Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 19 ERLENT Reuter ÞAR sem áður var 11 hæða íbúðablokk er nú aðeins grjóthrúga. Um miðjan dag í gær hafði 21 maður fundist á lífi í rústunum en litlar líkur þóttu á að fleiri fyndust. 11 hæða íbúðablokk í Kairó hrundi til grunna Fjöldi látinna lík- lega á annað hundrað Fimm efstu hæðunum hafði verið bætt við ólöglega Kairó. Reuter. ÓTTAST er, að meira en 100 manns hafi farist þegar 11 hæða bygging í einu úthverfi Kairóborgar í Egyptalandi hrundi til grunna í fyrrakvöld. Er byggingin aðeins steinsnar frá heimili Hosni Mubar- aks, forseta landsins. í gærdag hafði tekist að bjarga 21 manni úr rústunum og urðu læknar að taka fótinn af einum manni til að unnt væri að koma honum burt. Var hann fastur undir brotnum vegg en tilraunir til að lyfta honum með krana báru ekki árangur. Fyrir miðjan dag í gær var búið að finna 10 lík en að minnsta kosti 100 manna var sakn- að. Var unnið að björgunarstörfun- um í alla fyrrinótt og í gærdag en notkun stórvirkra tækja var hætt af ótta við, að þau gætu valdið frek- ara hruni. Unnið að breytingum Aðeins eitt horn byggingarinnar stendur enn uppi en vitni segja, að húsið, sem var 25 ára gamalt, hafi skyndilega lagst saman eins og harmonikka. „Allt í einu heyrðum við eins og sprengingu, síðan steig upp mikill rykmökkur og angistarópin frá fólkinu hljóma enn í eyrum okkar,“ sagði Magdi Abdel Fouttouh, sem býr skammt frá. Haft er eftir hús- verðinum í byggingunni, sem hrundi, að unnið hafi verið að breyt- ingum í einni af 40 íbúðum í húsinu og talið er hugsanlegt, að þær hafi valdið slysinu. íbúar í hverfinu segja, að húsið hafi upphaflega verið teiknað fimm hæðir en eigandinn hafi síðan feng- ið leyfi fyrir sjöttu hæðinni en bætt svo við öðrum fimm í trássi við lög og reglur. Hafi hverfis- stjórnin krafist þess allt frá árinu 1991, að ólöglegu hæðirnar yrðu fjarlægðar en því hafi ekki verið sinnt. Byggingarland er mjög dýrt í Kairó og þess vegna hafa margir húseigendur byggt ofan á húsin í leyfisleysi. Á síðustu árum hafa nokkur þessara húsa brotnað und- an farginu og nýlegar jarðhræring- ar í Egyptalandi hafa ekki bætt um betur, ýmist valdið hruni eða aukið veikleikann í mörgum bygg- ingum. Kjósendur á Möltu hafna aðild að ESB Valletta. Reuter. VERKAMANNAFLOKKURINN á Möltu vann óvæntan sigur í þing- kosningum um helgina og kjósend- ur höfnuðu þar með aðild landsins að Evrópusambandinu. Alfred Sant, leiðtogi flokksins, hefur einnig lofað að afnema 15% virðisaukaskatt og sagði það forgangsverkefni sitt að rifta samningi Möltu um friðarsam- starf (PfP) við Atlantshafsbanda- lagið (NATO). Dagblaðið The Times sagði þetta óvæntustu kosningaúrslit á Möltu í aldarfjórðung. 275.000 voru á kjörskrá og 97% neyttu atkvæðis- réttar síns, sem er mesta kjörsókn í sögu landsins. Sant hefur sagt að Verkamanna- flokkurinn vilji afturkalla umsókn um aðild Möltu að Evrópusamband- inu og semja þess í stað um „sér- stök tengsl" og fijáls viðskipti við sambandið. Umsóknin var lögð fram árið 1990 og Edward Fenech Adami, forsætisráðherra og leiðtogi Þjóðernisflokksins, hafði stefnt að því að Malta fengi aðild að Evrópu- sambandinu um mitt árið 1998. Aukin tengsl við N-Afríku Búist er við að Sant auki tengsl- in við Norður-Afríku, einkum Líbýu. „Við viljum sérstök tengsl við Evr- ópu en ég tel rétt að byija á ná- grönnum okkar,“ sagði Sant. Hann bætti við að hann vildi vinsamleg samskipti við Líbýu en stjórn hans myndi hins vegar virða viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna á landið. Sant hyggst hækka tolla til að vega upp afnám virðisaukaskattsins, sem er mjög illa þokkaður á Möltu og sagður hafa stuðlað að aukinni verð- bólgu. Að öðru leyti er ekki búist við að hann geri miklar breytingar á þeirri efnahagsstefnu sem fram- fylgt hefur verið til að undirbúa aðild að Evrópusambandinu. Sant er óánægður með tíðar heimsóknir herskipa frá NATO- ríkjunum og hyggst því rifta sam- starfssamningnum við bandalagið. Verkamannaflokkurinn var áður róttækur vinstriflokkur en Sant höfðaði til kjósenda á miðjunni og lofaði að stjórna landinu „í þágu allrar þjóðarinnar". Prímakov í Miðausturlöndum Vill auka hlut- verk Rússa Damaskus, Jerúsalem. Reuter. JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, hélt í gær í ferð til Miðausturlanda og sagði við komuna til Damaskus að Rússar stefndu að því að gegna auknu hlutverki í friðarumleitunum ísra- ela og araba. „Ferð mín er mjög, mjög mikil- væg og það sannar pólitískt hlut- verk Sýrlendinga og staða þeirra í þessum heimshluta," sagði Prím- akov á flugvellinum í Damaskus. Farouq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, tók á móti honum og Prímakov hugðist einnig ræða við Hafez al-Assad forseta. Prímakov hyggst ennfremur heimsækja Líbani, Egypta, Jórd- ani, ísraela og Palestínumenn á sjálfstjómarsvæðunum. Ljá Israelar máls á tilslökun? Yitzhak Mordechai, varnar- málaráðherra ísraels, gaf til kynna í gær að ísraelar gætu fallist á að láta hluta Gólan-hæðanna af hendi til að ná friðarsamkomulagi við Sýrlendinga. „Enginn háttsett- ur embættismaður stjórnar ísraels hefur sagt: „við gefum ekki þuml- ung eftir á Gólan-hæðunum“,“ var haft eftir ráðherranum. Yitzhak Shamir, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Líkud-flokksins, kvaðst ekki ætla að „gefa þumlung eftir“ þegar hann útilokaði tilslakanir í deil- Reuter JEVGENÍ Prímakov, utanrík- isráðherra Rússlands (t.v.), ásamt Farouq al-Shara, utan- ríkisráðherra Sýrlands við komuna til Damaskus. unni um Gólan á valdatíma sínum. Stjórn Verkamannaflokksins, sem var við völd þar til í júní, léði máls á að láta að minnsta kosti hluta Gólan-hæðanna af hendi, en Netanyahu sagði ekki koma til greina að ísraelar afsöl- uðu sér svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.