Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1996 MENNTUN . í Óvissa um áframhaldandi fyrirkomulag Námsráðgjafar HÍ Gjaldtaka líkleg fyrir utanskólanemendur INNAN Háskóla íslands fara nú fram umræður með hvaða fyrir- komulagi hægt verður að reka námsráðgjöf skólans í framtíðinni. Vegna aukinnar aðsóknar í þjón- ustuna_ og takmarkaðs fjármagns segir Ásta Kr. Ragnarsdóttir, for- stöðumaður Námsráðgjafar HÍ, ljóst að í náinni framtíð verði ekki hægt með sama fyrirkomulagi að sinna öllum þeim verkþáttum sem þar er nú sinnt. Námsráðgjöf Háskóla íslands er umfangsmesta þjónusta sinnar teg- undar hér á landi og veitir um 4.000 viðtöl árlega. Að sögn Ástu eru aðeins 40% þeirra sem þangað leita skráðir nemendur Háskóla íslands, en skólinn hefur veitt landsmönnum þessa þjónustu ókeypis um árabil. Segist hún ekki sjá fram á annað en nauðsynlegt verði að taka gjald af þeim sem leita þjónustu stofnun- arinnar og eru utan háskólans. Einnig sé nauðsynlegt að fá aðra til liðs við sig til að kosta þann þátt starfseminnar. „Frumskyldur okkar liggja hjá skráðum stúdent- um sem greitt hafa innritunargjöld, en hins vegar viljum við gjarnan sinna hinum nemendunum líka," sagði hún. Ekki bara námsráðgjöf Ásta bendir á að á þeim 15 árum sem námsráðgjöf hafí verið starf- andi hafi umfangið aukist jafnt og þétt og aðstoð nemenda við náms- og starfsval sé einungis hluti starf- seminnar. Ráðgjafar leiðbeina nem- Úr myndasafni Morgunblasins MIKLU máli skiptir fyrir nemendur og þjóðarbúið ef hægt er að vejja rétt nám í upphafi. Hér eru Ásta Kr. Ragnarsdóttír forstöðumaður Námsráðgjafa HÍ ásamt fleirum að undirbúa Námskynningu 1996. endum um breyttar námsvenjur, sinna þeim sem haldnir eru próf- kvíða og aðstoða nemendur á ýmsa vegu við úrlausn persónulegra, sál- fræðilegra og félagslegra mála. Einnig ber Námsráðgjöf HÍ að sinna hagsmunagæslu sem skipta má í almenn réttindamál og sér- hæfð. Almenn réttindamál varða stöðu stúdenta gagnvart kennurum og stjórnsýslu, til dæmis vegna mats af ýmsu tagi. Sérhæfð rétt- indamál er varða sérþarfir stúdenta, til dæmis vegna fötlunar og sér- stakra aðstæðna sem geta skapast vegna búsetu og erlends þjóðernis. Verkefnin innanhúss hafa þyngst mikið á undanförnum misserum, að sðgn Ástu. „Nú erum við til dæmis með 60 nemendur sem eru með sérþarfir vegna einhvers konar fötlunar. Til þess að fylgja þeim vel eftir þarf töluverðan mannskap en þar að auki er ráðgjöfin orðin þekkt- ari meðal nemendá skólans og þeir leita hingað í auknum mæli. Þeir þurfa kannski að lenda í óþarflega mikilli biðröð vegna þess að við erum einnig að sinna þeim óskráðu," sagði Ásta. Fjölsótt ársþing SAMFOKS Góð líðan barna í skólum er undirstaða alls LÍÐAN barna í skólum, foreldrastarf og mat á því voru þau umræðuefni sem foreldrar höfðu hvað mestan áhuga á að ræða sín á milli á fjöl- mennu ársþingi SAMFOKS (Sam- band foreldrafélaga í grunnskólum í Reykjavík) sem fram fór sl. laugar- dag á Grand Hótel Reykjavík. Önnur málefni ofarlega á baugi voru sam- starf við skólayfirvöld, námsinnihald, einsetinn skóli, mat á skólastarfi og sérfræðiþjónusta í skólum. Þingið stóð yfir allan laugardaginn og skiptist tíminn á milli fyrirlestra qg hópstarfs. Fyrir hádegi fjallaði Áslaug Brynjólfsdóttir umboðsmaður