Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 u MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gömul ogný Búkolla LEIKUST M ö g u 1 e i k h ú s i ð: EINSTÖK UPPGÖTVUN Barnaleikrit unnið i samvinnu leik- ara og leikstjóra. Leikarai-. Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. Leik- sfjóri: Alda Arnardóttír. Sviðsmynd og búningar: Leikhópurinn. Sunnudagur 27. október. MÖGULEIKHÚSIÐ við Hlemm hefur á undanförnum árum sett upp nokkrar ágætar leiksýningar fyrir börn; sérstaklega var gaman af Ævintýrabókinni sem bópurinn sýndi við góða aðsókn í fyrra. Nýja leikverkið sem barnaleikhúsið býður upp á nú heitir Einstök upplifun og er spunaverk unnið af þremenning- unum Bjarna Ingavarssyni, Pétri Eggertz og Öldu Arnardóttur. Grunnur leiksins er sagan um Bú- kollu, sem flest börn þekkja, og hóp- urinn spinnur við söguna hliðarsögu sem segir af fundi tveggja manna, uppfinningamannsins Zófaníusar og skrifstofumannsins Skarphéðins. Leikhópurinn segir leikritið fjalla um vináttuna, en sá þáttur er þó 'VSP^WS^ » W^»««W,,,UI,H'I ^v 1 .. 1 ^* w m mWr ¦v.ii HKi sZ - -i BJARNI Ingvarsson í hlutverki sínu í „Einstakri uppgötvun". Morgunblaðið/Þorkell mjög laust ofinn í spunanum og vandséð hvernig börnin í áhorfenda- hópunum eiga að draga þá ályktun af því sem fram fer á sviðinu. Sagan sem spunnin er við Búkollusöguna tengist henni einungis á formlegan hátt, þ.e. mennirnir tveir sem hittast rifja í sameiningu upp söguna um Búkollu og strákinn. Hins vegar eru fáar sem engar efnislegar tengingar á milli saganna tveggja, en slíkt hefði óneitanlega styrkt verkið og aukið vægi þess. Satt að segja kom það á óvart hversu lítið „kjöt er á beinum" leikritsins, þótt gamla Bú- kollusagan standi alltaf fyrir sínu. Leikarnir tveir, Bjarni og Pétur, fara báðir yel með sínar rullur. Þeir notast mikið við látbragðsleik í bland við textann, sem er hvorki mikill né tilþrifamikill, og áttu þeir báðir góða takta í látbragði. Lítið er lagt upp úr sviðsmynd, enda er markmiðið vísast að ferðast með sýninguna milli staða. Búningar undirstrika andstæður í persónum mannanna tveggja og þjóna ágætlega tilgangi sínum. Leikritið tekur um 40 mínútur í flutningi og þótt sagt sé að börn eigi erfitt með að einbeita sér mikið lengur voru tvíburarnir Hulda og Erla, 5 ára, sem ég bauð með mér í leikhúsið, heldur svekktar þegar sýningunni lauk. Þær vildu sjá meira, sem bendir óneitanlega til að þær skemmtu sér ágætlega meðan á sýningunni stóð. Soffía Auður Birgisdóttir KVIKMYNDIR Regnboginn CHABERT OFURSTI • • • »/2 FYRSTA leikstjórnarverkefni kvikmyndatökustjórans góðkunna, Yves Angelo (Germinal), er ósvikin stórmynd sem efnislega minnir nokkuð á aðra, franska ágætis- mynd, Martin Guerre snýr aftur, að ekki sé minnst á Hollywood- afsprengi hennar, Sommersby. Chabert ofursti (Gerard Depardieu) Ofurstinn snýraftur Stjörnu- • ••#»• gjofm Brimbrot • • • V2 Chabert ofursti • • • Vi Daður • • Dauður • • Vi Heima er verst • • V2 Hringrás tímans • • Hvíta blaðran • • • V2 Kristfn Lafranzdóttir • • Kyrrstaða • V2 Litla systir •% • Núll á Kelvih • • • Tvær ástfangnar stúlkur • • Örlög • • er orðum prýdd stríðshetja og auð- maður sem talinn er af á blóðvellin- um við Eylau í stríði Frakka og Rússa árið 1807. Hann hlýtur svo- nefndan dauðastjarfa, jarðaður en getur kraflað sig uppúr fjöldagröf- inni, við taka vist- anir á geðsjúkra- húsum og nauð- ungarvinna í Prússlandi. Ára- tug síðar skýtur hann upp kollinum á skrifstofu lög- mannsins Derville (Fabrice Luc- hini), sprelllifándi og gerir kröfur á