Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 43 FRETTIR Morgunblaðið/Golli FRÁ afhendingu viðurkenningarinnar f.v.: Jón Gunnar Jónsson, framleiðslustjóri SS á Hvolsvelli og Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viðurkenning fyrir fram- tak á matvælasviði í TILEFNI matvæladags Mat- væla- og næringarfræðingafélags Islands (MNÍ) var haldin ráð- stefna með yfirskriftinni Vöru- þróun og verðmætasköpu laugar- daginn 19. október sl. A ráðstefn- unni var Fjöregg MNÍ veitt Slát- urfélagi Suðurlands, sem viður- kenning fyrir brautryðjendastarf og vönduð vinnubrögð við þróun neytendavöru. í dómnefnd sátu Sveinn Hannesson, Samtökum iðnaðarins, Rúnar Ingibjartsson, Nóa-Siríus og Auðunn Hermanns- son, Mjólkurbúi Flóamanna. I umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sláturfélag Suðurlands hefur verið í fararbroddi með tækninýjungar I vinnslu matvæla. Fyrirtækið hefur unnið brautryðj- endastarf í að gera kjöt aðgengi- legra fyrh- neytendur. Sem dæmi um þetta má nefna fjölbreytt úr- val vara í loftskiptum neytend- aumbúðum, VSOP-vörulínuna og 1944-réttina. Allar ofangreindar vörur bera vitni um öflugt þróun- arstarf og vönduð vinnubrögð. Merkingar eru vandaðar bæði hvað varðar innihaid og notkun- arleiðbeiningar. Vöruúrval og frágangur allur er til fyrirmynd- ar. 1944-réttimir hafa rnikla sér- stöðu á íslenskum markaði. Þetta eru svo til einu fersku skyndirétt- irnir á markaði hérlendis og era þróaðir frá grunni hjá fyrirtæk- inu. Ýtrasta hreinlæti í allri vinnslu og rétt vinnubrögð á öll- um stigum framleiðslunnar tryggja geymsluþol réttanna. 1944-réttirnir hafa náð vinsæld- um á markaðnum, fjölbreytni er mikil og sífellt bætast við nýjar tegundir. Um er að ræða bæði hefðbundinn íslenskan mat á borð við kjötbollur í brúnni sósu, salt- kjöt og baunir og bjúgu í upp- stúf, svo og nýstárlegri rétti eins og pastarétti og sjávarrétt- arsúpu.“ Samtök iðnaðarins gáfu verð- launagripinn sem er handunnið íslenskt listaverk frá Gleri í Berg- vík. Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands 29. októ- ber til 2. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Mánudagurinn 29. október: Prófessor Pétur Pétursson, teol. dr. heldur erindi í málstofu í guð- fræði kl. 16.00 í Skólabæ, Suður- götu 26, um könnun á bænalífi og sálmanotkun íslendinga sem hann gefur yfirskriftina: „Að biðja sem mér bæri.“ Margrét Árnadóttir flytur erindi í námskeiði um fituefnaskipti á þriðju hæð í Læknagarði kl. 16.15 og nefnist það: „Niðurbrot þríglys- eríðríkra lípópróteina." Föstudagurinn I. nóvember: Kári Stefánsson prófessor flytur fyrirlestur í stofu G-6 á Grensás- vegi 12 kl. 12.20 og nefnist hann: „Hagnýtar rannsóknir í mannerfða- fræði: kynning á fyrirtæki." Laugardaginn 2. október: Siðfræðistofnun Háskóla íslands gengst fyrir málþingi um sjálfræði aldraðra kl. 13.00-17.00 í stofu 101 í Odda. Auk sex fyrirlesara munu fimm fræðimenn sitja í pallborði og ræða spurningar eins og: „Er öldr- uðum sýnd sú virðing sem skyldi í samfélagi okkar, Hvernig má tryggja betur hagsmuni aldraðra þegar heilsan bilar, Eru aldraðir hafðir nægilega með í ráðum þegar mótuð er stefna í málefnum þeirra.“ Handritasýning Árnastofnunar í Árnagarði verður opin á þriðjudög- um, miðvikudögum og fimmtudög- um frá kl. 14.00 til 16.00 frá 1. október 1996 til 15. maí 1997. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum þessa sömu daga ef pantað er með dags fyrirvara. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ.: 28. og 31. okt. og 4. nóv. kl. 13-16. Vefsmíðar 2 - Þróað HTML og myndvinnsla. 29. okt. kl. 8:30-12:30. Þróun starfsmanna, hvatning, starfslýs- ingar. 30. okt. og 4. nóv. kl. 8:30-12: 30. Greining verkferla. Áhættu- greining samkvæmt „GÁMES“ 30. okt. kl. 8:30-12:30. Sam- skipti á vinnustað og ný vinnubrögð - lausn starfsmannavandamála. 30. okt. kl. 13-16:30. Upplýs- ingar til bættrar ákvarðanatöku. Vöruhús gagna og upplýsingaten- ingur. 30. okt. kl. 15-19. Hagnýt upp- lýsingatækni við öflun upplýsinga í læknisfræði. 30. -31. okt. kl. 9-17. Reglunar- eiginleikar vatnsaflsstöðva. 31. okt. kl. 16-19:30. Fjármagns- tekjuskattur. Skattstofn, álagning og innheimta. 31. okt. og 1. nóv. kl. 13-17 og 2. nóv. kl. 9-13. „Evidence Based Medicine." Notagildi klínískra upp- lýsinga. 31. okt., 5. og 7. nóv. kl. 16-20. Notkun Exel 5.0 við fjármálastjórn. 31. okt. kl. 8:30-12.00. Vöruhús gagna og upplýsingateningur „Data Warehouse" og „OLAP“. 2. nóv. kl. 9.00-17.00 og 8. nóv. kl. 12.30-17.30. Gæðakerfi ISO- 9000 á Akureyri. Skráning á námskeiðin er hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands síma 525 4923 eða fax 525 4080. Stofnfundur Félags jafnaðarmanna í Hafnarfirði Skora á jafn- aðarmenn að sameinast STOFNFUNDUR nýs félags alþýðu- flokksmanna í Hafnarfirði, Félags jafnaðarmanna, var haldinn sl. föstudag. í ályktun stofnfundarins er skorað á flokka og samtök sem starfa á grundvelli jafnaðarstefn- unnar að ganga nú þegar til við- ræðna um frekara samstarf og sam- einingu í eitt stjórnmálaafl í lands- og sveitarstjómum. Að félaginu stendur m.a. hópur alþýðuflokksmanna sem sögðu sig úr Alþýðufiokksfélagi Hafnarfjarðar fyrir skömmu í kjölfar deilna innan félagsins um samstarf Alþýðuflokks- ins í bæjarstjórn við sjálfstæðis- menn. í ályktun hins nýja félags segir m.a.: „Reynslan sýnir okkur að sundruð í smáfylkingar náum við ekki settum mörkum og verðum ekki trúverðugir fulltrúar íslenskrar alþýðu. Fundurinn skorar á jafnað- armenn allra flokka að blása nú þegar til stórsóknar gegn hinum gegndarlausu árásum íhaldsaflanna á hag og veiferð almennings, jafnt í bæjarmálum sem á landsvísu." í stjórn félagsins eru Ólafur Sig- urðsson formaður, Jón Sigurðsson varaformaður, Magnús Hafsteinsson ritari, Jóhann Örn Héðinsson gjald- keri og meðstjórnendur eru Guðríður Einarsdóttir, Erlingur Kristensson og Ásta Hartmannsdóttir. Hreyfimynda- félagið sýnir Tortímandann LOKAMYND októbermánaðar er tryllirinn „The Terminator" (Tor- tímandinn) eftir leikstjórann James Cameron. Með aðalhlutverk fara Amold Schwarzenegger, Linda Hamilton og Michael Biehn. Einhvern tímann í fjarlægri framtíð á mannkynið í stríði við her vélmenna. Þegar stefnir í ósigur vélmennanna senda þau það nýjasta og fullkomnasta úr sínum röðum til nútímans til að tortíma verðandi móður uppreisnarforingjans Johns Connors. Myndin verður sýnd í Háskóla- bíói þriðjudaginn 29. október og fimmtudaginn 31. október. Aðeins verða þessar tvær sýningar. Málþing um sjálfræði aldraðra SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla ís- lands gengst