Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 35
uwoM MORGUNBLAÐIÐ 3ð6t aSBÖTMO .62 . ¦ U~ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 35 MINNINGAR KORNELIA JÓHANNSDÓTTIR + Kornelía Jó- hannsdóttir var fædd í Ólafsfirði 1. júní 1907. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 18. októ- ber síðastliðinn 89 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1882, d. 1965, og Jóhann Ólafsson, f. 1883, d. 1969. Kornelía giftist 1931 Angantý Ein- arssyni, f. 1906, d. 1974. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Sigríður, f. 1932, d. 1983, sem gift var Jóni Kjart- anssyni, f. 1930 og eignuðust þau sex börn. 2) Þórunn Ólafs- dóttir, f. 1933, sem tekin var í fóstur. Hún er gift Jóni K. Björnssyni, f. 1928, og eiga þau sex börn. 3) Björgvin, f. 1935, d. 1990, sem eignaðist tvð börn. 4) Ragnheiður Ólðf, f. 1937, sem er gift Sævari Einarssyni, f. 1937, og eiga þau þrjú börn. Nú hefur hún amma mín lokið sínum hérvistardögum. Eftir stranga sjúkralegu kvaddi hún þennan heim, að vísu þjáð og þorr- in þrótti, en sátt við lífshlaup sitt. Lífshlaup sem þó hafði ekki verið neinn dans á rósum. Þegar amma fæddist á fyrsta áratug aldarinnar, biðu hennar þau örlög að vera sett í fóstur til vanda- lausra. Sigríður, móðir hennar, var veik af taugaveikinni og þurfti að koma vikugömlu stúlkubarninu fyr- ir á bæ frammi í sveit í Ólafsfirði. Þetta hefur vafalaust verið hugsað sem bráðabirgðaráðstöfun, en hlut- irnir æxluðust þó þannig, að amma bjó aldrei í föðurhúsum, heldur var hjá ýmsum vandalausum fram á fullorðinsár. Það hefur vafalaust verið erfið ákvörðun fyrir foreldra hennar, þau Sigríði og Jóhann, að senda dóttur sína frá sér og líkast til enn erfiðara að geta ekki tekið hana til sín aftur. En til þessa úr- ræðis máttu margar alþýðufjöl- skyldur grípa áður fyrr. Amma minntist þess síðar á ævinni, hversu sárt þetta tók hana sjálfa og hversu erfitt hún átti með að skilja þetta hlutskipti sitt. Þótt sjaldnast sætti hún harðræði í þessum vistum sín- um í æsku, var kosturinn oft naum- ur og vinnuharkan gjarnan mikil. Enda lenti hún stundum á fátækum heimilum sem tóku til sín „niður- setninginn" til að drýgja tekjurnar. Þegar amma var orðin tvítug fór hún að ráða sig til ýmissa starfa, sem vinnukona á heimilum heldra fólks, sem kaupakona til sveita og sem línustúlka á Siglufírði og í Ólafsfírði. Árið 1931 var hún í vist hjá gullsmiðshjónunum í Vest- mannaeyjum og kynntist ungum Svarfdælingi, sem var þar til sjós. Þau felldu hugi saman og giftu sig 12. september 1931. Þetta var hann Angantýr afi minn. Fyrstu þrjú hjú- skaparárin bjuggu þau í Eyjum, en fluttust þá til Siglufjarðar. Þar áttu þau heimili í rúm 20 ár og fluttu þá aftur til Eyja. Afi var mest á sjó, ýmist fyrir norðan eða sunnan land og amma sá um heimilið, auk þess að vinna úti. Þetta hafa verið erfið ár, lífsbaráttan hörð og fá- tæktin mikil. Sagan endurtekur sig og það urðu örlög afa og ömmu að þurfa að senda frá sér næstelstu dóttur sína, Þórunni. En sá var munur á, að hún var ættleidd af þeim sæmdarhjónum Ólafi Sigurðs- syni og Ragnheiði Konráðsdóttur á Hellulandi í Skagafirði og tók hún þar við búi af fósturforeldrum sín- um. Amma minntist þeirra hjóna ævinlega með þakklæti. Amma og afí voru alla tíð fátækt fólk og þótt hagur þeirra vænkaðist nokkuð eftir seinna stríð, áttu þau 5) Matthías Einar, f. 1939, d. 1981, sem átti einn son. 6) Jó- hann, f. 1940, sem er kvæntur Hall- dóru Sumarliða- dóttur og eiga þau tvö börn. Hann á auk þess fjðgur börn af fyrri hjóna- böndum. 