foreldra og skóla um hvers vegna foreldrasamstarf væri mikilvægt og gerði grein fyrir starfi sínu, sem er nýtt innan Fræðsluskrifstofunnar. Breytt uppeldisskilyrði og aukin áhrif foreldra Áslaug sagði að aukin afskipti foreldra af skólastarfi hefðu haft afgerandi áhrif á lagasetningar um grunnskólann á síðustu árum, bæði hér á landi og á hinum Norðurlönd- unum. Þá benti hún á að alþjóðlegar rannsóknir sýndu að börn lærðu meira þegar foreldrar, kennarar og aðrir sérfræðingar skólans ynnu saman og að fiestir foreldrar vildu vera þátttakendur í frekara námi barna sinna. Hún vék einnig að breyttum uppeldisskilyrðum barna og benti á ýmsa þætti sem þar hefðu áhrif eins og aukin áhrif fjölmiðla, minnkandi samskipti barna og full- orðinna, skort á félagslegri þjálfun, óöryggi um siðferðileg gildi o.fl. Síðar um morguninn var þátttak- endum skipt í umræðuhópa og urðu samræður mjög líflegar. Var greini- legt að fjöldi spurninga brann á vör- um þingfulltrúa eftir umræðurnar því þegar kostur gafst á að spyrja þáttakendur í pallborðsumræðunum brunnu margar spurningar inni. Fór svo að Sigrún Magnúsdóttir formað- ur fræðsluráðs Reykjavíkur gaf for- eldrum kost á að skila skriflegum spurningum. „Þó svo að við höfum ekki tök á að svara þessum spurning- um munu þær áreiðanlega vera fræð- andi og koma sér vel fyrir fræðslu- ráð," sagði hún. Aðrir þátttakendur í pallborðsum- ræðum voru Árni Sigfússon fulltrúi í fræðsluráði, Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Finnbogi Sigurðsson formaður Kennarafélags Reykjavík- ur og Guðbjörg Björnsdóttir formað- ur SAMFOKS. Engin lyklabörn Sigrún Magnúsdóttir sagði að ver- ið væri að útbúa markmiðasetningu innan skólakerfisins fyrir næstu 5 ár. Meðal markmiða væri einsetning skóla og lenging skóladagsins. Hún sagði að þegar einsetning væri kom- in á og öll bðrn væru í skólanum kl. 9-15 vildi hún gjarnan sjá annað foreldrið heima til að taka á móti börnunum þegar þau kæmu úr skól- anum. Þar með yrðu engin lyklabörn til. Gerður G. Óskarsdóttir gerði verkaskiptingu milli foreldra og kennara að umræðuefni. Einnig lagði hún áherslu á að boðleiðir væru rétt- ar og hvatti til aukinna skriflegra boðskipta á milli skóla og heimila og öfugt. Hún sagði að mikilvægt væri að foreldrar leituðu fyrst upp- lýsinga hjá umsjónarkennara áður en farið væri til skólastjóra þegar einhver mál kæmu upp. Þá taldi hún vaxandi þörf hjá kennurum að fá hlutlausan málsvara í kerfinu gagn- vart foreldrum sem gengju of langt í að alhæfa út frá persónulegri reynslu. Tvísetning má ekki stöðva framþróun Árni Sigfússon benti á að ýmis málefni sem varða skólann hefðu þokast áfram fyrir tilstilli foreldra, s.s. heilsdagsskóli, aðhald í nýtingu kennslustunda og einsetningará- form. Hann sagðist vilja sjá sama drifkraft foreldra til að hafa áhrif á innra starf skólanna, þ.e. menntun- ina sjálfa. Hann taldi einsetningu eiga langt í land og hvatti foreldra til að fylgjast með að tvísetning hefti ekki þróunarmöguleika, s.s. nýsköp- un, náttúruvísindi, tilraunastarf, upplýsingatækni o.fl. Hann tók fram að til þess þyrfti að sjálfsögðu fjár- magn. „Embættismannakerfið og einsetning mega ekki, éta það allt upp," sagði hann. Finnbogi Sigurðsson sagði ein- kenna skólastarfið hversu lítið