Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 27 „Enginn dregur annars fisk úr sjó“ Sigfús A. Schopka I ALYKTUN nýaf- staðins landsfundar Sj álfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál segir m.a.: „Stefnan í sjávarútvegsmálum hlýtur að hafa að höf- uðmarkmiði að af- koma heimilanna í landinu verði sem best í bráð og lengd. Til þess þarf að tryggja eftir föngum að arð- semi fiskistofnanna verði sem mest og í þágu þjóðarinnar allr- ar, enda eru fiski- stofnarnir í hafinu sameign hennar, og að auðlindum sjávar verði að skila óskemmdum til komandi kynslóða." Um þetta geta allir verið sammála. Hins vegar eru skiptar skoðanir um ágæti núverandi veiðistjórnun- arkerfis þ.e. kvótakerfisins. Sumir vilja hafna því og taka upp sóknar- markskerfi. Það er nú svo að ekk- ert kerfi sem fer í notkun í heimin- um í dag er alfullkomið því öll hafa þau sína annmarka. Ég er þeirrar skoðunar að draga megi verulega úr ýmsum annmörkum núverandi kerfis eins og til dæmis kvótasvindli, útkasti og öðrum sóðaskap í umgengni um miðin, ef takast mætti að draga úr þeim þrýstingi sem stöðugt er um meiri veiðar. Þessi þrýstingur sem ég er að tala um er ásóknin í meiri afla. Hinn forni málsháttur, enginn dregur annars fisk úr sjó, er enn ríkjandi. Hann er vel skiljanlegur þar sem kakan sem er til skiptana er einfaldlega of lítil miðað við afkastagetu flotans og þörfin í meiri afla er nær óseðjandi. Það verður bara að segjast eins og er að sóknarmáttur fiskiskipastólsins er svo mikill að hann er langt umfram veiðiþoi fiskistofnanna. Þetta kann að hljóma sem öfug- mæli í eyrum einhverra. Höfum við ekki verið að hagræða? Höfum við ekki verið að leita nýrra miða utan lögsögunnar? Þurfum við ekki á öllum þessum skipum að halda til að geta stundað veiðar utan fisk- veiðilögsögunnar? Svo mun ekki vera. Þótt fjöldi togara sé að veiðum svo vikum, jafnvel mánuðum, skipti á fjærlæg- um miðum eins og Flæmingja- grunni, Smugunni og á Reykjanes- hrygg er það í langflestum tilvikum lítið mál fyrir þennan flota þegar hann er á heimamiðum að ná þeim afla sem honum hefur verið úthlut- að þar. En er ekki þorskstofninn að stækka? Er ekki framundan það mikil aflaaukning, að það fullnægi þörfum núverandi flota er fram í sækir? Svo er heldur ekki. Að vísu er þorskstofninn að styrkjast þótt hægt fari en það breytir engu um umframgetu flotans. A gullaldarár- unum í þorskveiðunum var meðal- ársaflinn um 400 þús. tonn. Nú er hann hins vegar aðeins helmingur af því. Það sem er kannski athyglis- verðast við þennan samanburð er sú staðreynd að við þyrftum síst meiri sókn til þess að ná 400 þús. tonna þorskafla en við erum með í dag. Það sem gerist, þegar fisk- stofn stækkar er, að þá vex líka afli á sóknareiningu. Tökum þorskstofninn sem dæmi. Á þessu fiskveiðiári var þorskkvót- inn aukinn um 31 þús. tonn, þar sem stofninn hefur verið í vexti undanfarið. Þar sem afli á sóknar- einingu hefur einnig aukist, verða flestir búnir að ná sínum kvóta um líkt leyti á fiskveiðiárinu og í fyrra og við eigum eftir að heyra það, að sjórinn sé gulur af þorski og nauðsynlegt sé að bæta við kvótann o.s.frv. Krafan um aukinnn afla mun ekki láta standa á sér. Og ég sé fyrir mér að svona muni þetta verða ár eftir ár. Þegar þorskstofninn stækkar vex aflinn á sóknarein- ingu enn frekar og okk- ar öflugu skip munu fara létt með að ná sín- um aflá, á jafnlöngum tíma og árið á undan, þótt hann hafi verið aukinn. Þá hefst stríðið aftur um aukinn afia, þar sem ekki hefur náðst að veiða aukateg- undimar eða svo og svo mikið er eftir af fiskveiðiárinu o.s.frv. Þann- ig heldur þetta áfram koll af kolli. Sem dæmi um hve skip geta verið afkastamikil, sé nægur fískur í sjónum, minni ég á veiðar