Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 D 5 VIÐSKIPTI Samtímis á bók, geisladiski og Internetinu NOKKRIR starfsmenn Johans Rönning hf. með nýja listann, ásamt viðskiptavini. Nýr vöru- listi frá Rönning NÝ ÚTGÁFA af vörulista Johans Rönning hf. er komin út, en nú eru fimm ár frá síðustu útgáfu. Fyrsti vörulisti fyrirtækisins kom hins vegar út fyrir 32 árum. Þá voru vörunúmerin 200 talsins en nú eru þau um 5.300, að því er fram kem- ur í frétt frá fyrirtækinu. Fram kemur einnig að frá síð- ustu útgáfu hefur vöruúrval auk- ist mikið og er vörulistinn alls 440 síður með 1.700 myndum. Hann er eins og áður alfarið unninn af starfsmönnum Johans Rönning hf., í tölvukerfi fyrirtækisins. Samhliða prentaðri útgáfu er vörulistinn gefinn út á geisladisk (CD-ROM) fyrir tölvur, og hann er einnig á heimasíðu fyrirtækis- ins á Internetinu (http://www. ronning.is). í fréttinni segir einnig að rafræn útgáfa sé tvímæialaust útgáfumáti framtíðarinnar og Jo- han Rönning hf. leggi metnað sinn í það að vera fyrsta íslenska fyrir- tækið tii að gefa út vörulista á þessa þrjá vegu. Vörulistinn hefur að geyma ít- arlegt yfirlit vöruúrvals fyrirtæk- isins, og hann er nokkurs konar uppsláttarrit um rafbúnað, segir þar ennfremur. Listanum er skipt í 13 kafla, sem hver um sig saman- stendur af nokkrum vöruflokkum. Kaflarnir nefnast: Rafstrengir, Tengibúnaður, Rafveitubúnaður, Innlagnaefni, Rofar ogtenglar, Lagnaleiðir, Töflubúnaður, Stýri- búnaður, Mælar, Rafmótorar, Hita- tæki, Ljósbúnaður og Heimilistæki. Johan Rönning hf. var stofnað árið 1933 og í fréttinni segir að fyrirtækið sé núna ein af stærstu og rótgrónustu heildverslunum landsins og leiðandi á sínu sviði með mikla markaðshlutdeild í raf- magnsvörusölu. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir marga rafbúnaðarframleiðendur, sá stærsti er ABB-samsteyptan, en búnaður frá ABB er bæði í virkjunum hér á landi sem og flutnings- og dreifikerfum lands- ins. Rafmagnsvörur krefjast sér- fræðiþekkingar og fram kemur að allir starfsmenn Johans Rönn- ing hf., alls 26 talsins, séu sér- hæfðir á sínu sviði, viðskiptafólk, rafvirkjar, rafmagnstæknifræð- ingar og rafmagnsverkfræðingar. Áhersla sé lögð á góða heildar- þjónustu við viðskiptavini, hvort sem þá vantar lítinn rofa eða heilt raforkuver. Dagbók Atvinnu- svæði framtíð- arinnar MARKAÐSRÁÐSTEFNA um at- vinnusvæði framtíðarinnar verður haldin föstudaginn 8. nóvember. Peter L.W. Morgan, fram- kvæmdastjóri Evrópudeildar DTZ, flytur erindi um stefnur og strauma í alþjóðlegum ijárfestingum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra flallar um hvers megi vænta í ís- lensku athafnalífi á næstu árum og Gunnar I. Birgisson, formaður bæj- arráðs Kópavogs, og Birgir H. Sig- urðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, ræða um ný atvinnusvæði í Kópa- vogsdal. Ráðstefnan, sem verður haldin í Félagsheimili Kópavogs, stendur yfir milli klukkan 14-17. Flugþing fjallar um Evrópumál Flugmálastjóm efnir til málþings 7. nóvember nk. undir heitinu „Flugþing ’96 - Framtíð íslenskra flugmáia i Evrópu". Sérstök áhersla er á tvö viðfangsefni: flugöryggis- mál og flugsamgöngumál. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Halldór Blönddal, samgönguráð- herra, Klaus Koplin, aðalritari Flu- göryggissamtaka Evrópu, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða og Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta. Flugþing ’96 verður haldið í ráð- stefnumiðstöð Hótels Loftleiða frá kl. 9-17 og er opið ölium áhuga- mönnum um flug-, ferða- og sam- göngumál. Skráning þátttöku er í síma 569-4113. Endurmenntun Námskeið á vegum Endurmennt- unarstofnunar HI um altæka gæða- stjórnun - stöðugar framfarir verð- ur haldið 31. október og 1. nóvem- ber kl. 8.15-13. Kennari á nám- skeiðinu er Höskuldur Frímanns- son, rekstrarráðgjafí og lektor við Háskóla íslands. Námskeið um vöruhús gagna og upplýsingatengingu verður haldið 31. október kl. 8.30-12. Leiðbein- endur verða Már Grétar Pálsson og Jón Vilhjálmsson hjá Verkfræði- stofuni AFLI. Fjármagnstekjuskattur. Skatt- stofan, álagning og innheimta nefn- ist námskeið sem haldið vérður 31. október kl. 16-19.30. Kennari verð- ur Árni Tómasson viðskiptafræð- ingur, löggiltur endurskoðandi hjá Löggiltum endurskoðendum hf. og- stundakennari við HÍ. Námskeiðið takmörkuð skatt- skylda á íslandi. Tvísköttunarsamn- ingar, túlkun þeirra og beiting verð- ur haldið 5.