fyrir málþingi um sjálf- ræði aldraðra laugardaginn 2. nóv- ember kl. 13-17. Meðal spurninga sem glímt verður við eru: Er öldruð- um sýnd virðing sem skyldi í samfé- lagi okkar? Hvernig má tryggja bet- ur hagsmuni aldraðra þegar heilsan bilar? Eru aldraðir hafðir nægilega með í ráðum þegar mótuð er stefna í málefnum þeirra? Frummælendur verða sex: Vil- hjálmur Árnason dósent heldur er- indi sem hann nefnir Sjálfræði í aðstæðum aldraðra. Ástríður Stef- ánsdóttir læknir og MA í heimspeki nefnir erindi sitt Sjálfræði aldraðra, íslensk löggjöf. Erindi Stefán Eiríks- sonar lögfræðings nefnist: Breyting- ar á lögræðislögunum. Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir flytur erindi er nefnist: Sjálfræði aldraðra, reynsla öldrunarlæknis. Margrét Thoroddsen varaformaður Lands- sambands aldraðra nefnir erindi sitt: Samfélagið frá sjónarhóli aldraðra. Loks mun Anna Jónsdóttir félags- ráðgjafi halda fyrirlestur er nefnist: Freisi, fordómar og fjármál. Að framsöguerindum loknum Dagbók lögreglunnar í Reykjavík Um 100 ökutæki skemmdust UM helgina þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af 47 einstakl- ingum vegna ölvunar og háttsemi ölvaðs fólks. Þrjátíu og þijá þurfti að vista í fangageymslun- um. Af þeim þurftu mál 15 ein- staklinga sérstaka eftirmeðferð. Tilkynnt var um 8 innbrot, 16 þjófnaði, 6 líkamsmeiðingar og 19 eignaspjöll. Tvö minniháttar slys urðu í umferðinni, en auk þess var til- kynnt um 48 önnur umferðaró- höpp til lögreglunnar um helgina. Í þeim skemmdust nálægt eitt hundruð ökutæki meira og minna. Tilkynnt var um stuld á tveimur ökutækjum og þrisvar sinnum um minniháttar bruna. Tuttugu og fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 8 ökumenn, sem afskipti voru höfð af, eru grunaðir um ölvunar- akstur. Síðdegis á föstudag var dreng- ur fyrir bifreið á Bústaðavegi við Vatnsmýrarveg. Hann slapp lítið meiddur. Nokkur ungmenni veittust að ölvuðum manni fyrir utan veit- ingastað á Seltjarnarnesi og tóku af honum áfengisflösku. Maður- inn hlaut blóðnasir. Eitt ung- mennanna var handtekið og flutt á stöðina. Fjögur ungmenni köstuðu af sér þvagi í hraðbanka í Mos- fellsbæ aðfaranótt laugardags. Þessir aðilar voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Fátt var í miðborginni aðfara- nótt laugardags. Þó var tilkynnt um tvær minniháttar líkams- meiðingar. Tveir aðilar voru fluttir á slysadeild af þessum sökum. Auk þess fannst maður með gat á höfðinu á Laugavegi við einn veitingastaðanna. Hann var einnig fluttur á slysadeild. Tveir ölvaðir menn voru hand- teknir utan við veitingastað ofar- lega á Laugavegi á sunnudags- kvöld. Annar mannanna hafði gert sér lítið fyrir, gengið að mannlausri bifreið og sparkað í hana. Á öðrum þeirra fannst ætlað fíkniefni. í Mosfellsbæ þurfti lögreglan að hafa afskipti af ungu fólki við myndbandaleigu aðfaranótt sunnudags. Þá sparkaði maður í andlit annars manns á veitinga- stað þar í bæ um nóttina. Athvarf ÍTR ÍTR rekur nú, auk miðbæjarat- hvarfsins, færanlegt athvarf í hverfum borgarinnar. Vitað var eftir að aðgerðir yfirvalda höfðu verið hertar í miðborginni að eitt- hvað af bömum myndi eftir sem áður verða úti að næturlagi ann- ars staðar, enda ekki allir foreldr- ar alltaf í stakk búnir eða í ástandi til að geta framfylgt