Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 29 Morgunblaðið/Þorkell irkjunni á sunnudag predikaði i Ólafur Skúlason. 3 hátíðlegt lúsnæði Morgunblaðið/Þorkell junni í upphaflegri mynd. dönsku kirkjunnar. Fjölsóttasta sam- koman var að sögn sr. Jakobs barna- hátið í Dómkirkjunni á sunnudag en þar voru samankomin um 400 manns. Að henni lokinni var haldið í safnaðar- heimiiið þar sem öllum var boðið upp á kaffi og kökur. i Dómkirkjunnar Morgunblaðið/Ámi Sæberg íaupmannahafnarbiskup, hans Margit. þetta sinn fékk hann leiðsögn um kirkjuna, fór upp í turninn og horfði yfir þök Reykjavíkur í öll- um regnbogans litum. „Reykjavík er en smuk og dejlig by,“ sagði biskupinn að lokum - og þarf vart að þýða það. Morgunblaðið/RAX VATNSBORÐIÐ í gjánhi hefur heldur lækkað undanfarið og í henni er heldur meiri ís en talið var. Vatnið í gjánni rennur meðal annars undir tignarlegan ísboga, en neðst á myndinni sést flugvél Ómars Ragnarssonar og gefur smæð hennar til kynna hve gjáin er mikilfengleg.V' Gígurinn er að mestu hruninn ÆGIFAGURT var um að litast þegar flogið var yfir eldstöðina í Vatnajökli og yfir Grímsvötn í gær. Þegar blaða- maður og ljósmyndari Morgunbiaðsins flugu yfir jökulinn fyrir hádegi i gær, lá skýjaslæða yfir eldstöðinni og gjánni, þannig að aðeins grillti niður á jökulinn. I annarri atrennu, sem gerð var upp úr hádeginu, hafði jökull- inn hreinsað sig af skýjunum og eld- stöðin og gjáin blöstu við. Jón K. Björnsson flugmaður Þyrlu- þjónustunnar lenti á gjárbrúninni með japanska sjónvarpsmenn og franska blaðamenn í eftirmiðdaginn. Eftir að erlendu gestirnir höfðu athafnað sig á jöklinum var flogið með þá sem leið lá niður í Skaftafell og þyrlan hóf sig til flugs á nýjan leik með þá Magnús Tuma Guðmundsson jarðfræðing, Steve Winter, ljósmyndara The Nat- ional Geographic, Jón Þór Víglunds- son frá Sjónvarpinu og Hauk Brynj- ólfsson, rafvirkja hjá Raunvísinda- stofnun, sem kannaði bilanir í skjálfta- mæli á Grímsfjalli. Ekki tókst í þess- ari tilraun að gera við mælinn. „í þessari ferð okkar tókst að mæla vatnshæð Grímsvatna, en við eigum eftir að reikna út hver hæðin er,“ sagði Magnús Tumi Guðmunds- son þegar rætt var við hann í Skafta- felli undir kvöld í gær, eftir að hafa lent með þyrlu Þyrluþjónustunnar á Vatnajökli. Meiri ís í gjánni en talið var Magnús Tumi sagði að tilgangur þyrlufararinnar hefði verið tvíþættur, að mæla vatnshæð Grímsvatna og að taka niður dýr tæki Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. „Síðan flugum við yfir Grímsvötnin og yfir gjána og lentum á gjárbarminum fyrir ofan gíginn. Það var mjög lærdómsríkt að fljúga svona lágt yfír gjána. Það sást að vatnsborð- ið hefur heldur lækkað í gjánni og þá kom á daginn að það er heldur meiri ís í gjánni en við töldum. Isinn nær dýpra og suðurhluti gjárinnar er bara ísbotn." I því sambandi sagði Magnús Tumi að einna athyglisverðast væri að gíg- urinn væri að miklu leyti hruninn. „Það var greinilegt að töluverður ís hefur verið í hliðum gígsins og nú er hann að bráðna og grefst í öskuna" i sagði Magnús Tumi. * Magnús Tumi sagði það líka athygl- isvert, að í sprungum í lægðum í Grímsvötnum, stæði nú gufa upp úr: sprungunum. „Þetta sýnir að mjögi grunnt er niður á vatn þar og í svona ■■ kulda gufar upp af vatninu. Hugsan-" lega er einhver hiti á vatninu í sprung- unum líka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.