kola- kynta síðutogarans Skallagríms á árunum milli stríða, en hann var Við það að minnka flotann er ekki aðeins fólginn ávinningur í því að að afli á skip verði meiri, segir dr. Sigfús A. Schopka, heldur sparast líka olía. fengsælastur allra togara á þeim árum. Árið 1924 setti svo Guð- mundur Jónsson skipstjóri á Skall- anum heimsmet í þorskafla sem enn hefur ekki verið hnekkt, 2.200 tonn af fullþurrkuðum saltfiski eða á níunda þúsund tonn upp úr sjó á einu ári. Úr þessum afla fengust auk þess 2.700 tunnur af lifur. í viðtali sem Vilhjálmur Finsen átti við hann í Tidens Tegn í janúar 1925 kallaði hann Guðmund afla- kóng heimsins og skæðasta óvin þorsksins (Vilhjálmur Finsen: Hvað landinn sagði erlendis, 1958). Ekki var nú fínum græjum fyrir að fara í veiðunum á þeim árum miðað við í dag. Engin fiskleitartæki og troll- ið úr hampi. Með fínu tækjunum í dag og risavörpunum þykir harla gott að fá á stóru skuttogarana 5 þús. tonn á ári og flestir togaranna eru með mun minni ársafla. Þrátt fyrir að fiskiskipum hafi fækkað hin allra síðustu ár, þá má deila um hvort afköst flotans hafi nokkuð minnkað, því þau skip sem komið hafa í staðinn eru bæði stærri og öflugri._ Skv. Útvegi 1995 (útg. Fiskifélag íslands) kemur fram (bls. 15), „að skráð vélarafl fiskiskipa- flotans hefur vaxið stöðugt fram til ársins 1991, er það náði rúmum 428 megavöttum. Síðan hefur aflið minnkað örlítið og er rúm 415 megavött um síðustu áramót. Til að gefa hugmynd um hversu mikið afl um er að ræða, þá eru þessi 415 megavött nærri sama afl og Búr- fellsstöð og Hrauneyjarfossstöð geta samtals framleitt, en það er rúmur helmingur framleiðslugetu allra vatnsaflsstöðva Landsvirkjun- ar“. Ekki er gott að segja hver þró- unin hefði ella orðið, ef Úreldinga- sjóður hefði ekki þó komið til. Við það að minnka flotann er ekki aðeins fólginn ávinningur í því að afli á skip verði meiri heldur sparast líka olía en í dag erum við sú þjóð sem eyðir næstmest af olíu í heiminum sé miðað við þessa klassísku höfðatölu landsmanna. Annar ávinningur við það að draga úr olíunotkun er sá, að þá getum við betur staðið við alþjóðlegar skuldbindingar okkar hvað snertir mengun þ.e. að draga úr koldíoxíð- menguninni. Ef við minnkum flotann fækkar þá ekki sjómönnum að sama skapi? Það þarf og á ekki svo að vera. Með minni flota skapast meiri tekj- ur, sem gefur sjómönnum tækifæri til að vera meira í landi hjá fjöl- skyldum sínum og mætti þannig hugsa sér að meira verði um skiptiá- hafnir en nú er. Við megum heldur ekki gleyma því að sú staða getur komið upp að ekki sé á vísan að róa á þau mið utan fiskveiðilögsögunnar þar sem við höfum verið að hasla okkur völl undanfarin ár. Það liggur nú þegar fyrir að við verðum stórlega að draga úr sókn okkar á Flæm- ingjagrunni. Það þarf ekki að verða mikil breyting í umhverfinu til að þorskur gangi alls ekki inn í Smug- una. Og þótt samningar tækjust um að við mættum veiða innan lög- sögu Norðmanna eða Rússa og gætum þess vegna náð einhveijum afla þarna, þá má búast við að það verði talsvert minna magn en það sem við höfum verið að sækja í Barentshafið að undanförnu. Við verðum líka að vera þess meðvituð, að sá tími rennur upp og það eflaust fyrr en varir, að aðgangi að auðlind- um utan 200 sjómílna verða alls staðar settar skorður. Ymsar þjóðir sem fiskveiðar stunda eru farnar að huga að því að skera niður flotann. Kanada- menn hafa verið að Iosa sig við skip, Norðmenn eru með hugmynd- ir um að minnka fískveiðiflota sinn og Emma Bonino hefur verið ein- arður talsmaður þess að skera veru- lega niður fískveiðiflota Evrópu- sambandsins. Það er sannfæring mín, að við komum aldrei neinni skikkan á kvótasvindl, útkast og önnur þau vandamál sem fylgja