gild- andi reglum sem skyldi. Ætlunin frá upphafí var því að fylgja aðgerðum í miðbænum eftir út í hverfin, bæði til að styðja þá foreldra er vildu hafa hlutina í lagi og eins til að ná til þeirra barna, sem ekki létu segjást. Um síðustu helgi var lögð áhersla á að fylgjast með hvort reglum um útivistartíma barna væri fylgt eftir í Grafar- vogshverfum. Hópur foreldra, útideildar og lögreglumanna fóm um hverfin og könnuðu ástand mála eftir kl. 22.00. Sást til nokkurra unglinga fyrrihluta kvölds, en engra eftir það. Ekki þurfti því að færa börn í athvarf- ið á föstudagskvöld og sú var einnig raunin á laugardagskvöld- ið. Hins vegar þótti ástæða til að færa pilt og stúlku undir 16 ára aldri að Stuðlum en þau sáust þar utan dyra eftir þátttöku í samkvæmi og auk þess þurfti að handtaka einn 16 ára að auki, en hann reyndist ofurölvi á ferð. Aukinn hraði Fram hefur komið breytinga- tillaga nokkurra þingmanna við nýtt umferðarlagafrumvarp. í því er m.a. bent á að viðast hvar í Evrópu sé leyfður hámarkshraði um og yfir 110 km/klst. í þessu sambandi er rétt að benda á að víða í Evrópu, og annars staðar í heiminum, er einungis að jafn- aði leyfður meiri hraði en 90 á vegum með aðskildum akbraut- um, en þá er nær undantekninga- laust autt öryggissvæði á milli þeirra og akstursstefna einungis í aðra áttina á hvorri akbraut. Þá er rétt að minna á að dóms- málaráðherra hefur sett fram umferðaröryggisáætlun til alda- móta er felur í sér það markmið að fækka umferðarslysum á tímabilinu. Það liggur fyrir að aukinn hraði eykur líkur á alvar- leika slysa þegar eitthvað fer úrskeiðis og það skýtur því skökku við að ætla sér að auka hraðann á sama tíma og unnið er að fækkun slysa í umferðinni, ekki sýst þeim alvarlegri. Það að einhver vilji ekki una settum hámarkshraðamörkum, jafnvel þó hann sé á góðum bíl og á þingi, er varla tilefni til að hækka mörkin frá því sem verið hefur. Þar þarf annað og meira að koma til áður. Gott ráð er að byija á réttum enda. verða pallborðsumræður undir stjórn Björns Björnssonar prófessors. Á pallborði verða Guðríður Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Félags eldri borg- ara, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunar- læknir, Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu og Vilhjálmur Árnason dós- ent. Málþingið er haldið í Odda, stofu 101. Það er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Heimahlynning með opið hús HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 29. október, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins verður Vilhelm Norðfjörð, sálfræðingur. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Hátíðartón- leikar MR HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Mennta- skólans í Reykjavík verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur i kvöld, þriðju- dagskvöldið 29. október, kl. 20.30. Um er að ræða klassíska tónleika þar sem nemendur skólans koma fram. LEIÐRÉTT Rangur píanóleikari í frásögn af tónleikum í Leikhús- kjallaranum á RúRek ’96 var rangt farið með nafn píanóleikara hljóm- sveitarinnar Brunahananna. Rétt er að píanóleikari hljómsveitarinnar heitir Kjartan Valdimarsson, sem kom reyndar fram í inngangi en var rangt síðar í greininni. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.