7) Aðal- heiður Margrét, f. 1943, sem er gift Bjarna Vilhjálms- syni, f. 1936, þau eiga eina dóttur og hún auk þess fjögur börn. Þau Kornelía og Angantýr bjuggu með bðrnum sínum á Siglufirði, í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Hún var hús- móðir en vann jafnframt utan heimilis, einkum í fiskvinnslu og við ýmis þjónustustörf. Síð- ustu árin bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík. Útfðr Kornelíu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. aldrei þakið yfir höfðum sér, heldur þurftu að leigja sér húsnæði alla tíð utan einu sinni, þegar hún amma keypti „Ásgeirsbraggann" á Siglu- fírði. Söguna af þessum fasteigna- kaupum heyrði ég ömmu segja oft. Þar sem mér fínnst hún lýsa vel áræði og þrautseigju ðmmu, endur- segi ég hana hér: Þetta mun hafa verið árið 1951. Afi var á þessum tíma á saltfiski við Grænland og amma vár með börnin í lélegu hús- , næði, þar sem vatn flæddi iðulega inn í votviðri. Eftir að hafa eytt aðfangadagskvöldi með börnin í vatnsaga á gólfum og kulda í þokkabót, þar sem eldurinn dó í stónni, greip amma til sinna ráða. Eftir að hafa farið bónleið til eig- anda íbúðarinnar, sem taldi sig ekkert geta fyrir hana gert, gekk hún á fund forstjóra Síldarverk- smiðjunnar og faíaðist eftir her- mannabragga sem breytt hafði ver- ið í íbúðarhúsnæði. Forstjórinn tók því fálega í fyrstu. Benti á að amma væri gift kona og gæti ekki keypt fasteign, án hans samþykkis. En amma sá við þessu og lagði til að Björgvin, elsti sonur sinn, yrði skráður eigandi braggans. Þetta samþykkti forstjórinn og amma flutti inn með börnin sín. Ég kynntist afa og ömmu þegar þau fluttu til Vestmannaeyja öðru sinni, þegar ég var fímm eða sex ára. Móðir mín hafði þá búið í Eyj- um ásamt föður mínum í sjö ár, en yngri systkini hennar bjuggu enn í foreldrahúsum. Það er óhætt að segja að þessir ættingjar sem við Kjartan bróðir „eignuðumst" þetta haust hafí breytt miklu í lífi okkar. Heimilisbragurinn var með ððrum hætti en ég átti að venjast. Gesta- gangur var mikill og amma var ein- lægt að uppvarta fólk með mat eða kaffí og meðlæti. Hún var ör og kvik, gerði öllverk með hraði, eins og hún væri alltaf að flýta sér. Reyndar hljóp hún alltaf við fót. Aldrei sat hún til borðs eða skammtaði sér á disk, heldur borð- aði afgangana af diskum barnanna. Það var eiginlega ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn og fór að bjóða ömmu og afa í mat sjálfur að ég sá hana sitja til borðs. Ymis orð sem hún notaði ollu mér heilabrotum: Þegar fólk sagði ósatt, hét það skreytni og rifrildi hétu stælur. Eg á einhvern tíma að hafa spurt hana móður mína hvort hún amma væri útlensk. „Af hverju heldurðu það?" spurði móðir mín. „Hún segir svo skrýtin orð." Best gæti ég trúað að hún amma hafí verið það sem nú til dags er kallað „erfíð í sam- skiptum". Hún hafði sínar skoðanir á flestum hlutum og sagði þær yfir- leitt umbúðalaust. Þá var það nán- ast óvinnandi vegur af fá hana ofan af skoðunum sínum og oft urðu harðar „stælur" við eldhúsborðið. Þessi staðfesta og baráttuandi höfðu gefíst henni vel í harðri lífs- baráttu. Afí var líkur ömmu að því leyti að hann var mikill dugnaðarforkur til vinnu, en hæglátur var hann í daglegum samskiptum og sagði yfírleitt fátt. Ég sé afa fyrir mér á þessum árum, að koma heim úr vinnu hokinn og beinaberan með tignarlegt nef, með kaffibrúsa og bitabox í neti, í dökkblárri duggara- peysu og snjáðum vinnubuxum og með sixpensara á höfði. Þegar talað er um vinnulúnar hendur, detta mér í hug hendurnar hans Angantýs afa. Síðustu árin sem amma og afí bjuggu í Eyjum var afi starfsmaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og sá um rekstur