Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 22
tvS w«i jihhötho .«s huomuuqkm 22 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 aiaAjaviuoHov. MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lifandi landmæl- ingafrásögn BÆKUR Landmælingar UPPHAF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Upphaf Landmælinga íslands eftir Agúst Böðvarsson. ÍJtg. Landmæl- ingar íslands 1996.316 síður, 108 myndir og kort auk nuu-gra mynda og korta í viðauka. ÞESSI bók Ágústs Bövarssonar fyrrverandi forstjóra Landmælinga íslands er merkt framlag til korta- gerðar hér á landi. Hún kemur án nokkurs vafa til með að verða nota- drjúg sem söguleg heimild til leið- beiningar og skýringar komandi kynslóða á því erfiða en bráðnauð- synlega verki sem hér um ræðir; skrásetningu á staðreyndum um landslag og leiðir jafnt á sjó sem á landi. Um leið blandast í fyrrihluta bókarinnar óumflýjanlega inní frá- sögnina samband íslendinga við yfirstjórnina í Kaupmannahöfn. Hún var ekki ávallt tilbúin til þess að leggja fram fjármuni til þjóð- þrifaverka fyrir nýlenduna, til dæm- is eins og þeirra sem góð kortlagn- ing er til allrar landnýtingar og þar með veraldlegra hagsmuna. Þetta má meðai annars sjá á því, að það voru vextirnir af fjármunum sem safnað var erlendis fyrir íslendinga vegna móðuharðindanna árið 1789, en komust reyndar aldrei til skila til þeirra úr dönskum sjóðum, sem urðu fyrsta framlagið til þess að mæla út megingrunnlínu landsins. Sú mæling gaf fyrstu réttu mynd af landinu á prenti sem enginn hafði séð áður en allir þekkja nú. Það munu hafa verið árekstrar við bresku ríkisstjórnina útaf togara- tökum við ísland sem loks ráku á eftir dönskum yfírvöldum að gera eitthvað í málinu. Fyrsta grunnlínu- kortið var gert árið 1804. Næstu hundrað árin skeði svo lítið nýtt í þessum málum. Frá 1831 gerði svo Björn Gunn- laugsson stærðfræðingur þær mæl- ingar, ónákvæmar þó, sem fylltu uppí innri eyður landsins og gáfu notendum nokkurn veginn þá mynd sem landið hafði hið innra. Hið ófullkomna kort hans, en þó not- hæfa, var síðan notað í _nær heila öld eða frá 1836. Árið 1903 er síðan loks hafin nákvæmari mæling bæði á strand- lengjunni en síðar einnig á landinu hið innra. Mælingum lauk 1939 en alls fóru þær fram 24 sumur með hvíldum, en unnið var að kortagerð- inni sjálfri þegar nasistar hernámu Danmörku. Hér segir frá því hvern- ig nasistar ætluðu að láta Geodetisk Institut vinna fyrir sig innrásarkort til Rússlands en Dönum, sem þá voru að fullvinna íslandskortin tókst að sannfæra þá um það að þeir þyrftu ekki síður á þeim kortum að haída eftir að þeir leggðu ísland líka undir sig! Flestir þekkja þessi gömlu „her- foringjakort" sem voru svo endur- skoðuð eftir breyttri byggð og vega- lagningu lengi vel. Bandarísku her- kortin af landinu sem NATO lét ráðast í að gera árið 1953 urðu seinna aðgengileg. Þau voru öll unnin með loftmyndatækni. Danir höfðu að vísu einnig notað ská-loft- myndir við kortagerð- ina frá 1930. En eftir stríð fleygði nýju mæl- ingatækninni mjög fram. Frásögn Ágústs er mjög lifandi og kemur hann víða í frásögninni inná aðbúnað Islend- inga, viðskiptahætti og reynslu dönsku land- mælingamannanna af landanum og öfugt. Svaðilfarir og slys ber einnig á góma, enda tók hann sjálfur þátt í síðustu árum mæling- anna hér en byggir annað á skýrslum Dananna. Hann ber Dönunum vel söguna. Og dregur sérstaklega fram þátt P.F. Jensen í mælingavinnunni 1930 til 1936. Honum reisti