Morgunblaðið - 29.10.1996, Page 38

Morgunblaðið - 29.10.1996, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSBJÖRN MAGNÚSSON + Ásbjörn Magn- ússon fæddist í Þverárdal 17. sept- ember 1924. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 18. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Magða- lena Sigrún Ás- bjarnardóttir, f. 1.9. 1900, d. 11.3. 1987, og Magnús Stefáns- son, f. 11.6. 1899, d. 13.6. 1963, frá Ár- gerði, Eyjafirði. Systkini Ásbjarn- ar eru: Kristbjörg Magnúsdóttir, f. 16.11.22, gift Kristni Kjartanssyni, Arni Magnússon, f. 5.4.31, giftur Jón- ínu Magnúsdóttur, Stefán A. Magnússon, f. 21.7.37, giftur Kristínu Friðriksdóttur, og Gunnbjörn Magnússon, f. 23.4.42. Hinn 15. maí 1946 giftist Ás- björn Hörpu Maríu Björnsdótt- ur, f. 29.11.22, d. 21.10.87. Dótt- ir þeirra er Magdalena Sigrún Ásbjarnardóttir, f. 17.11.63, og á hún tvo syni, Aron Orn og Tómas Má. Upp- eldisdætur Ásbjörns og Hörpu eru: Ásdís Snorradóttir, f. 8.1.48, gift Heinz George Stroebel og eiga þau einn son, James Ásbjörn, og Kolbrún Sigurðar- dóttir, f. 7.4.45 og á hún fjögur börn, Hörpu Maríu, í sam- búð með Garðari Gunnarssyni, þau eiga tvo syni, Svan- fríður Sigurlín, gift Vilhjálmi Gunnarssyni, þau eiga tvö börn, Ásbjörn, giftur Ewu og eiga þau eina dóttur, Hanna Sigurrós, í sambúð með Felix og á hún einn son. Árið 1993 giftist Ásbjöm eft- irlifandi konu sinni Helgu Guð- brandsdóttur, f. 29.11.29. Útför Ásbjarnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR PÉTURSSOIM fyrrverandi alþingismaður, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést í Landspítalanum 27. október sl. Útförin ferfram frá Fríkirkjunni í Reykja- víkföstudaginn 1. nóvemberkl. 13.30. Hrefna Guðmundsdóttir, Magnús Pétursson, Hildur Eiríksdóttir, Pétur Óli Pétursson, Anna Harðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Sesselja Auður Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Hartwig Miiller, Pétur Pétursson, Dóra Kristfn Björnsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Ævar Pálmi Eyjólfsson, Erla Sveinsdóttir, Pétur J. Eiriksson, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALTÝR HÓLMGEIRSSON fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Raufarhöfn, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur föstudaginn 25. október. Steingerður Theodórsdóttir, Sólveig Valtýsdóttir, Hörður Rúnar Einarsson, Bragi Davíð Valtýsson, , Ragnheiður Valtýsdóttir, Sæmundur Einarsson, Rósa Valtýsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR frá Litla Hvammi, Álfhólsvegi 43, sem lést í Landspítalanum mánudaginn 21. október, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 30. október kl. 13.30. Ingimundur Jónsson, Elfa Björnsdóttir, Jpn Gísli Jónsson, Póra H. Einarsdóttir, Ólafur Svanur Ingimundarson, Emma Gi'sladóttir, Björn Birgir Ingimundarson, Bjarnheiður Ingimundardóttir, Björgvin Sigurðsson, Jón Heiðar Jónsson, Guðmundur Einar Jónsson og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur Veðurstofu íslands verða lokaðar frá kl. 14.00 í dag, þriðjudaginn 29. október, vegna jarðarfarar GEIRS GÍSLASONAR, skipasmiðs. Veðurstofa íslands. Guð blessi afa minn. Ég bið að heilsa ömmu Hörpu. Afi minn var alltaf góður við mig. Afi leyfði mér að fara upp í hesthús og sjá Gutta. Afi fór með mig á McDonalds. Stundum fórum við í bíltúr og keyptum ís. Ég á eftir að sakna þín, afi minn. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Þinn Aron Örn. Elsku afi minn. Ég bið að heilsa ömmu Hörpu og ömmu Stínu. Ég fór með afa á McDonalds. Afi sótti mig stundum í leikskólann, það var gaman. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Þinn Tómas Már. Okkur langar að minnast ástkærs afa okkar sem fengið hefur sína hinstu hvíld. Afi var okkur systrunum ávallt mikils virði og eigum við honum margt að þakka. Þakklæti okkar beinist ekki síst að ömmu heitinni, því í huga okkar voru þau ein heild. Þau voru hvort um sig hluti af hinu. Hjá afa og ömmu áttum við okkar bestu og björtustu stundir. Þar voru falleg- ustu jólin, skemmtilegustu fríin og bestu helgarnar. Stundirnar hjá þeim veittu frið og ró á erfiðum æskuárum. Amma var hlýjan, mýkt- in og trúin, en afi staðfestan og öryggið. Saman gáfu þau okkur gott veganesti út í lífið og mótuðu okkur á margan hátt. Við minnumst þeirra með gleði og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þeirra. Megi góður guð og vitneskjan um að nú eru þau saman gefa þér styrk, elsku Lena okkar. Við vottum öllum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Megi hann hvíla í friði. Svana og Harpa. Kveðj'a frá Eyfirðinga- félaginu í Reykjavík Ásbjörn Magnússon var félagi í Eyfirðingafélaginu um áratuga skeið. Hann var formaður félagsins í 15 ár, frá 1975 til 1990. Margs er að minnast frá félags- starfinu á þeim árum. Ásbjörn var einstaklega duglegur við að koma í framkvæmd því sem félagið hafði á stefnuskrá hverju sinni. Hann og fyrri kona hans, Harpa Björnsdóttir, voru mjög samhent um velferð fé- lagsins, þau voru þar ætíð í farar- broddi. Það var því mikill missir þegar Harpa lést, 21. október 1987, en Ásbjörn hélt ótrauður áfram starfi sínu fyrir félagið. Það hafði lengi verið rætt um að félagið eign- aðist sumarbústað. Ásbjörn var því mjög fylgjandi þar eð hann taldi að það myndi efla félagsstarfið og sam- hug félagsmanna. í formannstíð sinni beitti hann sér fyrir því að hafist var handa um byggingu sum- arbústaðar í Skorradal. Hann lét ekki af formennsku í félaginu fyrr en þessi draumur var orðinn að veru- leika. Hann vann þar mikið og gott starf og óhætt er að segja að það verkefni hefði ekki verið svo farsæl- lega til lykta leitt ef ekki hefði notið dugnaðar hans og útsjónarsemi. í dag stendur bústaðurinn í Skorradal félaginu til sóma og hefur veitt mörgum Eyfirðingi hvíld og andlega vellíðan. Þegar félagsmenn líta yfir farinn veg er margs að minnast. Ásbjörn var ætíð driffjöðrin í öllu því sem félagið tók sér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða þorrablót, kaffi- dag, sumarferðalög, skógrækt- arstörf eða annað. Að leiðarlokum þökkum við Ás- birni fyrir samfylgdina og mikið og gott starf fyrir Eyfirðingafélagið í Reykjavík. Fjölskyldu hans sendum við inni- legar samúðarkveðjur og biðjum henni blessunar á ókomnum árum. HARPA STEINARSDÓTTIR + Harpa Steinarsdóttir fædd- ist á Sauðárkróki 7. desem- ber 1976. Hún lést af slysförum 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðár- krókskirkju 26. október. Elsku Harpa frænka, mig langar að kveðja þig með þessum örfáu orðum. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér þó það hafi ekki verið svo mikið. Það var alltaf svo gaman að hitta þig í búðinni þar sem þú vannst. Þú varst alltaf svo góð við mig og alltaf þegar við hitt- umst kleipst þú í kinnina mína og brostir. Með hjálp mömmu og pabba gleymum við þér aldrei. Og ég bið guð og alla englana að varðveita þig. Þín Ólöf Rún. Mig langar að minnast frænku minnar, Hörpu, sem lést af slysför- um 19. október síðastliðinn. Harpa var alltaf svo hlý, það geisl- aði svo mikil gleði og hamingja frá henni að maður komst alltaf í gott skap, þegar við hittumst. Ég spyr sjálfan mig aftur og aft- ur, af hverju er svona ungt fólk í blóma lífsins tekið frá okkur. Marg- ar góðar minningar á ég um Hörpu en ég hefði viljað eiga fleiri, slysin gera ekki boð á undan sér, þau ger- ast bara. Harpa flutti suður í ágústmánuði á þessu ári um það leyti fer ég norð- ur en ég hitti hana síðast í septem- ber í Hagkaup þar sem hún var að vinna. Þá sagði hún einmitt við mig hvað hún hlakkaði til að sjá barnið mitt þegar það kæmi í heiminn, en Hörpu er örugglega ætlað eitthvað annað þarna hinu megin. Það var gott að eiga Hörpu sem frænku, ég mun lengi sakna hennar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja . vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Munda, Steinar, Hafdís, Helga, Hlín og systradætur. Sorg ykkar er mikil en við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi guð gefa ykkur styrk. Elísabet Stefánsdóttir og Halldór Þ. Gestsson. Það var fyrir tíu árum að ég kynntist Hörpu. Ég bjó um tíma hjá frænda mínum og konu hans og kom Harpa oft að heimsækja systur sína. Hún var lítil og hljóðlát og hafði mjög gaman af að leika við litlu frænkur sínar. Síðan flutti ég í burtu og missti sjónar af Hörpu í nokkur ár en í mínum huga var hún alltaf litla systir hennar Hafdís- ar. Fyrir nokkrum vikum hitti ég síðan Hörpu aftur og komst að því að hún var ekki lengur litla stelpan sem ég hafði þekkt heldur var hún orðin fullorðin, búin að fara út um tíma og ætlaði sér að fara í skóla eftir áramót. En örlögin eru grimm og örfáum dögum eftir að ég hitti hana síðast frétti ég að hún hafi ient í slysi og sé ekki lengur meðal okkar. Ég skil ekki hvers vegna Harpa var hrifin burt í blóma lífsins en ég verð að trúa því að henni hafi verið ætlað annað hlutverk í öðrum heimi. Guðmunda, Steinar, Hafdís, Helga og Hlíf, missir ykkar er mik- ill og ég bið máttarvöldin að gefa ykkur styrk í sorginni. Ég sendi öll- um aðstandendum Hörpu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ástríður. Ég bið fyrir þér ó, elsku vin nú allt er hljótt. Eilífðardýrð sé kringum þig, hvíl vært og rótt. Kveðjan er sár, en tárin hylur dauðahljóð hin dimma nótt. Bíði þín sólskin og sumar, ástin mln. Sindri á ný litlu, bláu augun þin. Hjarta mitt hrópar þig á. Hví varstu tekinn mér frá? Logar heit lífsins þrá. Litilli gröf græt ég hjá. Elsku Harpa okkar! Við elskum þig og söknum þín. Innilegar þakkir fyrir allar samverustundirnar. Vin- átta þín var okkur mikils virði, og við munum ávallt minnast þín í hug- um okkar og hjörtum. Vinahópurinn. t GUNNAR ÓSKARSSON, Vfðivöllum, varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. október. Ættingjar og aðstandendur, Víðivöllum. Hjartkær bróðir minn og föðurbróðir, ÓLAFUR G. GÍSLASON verslunarmaður, Ölduslóð 36, Hafnarfirði, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. október. Guðfinna Gísladóttir, Gísli Ingi Sigurgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.