Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 46

Morgunblaðið - 29.10.1996, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ , ■ ?/ KyöL0$íi6u KOPAVOGSífy Nómskeið sem byrja í nóvember: Tölvunámskeið: ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Búa aldraðir við kröpp kjör? GUÐFINNA hringdi og sagðist vera orðin leið á þessu sífellda væli um hve aldraðir búi við kröpp kjör. Hún vill að gerð verði könnun á því hve stór hluti þeirra sé undir fátæktar- mörkum og telur að flest eldra fólk hafi nokkuð góð fjárráð. Auðvitað væru alitaf einhveijir sem væru illa staddir, en meginþorri aldraðra ætti nóg af pen- ingum. Nær væri að huga að ungu fólki sem er að koma sér upp heimili og þess vegna að sligast und- im greiðslubyrði og skött- um. Elín góður fréttastjóri ÉG HEF verið mjög ánægð með frammistöðu Elínar Hirst sem fréttastjóra Stöðvar 2 og er því óánægð með uppsögn hennar. Mér finnst þó ekki rétt, eins og ályktað er í Velvakanda fyrir skömmu, að héðan í frá þurfi að taka fréttir Stöðvar 2 með fyrirvara. Það er vafalaust til fleira hæfileikafólk á Stöð 2 en Elín Hirst. Hólmfríður Sig. Tapað/fundið Pels tekinn í misgripum SVARTUR pelsjakki var tekinn í misgripum úr fata- hengi í Brautarholti 30 eftir árshátíð 12. þ.m. Annar pels var skilinn eft- ir, en hann er eldri. Sá sem kannast við þetta mál er vinsamlega beðinn að hringja í síma 554-0725. Jóhanna. Barnagleraugu töpuöust PÍNULÍTIL stelpugler- augu, gyllt með bleikum yijum, töpuðust í Holtsbúð eða Asbúð sl. fimmtudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 565-1779. Hringur og vettlingur tapaðist GULLHRINGUR með þremur perlum og glærum steinum tapaðist fyrir rúm- lega viku. Einnig týndust útpijónaðir drapplitir vettl- ingar, líklega í Þverholti. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-1682. Fundarlaun. Hanskar fundust HANSKAPAR fannst á gangstígnum meðfram Hringbrautinni um kl. 10:45 miðvikudaginn 23. október. Eigandi má vitja hanskanna í síma 552 3736. Ur tapaðist GYLLT og silfurlitað kven- mannsúr tapaðist við Rauðalæk eða í nágrenni 12. október sl. Skilvís finnandi er beðinn að hringja í síma 568-9684. Frakki tekinn í misgripum DÖKKBLÁR rykfrakki með belti var tekinn í mis- gripum á skemmtun sem kariakórinn Stefnir hélt fyrir aldraða í Hlégarði sunnudaginn 20. þ.m. Far- ið heim með annars manns frakka í sama lit og útliti en minna númeri. Ef rétti eigandinn sér þessa til- kynningu er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 566-6222. Úr tapaðist KVENGULLÚR með ljósri skífu tapaðist annað hvort í Leikhúskjallaranum eða þar fyrir utan, eða í Dal- túni í Kópavogi. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 892-1111. Peningar töpuðust ELLEFU þúsund krónur duttu upp úr vasa eigand- ans í IKEA sl. fimmtudag. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 565-1474. Gæludýr Köttur í óskilum HÖGNI, svartur og brúnn á baki, með hvíta bringu og rauða ól hefur gert sig heimakominn í Drápuhlíð 1. Þeir sem þekkja kisa eru beðnir að hringja í síma 562-8935. SKAK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í síðustu umferð á Haustmóti Taflfé- lags Reykjavíkur. Björgvin Víglundsson (2.280) var með hvítt, en Jón Viktor Gunnarsson (2.250) hafði svart og átti leik. Hvít- ur lék síðast 28. Re5- g4 sem var þvingað. 28. - Rxe2+! 29. Kfl (Auðvitað ekki 29. Hxe2? - Hdl+ og mát- ar) 29. - Hdl+! 