ís- lenska ríkisstjórnin minnisvarða við leiði hans árið 1936. Þá má geta þess að á nokkrum stöðum bregður fyrir í texta Ágústs frumortum ljóðum og ljóðaþýðing- um sem öll urðu til á þessum tíma. Öll tækniorð sem til frásagnarinnar heyra eru vandlega skýrð út í við- auka. En þau eru það fá, að þau ættu ekki að fæla venjulegan les- anda frá því að kynna sér þessa merku frásögn. Það er víst að marg- ir átta sig ekki á því nú hve erfitt ísland var yfirferðar á þessum tíma sem hér er lýst né hvernig allar aðstæður voru. Það svæði sem utan Ágúst Böðvarsson var alfaraleiðar var al- gerlega án yfírlits. Þess má til dæmis geta að þjóðleiðin lá enn yfir Breiðamerkur- jökul um aldamótin síð- ustu. En íslenskri kortagerð er engan veginn fulllokið. Frá stofnun Landmælinga íslands árið 1956 hefur verið unnið sleitulaust við þetta verk . Kaflinn milli 1939 og 1956 er einnigtil frásagnar í bók Ág- ústs. Þar kemur glöggt fram hið „gamla Is- land" með skömmtunum og þröng- sýni, sem enginn vill lengur muna eftir. Danir hafa nú skilað til okk- ar öllum gögnum landmælinga sinna og lýkur frásögn Ágústs á þeim merka áfanga sem varð árið 1985. Þess má til gamans geta að grunnurinn að gerð íslenskra korta er lagður árið 1784 eða um 200 árum fyrir lokaskil Dana. Þá er stofnað sjókortasafn Danmerkur og fyrsti stjórnandi þess er Lövenörn, hinn sami og fékk hugmyndina árið 1799 um að nota vextina af Kollektusjóðnum til að hefja strand- mælingar við ísland. Óhætt er að mæla með þessari bók við alla þá sem vilja halda til haga lifandi frá- sögn um íslenska sögu. Einar Þorsteinn Ásgeirsson I » l í Stopp-leikhópurinn æfír „Skiptistöðina" STOPP-LEIKHÓPURINN æfir um þessar mundir nýtt, íslenskt verk eftir Valgeir Skagfjörð sem nefnist „Skiptistöðin". Þetta er farandleiksýning fyrir 9. og 10. bekk grunnskóla og 1. og 2. bekk framhaldsskóla sem unnin er í samvinnu við Forvarnasjóð ráðu- neytanna, SÁA, Samband ís- lenskra sparisjóða og Hitt húsið. Leikritið fjallar um nokkra unglinga sem lokast fyrir t.i 1 vi Ij im inni á skiptistöð yfir eina nótt. Meðan þeir dvelja þarna deila þeir saman reynslu sinni af fikni- efnum, ofbeldi og ástinni og kem- ur þá ýmislegt í Ijós. Leikarar eru; Dofri Hermanns- son, Eggert Kaaber, Hinrik Ólafs- son og Katrín Þorkelsdóttir, leik- stjóri er Þórarinn Eyfjörð. Skiptistöðin er annað verkefni Stopp-leikhópsins en síðastliðinn vetur var umferðarleikritið Stopp sýnt á höfuðborgarsvæðinu fyrir 4. og 5. bekk grunnskóla. STOPP-LEIKHOPURINN æfir um þessar mundir nýtt, íslenskt verk eftir Valgeir Skagfjörð sem nefnist „Skiptistöðin". KARLAKÓR Reykjavíkur og Sigrún Hjálmtýsdóttir á tónleikunum í Stykkishólmskirkju. Yfir 300 manns víða að af Snæfellsnesi sóttu tónleikana. Stykkishólmi. Morgunblaðið. KARLAKÓR Reykjavíkur og Sig- rún HjáJmtýsdóttir heimsóttu Stykkishólm laugardiiginn 19. október. Kórinn byrjaði á því að heimsækja systurnar á St. Frans- iskusspítalanum og söng fyrir þær nokkur lög i kapellu þeirra. Síðan hélt kórinn tónleika í Stykkis- hólmskirkju. Efnisskráin var fjöl- breytt og söng Sigrún Hjálmtýs- dóttir einsöng í nokkrum lögum og undirleik annaðist Anna Guðný Guðmundsdóttir. Er óhætt að segja að tónleikarnir heppnuðust mjög. Kórinn var skipaður 52 söngvurum Karlakór Reykjavíkur söng fyrir systurnar og kom greinilega fram hve kórinn er góður og vel agaður undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Mikið fjölmenni var á tónleik- uiium eða yfir 200 manns. Kom fólk víða