hendur konu sinni, sem nú er orðin Ferraud greifynja (Fanny Ardant), og vill ekkert við hann kannast í fyrstu. Endurkoma Chaberts getur, auk eignamissis, komið frama hennar og núverandi hjónabandi í koll. Yves Angelo er magnaður sögu- maður og vinnur úr snjöllu hand- riti byggðu á skáldverki eftir Ho- nore de Balzac. Angelo gefur tón- inn strax í firnasterku upphafsatr- iði á snæviþöktum vígvellinum við Eylau þar sem líkræningjar fara mikinn. Frá því snýst myndin um baráttu heiðursmannsins Chaberts við ránsmenn, svikara og græðgi. Um það snýst myndin, hvort ^ / Chabert er sá sem iVIÍC^WPAHATI^ hann segir er " hann kemur aftur til Parísar er aldr- ei vafamál í aug- um lögmannsins, þetta er mynd um mannkosti, æru og heiður gagnvart slægð, ágirnd og pólitískt valdatafl. Búningarnir og sviðin eru sérstaklega vel gerð og trúverðug, myndin öll gerð af listrænum metnaði og leikurinn eftirminnilegur. Það stormar af Depardieu í klæðskerasniðnu hlut- verki fyrir þennan fasmikla og kynngimagnaða Frakka, hann hef- ur mikinn texta og framsögnin er unun á að heyra. Luchini gefur honum lítið eftir sem hinn klóki 24.október - 3.nóvember 1996. en ærlegi Derville. Fanny Ardant er í uppáhaldi á þessum bæ, allt frá því hún setti mark sitt á síð- ustu myndir Truffauts á síðasta áratug. Enn er hún jafn glæsileg og góð leikkona, hér tekst henni að mýkja greifynjuna, gera hana allt að því manneskjulega. Chabert ofursti er einfaldlega mynd sem svíkur engan. La ugarásbíö KYRRSTAÐA • Vz FYRSTA verk norska leikstjór- ans Monu J. Hoel er nútímamynd með þjóðsagnarkenndu ívafi og óður til náttúrunnar. Liv (Anne Karin Huseby) er unglingsstúlka sem hrærist jafnt í draumheimum og veruleika sem dregur dám af trúarlegum og goðsagnakenndum hugmyndum hennar. Faðir stúlk- unnar á í fjárhagsvandræðum, vill yrkja jörðina en vinna í fjandsam- legri verksmiðjunni í nágrannabæn- um virðist eina leiðin til úrbóta. Friðrik Þór hefur gert hliðstæðu efni eftirminnileg skil, hugmyndin að baki Kyrrstöðu er athyglisverð en útkoman drungaleg leiðindi sem sjálfsagt má skrifa að talsverðu leyti á reynsluleysi leikstjórans. Hoel sýnir það hinsvegar á stöku stað að það má búast við bitastæð- ari verkum frá hennar hendi. Leik- aravalið bætir ekki úr skák, helst að Fröeydis Armand nái athygli manns í hlutverki ömmunnar, __________Smhjörn VaHimargsnn KVIKMYNDIR Regnboginn HVÍTA BLAÐRAN • • • V4 EINFALDLEIKINN einkennir írönsku myndina Hvítu blöðruna eftir Jafar Panahi í bland við ný- raunsæi. Hún er tekin úti á hávaða- sömum götum Teheran og segir af lítilli stúlku sem langar að kaupa gullfisk fyrir gamlárskvöldið en það er hefðibundinn siður þar. Hún nauðar í mömmu sinni sem lætur loks undan og gefur henni síðustu aurana sína en stelpan glatar þeim á leiðinni í gullfiskabúðina. Panahi vinnur einstaklega vel úr svo sáraeinfaldri sögu og gerir úr henni listaverk um barnslegan ótta og hjálparleysi en líka náunga- kærleika. Ahorfandinn finnur inni- lega til samkenndar með tilfinning- um stúlkunnar, áhyggjum og kvíða Litla stúlkan með gullfiskinn og ótta vegna þess að hún hefur tapað peningunum. Stúlkan er frá- bærlega leikin af Aida Mo- hammadkhani sem þrátt fyrir að geta verið bæði þrjósk og ákveðin er svo ógnarsmá í sínum vandræð- um. Þessi fallega saga er sögð út frá hennar sjónarhorni eingöngu og áhorfandinn getur aldrei verið í rónni með að þeir sem hún leitar til beiti hana ekki órétti en Panahi gætir þess að misnota ekki kring- umstæðurnar fyrir ódýra tilfinn- ingavellu. Raunsæið er aðal mynd- arinnar. Hvíta