Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Meira keypt • BRETAR hafa aukið inn- flutning á ferskum fiski mik- ið í ár. Eftir 7 mánuði nam þessi innflutningur um 43.700 tonn. Á sama tíma í fyrra höfðu þeir flutt inn um 36.400 tonn. Mest af fiskinum kaupa þeir frá Færeyjum og Islandi. mc Dýptarmælar V-108A • 2 kw sendiorka • 10 tonna skjár • íslenskur skjátexti FISKI QG SLOGDÆLUR = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Ný 315/350 ha. yfirburöavél frá YANMAR! Til afgreiðslu strax! ★ 6 strokka - Turbo Intercooler. ★ Létt og fyrirferðarlítil. ★ Þýðgeng og sparneytin. ★ Ýmsir drifmöguleikar. Ráðgöf - sala - þjónusta YANMAR FRÉTTIR SKIPT UM TOGVÍRA • ÞAU eru mörg handtökin, á Klakki SH 510 að eiga við faðma af tromlunum og setja þegar skiptaþarf umtogvíra vírana, en taka þurfti 800 annað eins á í staðinn. á togara. Hér eru skipveijar Um 11% söluaukning á Evrópusambandsmarkaði UM ÞAÐ bil 11% söluaukning varð á sölu Iceland Seafood Ltd., mark- aðs- og sölufyrirtæki íslenskra sjáv- arafurða, á Evrópusambandsmark- aðnum fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Á Evrópumarkaðssvæðinu rekur ÍS þrjár skrifstofur, eina í Bretlandi, aðra í Frakklandi og þá þriðju í Þýskalandi. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri í Bretlandi, segir að fyrst og fremst megi þakka því að íslenskar sjávarafurðir hf. hafi lagt áherslu á í starfí sínu að leita út fyrir landsteinana í leit að verkefn- um og það hafi borið þann árangur að nú hafi fyrirtækið yfír meiri físk að ráða. Höskuldur vísaði í þessu sambandi bæði til útgerðar í Namib- íu og Kamtsjatka. „Eins höfum við íslenskarr sjávarafurðir: Útflutningur sérvöru til ESB-ríkja 1992-95 Hlutfall af heildarsölu 13% 21% 28% 27% séð töluvert mikla aukningu í þess- um svokölluðu sérpakkningum sem framleiddar eru í okkar frystihúsum hér á íslandi. Eins og kortið ber með sér, má sjá að Iceland Seafood Ltd. seldj sérvöru á árinu 1995 fyrir 19,4 milljónir sterlingspunda sem fer aðallega beint á smásölumarkaðinn. Árið 1992 sést að salan nam 9,3 milljónum sterlingspunda. Auk þess má sjá að hlutfall svokallaðrar sér- vöru af heildarsölunni fer sífellt vaxandi, eða úr 13% árið 1992 í 27% í fyrra. Sérvara skilgreinist sem smásölupakkningar, sem pakk- aðar eru m.a. í Hrísey og á Reyðar- fírði. Ýmist er fískurinn settur í smásölupakkningar eða hann skor- inn í bita, eins og markaðurinn er farinn að krefjast í auknum mæli. Saka RGI um að stunda rányrkju á alaskaufsa ALÞJÖÐLEG stórútgerðar- fyrirtæki, þar á meðal Reso- urce Group International, RGI, fyrirtæki Norðmannsins Kjeli Inge Rokkes, stunda mikla ofveiði á Alaskaufsa í Okhotskhafí að mati bandarískra fiskifræð- inga. Segjast þeir óttast, að með sama áframhaldi muni stofninn verða hruninn um aldamótin. Vaxandi andstaða við „ryksuguskipin Bandarílq'amenn segja, að meðan Rússar hafí stundað veiðamar sjálfír hafí lítil hætta verið á ferðum vegna þess hve skipin og veiðarfærin hafí verið afkastalítil. Öðru máli gegni nú þegar þeir séu búnir að selja kvótana útgerðarfélögum í Japan, Póllandi og Kóreu og einnig RGI. Umræddir kvótar eru upp á 400.000 tonn en bandarísku físki- fræðingamir telja, að veiðin sé miklu meiri og hugsanlega upp undir tvær milljónir tonna. Það muni leiða til hruns ekki síðar en um aldamótin. Kom undlr sig fótunum með rðnyrkju Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af þess enda telja þeir, að ofveiði innan rússnesku lögsög- unnar muni