Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MENNTUN Ágúst H. Ingþórsson formaður Starfsmenntafélagsins Islendingar ekki í takt og svifaseinir í skýrslu Starfsmenntafélagsins um þörf atvinnu- lífsins fyrir þekkinguút fyrir helgi, horfa 35 stofnanir, samtök og skólar til næstu 15 áratil að reyna að átta sig á hvaða breytinga er þörf innan menntakerfisins, atvinnulífsins og samvinnu þar á milli. VEL menntað fólk á aldrinum 30-40 ára mun flytjast úr landi í miklum mæli á næstu 15 árum og fólki á aldrinum 45-65 ára mun fjölga um 25.000. Helstu vaxtar- broddar atvinnulífsins verða í ferða- þjónustu, matvælaiðnaði, útgerð og fiskvinnslu erlendis og framleiðslu á rekstrarvörum fyrir útgerð, fisk- vinnslu og annan matvælaiðnað. Þetta er meðal fjölmargra fullyrð- inga um framvindu íslensks samfé- lags og nánasta umhverf- is þess í nýútkominni skýrslu, sem 52 einstakl- ingar frá 35 stofnunum, samtökum og skólum tóku þátt í að semja um þörf atvinnulífsins fyrir þekkingu. Var skýrslan kynnt á ársfundi félagsins síðastlið- inn fimmtudag. í skýrslunni er komið inn á mál- efni eins og fólksfjölda, vinnumark- að, fyrirtæki og menntun, umhverf- ismál, samgöngur, mannvirki og aðra samfélagsinnviði, tæknifram- farir, vaxtarbrodd í atvinnulífinu, afþreyingu, samfélag og skóla og stofnanir. Ágúst H. Ingþórsson formaður Starfsmenntafélagsins og fram- kvæmdastjóri Landsskrifstofu Leonardo segir að á næstunni verði skýrslan kynnt meðal skóla, fyrir- tækja og stofnana eftir því sem tækifæri gefast. Þar að auki verður henni dreift í töluverðu upplagi til Lykilatriði að skólakerfið bregðist við breytingum menntastofnana og fyrirtækja. „Menn vonast til að hún ýti við fólki og veki umræður. Síðan mun- um við nota lokaráðstefnu í tengsl- um við Ár símenntunar sem ein- hvers konar stökkpall út í aðgerð- ir," segir hann. 10-15 ár er skammur tími Ágúst segir áberandi i íslensku skólakerfi og atvinnulífi hversu svifaseinir íslendingar eru og óvanir að hugsa langt fram í tím- ann. „Ætli menn til dæm- is að breyta skipulagi tals- vert þarf til þess allmörg ár. Þeir sem móta stefn- una og framfylgja henni í skólastarfí hljóta að vita þetta. Þess vegna kom mér talsvert á óvart við undirbúning skýrslunnar hversu menn eru óvanir að forma og segja frá sinni sýn eft- ir 10-15 ár, sem er í raun stuttur tími fyrir menntasamfélag. Þetta helst kannski í hendur við þá skammtímahugsun sem loðir al- mennt við okkur," segir Ágúst. Hann segir sömuleiðis að í ljós hafi komið á fundinum að menn eru mjög skammt á veg komnir með að búa þjóðfélagið undir upplýsinga- samfélagið. „Menn vita og segja að þeir þurfi að laga sig að upplýsinga- samfélaginu en eru ekki komnir á það stig að vita hvernig eða eru byrjaðir að móta áætlanir. Undir- búningur felst í lágmarkstækjavæð- GYLFI Einarsson verkefnis- stjóri skýrslunnar. ingu og þjálfun kennara til að hægt sé að flytja þekkinguna inn í venju- legt skólastarf. Þetta er ferli í mörg- um þrepum sem mun taka tíma," segir hann. I skýrslunni segir meðal annars að öllum sé ljóst að breytingar í sam- félaginu á