Morgunblaðið - 29.10.1996, Side 44

Morgunblaðið - 29.10.1996, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk Maður veit aldrei hvað kann að Nei... í miðri æfingu hjá okkur koma fyrir mann! fer úðarinn af stað ... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Andlegt ofbeldi á börnum í forsjárdeilum Frá Helgu Dögg Sverrisdóttur: í 63. gr. laga um vernd barna og ungmenna segir svo: „Ef þeir sem hafa barn eða ungmenni í sinni umsjá misþyrma því andlega eða líkamlega, þá varðar það varð- haldi eða fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við lögum.“ Þegar ég las þessa grein varð ég þungt hugsi. Hvern- ig misþyrmum við börnum okkar andlega? Hveijir meta það hvort slíkt athæfi fer fram? í þessum málum_ er misjafnt mannanna mat. í forsjárdeilum er barni gjarnan beitt sem góðu vopni á það foreldri sem ekki er með barn- ið. Oft er komið í veg fyrir sam- vistir barns og foreldris. Það er andlegt ofbeldi, kannski ekki gróft, en ofbeldi. Barnið er jafnvel svo ungt að það getur ekki tjáð sig og er því háð ákvörðun þess foreldris sem það dvelur hjá. Barn tengist foreldrum sínum fyrstu tvö árin og á þessi tengsl er klippt. Tilgangur með slíku athæfi er trú- legast að hafa áhrif á úrskurð dómsvalda í forsjárdeilu. Hvað getur foreldri beitt barni sínu á þennan hátt lengi? Þegar forsjár- mál eru komin í þennan farveg er gífurlegt hatur, hefnd og dóm- greindarleysi látið ráða ferðum. Getur slík hegðun foreldris ekki veitt barni alvarlegan skaða? Er ekki varhugavert að ala á hatri, hefnd og illgirni í umhverfi barns? Hvenær finnst bajnaverndar- nefndum komið nóg? í öllum mál- um sem nefndin kemur að á hag- ur barnsins að vera í fyrirrúmi. Oft er rætt um að ekki sé gott fyrir barn að skipta um umhverfi. Þessi hugsun getur átt rétt á sér. En!! Hversu langt á að ganga til að gefa ofbeldisforeldrinú ný tækifæri, barninu oftast í óhag. Hafi foreldri sýnt hegðun í þá átt að það sé að versla með barnið og beiti því í skilnaðarmáli er hættunni boðið heim. Dómgreindarleysið er algert hjá því foreldri og ábyrgðin hjá barna- vemdarnefnd hafi verið til hennar leitað. „Barnaverndarnefnd getur beitt forsjársviptingu ef telja má fullvíst að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin sökum þess að foreldr- ar eru augljóslega vanhæfir að fara með forsjá, ef heguðun for- eldra er líkleg til að valda barni alvarelgum skaða. (Tekið uppúr fyrrgreindum lögum.) Sjáist líkamlegur áverki á bami er barnaverndamefnd í engum vafa, en sé bamið beitt andlegu ofbeldi, hvað þá? Foreldri sýnir mikinn greindarskort og er líklegt að valda barni alvarlegum skaða með að hindra tengsl kynforeldris og fjölskyldu þess. Getur barna- verndarnefnd, dómstólar og aðrir úrskurðaraðilar í forsjárdeilum sætt sig við slíka hegðun í garð barns? Eg spyr: Eru þessir annars ágætu aðilar ekki oft að teygja lopann ofbeldisforeldrinu til góða? í grein minni hef ég kastað fram mörgum spurningum. Ég bið þig, lesandi góður, að íhuga þessi mál, varla má búast við svörum. Hafi foreldri beitt barni sínu sem vopni við skilnað hefur það sýnt van- hæfni sína. Það hefur sýnt slíka hegðun að ég efast að það barn komi til með að njóta þeirrar ástúð- ar og þarfa sem æskilegt er. En að sjálfsögðu skal liggja fyrir í riti og gjörðum að þetta háttarlag hafí átt sér stað. Mig grunar að í nær öllum tilfellum sem slík mál koma upp sé móðirin gerandinn. Þá skýtur upp í koll minn. Skyldi móðir upplifa missi barns öðruvísi en faðir? Nei. Hafa barnaverndar- nefndir meiri meðaumkun með móður? Varla. Hagur bams er í húfí. Vissulega getum við konur misnotað það sem guð gaf okkur. Brjóstin. En nokkuð skynsamar konur vita að við samvistarslit heldur engin kona nyölkinni. Til- finningakerfið brestur, áhyggjur hrannast upp, álag eykst, mjólkin hverfur. En við erum konur! Við getum leyft okkur að halda því fram að við mjólkum hvað sem á dynur, gott vopn í baráttunni um barnið. Ekki satt! Barnaverndarnefndir þurfa að nýta þau úrræði sem lögin hafæ' gefið þeim í ríkari mæli og grípa inn í miklu fyrr, en nú er gert. Afbrot er refsiverður verknaður, misbeiting á barni er það líka. HELGA DÖGG SVERRISDÓTTIR, sjúkraliði og fjögurra barna móðir, Dalvík. Hvað skal segja? 50 Væri rétt að segja: Þetta er heldur ekki gott. Svar: Danskættaða orðaröðin „heldur ekki“ þykir oft illa fara á íslensku. Hér væri betra: Þetta er ekki heldur gott, eða: Þetta er ekki gott heldur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt f upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.