bitna á ufsastofninum innan þeirrar bandarísku þegar fram í sækir. RGI á nú rétt á 23% ufsastofns- ins í bandarískri lögsögu en auk þess gerir Rokke út níu skip í Ok- hotskhafí á vegum rússneska fyrir- tækisins VBTRF. Rokke var einnig umsvifamikill í smugunni milli rúss- nesku og bandarísku lögsögunnar þegar ufsastofninn þar var rányrkt- ur um 1990 með þeim afleiðingum, að síðan hefur hann ekki náð sér upp aftur. Það var raunar á þessari rán- yrkju, sem Rokke kom undir sig fótunum, en síðan hefur hann „dreift áhættunni" með veiðum við Rússland og Suður-Ameríku. Er vaxandi andstaða við þessar veiðar enda óttast margir, að þessi risa- stóru skip, sem lítið eftirlit er með, geti eyðilagt fiskstofnana á stuttum tíma. „Kvótakerfið er forsenda úthafsveiða“ • KVÓTAKERFIÐ og fqálst framsal aflans er forsenda þess að við getum stundað úthafsveiðar. Menn geta fært hann milii skipa og leigt kvót- ann og með þvi losað skip til veiða á úthafinu og greitt þann fómarkostnað sem út- hafsveiðar og tilraunir tU þeirra óneitanlega em því ekki em aUar ferðir til fjár í þeim efnum. Þetta kom ra.a. fram í máli Ragnars Ólafs- sonar útgerðarmanns á ráð- stefnunni um úthafsveiðar. Ragnar Ólafsson sagði ljóst að þegar stóm togaram- ir veiddu lítið á þessum fjar- lægu miðum yrðu útgerðar- menn að hafa eitthvað tíl að standa undir kostnaðinum og um leið opnaði þetta öðmm fiskiskipum leið við veiðarn- ar hérlendis. Sagði hann ís- lendinga hafa glutrað niður tækifærinu til að semja um veiðar við Rockall svæðið og ekki væri hægt hjá sljóm- völdum að ætla sér að loka fískveiðiflotann af við veiðar innan við 200 mílumar. Þá sagði hann möguleika mikla víða erlendis en það mætti ekki heldur verða til þess að menn misstu réttindi hér heima við. Togari sem veiddi í Asíu mætti ekki missa veiðiheimUdir hér við land vegna þeirra veiða. Hér væri spuming um að afla þjóðinni tekna á sem hagkvæmastan hátt, stórir togarar gætu haldið til úthafsveiða og minni fískiskáp tekið við hlutverki þeirra á heima- miðum. Kynnaþarf málstað fískveiðiþjóða • FRÉTTHt og umfjðllun fjöhniðla um fískveiðar em með þeim hætti að skaðað hefur málstað íslendinga, umfjöUunin er neikvæð og menn hafa sofíð á verðinum og til dæmis ekki bmgðist við þegar friðunarsamtök benda á meinta ofveiði. Hveraig fór með hvalveiðar? Þeim var mótmælt árið 1974 og menn kipptu sér ekki upp við það, árið 1982 vom þær bannaðar og ekki hafa Is- lendingar enn hafið þær á ný. Þetta kom fram í máli Ólafs Sigurðssonar frétta- manns þegar hann fjallaði um alþjóðlega fjölmiðlaum- ræðu um úthafsveiðar. Sýndi hann með nokkmm dæmum neikvæða umfjöUun erlendra blaða og tímarita um fisk- veiðar og hvernig menn teldu að víða væri verið að ofveiða fiskistofna. Ólafur Sigurðsson nefndi hvernig umhverfisveradar- samtök fæm beinlínis raeð viUandi málfíutning þegar þau segðu að um 70% fiski- stofna heimsins væru í út- rýmingarhættu. Rétt væri að um 30% stofna væm það en um 44% væru sjálfbær, þ.e. að nýting 44% fiskistofna heimsins væri skynsamleg en þann hluta teldu umhverfis- verndarmenn oft til hins of- veidda hluta sem væri alr- I almennum umræðum á ráðstefnunni um úthafsveið- ar tóku margir til máls og hvðttu til þess að sljórnvöld og útgerðarmenn sameinuð- ust um að stofna til kynning- arherferðar á sem viðtækast- an hátt til að kynna hvemig skynsamlegar fiskveiðar færu fram og að kynna þyrfti ímynd íslands sem ábyrga fiskveiðiþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.