Alþýðuhússins. Gerði hann hvort tveggja af mikilli sam- viskusemi og myndarskap og við síðar talda verkefnið naut hann dyggrar aðstoðar ömmu. Amma og afí fluttust síðan til Reykjavíkur um 1965. Ári síðar hélt ég til höfuðstaðarins til náms og var fyrsta veturinn í fæði og húsnæði hjá þeim í Bergstaðastræt- inu. Á þessum tíma kynntist ég þeim upp á nýtt. Afí vann í Ölgerð- inni og amma var dagmamma. Ammavar alltaf að gefa mér að borða og afí kom heim með hvítöl á stórum plastbrúsum. Iðulega sát- um við við eldhúsborðið og við amma rökræddum trúmál og póli- tík, meðan afí hlustaði þolinmóður á okkur. Eða þá að móðurbræður mínir komu í heimsókn og við horfð- um ásamt afa á nokkurra mánaða gamlar upptökur frá heimsmeist- arakeppninni í Englandi. Amma hins vegar bar í okkur veitingar. Við þessi tækifæri fannst okkur best að fá marineraða síld og hvitöl frá Ölgerðinni. - Já, þetta var góð- ur tími. Ég fitnaði að vísu heil ósköp. En lærði að borða síld og eignaðist vináttu afa og ömmu. Námsárin mín í Reykjavík var ég tíður gestur hjá afa og ömmu, þó ég byggi ekki hjá þeim nema einn vetur. En eftir tuttugu góð ár, fór aftur að syrta í álinn. Matthías sonur þeir veiktist alvarlegum sjúk- dómi sem hann stríddi við í nokkur ár. Þetta voru erfíðir tímar, en með eigin dugnaði og góðri hjálp for- eldra sinna tókst honum að vinna bug á veikindum sínum. Um svipað leyti fór heilsu afa að hraka mjög og varð hann brátt óvinnufær. Þessi ár voru ömmu erfíð, en aldrei heyrð- ist hún kvarta. Afí lést 1. mars 1974, 67 ára að aldri. Ekki var síð- ur þungbært fyrir ömmu að sjá á eftir þremur börnum sínum í blóma lífsins: Matthías lést í Noregi 1981 42 ára að aldri, Sigríður, móðir mín, lést á sjúkrahúsi í London 1983, 51 árs, og Björgvin lést 1990, 55 ára gamall. Þótt ástvinamissir- inn væri afar þungbær, missti hún amma mín aldrei trúna á lífið og styrktist við hverja raun. Á þessum árum kynntist hún ágætis manni, Sigurbirni Árnasyni, vélstjóra hjá Eimskip. Þau bjuggu saman frá 1976 og voru hvort öðru góður félagsskapur og styrkur. Hann lést 1986 og enn þurfti amma að kveðja ástvin. Amma mat alltaf mikils ræktarsemi barna hans og tengdabarna við sig. Eftir lát Sigur- björns flutti amma á Hrafnistu í Reykjavík. í fyrstu undi hún vist- inni illa, var oft veik og fannst langt á milli heimsókna. Sannast sagna hélt ég þá, að hún amma mín ætti ekki langt eftir, lífsþrótturinn virt- ist þorrinn. En sem betur fer hafði ég á röngu að standa. Enn á ný reis hún upp, lagaði sig að aðstæð- unum og fann lífi sínu farveg. Enn á ný kom þessi kona mér á óvart og ég fékk að kynnast á henni nýrri hlið. - Hún var að vísu hætt að hlaupa við fót og hún var hætt að halda stórar veislur. En hún hafði öðlast jákvæða lífssýn og æðru- leysi. Hún fylgdist með afkomend- um sínum sem eru tæplega 100. Hún fylgdist með því sem efst var á baugi í þjóðlífínu. Marga stundina áttum við saman, á heimili mínu, í litla herberginu hennar á Hrafnistu eða þá í símanum. Það er kannski skrýtið, en þó ég hafi verið fulltíða maður þegar ég missti móður mína, gekk hún amma mín mér í móður- stað og börnum mínum og barna- börnum í ömmustað. Þessi síðustu ár var hún þeim svo einstaklega góð og þau syrgja hana sárt. - Sjálfur er ég henni þakklátur fyrir allt sem hún kenndi mér um lífíð. Ekki svo að skilja að hún hafi hald- ið yfír mér langa fyrirlestra. Nei, það sem hún kenndi mér, kenndi hún mér með því að vera sú sem hún var. Hún kenndi mér um el- lina, um að sættast við lífíð, um að gefast ekki upp fyrir andstreym- inu. En þakklátastur er ég þó fyrir hve síðasta sumarið sem hún Iifði var henni