blaðran er í sjálfu sér góð barnamynd «n hún er miklu meira. Hún ein af þeim sem hinir fullorðnu hafa enn meira gagn af að sjá og ættu alls ekki að missa af. ÖRLÖG • • EINA þýska bíómyndin á Kvik- myndahátíð Reykjavíkur er þessi einstaklega niðurdrepandi 16 mm leiðangur um lággróður stór- borgarlífsins. Myndin heitir Örlög og hefst á tilvitnun í Dalai Lama um að það eina sem skilur á milli lífs þíns og helvítis getur verið svo lítið sem einn andardráttur og segja má að persónur myndarinn- ar hafi þegar dregið þann anda. Myndin er tekin í gegnum fílter sem gerir umhverfið myrkt og lit- laust, stundum er eins og hún sé tekin i gegnum óhreina rúðu og það litla tal sem í henni er heyrist varla. Hún er samsett úr aðeins nokkrum óhemjulöngum tökum. í fyrstu fylgjumst við með Rússa sem leikur harmónikkulög fyrir pening og lendir í vandræðum en þegar hann lemur uppá hjá vinkonu sinni breytir myndin um vinkil, Rússinn dettur út en vinkona hans verður aðalpersónan og örvæntingarfull ferð hennar í gegnum nóttina end- ar með nauðgun. Leikstjórinn, Fred Keleman, hef- ur fengið hrós í heimalandi sínu og Örlög er dæmigerð hátíðarmynd sem eykur á fjölbreytileikann en ekki er hún uppörvandi hvorki hvað varðar innihald né útlit. Arnaldur Indriðason The Dublin- er býður upp á leikrit um Oscar Wilde LEIKRIT byggt á lífi Oscars Wilde verður flutt á efri hæð The Dubliner þriðjudgaskvöldið 29. október klukkan 21. Leik- ritið „The Importance of Being Oscar" verður flutt af ungum leikara frá írlandi, Martin Tighe. I kynningu segir, að leikritið segi m.a. af réttarhöldum yfir íranum Oscari vegna samkyn- hneigðar hans. Hann var eftir- lætisbarn samfélags Lundúna Viktoríutímans og leikrit hans öfluðu honum frægðar og frama um allan heim. Hann var kvæntur Constance en lifði alla tíð lífí sínu sem samkynhneigð- ur maður. Hans stóra ást var Lord Alfred Douglas og það var faðir hans markgreifinn af Queensberry, sem var ábyrgur fyrir réttarhöldunum sem urðu til falls Wildes. Hann var fund- inn sekur og dæmdur til þungr- ar refsivinnu og fangavistar. Þegar hann var leystur úr haldi fór hann aftur til Alfreðs og yfirgaf konu sína og börn. Osc- ar Wilde dó í fátækt og einsemd í útlegð í París, segir í kynn- ingu. Guðný Guðmundsdóttir Delana Thomsen „Aukalög að vali áheyrenda" Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudag- inn 30. október flytja Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Delana Thomsen píanóleikari dagskrá sem þær kalla „auka- lög að vali áheyrenda". Þær hafa hugsað sér að vera með lista af vinsælum verkum fyrir fíðlu og einnig píanóeinleiks- verk. Aheyrendur geta síðan valið af listanum meðan tíminn leyfir. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari hefur á undanfórn- um árum auk tónleikahalds og starfa hér á landi gert víðreist á erlendri grund og er nýkomin úr tónleikaferð til Hong Kong. Samstarf Guðnýjar og Delana hófst á tónlistarhátíð í Banda- ríkjunum árið 1981. Árið 1993 héldu þær tónleika saman í Lincoln Centre í New York borg. Delana Thomsen er búsett í New York-borg og hefur sér- hæft sig í kammertónlist og sem meðleikari. Þetta er í_þriðja sinn sem Delana sækir ísland heim. Handhöfum stúdentaskír- teina er boðinn ókeypis að- gangur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 400 kr. Djass á Sóloni ÓPAL-tríóið spilar djass á Sól- oni íslandus í kvöld kí. 22. Ópal-tríóið skipa; Árni Heið- ar Karlsson á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Erik Kvikk á trommur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.