Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKIMATTLEIKUR Erfittaðtaka NBA-titilinn af Chicago Bulls Bulls með lítið breytt lið en mikið um breytingar hjá öðrum liðum Flestir sérfræðingar um NBA-deildina bandarísku telja að þrátt fyrir að mörg lið hafí styrkt sig fyrir tímabilið sem hefst um helgina verði erfítt að stöðva meistara Chicago Bulls. Gunnar Valgeirsson skoðaði hvemig liðin koma undirbúin fyrír tímabilið og telur líklegast að Chicago verji titil sinn. Sá besti! MICHAEL Jordan og félagar hjá Chicago Bulls eru taldir sigur- stranglegastir í NBA í vetur, enda hafa litlar breytingar ver- ið gerðar á liðinu frá því í fyrra. Hér á Jordan eina af stór- kostlegum sendingum sínum. Keppnistímabilið í NBA-deildinni hefst nú um helgina. Mikið er um breytingar á liðum í deildinni. Segja má að það frelsi sem leikmenn hafa barist fyrir, sérstaklega rétti þeirra til að semja við hvaða lið sem er þegar samningar þeirra renna út, hafi einkennt sumarið. Leikmenn í öðrum atvinnudeildum beijast nú fyrir slíku frelsi og má segja að bæði atvinnumenn í amerískum fót- bolta og hafnabolta séu langt komn- ir með að fá svipað svigrúm. Eins og í fyrra hafa margir reynd- ir kappar skipt um lið og líklegt að einhver breyting verði á styrkleika ýmissa liða vegna þessa. Óvenjumarg- ir góðir leikmenn voru með lausa samninga í sumar sem gerði það að verkum að framkvæmdastjórar voru flestir með nokkurt svigrúm undir launaþaki liðanna (þau geta aðeins greitt 12 leikmönnum ákveðna heild- arupphæð). Þetta svigrúm notuðu flestir þeirra til að semja við leikmenn sem taldir voru geta bætt liðin. Aldr- ei fyrr hefur verið jafn mikið um leik- mannaskipti og í sumar sem leið. Markmið flestra framkvæmdastjóra betri liðanna var að gera þau nægi- lega sterk til að takast á við meistara Chicago Bulls í úrslitakeppninni en annarra aðeins að koma liðum sínum í úrslitakeppnina. Sum lið losuðu sig við marga leik- menn til að ná í stjórstjörnur, s.s. Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers og Miami Heat, á meðan önnur skiptu á sterkum leikmönnum í von um að bæta veikleika, s.s. Houston Rockets og New York Knicks. Þrátt fyrir allt þetta er stærsta fréttin frá sumrinu e.t.v. um engar breytingar. Meistarar Chicago Bulls sömdu að nýju við þjálfarann Phil Jackson og þá Michael Jordan og Dennis Rodman, alla til eins árs í senn. Ljóst er að framkvæmdastjóri liðsins vildi ekki binda of mikla pen- inga til langframa í þessum tveimur leikmönnum og Jackson vildi ekki festa sig lengur en þann tíma sem Jordan væri í Chicago. Meistaralið vesturdeildar frá Seattle kemur einn- ig að mestu óbreytt tii leiks nú. Þeir Gary Payton og Sam Perkins fengu báðir nýjan samning. Auk allra þessara leikmannaskipta voru nokkrir sterkir leikmenn í há- skólavalinu í sumar í boði en margir af þeim spila ekki lengur í fjögur ár með sínum liðum heldur kjósa að hætta fyrr vegna þeirra peninga sem í boði eru í NBA-deildinni. Liðunum 29 í NBA er skipt í 15 lið í austurdeild og 14 í vesturdeild, sem hvor um sig er með tvo riðla. Átta lið úr hvorri deild komast í úrsli- takeppnina, sigurvegarar beggja riðlanna og þau sex lið önnur sem bestan árangurinn hafa. Sigurvegar- ar úrslitakeppninnar í hvorri deild mætast svo í lokaúrsiitum. Austurdeild Sennilega mun barátta meistar- anna hjá Chicago verða erfiðari en í fyrra en liðið verður enn að teljast sigurstranglegast í austurdeildinni. Atlantshafsriðill New York Knicks hefur skipt um nokkra lykilmenn. Farnir eru bak- verðirnir Derek Harper og Hubert Davis og framheijinn Anthony Ma- son. Þar að auki hefur John Starks misst byijunarstöðu