Morgunblaðið - 29.10.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.10.1996, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Geir Gíslason var fæddur í Reykjavík 26. októ- ber 1926. Hann lést í Landspítalanum 20. október síðast- Iiðinn. Foreldrar Geirs voru Gísli Guðmundsson, f. í Haukadal í Þing- eyrarhreppi 5. jan- - óar 1888, d. 14. maí 1980, og Sigríður Jóhannsdóttir, f. í Reykjavík 30. októ- ber 1891, d. 10. ágúst 1981. Systk- ini hans eru Guðmundur, f. 1. janúar 1920, Gunnar, f. 14. júlí 1922, Gyða, f. 2. apríl 1924, og Jóhann, f. 15. mars 1928. Geir kvæntist Guðrúnu Þor- leifsdóttur, f. í Barða- strandarsýslu 3. ágúst 1925, d. 29. desember 1992. Foreldr- ar Guðrúnar voru Þorleifur Eggertsson, f. í Reykhóla- hreppi 15. september 1878, d. 3. maí 1964, og kona hans, "*** Fyrsta minningin um Geir frænda minn er frá því að ég sat í stiganum á Bárugötu og beið þess að hann kæmi heim úr vinn- unni. Við félagamir fórum þá gjarnan saman upp á háaloft og rökuðum okkur og fengum okkur síðan rakspíra. Ilmandi fór ég síðan um húsið svo aðrir úr stórfjölskyld- unni gætu dáðst að góðu lyktinni. Geir var á þeim árum við skipa- smíðanám í Daníelsslipp, en áður djafði hann starfað hjá Slippfélag- níu í Reykjavík. Ég minnist þess hve hraustur hann var. Stundum þegar ég stalst niður að Slipp var hann úti í hörkufrosti á skyrtunni einni að vinna. Áður hafði hann verið hjálmkafari og unnið við að leggja dráttarbrautina fyrir skipin, en í það starf völdust aðeins hraustmenni. Á Bámgötu 29 bjuggu saman á þessum tíma Gísli afi, lóðs, amma Sigríður og fimm börn þeirra og makar og börn þeirra sem vora í hjúskap. Þau vora auk Geirs, for- eldrar mínir og ég, Gunnar og hans kona, Björg, og Hemmi, son- ur þeirra, Gyða frænka og Carlton, ^^jjennar maður, og Jóhann laga- nemi. Það var því oft líf og fjör á Kristín H. Gísla- dóttir, f. 2. mars 1886, d. 10. maí 1969. Börn Geirs og Guðrúnar eru: 1. Kristín, f. 21. júní 1951, gift Steindóri Gunnars- syni, f. 12. apríl 1945. Þeirra börn eru Guðrún Dóra, f. 6 september 1982, og Geir, f. 11. júní 1984. 2. Þor- leifur, f. 31. októ- ber 1953. 3. Þóra, f. 14. október 1958. Hennar maður er Haraldur Harvey, f. 6. júní 1947. Börn þeirra eru Magnús, f. 3. júní 1989, og Karítas, f. 15. maí 1991. Geir starfaði mestan hluta starfsævi sinnar hjá Slippfé- laginu í Reykjavík en síðustu árin hjá Veðurstofu Islands. Útför Geirs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst athöfnin klukkan 15. Bárugötunni. Geir frændi var fyrir ungan dreng ímynd karlmenns- kunnar og um leið einstakt ljúf- menni og góður vinur. Á þessum áram var lagður grunnur að vin- áttu sem entist alla tíð. Árin liðu og fuglarnir flugu af Báragötunni einn af öðrum. Geir kvæntist Gullý, en hann bjó þar lengst systkinanna ásamt afa og ömmu og rak trésmíðaverkstæði í bílskúrnum. Hann var bæði skipa- smiður og trésmiður. Hagur var hann mjög og mikil ánægja var að sjá hann vinna. Verkfærin Iéku í höndum hans og smíði hans var í senn gerð af hagleik og traust mjög. Geir var einstaklega greið- vikinn og þær voru ófáar stundirn- ar sem fóru í að aðstoða aðra í fjölskyldunni. Geir var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Hann og kona hans, Gullý, voru afar samrýnd og milli foreldra og bama var traust vin- átta og kærleikur. Þau ferðuðust mikið um landið einkum á heima- slóðir Gullýjar, Breiðafjarðareyjar. Þar var ótæmandi uppspretta dúns í sængur fjölskyldu og vina. Það er oft sagt að við fráfall maka séu menn vart hálfir eftir MINNINGAR og að skammt geti orðið á milli. Þannig varð með Geir. Eftir lát Gullýjar bjó hann áfram á heimili sínu en átti traust