viðburðaríkt og gleðilegt. Heimsókn hennar til Aðalheiðar dóttur sinnar á Siglufírði og ferðin til Vestmannaeyja á niðjamót for- eldra hennar, voru henni miklir gleðigjafar sem hún þreyttist aldrei á að rifja upp. En nú er hún ðll þessi lágvaxna kona með stóra hjartað og kjarkinn óbilandi. Hún háði sitt síðasta stríð á Landspítalanum í Reykjavík. Við hlið hennar stóðu börnin hennar þrjú, Ragnheiður Ólöf, Jóhann og Aðalheiður, og veittu henni styrk og hlýju allt til enda. Þau þakka læknum og öðru starfsfólki á deild 13D á Landspítalanum natni og umhyggju við umönnun ömmu og hjálpsemi við aðstandendur. Einar Gylfi Jónsson. Nú þegar Kornelía er látin langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Ein af mínum fyrstu bernskuminningum er Korna. Við mamma komum til hennar að kveldi til. Hver ástæðan fyrir þessum komutima var er ég búin að gleyma en ég fór að sofa við hliðina á Sissí, elstu dóttur þeirra hjóna, jafnöldru minni og æskuvinkonu. Eftir þetta áttum við mamma, sem alltaf vorum einar, athvarf hjá þeim hjónum. Það var alltaf pláss í einhverju rúmi og aldr- ei hörgull á aukabita og við Sissí urðum samferða eins og systur. Þó að börnunum hjá þeim hjónum fjölgaði komst ég alltaf fyrir og yfír mig gekk allt það sama og hin riiiiiiULXJU Erfidrykkjur P E R L A N Simi 562 0200 rVfiiiiiiu^ börnin: Ástúð, matur, hirting og hreinlæti og þó að við mamma fær- um burt vegna atvinnu hennar hafði ekkert breyst hjá Kornu þegar við komum til baka nema kannski hafði barn bæst í hópinn. Og árin liðu. Við Sissí vorum elst- ^ ar og á stúkufundum þurftum við að bera ábyrgð á óþægðinni í þeim litlu. Og enn liðu árin. Við urðum ungar stúlkur og lentum oft í mikl- um vandræðum við að losna við Bjögga eða Matta sem báðir eru látnir. En á æskuárunum eltu þeir okkur, njósnuðu og blöðruðu síðan í mömmu eða Kornu ef við gátum svindlað okkur inn á bannaðar bíó- myndir eða fengið hjálp við söltunina frá einhverjum sætum sjóara sem settist á bryggjusporð Siglufjarðar á þessum uppgangsárum. Þótt oft ?* hafí verið örðugt að komast undan árvökulU augnaráði þeirra mömmu og Kornu þá er æskan glúrin. Unglingsár okkar Sissíar fléttuð- ust saman við síldarævintýri Siglu- fjarðar og ég veit að allt fram á síðustu stundu fylgdi augnaráð Kornu og umhyggja mér en vinátta þeirra mömmu hefur staðið óhagg- anleg í yfir 60 ár. Þó að ferðunum fækkaði hlýtur sá þráður að hafa verið sterkur sem tengdi þessar æskuvinkonur, því hefði Korna lifað hefði hún orðið 90 ára nsæta sumar og mamma er 87. Þó að Korna ætti öll þessi ár að baki og alla þá sorg, að sjá á _ eftir bæði Ángantý og börnunum 'W þremur þá var hún eins fram á síðustu stundu, glaðvær og gaman- söm, og síðast núna fyrir nokkrum dögum, þá orðin fársjúk, gerðu þær vinkonur grín að gömlum minning- um og Korna kímdi til mín og spurði glettin hvort ég væri gróin þeirra sára sem ég hlaut er hún tuktaði mig í æsku. Korna, ég þakka öll þau skipti sem þú tókst á móti mér, ég þakka fyrir okkur mömmu og fyrir það athvarf seni, við áttum hjá þér. .^1 Ragnheiður. Crfisdrykkjur VciHngohú/ié GAPt-inn Sími 555-4477 Safnaðarheimili Háteigskirkju SitfflÉ: 5§$ nm ^ VANDAÐIR HANDUNNIR LEGSTEINAR SJslensÁ hönnun VERÐ FRÁKR. 19.900 AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18. Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin Kópavogi. Sími: 564 3555 Islenskur elniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismérki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. ~^ Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BÍS.HELGAS0NHF ISTEINSMI9JA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.