öllum sviðum séu nú örari sem aldrei fyrr, en menntakerfið sé þungt í vöfum og seinþreytt til breyt- inga. „Lykilatriði er að menn innan skólakerfisins kunni að lesa fram- vinduna rétt í ljósi þróunarinnar og bregðast við breytingum. Breytingar á tækni, breytingar á markaði, breyt- ingar innan samfélagsins og í um- hverfi þess eru aðvörun til skólakerf- isins," segir þar. Ágúst tekur undir þetta og segir íslendinga þurfa að læra að ganga í takt. Víða sé verið að gera góða hluti innan einstakra skóla, deilda eða stofnana en jafnvel þegar litið sé á hvert eitt fag eins og gert er í þessari skýrslu séu menn ekki í takt innan sviðsins. Þá segir hann einnig athyglisvert hversu mikill skortur er á símenntun. Sú sem er til staðar sé fyrst og fremst í löggiltum eða hefðbundnum störfum sem hafi mjög skilgreindar forkröfur og á háskóla- stigi. „Hinir ófaglærðu, eins og stundum er sagt, eru alls ekki með." í fullyrðingum um vaxtarbrodd í atvinnulífinu sem fram koma í skýrslunni er eins og fyrr greinir aðallega rætt um ferðaþjónustu, matvælaiðnað og sjávarútveg, auk hugbúnaðar. Aðspurður hvort menntakerfið þurfi ekki að bjóða upp á víðtækara nám í þessum greinum segir hann svo vera. „Ferðaþjónustan er tiltölulega van- þróuð grein og notkun á upplýsing- um og þekkingu er af mjög skornum skammti. Innan hennar er nánast eingöngu grunnframleiðsla og þjón- usta eins og reyndar hefur verið talað mikið um í sjávarútvegi og matvælaframleiðslunni allri. Það er skólanna að taka upp þessar náms- greinar og atvinnulífsins að hefja samstarf." Þá er tekið fram í skýrslunni að það hljóti að vekja nokkra furðu að starfsnám og starfsmiðað nám í framhaldsskólum sé nánast ger- samlega snautt af almennri fræðslu um eðli og starfsemi fyrirtækja, atvinnulífs og þess hversdagslega samfélags sem allra bíður að lifa og hrærast í. Menn eru þó bjartsýn- ir og taka fram að þetta muni breyt- ast. Skólar sem vilji búa nemendur undir starf í samfélaginu hljóti að fræða þá um uppbyggingu og starf- semi fyrirtækja. „Bókfærslustagl virðist hafa gegnt þessu hlutverki en öllum er ljóst að rekstur fyrir- tækis er meira en bókhald. Kennslu í markaðsfræðum og uppfræðslu um eðli markaðsafla og samkeppni virðist einnig skorta gersamlega í framhaldsskólum," segir þar. Verkefnin framundan Ágúst var endurkjörinn formaður Starfsmenntafélagsins fyrir næsta ár. Hann segir að á þinginu hafi menn verið sammála um að vinna á næsta ári að hinu nýja umhverfi í starfsmenntamálum, sem fylgir í kjölfar nýrra framhaldsskólalaga, breytingar sem verða á tæknisviði og nýja möguleika í Evrópusam- starfi. „Eitt af stærri málunum sem við þurfum að fjalla um er hinn gríðarlegi skortur á námsgögnum í starfsmenntun. Þar er náms- gagnaútgáfa algjört olnbogabarn. Annað stórmál er starfsmenntun fyrir ófaglærða, en þar hefur skóla- kerfið brugðist að áliti margra. Þessu munum við reyna að finna farveg í einstökum verkefnum." Tímarit Kjarnagreinar hjá nemendum 10. bekkja Dalvíkurskóla Skatta- og fjölskyldumál meðal námsefnis NEMENDUR Dalvíkurskóla koma að mörgu leyti betur und- irbúnir