Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 17 ERLENT Finnar deila um ERM Réttarkanslari fær gögn í máli skattaráðherra EMBÆTTI réttarkanslara í Finn- landi fékk í gær í hendur upplýs- ingar um gang viðræðna fulltrúa Finna annars vegar og Evrópusam- bandsins (ESB) hins vegar í Bruss- el áður en fyrir lá sú ákvörðun finnsku ríkisstjórnarinnar að tengja markið gengissamstarfi Evrópu. Stjórnarandstaðan í Finnlandi hef- ur látið að því liggja að skattamála- ráðherra Finnlands, Arja Alho, hafi veitt frammámönnum í ESB trúnaðarupplýsingar í þessu við- fangi áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á forsíðu Morgunblaðsins á sunnudag birtist frétt þess efnis að Alho hefði af þessum sökum verið sakaður um landráð. Að sögn Tqm Söderman, sendiherra Finna á íslandi, var hér of sterkt að orði kveðið. Aljo hafi ekki verið sakaður um landráð og engin ákæra í því samhengi liggi fyrir. Embætti réttarkanslara, sem rannsakar hugsanleg sakamál er koma upp innan ríkisstjórnarinnar, hafí á hinn bóginn farið fram á allar við- eigandi upplýsingar um samtöl Alhos og forseta ráðherranefndar ESB og framkvæmdastjórnar sam- bandsins áður en ákvörðun þessi lá fyrir. Stjórnarandstaðan í Finnlandi heldur því fram að skattaráðherr- ann hafi í samtölum þessum greint frá áformum ríkisstjórnarinnar um ERM-tengingu áður en hún kom til framkvæmda. Paavo Lipponen forsætisráð- herra hefur lýst yfir afdráttarlaus- um stuðningi við Arja Alho og sagt að hann hafi íengu veikt samnings- stöðu Finna. í Finnlandi er almennt litið svo á að þessar ásakanir séu fyrst og fremst liður í pólitískum deilum stjórnar og stjórnarand- stöðu. Reuter Saklaus af ólympíusprengju Atlanta. Reuter. RICHARD Jewell, öryggisvörður á Ólympíuleikunum í Atlanta, var hreinsaður í gær af því að vera grunaður um, að hafa verið valdur að sprengjutilræð- inu í miðborg Atl- anta meðan á leik- unum stóð. „Mér leið eins og hundeltu dýri," sagði Jewell, sem er 33 ára, í gær. „Nú líður mér betur, og bréf ríkis- Jewell stjórnarinnar um sakleysi mitt var mikill léttir." Lögmenn Jewells sögðust byrjaðir að undirbúa skaða- bótamál á hendur yfirvöldum. Hann lét fyrstur vita um grunsamlegan poka, sem í reyndist sprengja, sem sprakk í Olympíugarðinum í mið- borg Atlanta, og lagði lögreglu lið við að rýma svæðið næst sprengj- unni áður en hún sprakk. Kapps- full framganga hans vakti grun- semdir og varð til þess að hann var tekinn fastur af alríkislögreglunni (FBI) sem lýsti meintri sök á hend- ur honum. Hálf milljón * manna á flótta TALSMAÐUR Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í gær, að um hálf milljón manna, flóttafólk frá Rúanda, hefði flúið búðir sína í Austur- Zaire vegna bardaga milli upp- reisnarmanna af ættbálki tútsa í Zaire og stjórnarhermanna. Voru sjö síðustu, erlendu hjálparstarfsmennirnir fluttir burt frá borginni Bukavu í gær en þá geisuðu harðir bardagar skammt fyrir sunnan hana. Fulltrúi Matvælaaðstoðar SÞ sagði í gær, að reynt yrði að koma upp hjálparstöð í við borgina Goma í Austur-Zaire en nokkuð hefur borið á því, að birgðastöðvar SÞ á þessum slóðum hafi verið rændar. Þetta fólk var á sunnudag á flótta frá búðum sínum fyrir utan Bukavu. Jeltsín hreinsar til í her Rússlands Korzhakov rek- inn úr hernum Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði á sunnudag tilskipun þess efhis að reka bæri úr hernum Alexander Korzhakov, fyrrum yf- irmann lifvarðasveita forsetans. Korzhakov var undirmaður Jeltsíns í rúman áratug og meintur drykkju- félagi forsetans þar til honum var gert að víkja í uppgjöri og valdabar- áttu innan Kremlarmúra í júnímán- uði. Rússnesk sjónvarpsstöð skýrði frá þessu og kvaðst hafa traustar heimildir fyrir fréttinni. Ekki er talið að áhrifa brottvikn- ingar Korzhakovs gæti innan Kremlarmúra en margir óttuðust mjög völd hans og áhrif er hann var í hópi nánustu aðstoðarmanna for- setans. Þessi gjörningur tengist hina vegar valdabaráttunni í Rússlandi og brottvikningu