Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 45
H MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR29.0KTÓBER1996 45 í BREFTILBLAÐSINS i í Frægð og gervileiki Frá Tryggva V. Líndal: HVER er uppskriftin að frægð í þessum heimi? Víst þurfa að koma til einhvers konar dugnaður og sérhæfileikar. En það er ekki nóg. T.d. hafa flest- ir háskólakennarar og jafnvel flestir félagar í Rithöfundasambandi ís- lands slíkt til að bera. Þó eru fæstir þeirra þekktir út fyrir þrönga hópa; ekki einu sinni nafnkunnir, hvað þá að flest fólk hafi heyrt eða lesið eina málsgrein frá þeirra brjósti. Niðurstaða mín er sú, að í raun sér til svo mikið af verðugu fólki, að ósköp eðlilegt sé að fátt af því nái að verða mjög þekkt. Til að svo megi verða þarf meira að koma til; það þarf að höfða til yfirborðslegri hvata fólks, verða skemmtikraftar af einhverju tagi (þá getur það kannski freistað þess að halda ein- hverju bitastæðu menningarefni að almenningi í leiðinni). Dæmi: Hefði Sigurður heitinn Þórarinsson, jarðfræðingur, náð því að vera svo þjóðfrægur án söngtexta sinna? Eða hefði söngkonan og tónskáld- ið Björk Guðmundsdóttir orðið heimsfræg án afgerandi sérvisku- legrar raddbeitingar sinnar? Eða hefði skáldsagnahöfundurinn Einar Kárason fengið kvikmyndir gerðar eftir skálsdögum sínum ef hann hefði ekki reynt að stilla inn á hið séríslenska í verkum sínum, líkt og kvikmyndaiðnaðurinn þarf að gera? Gæti Atli Heimir Sveinsson verið frægastur fremstu tónskálda á ís- landi ef hann hefði ekki sinnt leik- hússtónlist? Er ekki Thor Vilhjálmsson fyrst og fremst frægur fyrir ættgöfgi, skrif um ferðalög og þjóðlega hluti, sem og fyrir fjölhæfni sína í listum og íþróttum, fremur en fyrir flestar skáldsögur sínar; sem hann þó fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir um árið? Væri nokkuð hinn ágæti rithóf- undur, Guðbergur Bergsson, afger- andi landsfrægur ef hann hefði ekki skrifað hnyttilega um kynferðismál í sumum skáldsögum sínum? Væri Davíð Oddsson þekktur sem sjónvarpsleikritahöfundur ef hann væri ekki stafnbúi í Sjálfstæðis- flokknum? Var ekki Hrafn Gunnlaugsson, rithöfundur, fyrst og fremst þekktur fyrir persónutörfra sína? Hef ég nú nefnt hina frægustu félaga mína í RSÍ. Þurfum við hraðari umferð? Frá Örnólfí Torlacius: NÚ LIGGUR fyrir Alþingi tillaga um að hámarkshraði á vegum með bundnu slitlagi verði hækkaður úr 90 í 110 km á klukkustund. Flutn- ingsmenn færa meðal annars þau rök til stuðnings breytingunni að með henni sé hámarkshraði á vegum hérlendis færður til samræmis við það sem tíðkist meðal nágranna okkar. Hér virðist mér gæta nokkurs misskilnings. Ég veit ekki um nokk- urt land hér í grennd þar sem leyfð- ur hraði á vegum sambærilegum þeim sem hér gerast bestir nálgast 110 km. Á Bretlandi er hámarks- hraði á vegum 70 mílur á klukku- stund (112,6 km). En þessi hraði er aðeins leyfður á hraðbrautum þar sem þrjár eða fleiri akreinar eru samsíða í hvora átt, hvergi er um- ferð á móti og hvergi krossgötur. A öðrum aðalvegum er lægri há- markshraði. Á vegum utan þéttbýlis, þar sem umferð er í báðar áttir, er hámarkshraðinn 50 mílur (80 km/klst.). Þessir vegir samsvara bestu vegum með bundnu slitlagi hérlendis. Svipaðar reglur eru í gildi á Norð- urlöndum. í Danmörku er hámarks- hraði utan þéttbýlis 80 km/klst., nema 100 á hraðbrautum. Norð- menn leyfa 80 km hraða en 90 á hraðbrautum. í Svíþjóð er aðalreglan 90 km, nema á hraðbrautum og þar sem aðstæður eru sérlega góðar. Þar má aka á 110 km hraða. í Finn- landi er aðalreglan 80 km, en frávik eru niður í 60 km og upp í 100. í Handbók FÍB (útg. 1987) eru upplýsingar um ökureglur í Evrópu. I langflestum löndum er