athvarf hjá Kristínu, dóttur sinni, og Stein- dóri, manni hennar. Hjá þeim ætl- aði hann að eyða sínu ævikvöldi. Síðustu æviárin vann hann á Veð- urstofu íslands við smíðar og við- hald og var hann þar hvers manns hugljúfi. Kær vinur og frændi hefur nú kvatt. Þakklæti og söknuður fylgir honum. Blessuð sé minnning hans. Gísli. Áratuga vináttu lýkur. Þar gríp- ur sá inn í, sem valdið hefur. Geir Gíslason veiktist snemma í júlí og hann andaðist 20. októ- ber. Þetta varð ekki mjög langt og það er sennilega gott, þegar að lokum dregur. Hann hefði orðið sjötíu ára 26. október, svo haon vantaði aðeins sex daga í þann merka áfanga. Fáum mun hafa hugkvæmst, að svo stutt yrði milli þeirra hjóna, en konan hans, Guðrún Þorleifs- dóttir, lést snögglega að kvöldi 29. desember 1992. Það var mikið áfall fyrir Geir, en hann komst yfir það með sóma. Hann var alltaf nokkuð heilsu- góður, kvartaði aldrei, enda hæg- látur og dagfarsprúður með ein- dæmum og sérlega vel liðinn af samstarfsfólki. Geir er farinn í ferðina miklu, við hin stöndum á ströndinni. Megi blessun fylgja afkomend- um þeirra hjóna. Samúð og virðing frá mínu fólki með einlægri þökk. Kjartan T. Ólafsson. Ég hrökk við í byijun ársins þegar mér varð ljóst að völundur Veðurstofunnar yrði sjötugur á árinu og því yrði þetta síðasta starfsár. hans á stofnuninni. Svo ungur í anda og útliti fannst mér eiginlega fráleitt að hann færi að setjast í helgan stein. Hann, nán- ast unglingur! Auðvitað var það eigingirni mín fyrir hönd Veður- stofunnar, því ég vissi að skarð yrði fyrir skildi og vandfundinn jafn framúrskarandi maður og verkmaður. Lítillæti, ljúfmennska, lipurð og lagni eru þau orð sem mér dettur fyrst í hug nú þegar horfast verð- ur í augu við þá staðreynd, að Geir er allur aðeins nokkrum dög- um áður en hann hafði reiknað með að láta af störfum. Geir hefði orðið sjötugur 26. þessa mánaðar GEIR GÍSLASON SALOME VETURLIÐADÓTTIR 4- Salóme Vetur- ■ liðadóttir var fædd á Blámýrum i Ögurhreppi í Norður-ísafjarð- arsýslu 20. sept- ember 1911. Hún lést á St. Jósefssp- ^ítala í Hafnarfirði 17. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Vet- urliði Ásgeirsson bóndi og sjómað- ur, ættaður af Vestfjörðum, og Guðrún Jónsdóttir frá Ósi í Steingrímsfirði. Salóme átti átta systkini. Þau eru: Siguijón, f. 2. október 1907, látinn: Valdimar, f. 21. júlí 1909, látinn; Sigríður, f. 25. nóvember 1912, látin; Ragnar, f. 22. mars 1914, lát- inn: Sigurvin, f. 4. september 1916, látinn; Guðbjörg Ág- ústa, f. 27. ágúst 1918, látin; Guðmundur, f. 23. apríl 1920, býr í Noregi; og Skarphéðinn, f. 30. nóvember 1922, býr í -Reykjavík. Salóme giftist 5. desember 1942 Ar- inbirni Guðmundi Guðnasyni, f. 26. desember 1906, d. 28. ágúst 1983. Hann var sonur hjónanna Bjarn- veigar Guðmunds- dóttur og Guðna Einarssonar. Salóme og Arin- björn hófu búskap sinn á Vestfjörðum árið 1931-1932 og bjuggu lengst af á Brunngötu 12, Isafirði. Þaðan fluttu þau árið 1974 til Hafnarfjarðar og var heimili þeirra þar alla tíð í Köldukinn 5. Salóme og Arin- björn eignuðust fimm börn og eru nú þijár dætur þeirra á lífi, Sigríður, Dóra og Bára. Barnabörnin eru fimmtán. Barnabarnabörnin eru þrjátíu og sex og eitt barnabarna- barn. Útför Salóme fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er hún elsku amma mín horf- in af þessari lífsins braut. Amma var alltaf ljúf og góð sem aldrei skipti skapi né hailmælti neinum. Gott var að alast upp í návist við ömmu og afa heima á ísafírði þar sem ættingjar voru margir og samheldni og samgangur mikill. Stutt var að labba að heiman frá Pólgötunni niður í Brunngötu til ömmu og fá eitthvað gott í gogg- inn og