Morgunblaðið - 29.10.1996, Side 18

Morgunblaðið - 29.10.1996, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Stj órnarflokkur Búlgaríu bíður ósigur í forsetakjöri Mesta afhroð sósíal- ista frá falli Zhivkovs Sofia. Reuter. SÓSÍALISTAFLOKKUR Búlgaríu, sem er að mestu skipaður fyrrver- andi kommúnistum, beið mesta ósigurinn í sex ára sögu sinni í for- setakosningunum á sunnudag, sam- kvæmt bráðabirgðatölum sem birt- ar voru í gær. Lögfræðingurinn Petar Stoy- anov, forsetaefni stjómarandstöðu- flokksins Bandalags lýðræðisafl- anna, fékk 43,65% atkvæða, sam- kvæmt tölum sem kjörstjórnin birti í gær. Ivan Marazov, menningar- málaráðherra og forsetaefni sósíal- ista, fékk 27,07% og George Ganc- hev, frambjóðandi Kaupsýslu- flokksins, 22%. Lokatölurnar verða birtar á morgun. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna 3. nóvember. Stoyanov er spáð sigri í síðari umferðinni en úrslitin ráðast að -öllum líkindum af atkvæðum stuðningsmanna Ganchevs. „Kosningarnar sýna að nýr meirihluti hefur myndast," sagði Stoyanov og kvaðst sannfærður um að stuðningsmenn Ganchevs myndu snúast á sveif með honum í síðari umferðinni. Ganchev sagðist þó ekki ætla að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðendanna. Áfall fyrir stjórnina Búlgörsk dagblöð lýstu úrslitun- um sem miklu áfalli fyrir stjórn sósíalista. „Enginn sigraði en við vitum hver tapaði,“ sagði dagblaðið Troud. „Sósíalistaflokkurinn hefur tapað kosningum áður en aldrei með svo miklum mun,“ sagði blaðið Kontinent. Fyrrverandi kommúnistar eru í fararbroddi í Sósíalistaflokknum, sem var stofnaður skömmu eftir fall einræðisherrans Todors Zhivkovs. Sósíalistastjórn Zhans Videnovs forsætisráðherra er með öruggan meirihluta á þingi, sem fer í raun með völdin í landinu. Forset- inn er valdalitill og Zheliu Zhelev, Reuter PETAR Stoyanov, forsetaefni Bandalags lýðræðisaflanna, á kjörstað. sem hefur gegnt embættinu frá 1990, er í Bandalagi lýðræðisafl- anna. Reuter IVAN Marazov, menningarmálaráðherra og forsetaefni sósíalista. Búlgara sækjast eftir aðild að Evr- ópusambandinu og Atlantshafs- bandalaginu virðist stjóm Búlgaríu oft beina sjónum sínum til Moskvu frekar en Brussel. Erlendar fjárfestingar eru minni í Búlgaríu en í nokkru öðru landi í þessum heimshluta og fjórðungur allra bankanna er í skiptameðferð. Seðlabankinn er að verða uppi- skroppa með gjaldeyri vegna til- rauna hans til að styrkja gjaldmiðil Búlgaríu, lev, og kaupa hans á elds- neyti og hveiti til að afstýra yfirvof- andi matvæla- og eldsneytisskorti í vetur. Búist er við að verðbólgan fari yfir 200% á næstu mánuðum og vextir eru þegar um 240%. Sérfræðingar í búlgörskum stjórnmálum telja að úrslitin verði til þess að auka sundrungina meðal sósíalista, sem gætu jafnvel neyðst til að boða til þingkosninga áður en kjörtímabilinu lýkur. Þeir segja hins vegar ólíklegt að forsetakosn- ingarnar verði til þess að hraða nauðsynlegum efnahagsumbótum. Hrikalegt efnahagsástand Efnahagur Búlgaríu er mjög bág- borinn og hagfræðingar segja land- ið hafa staðið sig verst allra komm- únistaríkjanna fyrrverandi í Mið- og Austur-Evrópu í að losa sig við arfleifð kommúnismans. Meðan margir fyrrverandi bandamenn Ný og spennandi aðstaða til náms Innritun fyrir vorönn 1997 fer fram í Menntaskólanum i Kópavogi til 15 nóvember 1996 Sveinsprófsbrautir, samningsbundið iðnnám: Bakaraiðn, framreiðsla, matreiðsla. Ollum umsóknum skal fylgja Ijósrit af námssamningi auk Ijósmyndar. Styttri brautir: Námskeið fyrir matsveina (sjókokkar). Grunndeild matvælagreina - ein önn. Hikið ekki við að leita upplýsinga í síma: 544 5530 Skrifstofa skólans er opin virka daga frá kl. 08:00-16:00 Hótel- og matvælaskólinn MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI Digranesvegur • IS 200 Kópavogur Míkhaíl S. Gorbatsjov í sj ónvarpsviðtali Jeltsín segi af sér embætti Lundúnum, Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, hvatti á sunnudag Borís Jeltsín Rússlands- forseta til að láta af völdum. Kvaðst Gorbatsjov líta svo á að Jeltsín hefði ekki heilsu til að stjórna Rússlandi og minnti á hvernig