Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Nýtt
Draumakertið
DRAUMAKERTI heitir ný tegund
kerta sem heildverslunin Gjafaver
ehf. flytur
inn. Kertin
eru hand-
gerð og
þegar þau
loga endur-
speglast lit-
ir og
mynstur
þeirra. Þeg-
ar kertin eru brunnin upp að innan
má setja teljós í staðinn.
S vínakj ötsútsala
í Bónus
í DAG hefst útsala á nýju
svínakjöti í Bónus og stendur
hún fram að helgi eða meðan
birgðir endast. Afslátturinn er
á bilinu 25-40%, svínakótilettur
kosta 699 krónur, svínasnitzel
699 krónur, svínagúllas 699
krónur, úrbeinaður svína-
hnakki er á 699 krónur kílóið
og svínabógsneiðar 299 krónur
kílóið.
Að sögn Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar í Bónus bauðst
versluninni fyrsta flokks svína-
kjöt á mjög hagstæðu verði og
hann segir að þess fái neytend-
ur nú að njóta. „Fram að helgi
erum við að bjóða svipað verð
og er á svínakjöti í Dan-
mörku.“ Jón Ásgeir segir að
framboð af svínakjöti sé mjög
mikið þessa dagana og ástæðan
sú að yfirleitt er svínakjöt á
of háu verði og selst því ekki
sem skyldi.
VERSLUNARHUS
Quelle
DALVEGI 2 • KÓPAVOGI • S: 564 2000
Kjarnafæði á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
Þjóðleg'ir réttir á
íslenskum dögum
ÞESSA vikuna taka fyrirtæki á
Norðurlandi þátt í íslensku átaki,
já takk. Kjarnafæði er meðal fjöl-
margra fyrirtækja fyrir norðan
sem taka þátt í átakinu.
„Við erum afskaplega þjóðlegir
að þessu sinni og bjóðum viðskipta-
vinum ýmissa verslana hér fyrir
norðan að bragða á söltuðu folalda
og hrossakjöti og til dæmis grófum
hrossabjúgum", segir Eiður Gunn-
laugsson framkvæmdastjóri
Kjarnafæðis.
„Undanfarin ár höfum við lagt
áherslu á að vera með nýjungar í
kjötvinnslu og nú finnst okkur
kominn tími til að minna á gamla
siði í matargerð. Þessvegna höfum
við ákveðið að kynna í vetur saltað
og reykt folaldakjöt og ýmsar út-
gáfur af hrossakjöti. Áuk þess
verðum við með úral af svína-, og
lambakjöti og úrbeinaða hangi-
framparta. Rúsínan í pylsuendan-
um eru norðlensku sperglarnir sem
eru unnir úr lambakjöti.
Á íslenskum dögum bjóðum við
þessa þjóðlegu rétti með 15-20%
afslætti og við höfum fundið að
fólk hefur áhuga á að viðhalda
gömlum hefðum í matargerð. Góð
viðbrögð hafa komið okkur
skemmtilega á óvart.“
Senda fagmenn
árlega utan
„Við sendum fagmenn okkar
reglulega erlendis á námskeið en
þeir eru um tuttugu talsins en alls
starfa milli 80 og 85 manns hjá
fyrirtækinu. Þar sem fagmenn
okkar hafa oft farið utan til að
kynna sér það sem aðrar þjóðir eru
að gera höfum við verið iðnir við
að kynna ýmsar nýjungar sem við
höfum verið að markaðssetja und-
anfarin ár. í sumar kynntum við
til dæmis mexíkóska salsapylsu
sem seldist vel, við erum með la-
sagne og ýmsar pylsutegundir eins
og ekta þýska „bratwurst". Okkur
fannst núna kominn tími til að
leggja áherslu á þjóðlega rétti“
Færeyingar eru sólgnir
í rúllupylsu
Um síðustu áramót hóf Kjarna-
fæði að framleiða ýmsar kjötvörur
fyrir Færeyinga sem eru seldar í
Bónus. „Við vildum sem minnst tjá
okkur um þennan útflutning okkar
itl að byija með en hann hefur
gengið vonum framar. Nú er svo
komið að við erum nærri heilan
dag í viku hverri að vinna fyrir
færeyskan markað.“ Eiður segir
að rúllupylsan sé mjög vinsæl í
Færeyjum en síðan selja þeir líka
þangað pítsur, kjötfars, ömmusalt-
kjötfars og margskonar áleggsteg-
undir. „Nú er svo komið að við
höfum vart undan að framleiða og
okkur vantar til dæmis hráefni í
rúllupylsur. Ég lýsi hérmeð eftir
slögum til rúllupylsugerðar," segir
Eiður. „Við notum um tvö tonn
af slögum á viku í þessum tilgangi
og vantar tilfínnanlega slög.“
J óJ Litasjampó
• 20% litur
• ph-mildur
• litar án
ammoníaks
Þú færð
Poly Color
vörurnar
í snyrtivöru-
búðum og
apótekum.
Mjög
gott verol