út í lífið en margir jafn- aldrar þeirra úr óðrum skólum. Ástæðan er sú að inn í kjarna- greinar í 10. bekk, hefur að auki verið bætt við klukkustund- ar fyrirlestrum eða námskeiðum í hverri viku um málefni, sem flestir verða að kunna skil á fyrr eða síðar á líf sleiðinni. Þetta eru málaflokkar eins og skattamál, fjármál, umönnun ungbarna, heilbrigðiskerfið, fé- lagsmálakerfið, fjölskyldumál, málefni fatlaðra og aldraðra, umferðarfræðsla, skyndihjálp, réttindi og skyldur á vinnu- markaði o.fl. Kjarnagreinar eru 23 stundir á viku. Standa á eigin fótum 15-16ára Heiða Gunnarsdóttir fag- stjóri viðskipta/sjálfsmennsku- brautar segir að hugmyndin að baki þessari fræðslu hafi fyrst kviknað 1989. Árin 1990-1992 hafi skólinn fengið styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla til að útfæra braut sem nefnd var sjálfsmennskubraut. Bættist hún við þær tvær sem fyrir voru, sjávarútvegsbraut og við- skiptabraut. „Töíuverður mun- ur er.á aðstæðum nemenda í þéttbýli eða dreifbýli, þar sem Morgunblaðið/Hermína NEMENDUR Dalvíkurskóla læra skyndihjálp. hinir síðarnefndu þurfæað flylja að heiman 15-16 ára gamlir og verða því að axla mun meiri ábyrgð. Hugsunin var að reyna að hjálpa þeim svolitið við þessi skipti," sagði Heiða og bætti viðað nokkrir nemend- ur nýti sér Útvegssvið VMA á Dalvik en flestir fari inn á Ak- ureyri i framhaldsnám eða eitt- hvað enn lengra. Frá því sjálfsmennskubrautin tók til starfa hefur hún stöðugt verið í þróun, margir kennarar hafa stjórnað henni og lagt sín- ar hugmyndir til. Upphaflega var heimilisfræðinni skipt í tvo hluta, annars vegar matargerð og næringarfræði og hins vegar viðhald húsnæðis, sináviðgerðir á fatnaði, að skipta um tengi á rafmagnstækjum og fleira. Sem dæmi um viðhald húsnæðis gerðu nemendur við og máluðu lítið hús Skíðafélagsins og gerðu við húsgögn í golfskála. I vetur taka þeir gluggana í skátahúsinu í gegn. Þróunin hef ur orðið sú að aðeins hefur dregið úr matargerð þar sem hún hefur færst neðar í bekkina og fyrirlestrar eru komnir inn í kjarnagreinar. „Við álitum að allir nemendur í 10. bekk þyrftu að kynnast þessum viðfangsefn- um," sagði Heiða. Hún segir að nemendurnir hafi mikinn áhuga á fyrirlestr- uniiin og finnist þeir mjög spennandi. „Þarna f á krakkarn- ir inn annað f ólk en kennar- ana," segir hún og bætir við að oft komi nemendur með hug- myndir að efni sem þeir vilja að fjallað sé um. Réttindi á 30 tonna bát og sjálfsmennska Dalvíkurskóli var fyrsti grunnskólinn þar sem boðið var upp á nám sem veitir réttindi á 30 tonna báta. Nú er staðan þannig í Dalvíkurskóla að nem- endur geta valið um tvær braut- ir, sjávarútvegsbraut eða við- skipta/sjálfsmennskubraut, þar sem nemendur velja tvær af eft- irtöldum greinum: ritvinnslu, bókhald/tölvubókhald, þýsku og sjálfsmennsku (heimilisfræði). Þar fyrir utan hafa allir nem- endur frjálst val um tvær grein- ar af eftirfarandi námsgreinum: myndlist, ritvinnslu, tónlist, smíðar, hannyrðir, íþróttafræði og hestamennsku. Nú eru 33 nemendur á viðskipta/sjálfs- mennskubraut en 7 nemendur á sjávarútvegsbraut. • HAUSTHEFTI