Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UIMGLINGAR HANDKNATTLEIKUR 128 leikir í íyrstu umferð Islandsmóts 5. flokks karla sem fórfram á Akureyri Um 400 leik- mennmættu til leiks HK, KA og Haukar í efstu sætum Fyrsta umferðin af fjórum á Islandsmóti 5. flokks í hand- bolta fór fram á Akureyri um helg- ina. Um 400 ungir hanknattleiks- menn, víðs vegar að af landinu, mættu til leiks og voru leiknir 128 leikir í þremur íþróttahúsum bæj- arins frá föstudegi til sunnudags. Lið HK sigraði í flokki A-liða, KA í flokki B-liða og Haukar í flokki 'C-liða. HK lagði Þór að velli í úrslita- leik A-liða en KA varð í þriðja sæti. í úrslitaleik B-liða sigraði KA lið Víkings, en HK hafnaði í þriðja sæti. Haukar höfðu betur gegn KA-1 í úrslitaleik C-liða en KA-2 hafnaði í þriðja sæti. Fram- kvæmd mótsins var í höndum KA og Þórs og tókst vel en Kaupfélag Eyfirðinga var aðalstyrktaraðili mótsins. Liðin safna stigum í fyrstu þremur umferðum Islandsmótsins og þau lið sem standa best að vígi fyrir fjórðu umferðina, öðlast rétt til að keppa um sjálfan íslands- meistaratitilinn seinna í vetur. Morgunblaðið/Kristján ARNÓR Sigmarsson, leikmaður C-liðs KA, stlngur sér í gegnum vörn KR og skorar eitt marka sinna f leik liðanna sem fram fór í íþróttahúsi Glerárskóla. I SIJAKIM I GARÐAB, FJOLSKYLDUKORT STJORNUNNAR Fyrsta skráningin STEFÁN Snær Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og fjölskylda hans var fyrsta fjölskyldan til aö fá Fjölskyldukort Stjörnunnar. Af því tilefni afhenti Lárus L. Blöndal formaður Stjörnunnar Stefáni og fjölskyldu blómvönd. Á myndinni eru Stefán, Lárus, elglnkona Stefáns, Valgerður Gunnarsdóttir, sonurinn Stefán Snær og dæturnar Erla Tlnna og Gunnur Hulda. Umtalsverður spam- aður fyrir fjölskyldur Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ kynnti á dögunum Fjölskyldukort Stjörnunnar. „Til- gangur með Fjölskyldukortinu er tvíþættur,“ segir Páll Grétarsson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. ';,Annars vegar að lækka útgjöld heimilanna, sérstaklega þeirra þar sem eru mörg börn. Þar hafa út- gjöldin verið mjög mikil, ekki síst ef böm hafa lagt stund á fleiri en eina íþróttagrein hvert. Hin ástæð- an er sú að við teljum okkur geta með þessu fjölgað iðkendum þar sem kostnaðurinn við að barn 'Stundi fleiri en eina íþróttagrein er ekki mikill." Kortin gilda í eitt ár og kosta 30.000 krónur fyrir alla fjölskylduna. Hver meðlimur í fjölskyldunni fær eitt kort. Það gildir sem félagskort Stjörnunnar, aðgöngumiði á alla heimaleiki fé- lagsins, afsláttarkort í verslun. Síð- ast en ekki síst veitir það aðgang að öllum deildum félagsins gegn greiðslu skráningargjalds sem er nær undantekningarlaust 2.000 króna eingreiðsla fyrir hverja deild. Innan félagsins er lögð stund á blak, borðtennis, fímleika, hand- knattleik, karate, knattspyrnu, körfuknattleik, sund og þolfimi auk þess sem félagið heldur úti vetrar- íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 3-9 ára. Að sögn Páls hefur lág- marksæfingagjald hjá hverri deild verið 17.500 krónur á ári og hefur enginn afsláttur verið veittur þótt barn æfi fleiri en eina íþróttagrein. „Þetta verkefni okkar hefur gengið allvel og með því er unnið brautryðjendastarf við að lækka kostnað fjölskyldunnar við íþrótta- iðkun í Garðabæ,“ sagði Páll enn- fremur. Hann sagði að gefín hefðu verið út kort fyrir u.þ.b. 100 fjöl- skyldur, samtals um 450 manns. HAUKAR stóöu uppl sem slgurvegarar í keppnl C-liða og meö þelm á myndinni er þjálfarinn Elías Jónasson. síðustu ár. Aö þessu slnnl fóru strákarnir í 5. flokki meö slgur af hólml í keppnl B-liöa. Með þeim á myndinni eru þjálf- ari þeirra Jóhannes Bjarnason, t.v., og aðstoðarmaðurinn Jón Óskar ísleifsson, t.h. HK slgraðl í keppni A-llða og á myndlnni er slgurliðlð ásamt þjálfara sínum, Andrósl Gunnlaugssyni, t.v., og Ólafi Magn- ússynl, llðsstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.