Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ LHenn ■ á sameining- arbraut 47. ársþing Landssambands hestamannafé- laga var haldið í Stapa í Reykjanesbæ 25. * og 26. október þar sem sameining LH og Hestaíþróttasambands Islands í ein heildar- samtök hestamanna var meðal þeirra mála sem tekin voru fyrir. Valdimar Kristinsson sat þingið og greinir hér frá því helsta sem þar bar á góma. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson LOFT var lævi blandið þegar greidd voru atkvæði um hvort leggja skyldi niður starfsemi L.H. en tvær atkvæðagreiðslur þarf á tveimur þingum í röð til að slík aðgerð nái fram að ganga. HART var tekist á í umræðu um það hvort starfsemi LH skuli aflögð til að leggja grunninn að sameiningu við Hestaíþróttasambandið. I hita „ leiksins hótuðu stjómarmenn afsögn og aðrir úrsögn úr samtökunum ef samþykkt yrði að leggja samtökin niður. í umræðunni komu fram góð og gild rök á báða bóga um kosti og galla þess að sameinast og vera alfarið innan vébanda íþróttasam- bands íslands. Á valdi tilfinninganna Fyrir þinginu lá tillaga frá þeim þremur nefndarmönnum sem voru fulltrúar LH í hinni svokölluðu sam- einingamefnd um að leggja niður starfsemi samtakanna ásamt ítarlegri greinagerð og svo drög að lögum sameinaðra samtaka. Einnig lá fyrir tillaga stjómar um að mál þetta yrði rætt á fundum félaga í haust og vet- ur þar sem tekin yrði afstaða með eða móti sameiningu. Það er skemmst frá því að segja að mestur tími þings- ins fór í þessa umræðu og var oft býsna heitt í kolunum. Eftir allnokkra umræðu þegar hismið fór að greinast frá kjamanum kom vel í ljós að niður- lagning á starfsemi samtakanna kom mjög við kviku margra andstæðinga sameiningar. Mátti glöggt skynja að mótstaðan var fyrst og fremst tilfínn- ingalegs eðlis og rökin oft á tíðum spunnin þar í kring. Öllum má ljóst vera e^'r Þessa umræðu að tilfínning- ar eldri kynslóðar sér í lagi, gagnvart LH, rista djúpt og menn voru ekki tilbúnir að breyta þar örlítið um um- hverfí. Fram kom í máli margra and- stæðinga sameiningar að hér væri komin af stað þróun sem ekki yrði stöðvuð. Eigi að síður væru þeir ekki tilbúnir að taka skrefíð á þinginu. Sameining fjárhags- og félagsleg hagsbót Málflutningur sameiningarsinna snerist meira um málefnið sjálft og var bent á að niðurlagningartillagan sem fór mjög fyrir brjóstið á and- stæðingunum, væri eingöngu nauð- synleg tæknileg aðgerð í sameining- 'jd arferlinu. Töldu sameiningarmenn flest rök hníga að því að sameining væri til mikilla hagsbóta fyrir hesta- menn bæði frá fjárhagslegum og félagslegum sjónarhóli séð. Athygl- isvert var að í málflutningi ýmissa andstæðinga var bent á að lítil skyn- semi væri að fara undir væng íþróttasamtakanna þar sem hver höndin væri uppi á móti annarri og deilt um hvort sameina eigi ÍSÍ og Ólympíunefnd íslands. Daginn eftir gerist það svo á þingi ÍSI að tekið er af skarið um sameiningu þessara aðila. Áfram unnið að sameiningu í allsheijamefnd var gerð beyting á tillögu stjórnarinnar þar sem hnykkt var á um að vinnu við samein- ingu skuli fram haldið á grundvelli tillagna nefndarinnar