Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 29 Morgunblaðið/Þorkell irkjunni á sunnudag predikaði i Ólafur Skúlason. 3 hátíðlegt lúsnæði Morgunblaðið/Þorkell junni í upphaflegri mynd. dönsku kirkjunnar. Fjölsóttasta sam- koman var að sögn sr. Jakobs barna- hátið í Dómkirkjunni á sunnudag en þar voru samankomin um 400 manns. Að henni lokinni var haldið í safnaðar- heimiiið þar sem öllum var boðið upp á kaffi og kökur. i Dómkirkjunnar Morgunblaðið/Ámi Sæberg íaupmannahafnarbiskup, hans Margit. þetta sinn fékk hann leiðsögn um kirkjuna, fór upp í turninn og horfði yfir þök Reykjavíkur í öll- um regnbogans litum. „Reykjavík er en smuk og dejlig by,“ sagði biskupinn að lokum - og þarf vart að þýða það. Morgunblaðið/RAX VATNSBORÐIÐ í gjánhi hefur heldur lækkað undanfarið og í henni er heldur meiri ís en talið var. Vatnið í gjánni rennur meðal annars undir tignarlegan ísboga, en neðst á myndinni sést flugvél Ómars Ragnarssonar og gefur smæð hennar til kynna hve gjáin er mikilfengleg.V' Gígurinn er að mestu hruninn ÆGIFAGURT var um að litast þegar flogið var yfir eldstöðina í Vatnajökli og yfir Grímsvötn í gær. Þegar blaða- maður og ljósmyndari Morgunbiaðsins flugu yfir jökulinn fyrir hádegi i gær, lá skýjaslæða yfir eldstöðinni og gjánni, þannig að aðeins grillti niður á jökulinn. I annarri atrennu, sem gerð var upp úr hádeginu, hafði jökull- inn hreinsað sig af skýjunum og eld- stöðin og gjáin blöstu við. Jón K. Björnsson flugmaður Þyrlu- þjónustunnar lenti á gjárbrúninni með japanska sjónvarpsmenn og franska blaðamenn í eftirmiðdaginn. Eftir að erlendu gestirnir höfðu athafnað sig á jöklinum var flogið með þá sem leið lá niður í Skaftafell og þyrlan hóf sig til flugs á nýjan leik með þá Magnús Tuma Guðmundsson jarðfræðing, Steve Winter, ljósmyndara The Nat- ional Geographic, Jón Þór Víglunds- son frá Sjónvarpinu og Hauk Brynj- ólfsson, rafvirkja hjá Raunvísinda- stofnun, sem kannaði bilanir í skjálfta- mæli á Grímsfjalli. Ekki tókst í þess- ari tilraun að gera við mælinn. „í þessari ferð okkar tókst að mæla vatnshæð Grímsvatna, en við eigum eftir að reikna út hver hæðin er,“ sagði Magnús Tumi Guðmunds- son þegar rætt var við hann í Skafta- felli undir kvöld í gær, eftir að hafa lent með þyrlu Þyrluþjónustunnar á Vatnajökli. Meiri ís í gjánni en talið var Magnús Tumi sagði að tilgangur þyrlufararinnar hefði verið tvíþættur, að mæla vatnshæð Grímsvatna og að taka niður dýr tæki Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. „Síðan flugum við yfir Grímsvötnin og yfir gjána og lentum á gjárbarminum fyrir ofan gíginn. Það var mjög lærdómsríkt að fljúga svona lágt yfír gjána. Það sást að vatnsborð- ið hefur heldur lækkað í gjánni og þá kom á daginn að það er heldur meiri ís í gjánni en við töldum. Isinn nær dýpra og suðurhluti gjárinnar er bara ísbotn." I því sambandi sagði Magnús Tumi að einna athyglisverðast væri að gíg- urinn væri að miklu leyti hruninn. „Það var greinilegt að töluverður ís hefur verið í hliðum gígsins og nú er hann að bráðna og grefst í öskuna" i sagði Magnús Tumi. * Magnús Tumi sagði það líka athygl- isvert, að í sprungum í lægðum í Grímsvötnum, stæði nú gufa upp úr: sprungunum. „Þetta sýnir að mjögi grunnt er niður á vatn þar og í svona ■■ kulda gufar upp af vatninu. Hugsan-" lega er einhver hiti á vatninu í sprung- unum líka.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.