Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ , ■ ?/ KyöL0$íi6u KOPAVOGSífy Nómskeið sem byrja í nóvember: Tölvunámskeið: ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Búa aldraðir við kröpp kjör? GUÐFINNA hringdi og sagðist vera orðin leið á þessu sífellda væli um hve aldraðir búi við kröpp kjör. Hún vill að gerð verði könnun á því hve stór hluti þeirra sé undir fátæktar- mörkum og telur að flest eldra fólk hafi nokkuð góð fjárráð. Auðvitað væru alitaf einhveijir sem væru illa staddir, en meginþorri aldraðra ætti nóg af pen- ingum. Nær væri að huga að ungu fólki sem er að koma sér upp heimili og þess vegna að sligast und- im greiðslubyrði og skött- um. Elín góður fréttastjóri ÉG HEF verið mjög ánægð með frammistöðu Elínar Hirst sem fréttastjóra Stöðvar 2 og er því óánægð með uppsögn hennar. Mér finnst þó ekki rétt, eins og ályktað er í Velvakanda fyrir skömmu, að héðan í frá þurfi að taka fréttir Stöðvar 2 með fyrirvara. Það er vafalaust til fleira hæfileikafólk á Stöð 2 en Elín Hirst. Hólmfríður Sig. Tapað/fundið Pels tekinn í misgripum SVARTUR pelsjakki var tekinn í misgripum úr fata- hengi í Brautarholti 30 eftir árshátíð 12. þ.m. Annar pels var skilinn eft- ir, en hann er eldri. Sá sem kannast við þetta mál er vinsamlega beðinn að hringja í síma 554-0725. Jóhanna. Barnagleraugu töpuöust PÍNULÍTIL stelpugler- augu, gyllt með bleikum yijum, töpuðust í Holtsbúð eða Asbúð sl. fimmtudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 565-1779. Hringur og vettlingur tapaðist GULLHRINGUR með þremur perlum og glærum steinum tapaðist fyrir rúm- lega viku. Einnig týndust útpijónaðir drapplitir vettl- ingar, líklega í Þverholti. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-1682. Fundarlaun. Hanskar fundust HANSKAPAR fannst á gangstígnum meðfram Hringbrautinni um kl. 10:45 miðvikudaginn 23. október. Eigandi má vitja hanskanna í síma 552 3736. Ur tapaðist GYLLT og silfurlitað kven- mannsúr tapaðist við Rauðalæk eða í nágrenni 12. október sl. Skilvís finnandi er beðinn að hringja í síma 568-9684. Frakki tekinn í misgripum DÖKKBLÁR rykfrakki með belti var tekinn í mis- gripum á skemmtun sem kariakórinn Stefnir hélt fyrir aldraða í Hlégarði sunnudaginn 20. þ.m. Far- ið heim með annars manns frakka í sama lit og útliti en minna númeri. Ef rétti eigandinn sér þessa til- kynningu er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 566-6222. Úr tapaðist KVENGULLÚR með ljósri skífu tapaðist annað hvort í Leikhúskjallaranum eða þar fyrir utan, eða í Dal- túni í Kópavogi. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 892-1111. Peningar töpuðust ELLEFU þúsund krónur duttu upp úr vasa eigand- ans í IKEA sl. fimmtudag. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 565-1474. Gæludýr Köttur í óskilum HÖGNI, svartur og brúnn á baki, með hvíta bringu og rauða ól hefur gert sig heimakominn í Drápuhlíð 1. Þeir sem þekkja kisa eru beðnir að hringja í síma 562-8935. SKAK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í síðustu umferð á Haustmóti Taflfé- lags Reykjavíkur. Björgvin Víglundsson (2.280) var með hvítt, en Jón Viktor Gunnarsson (2.250) hafði svart og átti leik. Hvít- ur lék síðast 28. Re5- g4 sem var þvingað. 28. - Rxe2+! 29. Kfl (Auðvitað ekki 29. Hxe2? - Hdl+ og mát- ar) 29. - Hdl+! 