nýtti ég mér það óspart. Alltaf var til góðgæti í nammidoll- unni í skápnum og fékk maður þá einn mola og annan í nesti og svo var einnig í Köldukinninni. Minningarnar eru margar, amma mín, og þær ætla ég að geyma með mér. Síðustu mánuðir voru þér erfiðir í þeim miklu veik- indum sem þú áttir við að stríða. En ég veit að nú líður þér betur því afi og pabbi hafa tekið vel á móti þér í nýjum heimkynnum. Þakka þér fyrir allt, amma mín. Þín sonardóttir Edda. Nú ert þú farin, elsku amma, farin til afa og allra hinna sem þér þótti svo vænt um, en fóru á und- an þér. Við minnumst þín nú í örfáum orðum, því mikið orða- glamur var ekki að þínu skapi. Þú varst þessi hljóða, hæga og góða manneskja. Sagðir ekki mikið, en varst samt alltaf að. Aldrei sá en fyrr á þessu ári var ekki að sjá annað en þar færi maður sem ætti mikið eftir. En skjótt skipast veður í lofti og á hásumri þessa góðárs kenndi Geir þess sjúkdóms sem nú hefur lagt hann að velli. Og enginn má sköpum renna. Geir hóf störf á Veðurstofunni í apríl árið 1988. Strax kom í ljós, að með honum hafði stofnunin fengið afburða fagmann, afkastam- ikinn og vandvirkan sem ávallt tók vel öllum bónum manna og sérósk- um. Á erilsamri stofnun eins og Veðurstofan er og hefur verið, ekki síst nú síðustu árin, mæddi mikið á Geir. Trésmíðar vora honum sem leikur og skipti þá ekki máli hver hluturinn var. Samviskusemi hans var við brugðið og alveg undir það síðasta vissi ég, að hann hafði áhyggjur af því að hafa orðið að hverfa frá verki sem hann hafði ekki lokið við. Þannig var hugur hans til starfsins og stofnunarinnar. Það auðgar lífið að kynnast mönnum eins og Geir. Um leið og ég sendi aðstandendum hans sam- úðarkveðjur vil ég persónulega og fyrir hönd Veðurstofunnar þakka honum kynnin og samveruna. Verk hans á stofnuninni munu lengi sjást og halda á lofti smiðsmerki hans og minna á mannkostamann. Magnús Jónsson. Geir Gíslason hefði orðið sjötug- ur um þessar mundir. í stað sam- fagnaðar á tímamótum syrgja hann nú ættingjar og vinir að lok- inni baráttu við erfið veikindi um ársfjórðungsskeið. í stað tilhlökk- unar að loknu ævistarfi og skyldu- verkum á vinnustað, í stað minni anna með rýmri tíma fyrir sjálfan sig og-samvistir með börnum og bamabörnum, er allskyndilega komið að ævilokum. Fá ár era síð- an samstarfsfólk Geirs á Veður- stofu Islands, og gestir þeirra, nutu nærveru hans og Guðrúnar heitinnar Þorleifsdóttur á árshátíð stofnunarinnar. Glatt var á hjalla og margt skrafað á góðri stund. Minnumst við Jóhanna kona mín, borðnautar þeirra, ánægju- legrar kvöldstundar. Eru nú þau hjón bæði horfin á braut, með fárra ára millibili. Að leiðarlokum liggur mér á hjarta sem öðrum samstarfsmönn- um að þakka Geir góð kynni, bæði á vinnustað og í ótal skipti hartnær áratug, er litið var upp úr verki og safnast saman í matsal til að fá sér kaffi og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Fastasæti Geirs við hornborðið var eins konar aðalból maður þig sitja aðgerðalausa, þú varst svo myndarleg í höndum. Allur útsaumurinn og allar lopa- peysurnar fyrir utan hosur og vettlinga sem alltaf var að fínna í jólapökkunum frá þér, þá fyrst þegar við vorum börn og síðan til barna okkar. Hlýlegri gjafir er varla hægt að hugsa sér að fá. Það er skrýtið til þess að hugsa að í Köldukinn 5 þar sem við ólumst upp er allt í einu engin amma lengur. Amma uppi dó fyrir nokkrum árum og nú er amma niðri farin líka. Elsku amma, þú ert sjálfsagt hvíldinni fegin, veikindi þín voru eflaust erfið fyrir þig undir það síðasta, þó þú hafir ekki kvartað mikið. Vertu sæl og Drottinn varð- veiti þig. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gieddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Salóme, Emelía og Hulda Éinarsdætur. Það er eins og öll orð hverfi úr huga okkar þegar kemur að því að kveðja. Elsku amma, nú ert þú jafnvægis og ljúfmennsku og fárra orða, miðað við vaðalinn í okkur hinum. Geir þurfti ekki mörg orð til að segja skoðun sína og hafa sín uppörvandi áhrif kringum sig. Hann þurfti ekki heldur að dvelj- ast lengi við efnið eða endurtaka sig, var gjarnan staðinn upp á undan öðrum og genginn til vinnu sinnar á verkstæðinu eða annars staðar í byggingunni. Geir var skipasmiður að mennt, en á Veðurstofunni var hann áhalda- og tækjasmiður stofnunar- innar. Hann sá um margvíslegt viðhald og nýsmíði. Hann smíðaði t.d. fjölda mælahúsa fyrir veðurat- huganastöðvar víðs vegar um land, en mikil endurnýjun á þeim hefur átt sér stað seinni árin. Þá smíðaði hann traust og listilega löguð borð undir tölvur sem streymt hafa inn á Veðurstofuna í seinni tíð. Dáðust verkmenn sem klaufar að smíði Geirs, enda völundur að verki. Kunna aðrir en ég betur frá þessu að segja, en auk skylduverka sem unnin voru þannig af snilld og samviskusemi minnast nú margir greiðvikni Geirs og góðra ráða við lausn á verklegum vanda ýmiss konar. Þótt samstarfsmenn muni yfirleitt hafa reynt að gæta hófs, freistuðust menn í vanmætti sínum til að leita til listasmiðsins með smátt og stórt, jafnvel sumt að heiman sem reynst hafði erfitt viðureignar. Svo vill til að ég þekki mann, þýskan eðlisfræðing, sem var á sínum tíma viðriðinn hönnun á frægri rannsóknastofnun, Max Planck- stofnuninni í Stuttgart í Þýskalandi. Sagði hann mér að tvennt hefði verið ákveðið að hafa á jarðhæð hábyggingarinnar, þar sem yrði hátt til lofts og vítt til veggja með stórum gluggum, og blasa mundi við að utan — og við þeim sem inn kæmu: Annars vegar bókasafnið ög hins vegar verk- stæðin, mergur og bein rannsókna- stofnunar. Þótt Veðurstofubygg- ingin sjálf hafi að vísu langt í frá verið hönnuð í þessum anda verða störf Geirs á snyrtilegu verkstæði hans metin að verðleikum og í minnum höfð. Börnum Geirs og fjölskyldum þeirra er vottuð samúð í söknuði þeirra. Fyrir orð náins samstarfs- manns Geirs heitins og sameigin- legs vinar, Þóris Ólafssonar blikk- smiðs, varð þessi fátæklega kveðja samin. Þórir fylgdist með Geir í veikindunum undanfarna mánuði og fylgir síðasta spölinn. Blessuð sé minning Geirs Gíslasonar. Þór Jakobsson. komin til afa, sem hefur tekið vel á móti þér og leiðir þig áfram, eins og þið leiddust í ykkar bæjarferð- um hér áður. Þið voruð alltaf ótrú- lega samrýnd og gaman var að heimsækja ykkur. Þegar við kom- um um hádegisbil voruð þið alltaf saman í uppvaskinu. Svo kyssti afi þig alltaf rembingskoss og þakkaði fyrir matinn. Eftir að afi lést varst þú ótrúlega dugleg að halda áfram og varst sjaldan heima. Þú varst að spila, að dansa, í leikhúsi eða í ferðalögum. Við vorum farin að grínast með að það þyrfti að panta tíma hjá þér til að komast til þín í heimsókn. Elsku amma, það eru hlýjar minningar sem fylgja öllum lopa- peysunum sem þú töfraðir fram á skömmum tíma, svo ekki sé minnst á púðana, dúkana, ullarsokkana og vettlingana sem fylgdu með í jólapökkunum. Það var alltaf gam- an að gera eitthvað fyrir þig, þú varst alltaf svo þakklát og nægju- söm, sama hversu lítið það var. Svo ef maður sagði við þig: „Amma ef það er eitthvað hægt að gera fyrir þig þá hringdu," og þú sagð- ir alltaf: „Já, já, það stendur ekk- ert á því.“ Það er með söknuði og trega sem við nú kveðjum þig, en minningin um góða ömmu mun lifa. Kristín, Salbjörg, Guðný, Grétar, Gestur og Linda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.