veikindi leið- toga Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna hefðu á árum áður haft alvar- legar afleiðingar fyrir land og þjóð. Gorbatsjov lét þessi orð falla í viðtali við breska sjónvarpið BBC en hann er nú staddur í Bretlandi til að kynna breska útgáfu ævi- minninga sinna. Aðspurður um ástandið í Rúss- landi og veikindi Jeltsíns, sem bíður hjartaaðgerðar, sagðist Gorbatsjov telja að forsetanum bæri að segja af sér. „Þegar heilsa hans er höfð í huga blasir við að hann er ekki lengur fær um að stjórna. Vitanlega vona ég að aðgerðin verði honum ekki að fjörtjóni," sagði fyrrum leið- togi sovéskra kommúnista og bætti við að þörf væri á kröftugri og styrkri stjórn í Rússlandi nú um stundir þar eð margvíslegur vandi blasti við landsmönnum. Gorbatsjov vísaði til þess hvernig ástandið hefði verið í valdatíð þeirra Leoníds Brezhnevs og Júrís Andr- opovs sem báðir áttu við alvarlegan heilsubrest að stríða er þeir gegndu embætti flokksleiðtoga kommún- ista. „Við gátum ekki leyst stærstu vandamálin. Þau hlóðust upp. Öllu var slegið á frest.“ Spá framkvæmdastjórnar ESB Tíu ríki eiga mögu- leika á EMU-aðild 1999 FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins mun í næstu viku birta spá um efnahagsþróun í aðildarríkj- unum. Að sögn European Voice er í drögum að spánni gert ráð fyrir að tíu af fimmtán aðildarríkjum ESB eigi möguleika á þátttöku í Efnahags- og myntbandalaginu (EMU), sem taka mun gildi í byijun ársins 1999. í drögunum kemur fram að bæði hafi hagvöxtur í aðildarríkjunum aukizt og þeim hafi tekizt að skera niður ríkisútgjöld og minnka þannig fjárlagahalla. Talið er að Yves-Thibault de Silguy, fram- kvæmdastjóri efnahagsmála, muni notfæra sér þessa bjartsýnisspá og hvetja t.d. Spán og Ítalíu til að skera ríkisútgjöldin enn frekar nið- ur til að tryggja sér endanlega sæti í hópi stofnríkja EMU. De Silguy kynnir hina endanlegu spá á mið- vikudag í næstu viku. Umskipti í Þýzkalandi Að sögn embættismanna hafa orðið talsverð umskipti í efnahags- lífi ESB frá því síðasta hagspá var gefin út í maí. Þá var spáð 1,5% hagvexti innan sambandsins á þessu ári, en nú er gert ráð fyrir að hann verði ívið meiri. Einkum séu hagvaxtarhorfur í Þýzkalandi betri en á fyrri hluta ársins. í maí var því spáð að hagvöxtur í Þýzka- landi yrði 0,5% á þessu ári og 1,8% á því næsta, en nú er spáin rúm- lega 1% fyrir þetta ár og yfir 2% fyrir næsta ár. Framkvæmdastjórnin hefur því ákveðið að halda sig við spá sína frá í maí, um að fjárlagahallinn í Þýzkalandi verði minni en 3% af vergri landsframleiðslu á næsta ári og Þýzkaland uppfylli því inngöngu- skilyrði EMU. Embættismenn framkvæmda- stjórnarinnar halda jafnfast við spá sína frá í maí - sem þeir voru þá einir um — um að Frökkum takist líka að halda fjárlagahalla innan við 3% af VLF á næsta ári. Þetta fer að vísu eftir því hvort Frakkar komast upp með að láta ríkisfyrir- tækið France Telecom greiða sex milljarða ecu í franska ríkissjóðinn á móti lífeyrisskuldbindingum ríkis- ins gagnvart starfsmönnum fyrir- tækisins. Grikkland eina ríkið sem á enga möguleika Auk lykilríkjanna tveggja, sem flestir eru sammála um að verði að vera innanborðs, eigi EMU að verða að veruleika, spáir framkvæmda- stjómin því að átta önnur ríki muni á næsta ári uppfylla skilyrði Maas- tricht-sáttmálans fyrir aðild að EMU. Þetta eru Holland, Belgía, Danmörk, Lúxemborg, írland, Austurríki, Finnland og Svíþjóð. Þá telur stjórnin að Spánn, Bret- land og Portúgal eigi að geta upp- fyllt skilyrðin með aukaátaki í rík- isfjármálunum. Sérfræðingar fram- kvæmdastjórnarinnar sitja enn yfir upplýsingum frá Ítalíu og hafa ekki ákveðið hvort breyta eigi fyrri spá um að fjárlagahallinn þar i landi verði 5,2% af VLF á næsta ári. Grikkland er hins vegar eina ríkið, sem ekki er talið eiga neina von um EMU-aðild í bráð. Framkvæmdastjórnin spáir því að verðbólga í ESB verði lægri á næsta ári en nokkru sinni fyrr, eða 2,4% að meðaltali. Vextir á lang- tímalánum hafa einnig lækkað verulega. I í ) > I i l l i l \ í i I I : i i f i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.