Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 1
Mogginn er kominn! OFBOÐSLEGA flinkur 10 ára strákur á Egils- stöðum, Pétur Atli Antonsson, sendi Myndasög- unum nokkrum sinnum mjög vel teiknaðar mynd- ir fyrir svona einu og hálfu til tveimur árum. En nú er hann 12 ára, fluttur í Mosfellsbæinn, Lág- holt 1, og ekki hefur honum farið aftur í teikning- unni. Myndirnar hans voru gjaman tengdar Mogganum á einn eða annan hátt - og ekki hefur það breyst! Við skulum vona að blaðburðar- fólk Morgunblaðsins eigi ekki á hættu að verða undir skriðu fólks, sem keppist um að ná í ein- tak, eins og þessi á myndinni hans Péturs Atla, en gott er að áhuginn fyrir lestrinum er til staðar! Kæri vinur, það er gott að sjá mynd eftir þig á ný í Myndasögunum og við bíðum spennt eftir næstu mynd(um). BERIÐ saman myndirnar tvær af lyftingamanninum og sannið til, þær eru ekki alveg nákvæmlega eins. Teiknarinn er að stríða okkur, sem er náttúrulega ekki /rm fallegt af honum, hann hefur nefnilega breytt annarri myndanna á fímm stöðum. Finnið þessa fimm breyttu staði. Fyrir- sæta SJÖFN Guð- jónsdóttir, 6 ára, Öldugerði 3, Hvolsvelli, sendi okkur mynd sem hún gerði af fyrir- sætu og við þökkum hjart- anlega fyrir, kæra Sjöfn. Hæ Moggi! Ég er hress 9 ára stelpa. Mig langar að eignast penna- vinkonu á aldrinum 9-10 ára. Áhugamál margvísleg. Svara öllum bréfum. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ragnheiður Bárðardóttir Reynimel 84 107 Reykjavik Kæru Myndasögur Mogg- ans. Ég óska eftir pennavinum, bæði stelpum og strákum, á aldrinum 10-12 ára. Ég er gálf 10 ára. Áhugamál mín: F6t- bolti, körfubolti, tónlist, bréfa- skriftir, stærðfræði og margt, margt fleira. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfí ef hægt er. Rakel Rúnarsdóttir Álfaskeiði 98 220 Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.