Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 37 MINNINGAR i 1 « i 1 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 OLINA SIGRIÐUR BJÖRNSDÓTTIR + OHna Sigríður Bjðrnsdóttir var fædd á Siglu- firði 17. nóvember 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 21. október. síðastliðinn. For- eldrar Ólinu voru hjónin Konkordia Ingimarsdóttir, f. 14.6. 1905 á Ólafs- firði, og Björn Ól- sen Björnsson, f. 11.9. 1903 á Akur- eyri, Systkini Ólínu eru: Þóra, Erlend- ur, Margrét, Ágúst og Björn. Ólína giftist Hólmsteini Þór- arinssyni 8.4. 1950. Börn þeirra eru: 1) Jóninna, gift Grimi Laxdal og eiga þau þrjú börn. 2) Sig- urður, kvæntur Sigurlaugu Þ6r- hallsdóttur, eiga þau fjögur börn. 3) Díana, gift Viðari Konráðssyni, eiga þau fjögur börn. 4) Oddný, gift Mark- úsi Ingasyni og eru börn þeirra tvð. Útfðr Ólínu fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég var í fimmta bekk í MR þeg- ar ég kynntist núverandi eiginkonu minni á balli í Glaumbæ. Með okkur tókust strax góð kynni og mál þró- uðust þannig að ég ákvað að keyra kærustuna norður til Siglufjarðar, þá um vorið. Eftir töluvert bras náðum við norður og þá hitti ég Ólínu Björnsdóttur, sem varð síðan tengdamóðir mín. Eg man að mér þótti hún aðsóps- mikil, en móttökurnar voru einstak- ar. Hún hafði útbúið margrálaga tertu, sem var svo góð að annað eins hef ég aldrei smakkað. Ég gerði mér oft leið norður um sumar- ið og tók Ólína ætíð á móti mér með veislum og einstöku atlæti. Ólina var mjög ákveðin kona og gustaði af henni allan daginn við heimilisstörfin. Við rökræddum málefni líðandi stundar og eilífðar- málin og hafði hún ákveðna skoðun á öllum jnálum og lét ekki vaða yfir sig. Ég lærði brátt að meta lífs- speki og ákveðnar skoðanir hennar. Heimili okkar hjónanna var á höfuðborgarsvæðinu og því mikil fjarlægð norður á Sigló. Ólína fylgdist alla tíð vandlega með okkur og hikaði ekki við að nota tæknina og hringja eða koma í heimsókn. Ef eitthvað bjátaði á eða eitthvað stórt stóð til þá stóð ekki á Ólínu að koma suður og leggja okkur lið. Þegar maður horfir til baka þá fyll- ist maður þakklæti fyrir hjálpsemi hennar og þá alúð sem hún sýndi okkur. Ferðirnar til Siglufjarðar urðu margar og kærkomnar, því þar vorum við alltaf velkomin og það að fara til Sigló var eins og að fara í frí. Ólína reykti frá okkar fyrstu kynnum og er það trú mín að lungnaþemba og öndunarerfiðleikar eftir langvarandi reykingar, hafi eyðilagt heilsu hennar. Það krafta- verk gerðist þó að hún ákvað að hætta að reykja, þegar skaðsemi reykinganna varð ljós, en skaðinn var þegar skeður. Dró nú jafnt og þétt af heilsu Ólínu og þurfti hún að vera inni á sjúkrahúsi meir og meir, þar til hún varð að vera með súrefniskút. Allan tímann sem hún barðist við sjúkdóm sinn, var hún óþreytandi að spyrja tíðinda og fylgjast með okkur og börnum okkar. Hagur okkar skipti hana miklu máli. Ast hennar og umhyggja var takmarka- laus. Ég er mjög þakklátur að hafa hlotið þá gæfu að eiga Ólínu fyrir tengdamóður og vin. Blessuð sé minning hennar. Grímur Laxdal. Það er eins og öll orð hverfi úr huga mínum þegar kemur að því að kveðja. Það er á svona stundum sem við áttum okkur á því hversu stutt þetta líf er. Tíminn flýgur áfram og áður en við vitum af kem- ur að endalokum. Það er erfitt að hugsa til þess að nú sértu farin, elsku amma mín. Mér er það svo minnisstætt hve gaman mér þótti í æsku að heimsækja ykkur afa norður á Siglufjörð, enda voru mót- tökurnar ekki af verri endunum þegar litla ömmu- og afastelpan kom í heimsókn. Elsku amma, þú varst með þeim gáfuðustu konum sem ég hef kynnst á minni stuttu lífsleið, og þau voru ófá ráðin sem þú gafst mér. Alltaf frá því ég var lítil, og við löbbuðum í gegnum Strákagöng inn á Máná, varst þú að búa mann undir að takast á við hinar ýmsu ógnanir sem vilja oft verða á lífs- leiðinni. Alltaf lögðuð þið afi mikið upp úr því að við barnabörnin mynd- um ganga menntaveginn. Þótt að þú værir veik fylgdist þú alltaf vel með hvað við værum öll að gera og, síðast en ekki síst, fengum við alltaf að frétta hvað þú værir stolt af okkur, þegar eitthvað gekk á í okkar lífi. Amma, þú kenndir mér að maður uppsker eins og maður sáir,og mun óg ávallt hafa það að leiðarljósi. Berglind systir er núna úti í Frakk- landi og fékk því ekki tækifæri til að koma að kveðja þig. En með það í huga hversu stolt þú varst af henni að vera að fara til Frakklands í framhaldsnám verður söknuðurinn henni auðveldari. Elsku amma, við syrgjum þig öll sárt. En við megum ekki vera eigingjörn. Huggun okkar er sú að