Morgunblaðið - 29.10.1996, Side 23

Morgunblaðið - 29.10.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 23 Morgunblaðið/Þorkell FRÁ sýningnnni í Sneglu. Listíðahús LIST OG HÖNNUN Snegla AFMÆLISSÝNING Arnfríður Lára Guðnadóttir, Björk Magnúsd. Elín Guðmundsd. Erna Guðmarsd. Helga Pálína Bryiyólfsd. Hrafnhildur Sigurðard. Ingiríður Óðinsd. Ingunn Erna Stefánsd. Jóna S. Jónsd., Jóna Thors. Sigríður Erla Guðmundsd. Sonja Hákansen. Vil- borg Guðjónsd. Þuríður Dan Jóns- dóttir. Opið virkadagafrá 12-18. Laugardaga 10-14. Til 3 nóvember. Aðgangur ókeypis. UNDARLEGT að það skuli standa konur á bak við flest virk listíðahús borgarinnar, sem færir heim sanninn um að meiri félagshyggju sé að sækja í þeirra raðir en karlpeningsins sem hefur ekki feitan gölt að flá. Erum við hér sér á báti því yfirleitt eru það listafélög karla og kvenna sem sjá um slíka listmiðlun ytra og kannski er einnig rannsóknarefni hve íslenzkir karlar leita lítið á vettvang listíða nú um stundir. Konur búa svo ótvírætt yfir mun meiri metnaði hag- sýni og hörku á markaðsvettvangi en karlar sem virðast bíða eftir allri efnislegri virkt heima fyrir eða á kaffihúsum. Og þótt margur þeirra sé í fullri vinnu mun svo einnig með konurnar, svo afsökun hafa þeir næsta litla. Það virðist nokkur þörf á slíkum listíðahúsum, og meiri en margur bjóst við, því að nú hefur Listhúsið Snegla starfað í fimm ár og minnir á tilveru sína með samsýningu í hin- um takmörkuðu en vistlegu húsa- kynnum að Grettisgötu 7. Þrátt fyrir lítið rými liggur drjúgt úrval listmuna frammi auk minni myndverka og er fjölbreytnin með ólíkindum. Þannig samanstanda verkin á sýningunni af steinleir, silki, blandaðri tækni, flau- eli, pappír, þæfðri ull, steinieir og áli, jarðleir, krossviði og pappír, sag- brenndum jarðleir og hrosshári, stáli og steinsteypu. Er hér bæði um kunnugleg formtilbrigði að ræða sem önnur sem koma nokkuð á óvart. Staðurinn er hins vegar síður fallinn til slíkra samsýninga, þar sem rýmið leyfir ekki meira en eitt verk eftir hvern þátttakanda og þau njóta sín svo misvel. En þetta er þó þokkafull sýning og ber að taka ofan fyrir konunum og óska þeim velfamaðar næstu fimm, og þó heldur fimmtíu árin. L i s t a ko t SILKI/GRAFÍK Hrönn Vilhelmsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir. Opið virka daga frá 12-18. Laugardaga 10-16 til 10 októbar. Aðgangur ókeypis. Listakot að Laugavegi 70, er af líkum meiði og Snegla, framkvæmda- aðilar þó mun yngri, af nýrri ár- göngum úr skóla, og starfsemin í mótun. Rýmið er öllu meira og á tveim hæðum, auk þess sem staðsetningin er vænlegri, trúlega um leið kostnað- arsamari, svo hér er stórhugur að baki. Hins vegar er nokkur og eðlileg- ur byijendabragur á uppsetningu þess sem þar er til sýnis að jafnaði og getur verið dálítið erfítt að henda reiður á því. Sérsýningamar takmark- aðar og varla þess eðlis að tilefni sé að rýna sérstaklega í þær en fylgst verður vel með athafnaseminni og skriffærin ydduð er þörf gerist. Ný- lega sýndi Hrönn Vilhelmsdóttir nokkra silkitrefla í listhominu á efri hæðinni og komst þokkalega frá bljúgum pataldri með ýmsar þrykkað- ferðir þar sem mýkt og yndisþokki réðu stefnunni. Um þessar mundir sýnir þar Gunnhildur Ólafsdóttir nokkrar tréristur sem byggjast á landsminnum ýmiss konar, og er nokkuð þungt svipmót yfír þeim. Eins og gerist nú um mundir er minni áhersla lögð á blæbrigðaríkdóm hinna hvössu eggjáma, sjálfan skurðinn og margvíslega eiginleika efnisins heldur en sjálft þrykkið. í báðum tilvikum mættu listakonurnar leitast við að færast meira í fang og leggja meiri áhersluþunga í vinnubrögðin. Upp skal kjöl klífa ... Bragi Ásgeirsson Guðmund Jónsson og Þorgeir Guð- laugsson. Sagt er frá