fjár- magn væri veitt í það. Hann benti á að skólinn hefði orðið að bæta á sig uppeldishlutverki og ýmsum fleiri verkefnum án þess að til þess væri veitt aukið fé eða rými. Hann taldi fjármagn vera til en spurningin væri um forgangsröðun. Með einsetningu og lengingu skóladags kvaðst hann vonast til að hægt yrði að sinna ýmsum þéim málum sem ekki væri hægt að sinna nú, svo sem því að veita nemendum aukna aðstoð við heimanám án kostnaðar fyrir for- eldra, fjölbreyttum skipulögðum vettvangsferðum o.fl. Hann sagði það til skammar fyrir borgina að heimsókn í náttúruperlur eins og Viðey og Heiðmörk væru ekki gerðar að föstum þætti í skólastarfi með því námi sem þar væri hægt að stunda. Sagarblao I Hitablásari J 500 w AEG JltlasCof>co Lágmúla 8 • Simi 533 Umboðsmenn um allt land Reykjavfk: Ellingssen. Byggingavöruversl Nethyl Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Btómsturvellir, HellissandÍ.Guöni E. Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestflröfr: Rafverk.Bolungarvfk. Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfiröinga .Sauðárkróki. KEA Siglufiröi. KEA Ólafstiröi. KEA, Lónsbakka Akureyri. KEA, Dalvík. Kf. Þtngeyinga, Húsavfk. Austurland: Kf. Vopnfir&Ínga,Vopnafiroi Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vfk, Neskaupsstað. KASK, Höfn. Suöurland: Rafmagnsverkstœði KR. Hvolsvelli. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjancs: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavfk. skólar/námskeið tungumál skjalastjórnun Túngötu 5. ¥ ¦ Inngangur að skjalastjórnun. Námskeið, haldið 4. og 5. nóv. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 11.000. Bókin „Skjalastjórnun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. Hin vinsælu enskunámskeið eru að hefjast. * Áhersla á talmál. ¦k 5 eða 10 nemendur hámark í bekk. + 8 kunnáttustig. Viðskiptaenska, rituð enska. Einnig er í boði stuðningskennsla fyrir unglinga, enska fyrir börn 6-12 ára og enskunám í Englandi. Enskir sérmenntaðir kennar- ar. Markviss kennsla í vinalegu um- hverfi. Hafðu samband og fáou frekari upplýsingar í sfma 552 5330. tölvur heilsurækt Yoga-námskeið Acarya Ashiishananda Avadhuta sérþjálfaður yogakennari heldur reglu- lega 6 vikna yoga-námskeið. Hópkennsla og einkatímar. Lærðu að hugleiða á árangursríkan hátt með persónulegri leiðsögn. Lærðu yoga-líkamsæfingar, einstaklings- bundin kennsla sem tekur mið af líkam- legu ástandi hvers og eins. Næsta námskeið byrjar þriðjudagskvöld 5. nóv. kl. 17-19. Uppl. og skráning í si'ma 551 2970 kl. 9-12 og eftir kl. 21 á kvöldin. Verð kr. 5.000, aflsáttur fyrir skóla- fólk. Ananda Marga Yogahreyfing á íslandi, Lindargata 14, Rvík. r^fr Tölvuskóli Reykiavto Borganúni 28. sinii 561 6699. ¦ Námskeið Starfsmenntun: 64 klst. tölvunám 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: Windows 3.11 og Windows 95 PC grunnnámskeið Word gruhnur og framhald Excel grunnur og framhald Access grunnur PowerPoint PageMaker Barnanám Unglinganám í Windows Unglinganám í forritun Novell námskeið fyrir netstjóra Internet námskeið Hagstætt verð og afar veglegar kennslu- bækur fylgja með námskeiðum. Skráning í síma 6516699, netfang tolskrivik- @treknet.is, veffang www.treknet.is/tr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.