að af Snæfellsnesi til að hlusta á Diddú og Karlakór Reykjavíkur. Það er langt síðan að kór hefur fengið slíka aðsókn hér í Hólminum. Það voru þakklát- ir áhorfendur sem létu til sín heyra í Iokin og fengu þeir nokk- ur aukalög í staðinn. Friðrik Kristinsson er fæddur og uppalinn í Hólminum. Það var því sérstaklega gaman að sjá hvað hann hefur náð góðum árangri í sínu starfi og það er von okkar að hann og félagar hans hafi haft ánægju af því að heimsækja Stykkishólm. Fyrir börn og fullorðna frá Skjaldborg Spenna, dulræna ogBerlínarblús AMETYST - ljós dauðans er meðal margra bóka sem Skjaldborg gefur út fyrir jólin. Gústaf Gústafs- son, höfundur sögunnar er nýr og sagan sögð æsispennandi njósna- saga sem gerist að mestu leyti á íslandi. Björn Jónsson (Bjössi bomm) sem lést í fyrra er höfundur sögu- legrar skáldsögu um Grafar-Jón, kotbónda í Skagafirði sem fer- ótroðnar slóðir. I kynningu forlags- ins er Grafar-Jóni líkt við Hróa hött. Guðmundur Hansen sagn- fræðingur bjó bókina til prentunar og Jóhannes Geir listmálari, bróðir Björns, myndskreytti. Birgitta H. Halldórsdóttir sendir frá sér fjórtándu skáldsöguna, Of- sótt. í henni segir frá ókunnum ógnvaldi sem ofsækir fjölskyldu á sveitabæ í Skagafirði. Fjölskyldu- leyndarmál tengjast ofsóknunum sem lýsa sér í æ alvarlegri ódæðis- verkum. Útgáfa þýddra skáldverka hjá Skjaldborg er líka á spennunótum: Höfðingjahótelið eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars Jónsson- ar og Rósir dauðans eftir metsölu- höfundinn Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daníelssonar. Fatlaðir og framsæknir Ég skal. Fimm fatlaðir og fram- sæknir segja frá í bók sem Ónund- ur Björnsson hefur skráð. Viðmæl- endur eru Guðmundur Magnússon Ieikari, Leifur Magnússon píanó- stillari, Gylfí Baldursson heyrnar- og talmeinafræðingur, Arnþór Helgason deildarsérfræðingur og Jón H. Sigurðsson verslunarskóla- kennari. Lífssaga Þorsteins Viggóssonar athafna- og ævintýramanns nefnist Götustrákur á spariskóm. Þorsteinn rak kunna skemmtistaði í Kaup- mannahöfn og var einnig þekktur úr skemmtanalífi Reykjavíkurborg- ar. Hafið hugann dregur er viðtals- bók Jóns Kr. Gunnarssonar við fimm skipstjóra: Andrés Finnboga- JóhannaÁ. Steingrímsdóttir Kristján Jónsson son, Áka Guðmundsson, Guðmund Vigfússon, Halldór Hallgrímsson og Halldór Þórðarson. Fórnarlömb og dulræna Berlínarblús — meðreiðarsveinar og fórnarlömb þýskra nasista er eftir Ásgeir Guðmundsson og segir annars vegar frá Islendingum sem gengu til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöid og hins vegar fórn- arlömbum þýskra nasista. Hvar endar veruleik- inn? spyr Jóhanna Á. Steingrímsdóttir í dul- rænum frásögnum sín- um. í bókinni er fjallað um heyrnir og sýnir sem ekki er hægt að skýra með rökum, einnig drauma og álfa- trú. Lýst er fyrirbær- um úr samtímanum og sagt er að viðhorf höf- undar til þessara efna sé „bæði hlýtt og gam- ansamt". Sigurjón Magnús Egilsson greinir frá fjölda íslenskra saka- mála í bókinni Sönn íslensk sakamál. Meðal kafia í bók- inni eru Af geðdeildinni á Óðal og Brennuvargur í Reykjavík. Æfíngar og alvara í starfi björg- unarsveita er efni bókarinnar, Upp á líf og dauða eftir Björgvin Rich- ardsson sem lýsir mannraunum Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Herdís Helgadóttir rekur tildrög- in að stofnum rauðsokkahreyfing- arinnar á íslandi í bókinni Vaknaðu kona! Hestar og menn 1996 er eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.