Alexanders Lebeds, fyrrum hershöfðingja, úr embætti öryggisráðgjafa en hann og Korzhakov hafa gengið til sam- starfs. Hyggst sá síðarnefndi m.a. freista þess að hreppa þingsæti það sem Lebed varð að gefa eftir er hann tók til starfa í Kreml eftir forsetakosningarnar í júní. Með upplýsingar um spillingu og valdníðslu Korzhakov hefur verið nokkuð áberandi í rússneskum fjölmiðlum á undanförnum vikum. Hann sagði í viðtali við þýska vikuritið Der Spieg- el á dögunum að Jeltsín hefði verið ófær um að sinna störfum sínum síðustu vikurnar fyrir forsetakosn- ingarnar sökum veikinda en forset- inn hvarf af sjónarsviðinu strax eft- ir þær og bíður nú hjartaaðgerðar. Þá hefur Korzhakov gjört heyrin- kunnungt að hann búi yfir skjölum af margvíslegum toga sem hafi að geyma upplýsingar um spillingu og valdníðslu ýmissa fjenda sinna. Repúblikanar flýja Dole Kraftarnir í að viðhalda þingmeirihluta St. I.ouis, Wiisliitifrton. Reuter. ÞAR sem flest bendir til þess, að Bób Dole, forsetaefni Repúblik- anaflokksins, bíði ósigur í banda- rísku forsetakosningunum 5. nóv- ember næstkomandi, eru fram- bjóðendur flokksins vegna kosn- inga til fulltrúadeíldar Bandaríkja- þings í auknum mæli farnir að snúa við honum baki. Að undanförnu hafa margir þingframbjóðendanna lagt áherslu á hlutleysi sitt gagnvart Dole eða kvaðst honum óháðir. Sömuleiðis hafa þeir snúið baki við Newt Gingrich leiðtoga fulltrúadeildar- innar, sem nýtur vaxandi óvinT sælda meðal þjóðarinnar og kjós- enda flokksins. Leiðtogar Repúblikanaflokksins beina nú bæði fjármunum flokks- ins og kröftum í að halda naumum meirihluta flokksins í báðum deild- um þingsins fremur en að sinna framboði Dole. Óttast atkvæðatap Af ótta við að tapa atkvæðum hafa margir frambjóðenda repú- blikana gengið svo langt, að neita að troða upp með Dole á kosninga- fundum hans í heimabæjum sín- um af ótta við, að það geti skað- að þeirra eigin kosningabaráttu. David Birdsell, sérfræðingur í stjórnmálavísindum við Baruch- háskólann í New York-borg, sagði í gær, að þingframbjóðendur Repúblikanaflokksins hefðu engu að tapa með því að fjarlægjast Dole því vaxandi stuðningur fyrir áframhaldandi blandaðri stjórn virtist meðal kjósenda, þ.e.- að þinginu réði sá flokkur sem ekki færi með völd í Hvíta húsinu. Bill Clinton forseti hóf í fyrra- dag kosningaferðalag um sjö Mið- vesturríki sem lýkur í dag. Nýjar skoðanakannanir benda til, að for- skot hans á Dole vaxi. Samkvæmt könnun, sem Eeuters-fréttastofan birti á sunnudag, er forskotið 13,4%. Minnsti fjárlaga- lialli í 15 ár Búist var við því, að Clinton skýrði frá því á kosningafundi í St. Louis í Missouri-ríki í gær- kvöldi, að fjárlagahalli hefði enn lækkað og væri nú minni en nokkru sinni í 15 ár, eða um 109 milljarðar dollara, jafnvirði 7.200 milljarða króna. I fyrra nam hann 163,9 milljörðum dollara. Slys í kjarn- orkuskipi Moskvu. Reuter. MAÐUR fórst og fjöldi slasaðist er gufupípur sprungu um borð í rúss- neska kjarnorknúna beitiskipinu Pjotr Velíky (Pétur mikli) á Eystra- salti. Verið var að gera tilraunir með skipið, sem smíði var hafin á fyrir áratug en er ólokið þó skipið hafi verið tekið í notkun. Slysið, sem skýrt var frá i gær en það varð sl. föstudag, eykur á áhyggjur um ör- yggi rússneska kjarnorkuaflans. Pjotr Velíky kom við sögu er sænsk þota fórst við hlið þess á Eysrasalti í síðustu viku. Reuter BOB Dole grillar stórsteikur ásamt Pete Wilson ríkisstjóra (t.v.) og Dan Lungren saksóknara á sunnudag. ? ? ? Oskugos við Mexíkóborg Mexíkéborg. Reuter. ÖSKUGOS hófst í gær í eldfjallinu Popocatepetl í Mexíkó í gær en íbú- ar höfuðborgarinnar voru sagðir í lítilli hættu. Eldfjallið er hluti af fjallahring, sem umlykur Mexíkódal en í honum er Mexíkóborg. Reykjar- og ösku- mökkur steig þrjá kílómetra í loft upp í kjölfar sprengjugoss. Á und- anförnum árum hafa orðið lítils- háttar gos í fjallinu en hraun hefur ekki runnið úr því í 500 ár. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.