núverandi kerfí nema við göngum markvisst til verks og finnum leiðir til þess að minnka stærð flotans. Á þann hátt og aðeins á þann hátt náum við því markmiði að draga svo úr þeim umframþrýstingi í auknar veiðar sem á rætur sína að rekja til alltof stórs flota. Með minnkun flotans stuðlum við ekki aðeins að því að auka arðsemi veiðanna og þjóðarbúsins alls heldur einnig þvi að auðlindum sjávar verði skilað óskemmdum til komandi kynslóða. Höfundur er fiskifræðingur. ÞAK-0G VEGGKLÆÐNINGAR Glœsileg kristallsglös ímíklu ÚrValÍ^^X i .jfjp w ÍSVA\L-ÖORGA\ Eflr. HÖFÐABAKKA 9. 1 1 2 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 (Q)SILRJKBÚÐIN NX/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfitia - Af hverju veiði- leyfagjald? MIKIL umræða hef- ur orðið í kjölfar þing- sályktunar þingflokks jafnaðarmanna um að taka upp veiðileyfa- gjald í sjávarútvegi. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg í þessu sám- bandi: I. Rök fyrir veiði- leyfagjaldi eru helst þau að fískimiðin eru sameign þjóðarinnar. Það er óeðlilegt og óréttlátt að veiðiheim- ildir, sem fela í sér verðmæti, séu afhentar án endurgjalds. n. Núverandi fyrir- komulag særir réttlætiskennd al- mennings og það verður aldrei frið- ur í sjávarútvegi ef ekki verða gerð- ar breytingar. III. Veiðileyfagjald getur verið óháð fiskveiðistjórnunarkerfi og á alveg eins við í núverandi aflamark- skerfi með eða án framsals eða við sóknarstýringu. IV. Halidór Ásgrímsson hefur rætt um að eftir því sem sjávarút- vegur braggist þá sé eðlilegt að hann leggi meira til samfélagsins. Þetta segir einnig í tillögu jafnaðar- manna. V. Friðrik Sophusson hefur sagt að eðlilegt sé að sjávarútvegur greiði kostnað ríkisins í sjávarút- vegi, s.s. rannsóknir og eftirlit. Nákvæmlega þetta segir í tillögu jafnaðarmanna. VI. Fiskveiðiarður er hagnaður af fiskveiðum og er nú þegar um- talsverður, sbr. góða afkomu í út- gerð og hátt verð í kvótaviðskiptum. Fiskveiðiarðurinn eykst verulega á næstu árum ef haldið verður áfram að byggja upp fiskstofna og hag- ræða í útgerð VII. Raungengi er nú lágt, sem er hagkvæmt sjávarútvegi og iðn- aði, og brýnt er að halda þeirri stöðu. Aukinn fískveiðiarður getur leitt til hækkunar raungengis sem rýrir stöðu annars útflutnings- og samkeppnisiðnaðar. Veiðileyfagjaldi er ætlað að vinna gegn slíkri raun- gengishækkun og stuðla að sveiflu- jöfnun í sjávarútvegi. VIII. Ef ekki er lagt á veiðileyfagjald getur það leitt til versnandi efnahagsástands og haft í för með sér verð- bólgu og gengislækk- un. Veiðileyfagjald er því leið til að viðhalda þeim stöðugleika sem náðist með þjóðarsátt- arsamningunum árið 1990. IX. í þingsályktun- inni er ekki lagt til að gengið sé fellt þegar veiðiieyfagjald er tekið upp. Það er ekki skyn- samlegt, síst af öllu við núverandi aðstæður. X. Eitt meginatriðið við veiði- leyfagjald er vaxandi fiskveiðiarður sem er að myndast í útgerð. Sumir vilja bíða og taka gjaldið upp síðar, en þá geta hin neikvæðu áhrif raun- gengishækkunar þegar hafa valdið miklu tjóni í atvinnulífinu. Ef ekki er iagt á veiði- leyfagjald, segir Ágúst Einarsson, getur það leitt til versnandi efna- hagsástands og haft í för með sér verðbólgu og gengislækkun. XI. Það er mjög brýnt að að sam- hliða veiðileyfagjaldi verði aðrir skattar lækkaðir. Það er óskynsamlegt út frá efna- hagslegum sjónarmiðum að leggjast gegn veiðileyfagjaldi og algerlega óveijandi út frá þeim réttlætisrökum sem liggja til grundvallar tillögu jafnaðarmanna. Höfundur er alþingismaður í þingflokkijafnaðarmanna og prófessor. Ágúst Einarsson Maður þarf ekki að vera í jólafötunum hjá ljósmyndaranum: Lára Long, Ijósniyndari LJOSM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.