðir endast! HÉR og NÚ Borgartúni 29, flsykjavik.* Símar SG2 7666 og 66276 67 Staðalbúnaður er m.a: Fjarstýröar samlæsingar • Loftpúði ( stýrl • Rafmagn ( rúðum (framhurðum Vökva- og veltlstýri • Útvarp/segulband frá 1-480.000 kr PEUGEOT - þekktur fyrlr þœglndi 1 9 4 6 - 1 9 9 6 Nýbýlavegi 2 • Síml 554 2600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.