Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Þorskur Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Jl_ nr Alls fóru 154,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 61,8 tonn á 96,75 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 25,0 tonn á 86,01 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 67,5 tonn á 110,68 kr./kg. Af karfa voru seld 73,6 tonn, en ekkert á Faxamarkaði. í Hafnarfirði á 84,74 kr. (13,41) og á 85,67 kr. (60,31) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 60,1 tonn. í Hafnarfirði á 60,54 kr. (11,41), á Faxagarði á 60,04 kr. (0,61) og á 59,95 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (48,11). Af ýsu voru seld 60,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 100,34 kr./kg. Kr,/kg 60 50 40:: 30 Sept ________Oklób. 5n Fiskverð ytra Þorskur * ----------» Karfi earaaa»'> Ufsi Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Björgúlfur EA 312 seldi 133,8 tonn á 102,70 kr./kg. Þar af voru 141,8 tonn af karfa á 115,21 kr./kg og 1,2 tonn af ufsa á 59,27 kr./kg. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 328,7 tonn á 162,78 kr./kg. Þar af voru 55,5 tonn af þorski seld á 181,96 kr./kg. Af ýsu voru seld 153,5 tonná 138,62 kr./kg, 33,6 tonn af kola á 208,79 kr./kg og 25,9 tonn af ufsa á 126,65 kr./kg. Erfðatæknin getur breytt forsendunum í laxeldinu ^■■■■■■■■■■■■■■■■^■■^^* MIKLAR framfarir Norðmenn búa sig undir SltSa'uS™™ tilkomu ofurlaxins °£ áratugum og nú er unnt að breyta erfðaeiginleikum plantna og dýra í því skyni að kalla fram aukinn vöxt eða aðra eftirsóknarverða eiginleika. Að undanförnu hefur staðið mikill styr um erfðafræðilega breyttar sojabaunir, sem Bandaríkjamenn hafa sett á markað í Evrópu, en þrátt fyrir mótmælin er ekki líklegt, að komið verði í veg fyrir þessa þróun. I Noregi er hún farin að valda nokkrum áhyggjum meðal laxeldismanna en talið er, að innan tíu ára verði ofurlaxinn svokallaði kominn á markað. Vex hann allt að sex sinnum hraðar en annar lax og á hugsanlega eftir að gerbreyta öllum forsendum í greininni. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr á erfðatæknin eftir að hafa gífurleg áhrif á matvæla- framleiðsluna á öllum sviðum. Er hún raunar þegar komin til sög- unnar í ýmsum jarðargróða án þess að neytendur átti sig oft á því og hún á einnig eftir að láta til sín taka í griparæktuninni í auknum mæli. í Bretlandi hafa farið fram rann- sóknir og tilraunir með ofurlaxinn svokallaða en þar er um að ræða arfbreyttan lax, sem vex margfalt hraðar en náttúrulegur lax. Er stefnt að því að hefja reglulega framleiðslu á þessum risum og búist við, að þeir komi á markað eftir fimm til tíu ár. Verða að vera með Norskir laxeldismenn eru and- vígir þessu „skrímsli", sem þeir kalla svo, og svo er einnig með alþjóðasamtök laxeldismanna. Þeir gera sér þó grein fyrir, að takist að vinna þessum fiski markað, kann svo að fara að þeir neyðist til að hefja ræktun hans líka. „Við erum andvígir þessum fiski vegna neytandans en kjósi fólk heldur arfbreyttan Iax, sem yrði þá vafalaust mjög ódýr, verðum við að hugsa málið upp á nýtt,“ segir Tarald Sivertsen, formaður í samtökum norskra laxeldismanna. Aðrir frammámenn í norsku lax- eldi, til dæmis Knut Altmann í Finnmörk, taka svo djúpt í árinni að segja, að ofurlaxinn geti alveg kippt fótunum undan norska lax- eldinu og því sé ekki um neitt annað að ræða en vera með í rækt- un hans frá byijun. Fiskeldi Norskir umhverfisverndarmenn hafa illan bifur á arfbreytta laxin- um og öðru slíku fikti og þeir benda á, að oft fylgi því ýmsir kvillar. Ekki er vitað hvernig því er háttað með ofurlaxinn en komið hefur fram við fyrri tilraunir með aukinn vöxt í dýrum, að stundum leiðir hann til vansköpunar. Áhyggjur af villta laxinum Margir hafa áhyggjur af því sem gerðist ef þessi arbreytti lax slyppi úr kvíunum og leitaði upp í árnar en sumir telja, að kynblöndun við venjulegan eldislax hafi nú þegar dregið úr þrótti