Morgunblaðið - 30.10.1996, Page 1

Morgunblaðið - 30.10.1996, Page 1
 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 BLAD Leigukvóti og varanlegur þorskkvóti lækkar í verði • STARFSMENN Netagerðar Vestfjarða, Ólafur Skúlason og Einar Gunnlaugsson, voru að bæta stykki í troll Gauksins GK þegar ljósmyndari Morgun- Morgunblaðlð/Goili blaðsins hitti þá á bryggjunni í Bolungarvík á dðgunum. leiguverð á afia- Eftirspum er engin ennþá ,‘6KL^"úr að söffn kvótamiðlara LIU hVÍ:,;! “6. læ^\er ° verio að bjoða varanleg- an þorskkvóta á 600 kr. kg sem er talsverð verðlækkun frá því í upphafi kvóta- ársins, þann 1. september sl. Þrátt fyrir það hefur enn engin eftirspurn verið eftir þorskkvóta, hvorki varanlegum né til leigu, að sögn Björns Jónssonar, kvótamiðlara hjá LÍÚ. 3 Læknisþjónusta með hjálp fjarskiptatækni Rannsóknir 5 Rækjuveiðarnar á Flæmska hattinum Markaðsmál 0 Erfðatæknin getur breytt forsendunum í laxeldinu „Þ'að er beinlínis enginn áhugi, varla hringt og spurst fyrir. Ætli menn séu bara ekki búnir að átta sig á því að dæmið gengur ekkert upp með því að kaupa varanlegan þorskkvóta til sín á svo háu verði á sama tíma og verð fyr- ir leigu er svo lágt sem raun ber vitni. Við vitum að leigukvótaverð hefur áhrif á viðskiptin, en eftir því sem leigan er ódýrari, því síður er spenningur fyrir viðbót í varanlegum aflaheimildum. A sama tíma í fyrra var í september og fram í október veruieg eftirspurn eftir kvóta, en þá var verð á varanlegum þorskaflaheimildum 460 kr. kg og leigðuverðið um 90-95 kr. kg. Eins og staðan er í dag, er ekki saman að jafna að kaupa varanlegar þorskaflaheimildir fyrir 600 kr. án þess að eiga möguleika á því að leigja kvótann fyrir meira en 68 kr. eða þaðan af minna,“ segir Björn. 30 þúsund tonna viðbótarheimildir Lækkandi kvótaverð má án efa skýra að einhverju leyti með því að bætt var yfir 30 þúsund tonnum við þorskaflahá- markið á því fiskveiðiári, sem nú stend- ur yfír, miðað við árið í fyrra. „Það hlýtur að þýða að meira fram- boð sé af þorski sem aftur hlýtur að kalla á lækkandi verð. Mér finnst hins- vegar hafa orðið mjög snögg breyting á þessu nú því yfirleitt ef varanlegar þorskaflaheimildir hafa komið inn til sölu, hafa þær nánast horfið eins og skot þó viðskipti með kvóta séu langai- gengust í formi skipta á aflaheimildum án þess að nokkur einasta króna fari á milli manna,“ segir Björn. Aðspurður um hvort ætla mætti að um samantekin ráð kvótakaupenda gæti verið að ræða í ljósi engrar eftir- spurnar til þess að þrýsta kvótaverðinu niður á við, svaraði Björn því til að honum þættu slík samráð í raun og veru ekkert óeðlileg þar sem að menn vildu fá kvótann sem ódýrastan. „Ég hef á hinn bóginn ekki nokkra trú á því að neitt svoleiðis sé í gangi,“ segir Björn. Fréttir Markaðir Aukning á Evrópumarkaði • UM ÞAÐ bil 11% sölu- aukning varð á sölu Iceland Seafood Ltd., markaðs- og sölufyrirtæki íslenskra sjávarafurða, á Evrópusam- bandsmarkaðnum fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Á Evrópumarkaðssvæðinu rekur IS þrjár skrifstofur, eina í Bretlandi, aðra í Frakklandi og þá þriðju í Þýskalandi./2 Lítil veiði við Eldeyna • LÍTIL síldveiði hefur ver- ið við Eldeyna frá því að Árni Friðriksson fann þar síld í síðustu viku. í gær- morgun voru aðeins tvö skip á Eldeyjar-miðum, Jón Sig- urðsson GK, sem landar í Grindavík, og Elliði GK sem landar á Akranesi, en bæði þessi skip fengu í fyrradag leyfi sjávarútvegsráðuneyt- isins til þess að stunda síld- veiðar á svæðinu í flottroll allan sólarhringinn, en áður mátti aðeins nota flottroll frá 7.00 á morgnana til 19.00 á kvöldin./4 Burðargeta aukin um 4001. • NÓTASKIPIÐ Örn KE 13 heldur til veiða í dag eftir miklar breytingar í Póllandi í sumar. Segja má að allur framhluti skipsins sé nýr og ber það eftir breytingarnar 1.100 til 1.200 tonn af síld og loðnu og er með búnað til kælingar aflans um borð. Áður bar Örn 750 tonn, en hann var smíðaður í Noregi 1966 og var síðan lengdur 1976./7 Landa fiski fyrir skipin • LÖNDUN ehf. var stofn- uð árið 1987 og hefur að- stöðu við Reykjavíkurhöfn. Fyrirtækið sinnir þörfum útgerða varðandi löndun sjávarafurða og veitir aðra almenna þjónustu við fiski- skip. Þeir Stefán Siguijóns- son, framkvæmdastjóri, og Svavar Ásmundsson, þjón- ustusijóri, segja fyrirtækið leitast við að veita vandaða og skjóta þjónustu og bjóða nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna við að landa úr fiskiskipum hvar sem er í Reykjavíkurhöfn./8 Mikið veitt utan landhelgi • FISKAFLI íslendinga ut- an landhelgi var orðinn rúmlega 254.000 tonn fyrstu níu mánuði þessa árs. Langmest af aflanum er norsk-íslenzka síldin, tæp- lega 165.000 tonn. Rúmlega 51.000 tonn hafa veiðzt af úthafskarfa, en þar af hafa um 4.000 tonn verið tekin úr kvóta Grænlendinga. Rækjuveiðar á Flæmska liattinum hafa aukizt gífur- lega milli ára og námu nú um 18.500 tonnum. Þorsk- afli í Barentshafi nam 18.300 tonnum. Afli utan landhelgi f janúar-september 1996 í tonnum, botnfiskur óslægður Úthafskarfi 51.435t Þorskur 18.285 t Rækja I 18.4941 Rækja II 6011 Annar afli 723t Rækja I = á Flæmingjagrunni Rækja II = á Dohrnbanka Mikill afli kominn á land Afli í janúar- sept. þrjú síöastliðun ár tonnum, botnfiskur óslægður 1995 1996 hús. tonn 1.000 | ft’ ALLUR AFLI Parafloðna Par af botnf. þar af þorskur • FISKAFLINN í septem- bermánuði siðastliðnum varð alls um 60.000 tonn, sem er heldur meira en tvö síðustu árin, en miklu minna en árið 1993, þegar 153.000 tonn bárust á land. Það sem af er árinu er afl- inn hins vegar orðinn 1.514.185 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé- lagins. Það er mun meira en á sama tíma tvö síðustu ár, er aflinn þetta tímabil varð 1.056.033 tonn og 1.239.773 tonn. Mestu mun- ar um mikla loðnuveiði, sem þegar er orðin meira en milljón tonn./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.