30. Kxe2 - Dxe4+ 31. Kxdl - Dxg4 32. Kel - De4+ 33. Kfl - Dbl+ 34. Kg2 - Dxb2 og með tveimur peðum jrfir í drottningaenda- tafli er svarta staðan auðunnin. Þetta var eina skákin sem Jón Viktor vann gegn íslendingi á mótinu. Honum farnaðist best gegn erlend- um stórmeisturum, vann bæði Mikhail Ivanov, Rúss- landi, og Igor Rausis, Lett- landi, í skemmtilegum skákum. Teflir líklega best þegar hann ber virðingu fyrir andstæðingnum! c a • i g h SVARTUR leikur og vinnur. Meö morgunkaffinu * Ast er... ' að hlusta á flautuleik hans. TM R*o U.S. P«L OW. — «fl rtghta rmervad (c) 1906 Lo« AngaÍM TlmM Syndlcata n.lWfr' Og nú skulum við reyna einu sinni enn, en án klarinetts. WORD fyrir byrjendur og kynning ó EXCEL Matreiðslunámskeið: Brauðbakstur Gómsætir bauna-, pasta- og grænmetisréttir Konfektgerð Jólabútasaumur Jólaföndur úr trölladeigi Innritun í símum 564 1527 og 456 1507 kl. 18.00-21.00 Víkveiji skrifar... MORGUNBLAÐINU sl. laugardag birtist kort, sem sýndi hversu umfangsmikið sjúkraflug bandaríska vamarliðsins var á fimmtudag og föstudag, þegar gerð var tilraun til þess að sækja sjúkan japanskan sjómann langt á haf út en tókst ekki vegna veðurs fyrri daginn, þótt þyrlur varnarliðsins væru komnar að skipinu. Daginn eftir tókst að ná í hinn sjúka mann og þá var skip hans komið mun nær íslandi. Það sem vakti hins vegar at- hygli við þetta kort var einfaldlega, að á fimmtudajf var japanska skip- ið mun nær Irlandi og sennilega Skotlandi einnig heldur en íslandi. Hvers vegna voru þyrlur ekki sendar þessa styttri leið til þess að sækja manninn? Getur það verið, að á Irlandi og Bretlandseyjum sé ekki lið til taks til þess að leggja í leiðangur af þessu tagi? Ef sú er raunin og skýringin á því að japanska skipið leitaði til Islands en ekki til írlands eða Skot- lands er Ijóst, að Björgunarsveit vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli er sú eina, sem getur sinnt verkefn- um sem þessum á stórum hluta Norður-Atlantshafs. Varla er það viðunandi ástand. xxx HÚSDÝRAGARÐURINN og Fjölskyldugarðurinn í Laug- ardal eru til mikillar fyrirmyndar. Þó má spyija, hvort ekki mætti vera meiri starfsemi í Fjölskyldu- garðinum um helgar að vetri til, þegar vel viðrar eins og um nýliðna helgi. Það er liðin tíð, að íslending- ar loki sig inni eins og kostur er um vetur. Þvert á móti hefur fólk lært að njóta kosta landsins og fallegs vetrarveðurs, hvort sem er í þéttbýli eða úti um land með því m.a. að klæða sig nógu vel. Ungur maður, rúmlega þriggja ára að aldri, sem vildi spila golf í Fjölskyidugarðinum um helgina, kom að lokuðum dyrum. Þar voru að vísu golfbrautir úti við en hvorki kylfur eða kúlur, sem voru ramm- lega læstar inni og enga þjónustu að fá. Er nauðsynlegt að loka allri þessari starfsemi yfir veturinn? AÐ HEFÐI þótt fáheyrt fyrir einum til tveimur áratugum að gera kröfur á hendur skattayfir- völdum um betri þjónustu. En tímarnir hafa breytzt og nú eru ný viðhorf uppi á öllum sviðum þjóðlífsins. Á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga fyrir skömmu lýstu einn af fram- kvæmdastjórum Eimskipafélags íslands hf. og löggiltur endurskoð- andi þeirri skoðun, að þjónusta skattayfirvalda væri óviðunandi. Þeir bentu m.a. á, að í öðrum löndum væri hægt að fá fyrirfram úrskurð skattayfirvalda á 3-4 vik- um, sem gæti skipt sköpum um ákvarðanir fyrirtækja. Hér á ís- landi gæti tekið 1-2 ár að fá kæru til skattayfirvalda afgreidda. Þessi krafa á hendur skattayfir- völdum frá atvinnulífinu er einn þáttur í gjörbreyttum viðhorfum, sem hér hafa rutt sér til rúms. Rökin fyrir þessum athugasemdum eru augljós og skattayfirvöld eiga engan annan kost en að laga sig að þessum kröfum „markaðarins".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.