sína sem bak- vörður. Þrír nýir menn byrja því inni KARL Malone og aðrlr lykiimenn Utah mega ekki meiðast þá er voðinn vís. Hér sækir hann að Ervin Johnson sem er nú kominn til Denver Nuggets. á, þeir Larry Johnson frá Charlotte, Chris Childs frá New Jersey og Allan Houston frá Detroit. Liðið mun að- eins geta veitt Chicago keppni ef lykilmenn komast hjá meiðslum á seinni hluta keppnistímabilsins en það er ekki gefið mál þegar aldur bæði Charles Oakleys og Patricks Ewings er athugaður. Nýtt blóð gæti ýtt undir áframhaldandi orr- ustur við Chicago. Orlando Magic hefur orðið fyrir mestri blóðtöku allra liða þótt það hafi aðeins misst einn leikmann. Hann er hins vegar Shaquiile O’Neal og án hans verður erfitt að sjá Magic vinna sjálfan titilinn. í fyrra vann Orlando 17 af fyrstu 22 leikjum sín- um án O’Neal en í þetta sinn kemur kappinn ekki til baka. Þeir Penny Hardaway, Dennis Scott, Nick And- erson og Horace Grant munu eflaust reyna sitt besta en leikmenn verða að læra gjörsamlga ný leikkerfi án O’Neals. Mikið mun því reyna á þjálf- arann Brian Hill en hann hefur ávallt getað reitt sig á O’Neal í sókn og vörn. Athyglisvert verður að fylgjast með framgöngu Washington Bul- lets í vetur. Þrátt fyrir mikil meiðsl vann Bullets 18 fleiri leiki í fyrra en árið áður. Nýr bakvörður er kominn til liðs við félagið, Rod Strickland frá Portiand, en hann gæti gert gæfu- muninn ef hann fer ekki í fýlu eins og venjulega. Stóra rúmenska tröllið, Gheroghe Muresan, hefur tekið gíf- urlegum framförum á stuttum tíma og hjálpar mikið til í vörninni. Pat Riley hélt að hann hefði fund- ið lykilinn að framtíðinni hjá Miami Heat þegar hann gerði samning við Juwan Howard frá Washington, til viðbótar við Alonzo Mouming, sem liðið fékk í skiptum frá Charlotte í fyrra, en lögfræðingar NBA-deild- arinnar sögðu samninginn ólöglegan þar sem hann myndi setja liðið yfir launaþakið fræga. Þetta notfærðu forráðamenn Washington sér og hækkuðu boð sitt til Howards sem ákvað að vera áfram hjá liðinu. Riley varð æfur en varð að lokum að sætta sig við sitt hlutskipti. Riley hefur sagt að þetta muni gera það að verkum að eitt viðótarár muni taka að gera Miami að liði sem geti barist um titilinn. Án Howards vant- ar liðið þann framheija sem myndi gera gæfumuninn. Boston Celtics, Philadelphia 76ers, og New Jersey Nets ættu ekki að verða öðrum liðum veruleg ógnun í þessum riðli. Boston má muna fífil sinn fegri en ekki er hægt að færa rnörgum aðdáendum Celtics neinar gleðifréttir. Liðið hefur ekki unnið titil í tíu ár og það er of gott til að fá bestu háskólaleikmennina og eigendur þess of nískir til að eyða í bestu leikmennina sem eru á lausu. Boston er ekki líklegt til að blanda sér í neina titilbaráttu í náinni fram- tíð. Miðriðill Baráttan um sigur í þessum riðli verður væntanlega ekki hörð. Chicago Buils er með langbesta liðið og ætti að sigla öruggt í fyrsta sæti. Hvað er það sem gerir liðið svona gott? Sennilega felst skýringin í fjölhæfni þriggja bestu manna þess, þeirra Michaels Jordans, Scotties Pippens og Tonis Kukocs. „Þeim finnst ekki nóg að stöðva andstæð- ingana í vörn, þeir vilja helst skilja þá eftir á gólfinu," sagði Pat Riley nýlega. Með þá Dennis Rodman og Ástralíubúann Luc Longley sem vinnuhesta í vörninni er erfitt að ráða við hina þijá þegar í sóknina er komið. Lykillinn að velgengni liðs- ins er Pippen en hann tekur mikla pressu frá Jordan. Ef hann sýnir í vetur það sem hann hefur hingað til gert verður erfitt að stöðva Bulls í úrslitakeppninni. Aðalverkefni þjálf- arans, Phils Jacksons, verður að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.