30. Kxe2 - Dxe4+ 31. Kxdl - Dxg4 32. Kel - De4+ 33. Kfl - Dbl+ 34. Kg2 - Dxb2 og með tveimur peðum jrfir í drottningaenda- tafli er svarta staðan auðunnin. Þetta var eina skákin sem Jón Viktor vann gegn íslendingi á mótinu. Honum farnaðist best gegn erlend- um stórmeisturum, vann bæði Mikhail Ivanov, Rúss- landi, og Igor Rausis, Lett- landi, í skemmtilegum skákum. Teflir líklega best þegar hann ber virðingu fyrir andstæðingnum! c a • i g h SVARTUR leikur og vinnur. Meö morgunkaffinu * Ast er... ' að hlusta á flautuleik hans. TM R*o U.S. P«L OW. — «fl rtghta rmervad (c) 1906 Lo« AngaÍM TlmM Syndlcata n.lWfr' Og nú skulum við reyna einu sinni enn, en án klarinetts. WORD fyrir byrjendur og kynning ó EXCEL Matreiðslunámskeið: Brauðbakstur Gómsætir bauna-, pasta- og grænmetisréttir Konfektgerð Jólabútasaumur Jólaföndur úr trölladeigi Innritun í símum 564 1527 og 456 1507 kl. 18.00-21.00 Víkveiji skrifar... MORGUNBLAÐINU sl. laugardag birtist kort, sem sýndi hversu umfangsmikið sjúkraflug bandaríska vamarliðsins var á fimmtudag og föstudag, þegar gerð var tilraun til þess að sækja sjúkan japanskan sjómann langt á haf út en tókst ekki vegna veðurs fyrri daginn, þótt þyrlur varnarliðsins væru komnar að skipinu. Daginn eftir tókst að ná í hinn sjúka mann og þá var skip hans komið mun nær íslandi. Það sem vakti hins vegar at- hygli við þetta kort var einfaldlega, að á fimmtudajf var japanska skip- ið mun nær Irlandi og sennilega Skotlandi einnig heldur en íslandi. Hvers vegna voru þyrlur ekki sendar þessa styttri leið til þess að sækja manninn? Getur það verið, að á Irlandi og Bretlandseyjum sé ekki lið til taks til þess að leggja í leiðangur af þessu tagi? Ef sú er raunin og skýringin á því að japanska skipið leitaði til Islands en ekki til írlands eða Skot- lands er Ijóst, að Björgunarsveit vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli er sú eina, sem getur sinnt verkefn- um sem þessum á stórum hluta Norður-Atlantshafs. Varla er það viðunandi ástand. xxx HÚSDÝRAGARÐURINN og Fjölskyldugarðurinn í Laug- ardal eru til mikillar fyrirmyndar. Þó má spyija, hvort ekki mætti vera meiri starfsemi í Fjölskyldu- garðinum um helgar að vetri til, þegar vel viðrar eins og um nýliðna helgi. Það er liðin tíð, að íslending- ar loki sig inni eins og kostur er um vetur. Þvert á móti hefur fólk lært að njóta kosta landsins og fallegs vetrarveðurs, hvort sem er í þéttbýli eða úti um land með því m.a. að klæða sig nógu vel. Ungur maður, rúmlega þriggja ára að aldri, sem vildi spila golf í Fjölskyidugarðinum um helgina, kom að lokuðum dyrum. Þar voru að vísu golfbrautir úti við en hvorki kylfur eða kúlur, sem voru ramm- lega læstar inni og enga þjónustu að fá. Er nauðsynlegt að loka allri þessari starfsemi yfir veturinn? AÐ HEFÐI þótt fáheyrt fyrir einum til tveimur áratugum að gera kröfur á hendur skattayfir- völdum um betri þjónustu. En tímarnir hafa breytzt og nú eru ný viðhorf uppi á öllum sviðum þjóðlífsins. Á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga fyrir skömmu lýstu einn af fram- kvæmdastjórum Eimskipafélags íslands hf. og löggiltur endurskoð- andi þeirri skoðun, að þjónusta skattayfirvalda væri óviðunandi. Þeir bentu m.a. á, að í öðrum löndum væri hægt að fá fyrirfram úrskurð skattayfirvalda á 3-4 vik- um, sem gæti skipt sköpum um ákvarðanir fyrirtækja. Hér á ís- landi gæti tekið 1-2 ár að fá kæru til skattayfirvalda afgreidda. Þessi krafa á hendur skattayfir- völdum frá atvinnulífinu er einn þáttur í gjörbreyttum viðhorfum, sem hér hafa rutt sér til rúms. Rökin fyrir þessum athugasemdum eru augljós og skattayfirvöld eiga engan annan kost en að laga sig að þessum kröfum „markaðarins".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.