hámarks- hraði á vegum utan þéttbýlis, öðrum en hraðbrautum, 80 eða 90 km/klst. Hámarkshraði á hraðbrautum er víð- ast á bilinu 100 til 120 km. Á ítalíu fer hámarkshraði eftir vélarstærð bíla og kemst upp í 110 km á al- mennum vegum og 140 km á hrað- brautum. Þetta virðist eina dæmið í allri Evrópu um þann hámarks- hraða á almennum vegum sem flutn- ingsmenn frumvarpsins vilja taka upp hérlendis. Má þó ætla að þeir vegir á ítalíu sem við er miðað séu flestir betri en hringvegurinn eða Keflavíkurvegurinn. í Þýskalandi, þar sem hraði á hraðbrautum er ótakmarkaður (en mælt með 130 km hámarki), er leyfður hraði á öðrum vegum utan þéttbýlis 100 km. í Þýskalandi var hámarkshraði fyrir nokkru lækkaður (og settur á þar sem hann var ekki fyrir) þegar spara þurfti olíu. Við þetta dró veru- lega úr umferðarslysum, en þrátt fyrir það létu yfírvöld undan þrýst- ingi „hagsmunaaðila" og settu fyrri reglur í gildi þegar olíukreppan var gengin hjá. Svipuð reynsla er frá Bandaríkjunum: Lækkun á öku- hraða dregur úr slysum. Önnur röksemd, sem flutnings- menn tillögunnar færa fram til stuðnings meiri hámarkshraða, er að íslenskir ökumenn sinni ekki lög- boðnum hraðatakmörkunum. Þetta má vissulega til.sanns vegar færa, en það hefur ávallt loðað við, hver sem hámarkshraðinn hefur verið hverju sinni. Er ástæða til að ætla að löghlýðnin vaxi nú með meiri ökuhraða? Sú meginröksemd flutnings- manna frumvarpsins um meiri öku- hraða, að með lögfestingu þess sé verið að nálgast ástandið í grann- löndum okkar, er greinilega á mis- skilningi byggð. Með hliðsjón af því, og af margfaldri reynslu á því að aukinn hraði í umferð hefur í för með sér fleiri slys, fer ég fram á það við flutningsmenn, sem ég þekki suma, og af góðu einu, að þeir dragi frumvarpið til baka í ljósi fyllri upp- lýsinga. Að öðrum kosti bið ég þing- heim að hafna frumvarpinu. ÖRNÓLFUR THORLACIUS, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Athugasemd Frá Kristjáni Hall: VEGNA skrifa Guðbjargar Vil- hjálmsdóttur í Bréfí til blaðsins sl. laugardag, undir fyrirsögninni Manchester - Reykjavík, er rétt að eftirfarandi komi fram: Ferð sú sem G.V. gerir að um- ræðuefni var ekki farin í boði Olís eða styrkt af fyrirtækinu á nokkurn hátt. Hið rétta er að starfsmannafé- lag Olís tók á leigu flugvél þá sem notuð var til ferðarinnar og bauð öðrum starfsmannafélögum þátt- töku. Að farmiðar í þessa ferð hafi verið gefnir er út í hött. KRISTJÁN HALL, formaður starfsmannafélags Olís. Úr fortíðinni má nefna fleiri nöfn: Eru ekki myndlistarmennirnir Kjarval og Einar Jónsson fyrst og fremst hentugir sem tákn fyrir ís- lenska myndlist almennt? Er upplýsingarmaðurinn Magnús Stephensen ekki einkum frægur vegna þess að svo fátt var um há- menningarfólk hjá okkur á nítjándu öld? Tilefni þessarar hugleiðingar er fréttir af frægðarförum rithöfunda úti í heimi: Um hina lítt þekktu skáldkonu í Póllandi sem nú fékk bókmenntaverðlaun Nóbels. En hún benti réttilega á að hún væri aðeins ein af hópi verðugra en hógværra pólskra skálda sem hefðu getað komið til greina. Sýnir þetta bara að handahófskennt getur verið hvar frægðareldinguna ber niður í snill- ingahafinu. Hitt tilefnið er sú frétt í dagblöð- um hér; af forsíðum kanadískra dag- blaða, að kanadíska skáldkonan Margaret Atwood hafi sent frá sér nýja skáldsögu. Af hverju heyrum við ekki af slíkum tíðindum frá Bandaríkjunum? Ég held að þetta sér af því að Kanada geri í því að hampa einum rithöfundi til að hressa uppá sína brotakenndu ímynd. Og að það sé kvenréttindakona, af því vænlegt sé að tefla henni gegn karlrithöf- undunum í hinum tíu sinnum stærri Bandaríkjum handan við landamær- in. Er þá bara að vona að skáldkon- ur Vestur-íslendinga og á Islandi verði loksins frægar í kjölfarið, ef rétt er. Lærdómurinn af öllu þessu er þó kannski sá helstur, að menningar- mál snúast fyrst og fremst um að búa til vel gerða einstaklinga, sem eru kannski í raun meirihluti alls fólks; en ekki bara snillinga, skemmtikrafta og aðrar slíkar tild- urrófur. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Spurning um eignarrétt? Frá Magnúsi Jónssyni: HVER á fyrirtæki sem keypt er fyrir almanna fé, er það sá sem greiddi skattinn sinn eða sá sem innheimti? Bæjarstjórnarmenn um land allt hamast nú við að selja hluti bæjar- sjóða í allskyns fyrirtækjum sem keypt voru fyrir skattpeninga bæj- arbúa. Nýjasta dæmið um slíkt kemur frá Akureyri, þar bíður bæjarsjóður bæjarbúum þau kosta- kjör að þeir fái forkaupsrétt að hlutabréfum sínum (hvors?) í ÚA á sama verði og bæjarsjóður seldi áður 10% af sínum hlut (hvers?) í þessu annars ágæta félagi. Að auki gefst bæjarbúum kostur á að fá allt að 70% af kaupverði lánað til allt að þriggja ára með Euro rað- greið- slum. Nú er það þannig að ef ég eða þú- kaupum eitthvað og greiðum fullt verð fyrir, þá eigum við hlutinn eftir það, er ekki svo? Ef við vildum svo selja hlutinn aft- ur fengjum við peningana okkar aftur til baka, svona nokkurn veg- inn, ekki satt? Við mundum ekki sætta okkur við það að staðgreiða hlutinn að fullu og vera síðan boð- ið að kaupa hlutinn aftur til þess að geta eignast hann, eða hvað? Nú segja þeir sem sitja í bæjar- stjórn að sér gangi bara gott eitt til og það kann vel að vera, þeir segjast ætla að nýta þá peninga sem þannig koma í galtóman bæj- arsjóðinn bæjarbúum til hagsbóta, en hverjum er það annars að kenna að bæjarsjóðurinn er tómur? Það hefur örugglega ekki vantað í hann þegar fyrirtækið var keypt eða hvað? Þeir segja að ef þessi sala gengi ekki eftir yrði að fresta ein- hverjum framkvæmdum á vegum bæjarfélagsins eða hækka skatta. Þurfti ekki að fresta eitthverju þeg- ar fyritækið var keypt, það ekki leitt til lægri skattlagningar að framkvæma þá en ekki árum eða áratugum síðar? Væri ekki réttast að allir Akureyringar fengju sinn hlut í ÚA sendan heim í formi hlutabréfs frekar en að þeim væri boðið að kaupa hlutabréf í fyritæki sem þeir eiga nú þegar? Borgar- ráðsmenn okkar Reykvíkinga.tala á svipuðum nótum um sölu á Pípu- gerðinni og malbikunarstöðinni, þeir líkt og starfsbræður þeirra fyrir norðan telja að þeir geti farið sínu fram að vild án þess að spyrja eigandann (þig og mig) hvort við viljum að þessi eða hin eign okkar allra sé seld yfirleitt. Ef bæjarsjóðir geta selt eignir bæjarfélaga eða fyrirtæki, sem komið var á fót fyrir almannafé, eftir geðþótta þeirra sem með völd- in fara í hvert sinn, til þess að þeir geti staðið við kosningaloforð sem bæjarfélögin hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir er voð- inn vís, þess vegna fínnst mér að ef selja á eitthvað það sem almenn- ingur á, og gildir þá einu hver ger- ir, rfki eða bær, eigi allir að fá sinn hlut sendan heim. Vilji þeir síðan selja geta þeir sem vilja keypt og hinir greitt skatt af söluhagnaði sín- um til ríkis og bæja sem fengju eitt- hvað aukreitis til að eyða. MAGNÚS JÓNSSON, Logafold 49, Reykjavík. Hreinlætisdagar RV '96 28.-30. október Á Hreinlætisdögum RV '96 verða kynntar ýmsar nýjungar frá leiðandi framleiðendum tækja og áhalda til hreinlætis og munu sérfræðingar frá KEW og TASKI ásamt ráðgjöfum RV verða á staðnum til að veita upplýsingar, ráðgjöf og sýnikennslu. Opifc fró 8:00 - 17:00 Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, Simi: 587 5554 Fax: 587 7116 ÞEKKING ¦ ÚRVAL ¦ ÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.