að lögum sam- einaðra samtaka og skipaðir þrír menn í sameiginlega nefnd með HÍS sem fara skuli með málið. Sagði ennfremur að niðurstöður skuli liggja fyrir eigi síðar en 1. maí nk. Nefndin lagði til að þessir þrír menn skyldu kosnir á þinginu og sprattu upp miklar deilur um þetta atriði og töldu nokkrir að hér væri um alvarlegt vantraust á stjórnina að ræða. Endirinn varð sá að þessu var breytt á þann veg að stjórnin skyldi skipa þessa menn og þannig var tillagan samþykkt með nánast öllum greiddum atkvæðum. Kosning í nefnd gaf góða raun Athyglisvert er í þessu sambandi að á síðasta þingi voru þrír fulltrúar LH í sameiningamefndina kosnir af þinginu. Skemmst er frá þvi að segja að aldrei fyrr hefur nefnd á vegum LH unnið af slíkum krafti sem þessi nefnd gerði, svo ekki er með réttu hægt að segja að aðferðin hafi gefíð slæma raun. Það má svo fljóta með að einn ræðumanna nú taldi að í fyrra hefði verið farið á bak við stjómina því þeir hefðu verið í-kaffi þegar samþykkt var á þinginu í Garðabæ að þingið skyldi kjósa í nefndina. Mikil spenna ríkti við atkvæða- greiðslu um niðurlagningartillöguna þar sem þurfti 73 greiddra atkvæða til að hún næði fram að ganga. Fram kom tillaga um að viðhöfð yrði leyni- leg atkvæðagreiðsla og önnur um nafnakall en báðar vora felldar. Lyktir urðu þær að meðmæltir niður- lagningu vora 58 en 49 voru á móti. Vantaði 14 atkvæði upp á að tillagan yrði samþykkt en Ijóst þótti að marg- ir sameiningarsinnar hefðu greitt atkvæði á móti. Otvíræð skilaboð um sameiningu Ekki virtist ágreiningur eftir á um hver væra skilaboð þingsins og því KVENMAÐUR er nú loksins kominn inn á stjómarheimihð hjá LH og þótti mörgum tími til kominn. Stjómina skipa annars sem hér segir, aftari röð frá vinstri Jón Bergsson, Halldór Gunnarsson, Sig- bjöm Bjömsson og Sigurgeir Bárðarson, í fremri röð Sigríður Sig- þórsdóttir, Birgir Siguijónsson og Guðbrandur Kjartansson. MIKIÐ mæddi á þeim sameiningarnefndarmönnum Sveinbirni Sveinbjörnssyni, Sigurði Magnússyni og Haraldi Þórarinssyni. Þurftu þeir að einbeita sér að glósunum meðan á umræðu um sameiningarmálin stóð sem hæst. Nýkjörinn formaður LH, Birgir Sigurjónsson Skilaboðin að halda áfram sameiningu „NIÐURSTAÐAN á afgreiðslu samein- ingartillagnanna var málamiðlun og þannig hlaut það að fara,“ sagði nýkjör- inn formaður LH, Birgir Siguijónsson, í lok þingsins í sam- tali við Morgunblað- ið. „Ef tillagán um að leggja niður sam- tökin hefði náð fram að ganga er hætt við að tvær fylkingar hefðu myndast inn- an hreyfingarinnar og ekki gott að segja hvernig mál hefðu þróast í framhaldi af því. Persónulega hefði ég viljað fá þá til- lögu samþykkta því sú niðurstaða hefði flýtt fyrir að end- anleg niðurstaða af eða á hefði fengist um sameiningu. En fyrst ekki náðust sættir um slíkt var þetta næstbesti kost- urinn,“ sagði Birgir ennfremur. Um framhaldið sagðist hann gera ráð fyrir að unnið verði áfram að sam- einingu í samræmi við samþykkt þingsins á þing- skjali 14. Málið verður sent út Birgir Sigurjónsson. í félögin þar sem leitað verður álits hins almenna félagsmanns en það hafi vantað