hestamótum sumarsins í máli og myndum: Fjórð- ungsmóti á Suðurlandi, íslandsmóti í Mosfellsbæ og Norðurlandamóti í Stokkhólmi. Alveg einstakur er flokkur smá- bóka sem nýtur vinsælda. Nú koma út Alveg einstakur afi, Alveg ein- stakur eiginmaður og Alveg einstök ást. íslensk knattspyrna 1996 er sextánda bókin í bókaflokki um ís- lenska knattspyrnu. I nýjum flokki lítilla matreiðslubóka koma ítölsk matreiðsla, Kínverskar uppskriftir, Mexíkósk matseld og Pastaupp- skriftir. Stóra pastabókin er eftir Judith Ferguson. Stafir og skuggaverur Á lausu er ný unglingabók eftir þá Smára Frey og Tómas Gunnar, höfunda bókanna Blautir kossar og Ufsilon. Jói Jóns, Kiddý Munda og dularfullu skuggaverurnar birt- ast í nýrri barnabók Kristjáns Jóns- sonar. Stafakarlarnir er fyrsta bók Bergljótar Arnalds ætluð börnum sem vilja læra að þekkja stafina. í bókinni eru spurningar og léttir leikir fyrir börn, til dæmis hefur stafurinn „ð“ falið sig á síðum bók- arinnar og börn geta spreytt sig á að finna hann. Margar þýddar barna- og ungl- ingabækur koma að venju frá Skjaldborg. Besta skólaár allra tíma er eftir Barböru Robinson; Einu sinni var eftir Stefan Gemmel og Marie-José Sacre; Fuglafít — Upp á eigin spýtur eða með öðrum eftir Camillu Gryski; Játningar Berts, Fleiri athuganir Berts og Enn fleiri athuganir Berts eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson; Frank og Jói: Leyndardómur hellanna eft- ir Franklin W. Dixon; Benjamín lærir á klukku; Kim og horfni fjár- sjóðurinn eftir Jens K. Holm; Kvennnagullið Svanur eftir höfunda Bert-bókanna; ný Nancy-bók, Myndastyttan hvíslandi eftir Car- olyn Keene; föndurbók um hárflétt- ur; Leyndarmái Baldurs eftir Jakob Wegelius; Maja, hvað er ferðalag? eftir Regine Schindler og Sita Jucker; Litli drekinn — Sögur úr höllinni eftir Heather Amery og Stephen Cartwright og loks Stóra ævintýrabókin — Einu sinni var, með sígildum ævintýnim á borð við Aladdín og Stígvélaða köttinn. Á vængjum dragspílsíns TÓNLIST íslcnska óperan HARMÓNÍKUTÓNLEIKAR Verk eftir ýmsa höfunda, þil m. flytj- andann. Renzo Ruggieri, liarmóníka, MIDI-tónraða o.fl. ísiensku óperunni, miðvikudaginn 23. október kl. 20.30. ÞAÐ VAR enginn meðalæringi austan af landi sem þandi dragspil- ið á velsóttum tónleikum á vegum Harmóníkuunnenda á miðvikudags- kvöldið var. Þó að undirrituðum séu belgtónmenntir nánast lokuð bók, þá varð strax í upphafi ljóst, að hér var enginn venjulegur nikkari á ferð. Áður en nokkur gat sagt dúdd- elí-dei, afhjúpaði hinn þrítugi signor Ruggieri innlifun og tilfinningadýpt sem menn tengja sjaldan við hvæs- andi ímynd þessa háreysta alþýðu- hljóðfæris; tilfinningaþrunga sem gömbusnillingurinn St. Colombe í Allir heimsins morgnar hefði verið fullsæmdur af. Erfitt yrði að hólfa viðfangsefn- in, hvað þá útfærslu þeirra, af í snyrtilega merktum tóngreinahólf- um. Ætli þau hafi ekki verið alls staðar og hvergi. Hvorki var þó um hreinræktaða framsækna nútí- matónlist að ræða eins og hjá El- legaard, né um yfirfærslu á semb- altónsmíðum Bachs eins og hjá Gesualdo, landa Ruggieris, er heimsótti okkur fyrir allmörgum árum með sérsmíðaða hnappan- ikku meðferðis og lék tónrétt upp úr sjálfu Gamla testamentinu, Vel- tempraða hljómborðinu. Framtíð og löngu liðin fortíð fengu að mestu að vera í friði að þessu sinni. Þess í stað voru reifuð nokkur sígræn vinsæl lög frá okkar öld og (einkum) latneskumælandi hluta hans, eins og Acquarello Cu- bani, Ólífublóm, tangóinn sígildi La Cumparsita, Mazurca Celebre, Bes- ame Mucho, La Czardas og Breið- vangsdillan All of Me. Þjófótti skjórinn hans Rossinis var eina klassíska innslagið, en þess utan voru tónsmíðar eftir flytjandannn sjálfan - Fly, Fly Redbird, Carnav- al, Tarantella, Cinema