tímaritsins Upp- eldiser nýkomið út. Þema blaðsins að þessu sinni eru fyrstu skólaárin og er þar komið víða við. Fjallað er um hvaða námskröfur eru gerðar til 6 ára barns, hvernig foreldar geta stutt barnið og bent er á leiðir til lausna ýmsum vandamálum sem upp geta komið á fyrstu skólaárum. Uppeldi er ekki einkamál kvenna, er niðurstaða Guðmundar Oddssonar dagskrár- gerðarmanns þar sem hann ræðir um alræði mæðra í uppeldi barna. Fjallað er um hvernig búið er að nýbúabörnum, gildi myndskreyt- inga í barnabókum, greint er frá því hvað Aspergerheilkenni eru auk fjölda annarra greina. Tímarítið Uppeldi ergefið út af hlutafélaginu Uppi að tilstuðlan Foreldrasamtakanna ogkemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjórí er Krístín Elfa Guðnadóttir. Blaðiðer selt í áskríft og kostar 2.3 76 með staðgreiðsluafslætti. • Ný menntamál 3. tlb. er ný- komið út. Fjóldi greina er í blað- inu og fjallar til dæmis dr. Sig- rún Júlíusdóttir félagsráðgjafi um mælistikur í vís- indum og í skóla- starfi. Hún hefur efasemdir um að aðferðir náttúru- vísinda henti rannsóknum á samskiptum manna. Hannes Sveinbjörnsson kennsluráðgjafi setur fram svipuð viðhorf í grein sem fjallar um gæði skólastarfs. Telur hann varhugavert að dæma þau gæði út frá hlutlægum mælan- legum forsendum á kostnað hug- lægs mats. Þá er í blaðinu fjallað um endurmenntun, námskrá og námsbækur, tókbaksvarnir, mæður í námi, tölvumál o.fl. Tímarítið Ný menntamál er fag- tímartit gefið út afHinu íslenska kennarafélagi og Kennarasambandi íslands. Ritstjórí er Hannes ísberg Ólafsson. ----------? ? ? Nýtt námsefni NÁMSGAGNASTOFNUN hefur keypt fjölda fræðslumynda á mynd- böndum, sem skólar geta fengið að láni eða í langtímaleigu. e Myndbandið Undirmögnuðu tungli segir frá Vestmannaeyjagos- inu, mannlífi í Eyjum, þjóðhátíð, lundaballj, sprangi og fleiru. Gróður íslands hentar sem ítaref ni með námsbókinni Lífríkiðá landi og fylgir kaflaskilum hennar. í myndbandinu Najnj'bjaerfjallað um landshætti og atvinnulíf Nam- ibíu í Suður-Afríku. Þróunarsam- vinnustofnun íslands hefur verið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun Namibíu um útgerð og fiskvinnslu. Fjölskyldan 1 og 2 eru fimm sjón- varpsþættir þar sem fjallað er um málefni fjölskyldunnar og samskipti innan hennar. Dæmi eru tekin um vandamál sem upp kunna að koma og ábendingar eru um úrlausnir. Myndbandið Jón Sigurðsson fjallar um ævi og störf Jóns Sigurðssonar, dvðl hans í Kaupmannahöf n og áhrif hans á sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga. Með vængi á heilanum er heimildarmynd um rithöfundinn Einar Má Guðmundsson sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1995. íslenska utiin er heiti myndbands, þar sem fjallað er um eiginleika, meðferð, vinnslu og fjöl- breytt notagildi íslensku ullarinnar í fortíð og nútíð. í heimildarmynd- inni Glíma - þjóðaríþrótt íslend- inga er íþróttin kynnt á óvenjulegan hátt, t.d. glímir villtur smali við tröll árið 1740, tveir menn hittast áheiðiáriðl850o.fl. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.