inn í umræð- una. Sagði Birgir auðveldara fyrir þingfulltrúa á næsta þingi að taka ákveðna afstöðu þegar fyrir liggi skýr fyrirmæli frá félögunum. Taldi Birgir að héðan í frá tæki minnst tvö ár að sameina LH og HÍS. Hann túlkaði skila- boð þingsins á þá leið að meiri- hluti væri fyrir sameiningu og myndi hann vinna í þeim anda. Hann kvaðst vel sáttur við um- ræðuna um sameiningarmálið. „Hér var verið að fjalla um afar viðkvæmt málefni og menn voru að mestu málefnalegir í ræðu- stól,“ sagði Birgir að endingu. má ljóst vera að fyrir dyrum stendur að LH og HÍS sameinist svo fremi sem ekki kemur eitthvað óvænt upp í umræðunni. Spumingin virðist fyrst og fremst sú um hversu langan tíma það tekur. Þinghaldið að þessu sinni var í ýmsu frábrugðið öðram þingum. Til- lögur voru óvenju fáar og urðu sum- ar nefndir að búa til tillögur sem voru ágætar en ekki stórmerkilegar. Hvað kynbótanefndinni viðkemur er af sem áður var. Þar var áður fyrr að öllu jöfnu fjörlegust umræðan og oft hart tekist á. Nú var þetta eins og skemmtilegur saumaklúbbur sem lagði til vel viðeigandi þakkir til Þor- kels Bjarnasonar fyrrverandi hrossa- ræktarráðunautar fyrir vel unnin störf og hinu að gætt sé að vinnuá- lagi á kynbótadómara. Jafnframt bent á að óheppilegt sé að byggingar- dæma hross á sama stað og þau eru sýnd í reið. Sem sagt kynbótanefnd í frekar mjúkum málum, öfugt við það sem áður var. Af öðram samþykktum má nefna að nú mun leyfilegt að nota leður- botna í keppni en hóflengd verður takmörkuð við 100 millimetra. Á stórmótum verður rifið undan einum í hesti A og B-flokki samkvæmt út- drætti, og rifið undan til að kanna hvort blý leynist undir botni eða í skeifu. Þá leggur þingið til að efnt verði til fundar um breytingar á móta- haldi. Breytingar á skilyrðum til að menn öðlist landsdómararéttindi voru samþykktar. Þá voru sam- þykktar ýmsar venjubundnar brýn- ingar til hestamanna og annarra, t.d. Vegagerðarinnar, um ýmis mál- efni eins ogs reiðvegagerð og fleira í þeim dúr. Kona inn í karlaveldið Nokkrar breytingar urðu á stjórn samtakanna og ber þar hæst að kjör- inn var nýr formaður, Birgir Sigur- jónsson, Sörla. í kjöri hans felast einnig skilaboð um sameiningarvilja því hann lýsti því yfir svo ekki færi neinn í grafgötur um skoðanir hans að hann væri eindreginn sameining- arsinni og myndi vinna ákveðið að þeim málum. Var hann kjörinn með meginþorra atkvæða. Aðrir í stjóm era Guðbrandur KjartanssOn Fáki, varaformaður, Sigurgeir Bárðarson Geysi, gjaldkeri, Halldór Gunnarsson Létti, Jón Bergsson Freyfaxa, Sig- björn Björnsson Faxa, og Sigríður Sigþórsdóttir sem kemur ný inn og er hún fyrsta konan í stjórn í langan tíma. Konur hafa alltaf átt erfítt uppdráttar innan LH og má með sanni segja að þar hafi ríkt fullkom- ið karlaveldi. 1 varastjórn vora kjörn- ir Marteinn Valdimarsson Glað, Birg- ir R. Gunnarsson Fáki, Haraldur Þórarinsson Sleipni, Sigfús Helgason Létti, og Sigurður Ragnarsson And- vara. Nýkjörinn formaður tilkynnti að næsta þing yrði haldið á Egilsstöðum að ári og sleit að því búnu sam- komunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.