Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 1
VERPBRÉF Nýtt afl á mark- aðnum/4 ____TÖLVUR Útgáfa tölvubóka blómstrar/6 JHmgtmMfitttí TORGIÐ Með gát um gleðinnar dyr/8 vwsnm KimnnniF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 BLAÐ 1 J Metsala HLUTABRÉF fyrir rúmar 209 milljónir króna seldust í gær og hafa viðskipti með hlutabréf á árinu ekki áður orðið jafn mikil á einum degi, auk þess sem þetti er önnur mestu sala hlutabréfa á einum degi frá upphafi. /2 Víkjandi lán ÍSLANDSBANKI hf. hefur aflað sér 500 milljóna króna með sölu skuldabréfa með sérstöku víkj- andi ákvæði til að styrkja eigin- fjárstöðu sína. Þetta er í annað skipti sem bankinn aflar sér fjár með sölu skuldabréfa með víkj- andi ákvæði./2 Hærri vextir? Birgir ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabank- ans, segir að horfur i verðlags- málum á næstu misserum muni að verulegu leyti ráðast í kom- andi kjarasamningum. 4% launa- hækkanir hér samrýmist því að verðbólga gæti verið um 2% á næsta ári. Verði launahækkanir meiri geti það stefnt stöðugleika í hættu og kallað á frekari aðhaldsaðgerðir í peningamál- um. /8 SÖLUGENGI DOLLARS GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 4. október 1995 (sölugengi; DOLLARI Kr. +1,79% breyting frá áramótum 70 DO 1"5 1996 ou 'o'n'd j'f'm'a'm'j YáVö' 55 Japanskt YEN -7,07% breyting frá áramótum Dönsk KRÓNA Kr. 13,0 12,5 m 1 11,0 -2,46% breyting frá áramótum 10,0 I995 9,5 1996 'o'n'd J ‘f'm'a'm'J' j'á's'o' 9,0 STERLINGSPUND Kr. +6,42% breyting frá áramótum 108,09^'10 1 1995 1996 nr I 'o'n'd j'f'm'a'm'j'j'á's'o' 85 j Þýskt MARK 1995 l l.. I Kr. 50 48 46 44,13 44 42 -3,14% breyting frá áramótum 40 38 1996 I.L.l.l 1 ,1 . I--1--1 36 0NDJ FMAMJ JÁS0 Franskur FRANKI Kr. 14 13,352 1995 0 N D -2,32% breyting frá áramótum 12 11 1996 jWa'm'jYa's'o'10 Islendingar færa út kvíarnar í rekstri fiskréttaveitingastaða í Bandaríkjunum 32 veitinga- staðir keyptir VIUAYFIRLYSING hefur verið undirrituð um kaup Arthur Treach- er’s Inc.-fiskréttakeðjunnar á öll- um hlutabréfum í M.I.E. Hospita- lity, Inc., stærsta sérleyfishafa Arthur Treacher’s, í Bandaríkjun- um. Eins og kunnugt er keyptu íslenskir og bandarískir fjárfestar Arthur Treacher Inc. í júní sl., en með kaupum á M.I.E. Hospitality, Inc. munu bæði umsvif og hagnað- ur fyrirtækisins þrefaldast. Þessir veitingastaðir eru stórif viðskipta- vinir Coldwater í Bandaríkjunum og kaupa mikið af þorski frá ís- landi. Hluthafar í Arthur Treacher’s Inc. eru m.a. þeir Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfamiðlari i New York og Skúli Þorvaldsson, eigandi Hótel Holts en þeir mynda meirihluta í fyrirtækinu ásamt ís- lenskum lífeyrissjóðum og banda- rískum fjárfestum. Stjórnarformað- ur fyrirtækisins er Bruce Galloway, samstarfsmaður Guðmundar Frankiín hjá verðbréfafyrirtækinu Burnham Securities í New York. M.I.E. Hospitality rekur nú 32 veitingastaði með sérleyfi Aithur Treacher’s Inc. í New York, New Jersey, Pennsylvaníu og Delaware sem velta samtals yfir 15 milljónum dollara á ári. Innan Arthur Treach- er’s-fiskréttakeðjunnar eru alls 124 veitingastaðir með kaupunum verða 61 staður i eigu Arthur Treacher’s Inc., en hinir eru reknir af öðrum aðilum með sérleyfi. Jafnframt hefur Arthur Treach- er’s Inc. aukið hlutafé um 7,1 millj- ónir dollara með lokuðu útboði og verður gengið frá sölu bréfanna í lok nóvember. Meðal stærstu kaup- enda bréfanna eru íslenskir fjárfest- ar, að sögn Guðmundar Franklín. „íslenskir fjárfestar keyptu umtals- verðan hluta af þessum nýju hluta- bréfum, þannig að til samans eru íslendingar og lífeyrissjóðir á ís- landi stærsti eigandi Arthurs Treac- her’s,“ sagði Guðmundur. Frá því íslensku og bandarísku fjárfestarnir keyptu Arthur Treach- er’s Inc. í sumar hafa hlutabréfin fimmfaldast í verði á verðbréfa- markaði í New York og eru nú seld á genginu 3,187 dollarar hvert bréf. í útboðinu er hvert bréf hins vegar selt á 1,78, en þær kvaðir eru sett- ar á kaupendur að óheimilt er að selja þau á markaði fyrr en að ári liðnu. Mikil bjartsýni um framtíðina Bruce Galloway, stjórnarformað- ur Arthur Treacher’s Inc., sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða kaup á 32 góðum veitingastöðum sem myndi nær þre- falda umsvif fyrirtækisins. „Þetta gerir okkur kleift að ná fram mark- miðum okkar um vöxt og við stefn- um að því að breyta stórum hluta þeirra í Arthur Treacher’s Seafood Grille. Þá teljum við að verð hluta- bréfanna í M.I.E. Hospitality, Inc., hafi verið mjög hagstætt." Galloway sagði að kaupin myndu auka hagnað fyrirtækisins verulega og mikil bjartsýni ríkti um framtíð- ina. P E N í N G A R K A Ð S S J Ð U R Engin binding Með nýjum peningamarkaðssjóði VÍB, Sjóði 9, getur þú ávaxtað fé þitt eða fyrirtækis þíns haftalaust. í einn sólarhring, eða lengur ef því er að skipta. Það er enginn kostnaður. Enginn binditími. Enginn munur á kaup- eða sölugengi. Tvö símtöl nægja - eitt til að kaupa og annað til að selja. Sjóður 9 fjárfestir einkum í skammtímaskulda- bréfum og víxlum ríkis og banka. Lágmarkseign í sjóðnum eru 250.000 krónur. Til að auðvelda bókhald sendum við tvö viðskiptayfirlit á ári. FíARMAIl/M! MB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.