villtu laxastofn- anna. Hefur það komið fram við rannsóknir, að hegðunarmynstur laxins í sumum norskum ám hefur breyst og miklu meira er um sjúk- dóma í honum og sníkjudýr en áður var. Til að koma í veg fyrir þetta þarf líklega alveg nýja gerð af kvíum eða þá að flytja allt eldið upp á land en hugsanlega má einn- ig sjá til þess, að ofurlaxinn sé ófijór. Þá hefur einnig verið talað um að búa svo um hnútana, að laxinn drepist, sleppi hann úr kvíunum. Það er unnt að gera með því að breyta erfðaeiginleikum hans þannig, að hann geti ekki lif- að án einhvers tilbúins efnis í fóðr- inu. Það er ekki aðeins, að norskir laxeldismenn hafi áhyggjur af ofurlaxinum, heldur hefur líka dregið bliku á loft á þeirra stærsta markaðssvæði, sem er Evrópa og sérstaklega Frakkland. Á síðasta ári voru flutt inn til Frakklands um 89.000 tonn af laxi og þar af frá Noregi tæp 37.000 tonn. Eru Norðmenn langstærstir í innflutn- ingnum eins og sjá má á því, að Bretar koma næstir með tæp 14.000 tonn. Bandaríkjamenn vilja stærri hlut í þriðja sæti eru Bandaríkja- menn með rúm 12.000 tonn en þeir eru nú að undirbúa mikla sókn í Frakklandi og í Evrópu fyrir Ala- skalaxinn. Kynna þeir hann sér- staklega sem villtan Iax og Ijóst er, að margir taka hann fram yfir eldislaxinn af þeim sökum. Auk þessa er ekki útilokað, að refsitollur verði settur á norskan lax, sem fluttur er til Evrópusam- bandsríkjanna, en Skotar og Irar kærðu nýlega Norðmenn fyrir und- irboð. Verði norska laxeldið fundið sekt versnar um leið samkeppnis- staða þess á Evrópumarkaði og sagt er, að Bandaríkjamenn fylgist grannt með þessu máli. Munu þeir hafa fullan hug á að nýta sér þá stöðu, sem upp kemur ef verðið á norska laxinum verður hækkað með refsitollum. Eldi á Atlantshafslaxi fer stöðugt vaxandi Land 1995 1996’ % Breyting frá 1990 til ’96 Noregur 249.000 295.000 + 51 Bretland 72.000 80.000 + 118 írland 12.000 13.000 + 50 Færeyjar 8.000 15.000 - 33 ísland 3.000 3.000 + 50 Samtals í Evrópu 344.000 406.000 + 56 Kanada 32.000 34.000 + 256 Bandaríkin 17.000 17.000 + 467 Chile 62.000 85.000 + 520 Ástralía 6.000 6.000 + 100 Samtals í Atlantshafi ' Áætlað. 461.000 548.000 + 88 Þorskaflinn í helstu verstöðvum landsins í september 1996 í B 1995 Ráðstöfun botnfiskafla í janúar-september 1995 Afli í tonnum, botnfiskur óslægður M8 ALLUR AFLI Q þar af þorskur Alm. ISndun |----wfflffl 107.764 /260.8451——P™0™ Vinnsluskip 16.093/75.544 Gámar I 913/18.998 * Síglingar I 381/9.119 f Þorskurinn unninn í landi RÁÐSTÖFUN botnfiskaflans það sem af er þessu ári, hefur verið með þeim hætti að um 258.000 tonnum hefur verið landað til vinnslustöðva, en rúmlega 100.000 tonn hafa verið unnin úti á sjó eða flutt óunnin utan. Langmest af þorskinum fer til vinnslu í landi, eða rúmlega 111.000 tonn og hefur það hlut- fall aukizt frá sama tímabili á síðasta ári. Afli af úthafskarfa jókst verulega þetta tímabil í ár, en mest af honum er unnið um borð í togurunum. Þeir unnu nú nærri 35.000 tonn af úthafskarfa um borð en tæplega 14.000 tonn voru unnin í landi. í báðum tilfell- um er um tvöföldun að ræða frá síðasta ári. 1996 Ráðstöfun botnfiskafla í janúar-september 1996 Afli í tonnum, botnfiskur óslægður 1ALLUR AFLI |j þar af þorskur Alm.löndun 111.342 /257.555 SAMTALS: 123.759/358.721 Vinnsluskip jMj 11.477/76.475 ^ Gámar I 845/21.472 ~ Siglingar I 94/3.118 1 Á SÍÐASTA ári voru um 104.000 tonn af botnfiskaflanum unnin um borð í fiskiskipunum eða flutt óunnin utan. Um 261.000 tonn komu hins vegar til almennrar löndunar, en lítilsháttar af því magni var fiutt utan óunnið. 108.000 tonn af þorski komu til almennrar löndunar, en 16.000 voru unnin um borð í togurunum. Um 1.300 tonn voru flutt beint utan í gámum eða skipum. Á þessu ári nemur sá útflutningur hins vegar aðeins rúmlega 900 tonnum. Karfinn og grálúðan voru uppistaðan í sjóvinnslunni, en alls voru um 44.000 tonn af þessum tegundum fryst um borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.