og Puzzle - auk verks eftir stjórnanda “Jazz Big Band“ sveitarinnar, Peppino Principe, er nefnist „Fantasia in LA“, en í þeirri sveit mun Renzo Ruggieri hafa starfað undanfarin fjögur ár sem harmóníkuleikari. Þess gætti og í túlkun hans, er var að stórum hluta mótuð af spuna jassins og nýjum tangó Piazzollas, án þess þó að missa alfarið sjónar af gömlu evrópsku nikkarahefðinni, klisjum hennar og skrautblómum, sem í hálfiokuðum félagsheimi harmóníkuiðkenda liggur við að mætti bera saman við hefðir forna þýzka meistarasöngsins. Ruggieri læddist hægt inn í hjörtu áheyrenda með íbyggnu rúbatói og gífurlega víðri dýnamík, en áður en lauk lá salurinn að fótum hans. í lokin, þegar hann tók hvern standarðinn á fætur öðrum sem aukalög með tilþrifum er eflaust sendu ítrekaðan aðdáunar- og öfundarfiðring niður mjóhrygg tónleikagesta, virtist lyklaborð hljóðfærisins hérumbil komið að því að skíðloga undan fljúgandi fíngrafiminni. Þó var tækniöryggi Ruggieros ekki algjört, eða nær væri kannski að segja, að hann hikaði ekki við að taka áhættu, eins og stöku sinni heyrðist, þegar gandreiðin kostaði eina og eina smáskeinu. En fyrir áheyrendur er slíkur línudans oftast stórum skemmtilegri en kalt og yfirvegað spil, þar sem minna er lagt í sölurnar. Sömuleiðis var óhjá- kvæmilega nokkur gervibragur af sumum „MIDI“-atriðunum, þar sem rafeindatæknin (ef það var þá ekki beinlínis gamaldags segulband) lagði nikkaranum til undirleik pían- ós, bassa og tromma, svo í versta falli gat minnt á einmenningshljóm- sveit fyrir krár og afmælisveizlur á tilboðsverði. Á hinn bóginn voru „sándin“ úr hljóðboxinu oft mjög skemmtilega valin og virkjuð á bringuorgelið. Sem fyrr sagði var tónlistin blendin að gerð og mætti kannski að sumu leyti kenna við útlenda hugtakið „crossover"; tónlist er smokrar sér milli ólíkra og misal- varlegra greina, en líka tónlist sem í góðum höndum getur búið yfir bæði afþreyingu og músíkölsku inn- taki. Tónsmíðar Ruggieros voru ekki sízt dæmi um þetta. Þó að arfleifð- in frá kvikmyndatónjöfrunum Morricone og Nino Rota hafi stund- um svifið bak við tjöldin, auðvitað einkum í hinni kostulegu „syrpu“ Cinema, mátti einnig heyra áhrif úr jassi, klassík og jafnvel þjóðlög- um (eins og í hinni seiðandi frum- smíð Ruggieris, Tarantella), sem ásamt eitilsnarpri útfærslu og and- stæðuríkum leik hins unga ítalska snillings tryggði, að engum leiddist þetta kvöld. Ríkarður Ö. Pálsson http://www.rvk.is/ á Internetinu Gail flísar :U rrr i\n 1: llí Stórhöraa 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 stjórnbúnaður Þú finnur f varla betri jj lausn. i = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SIMI 562 4260 Pantaðu barnamynda- tökuna tíman- lega fyrir jólin Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. 3 Ódýrari URTE PENSIL Propolis - Sólhattur Virkni þeirra þekkja flestir en saman er árangurinn enn betri. Auk þess 4 steinefnaríkar jurtir sem eru styrkjandi og stuðla að betri líðan. Onnur heilsuefni frá NaturDrogeriet: BIO-SILICA Gott fyrir hárið, neglurnar, hcinin, bandvefi og yngir húðina. JÁRN i melassa og sojaolíu virkar vel. SKALLIN PLUS vinur magans, hreinsandi og grennandi. Náttúruefni sem v. bætir meltinguna. Skallin hjálpar Fæst hjá: Árbæjar Apóteki, Breiðholts Apóteki, Grafanogs Apóteki, Laugavcgs Apðteki, Kópavogs Apóteki, Mosfells Apóteki, Apóteki Suðurnesja, Hraunbcrgs Apóteki, Blómavali, Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu, Kringlunni og Skólavörðustíg, Heilsuhorninu, Akurevri, Heilsuvali, versl. lloilt og gott, Skagaströnd, Heilsukofanum, Akranesi, Ingólfsapóteki og Sjúkranuddstofu Silju. BÍÓ-SELEN UMB..SÍMI 557 6610

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.