núna hefur þú það miklu betra og hefur fengið að sjá frels- ara þinn og ert sameinuð ástvinum þínum. Við vitum að við munum öll sameinast á ný, hinum megin við móðuna miklu og það gerir mér söknuðinn léttari. Hvíl þú í friði og þökk fyrir allt. Þín nafna, Ólína. Elsku amma. Mig langar að minnast þín með fáeinum orðum, því að á svona stundu kemst ég ekki hjá því að hugsa til þín. Þrátt fyrir að ég vissi að kallið gæti komið hvenær sem væri er það samt erfitt þegar það loks kemur. Bestu árum æsku minnar varði ég hjá þér og afa á Sigló og ég held að ég hafi ekki verið nema fjögurra eða fimm ára gömul, þegar ég heimtaði að fara ein norður. Alltaf var mér tekið opnum örm- um og oft óskaðiég að sumarið tæki aldrei enda. Ég minnist þess er ég og Steini frændi vorum alltaf hjá þér á sumrin og bjuggum til heilu borgirnar úr sandi fyrir utan húsið hjá þér, og það sem þú gast hlegið er sundlaugarferðirnar voru orðnar þrjár á dag, það var sko langbest að eiga ömmu og afa sem áttu heima beint á móti sundlaug- inni. Elsku amma, allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú með glæsibrag. Garðurinn þinn bar þess merki því hann var alltaf svo falleg- ur, fullur af allskonar blómum og plöntum og man ég þá sérstaklega eftir hádegisblómunum þínum en þau opnuðust alltaf er sól skein á þau. Handlagin varstu og þegar ég var lítil þá sendir þú mér ótal kjóla og voru þeir hver öðrum fallegri og vona ég nú að staðurinn sem þú ert nú komin á sé með stórum blómagarði svo þú getir dáðst að þeim á nýjan leik. Elsku amma, þakka þér fyrir allt saman, minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu að eilífu. Vertu sæl. Elsku afi, missir þinn er mestur og vona ég að Guð vaki yfir þér og gefi þér von um að þið munið hittast á ný. Kveðja, Konný Bjðrk Viðarsdóttir. EilMrykkjur 11 Glæsileg kaffi-hlaðborð, fallegir 1 salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIIIIR MM&tttKí iðfuuts SuðurlandsbrautlO 38 Reykjavík * Sími 5531099 Öpið öll kvöld til 'kl. 22 - cinnig um helgar. SkreyUngar fyvír öll tílefni. Gjafavörur. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir.amma og langamma, KRISTÍN LILY KJÆRNESTED, Þórufelli 20, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 26. október. Steingrímur Nikulásson, Annie K. Steingrímsdóttir, Margrét Lísa Steingrímsdóttir, Helgi Þorgils FriSjónsson, Nikulás Á. Steingrimsson, Friðfinnur Á. K. Steingrimsson, barnaböm og barnabarnabörn. + BJÖRN ÞÓRÐARSON frá Gilhaga, Blönduhlíð, Hörðudal, sem lést í Sjúkrahúsinu á Akranesi þriðjudaginn 22. október, verður jarð- sunginn frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði föstudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Aðstandendur hins látna. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR SIGURJÓNSSON, skipstjóri og fyrrverandi forseti Slysavarnafélags islands, Háholti16, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur sunnudaginn 27. októ- ber. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Brynja Einarsdóttir og Sigurjón Einarsson. nr + Móðurbróöir okkar, TÖMAS HÓLM VILHJÁLMSSON, Kirkjustrœti 2, Reykjavík, lést á öldrunardeild í Hátúni 10B 22. október. Jarðarförin hefur þegar farið fram. Sérstakar þakkir til starfsmanna Hjálpræðishersins í Reykjavík. Snorri Steinþórsson, Vilhjálmur Steinþórsson. + GUÐNIGUÐMUNOSSON bóndi íHellatúni, Asahreppi, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Valgeröur Gufimundsdóttir, Ingfbjörg Guðmundsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir. + r^ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpi, afi og langafi, KRISTJÁN HÓLMSTEINN HELGASON (LillifráBjargi), Njálsgötu 86, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 26. október sl. Guðrún Ó. H. Jóhannesdóttir, Matthildur Kristjánsdóttir, William E. Calvert, Asgeir J. Kristjánsson, Hólmfrífiur A. Vilhjálmsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Halldór Guðmundsson, Elín G. Kristjánsdóttir, Kristjón H. Ólafsson, Gunnlaugur Þ. Kristjánsson, Vigdís H. Ólafsdóttir, Helgi Kristjánsson, Sæunn Guðmundsdóttir, Alda B. Indriðadóttir, Einar Bjarnason, Pétur B. Indriðason, Sigurveig Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. \ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, mágur og svili, SKÚLISIGURÐSSON lógfræðingur, Bauganesi 4, Reykjavík, er latinn. Kristfn Þ. Hauksdóttir, HaukurSkúlason, HiimaHólm, Skúli Skúlason, Sigurfiur Skúlason, Sofffa Sigf innsdóttir, Ólöf Sigurjónsdóttir, Marfa Hauksdóttir, Þórarinn Einarsson og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.