-6. nóvember ki. 16-19. Elísabet Guðbjörnsdóttir lögfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu leið- beinir á námskeiðinu. Markaðssetning tiltekinnar vöru og þjónustu er heiti á námskeiði sem Endurmenntunarstofnun stendur fyrir 5.-6. nóvember ki. 8.30- 12.30. Bogi Þór Siguroddsson, markaðsstjóri Stöðvar 3, kennir á námskeiðinu. Námskeiðið Stjórnun á grund- velli hæfni starfsmanna verður haldið 5. nóvember kl. 8.30-12.30. Kristín Jónsdóttir, fræðslustjóri Eimskipafélags íslands, og Randver Fleckenstein, fræðslustjóri íslands- banka, leiðbeina. Námskeiðið Bókun fjárfesta í skuldabréfum og hlutabréfum verð- ur haldið 6. nóvember kl. 16-19 Stefán Svavarsson, dósent og lög- giltur endurskoðandi, kennir. Námskeiðið Hagnýt lögfræði fyr- ir starfsfólk fjármálafyrirtækja verður haldið 6. nóvember til 4. desember kl. 16.30-19.30, alls 15 klst. Bjarni Þór Óskarsson, hdl. og stundakennari við HÍ, verður leið- beinandi á námskeiðinu. Notkun herm- unar í rekstri Föstudaginn 1. nóvember kl. 20 mun Mark Elder, höfundur hermi- líkanaforritsins SIMUL8, flytja er- indi um notkun hermunar í rekstri fyrirtækja. 2. nóvember heldur Elder 5 klst. námskeið um gerð hermilíkana með SIMUL8. Erindið og námskeiðið verður í Odda, stofu 101. Heimasíða Elders er; http://www.colloquium.co.uk/ www/vti/markhome.html Nýjar víddir í fjármálaþjónustu IMARK verður með hádegisverð- arfund í dag þar sem fjallað verður um baráttu banka og sparisjóða sem hefur harðnað með hveiju ári með mörgum nýjungum s.s heimabanka, símabanka og bankaþjónustu á al- netinu. Ræðumenn á fundinum verða Ingólfur Guðmundsson, for- stöðumaður markaðssviðs Lands- bankans, og Bima Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og þjón- ustusviðs íslandsbanka. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu, Ár- sal, kl. 12-13:30. Upplýsingatækni og einföldun starfshátta ríkisstofnana Hádegisverðarfundur þriðju- daginn 5. nóvember á Hótel Sögu kl. 12.00-13.45. Erindi og umræður: Finnur Ing- ólfsson,_ iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, Drífa Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Ari Skúla- son, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands. Námskeið hjá Vitund Námskeið um fundi og funda- stjórnun sem byggist á myndband- inu „Meetings, Bloody Meetings" frá Video Arts. Námskeiðið verður haldið 5. nóv- ember, kl. 8.30-13 á Hótel Sögu, þingstofu B. Námskeið um símhegðun og sölutækni sem byggist á myndband- inu „Umskiptingurinn, fyrirspurn sem endar með sölu“ frá Video Arts. Námskeiðið verður haldið 7. nóv- ember kl. 8.30-13 á Hótel Sögu, þingstofu B. Verð fyrir hvort námskeið er 6.500 kr. á mann, innifalið er kaffí og meðlæti, námsgögn og VSK. Skráning þátttöku er hjá Vitund hf. í síma 562 0086 eða bréfsíma 561 4800. Skráningu lýkur 4. nóv- ember kl. 17. NWMi 0 BU m skemtibn og froðkik Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111 Heimasiöa: http://www.apple.is Harodiskur: Geisladrif: Skjár: □iskadrif: PowerMacintosh 6320/120: Örgjörvi: PowerPC 603e RISC Tiftíbni: 120 megariö Vinnsluminni: 12 Mb (má auka í 64 Mb) Skjáminni: 1 Mb DRAM 1.200 Mb Apple CD1200Í (átta hraöa) Apple Multiple Scan 14" litaskjár 3.5" - les Mac- og PCdiska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Innbyggt LocalTalk (sæti fyrir Ethernet-spjald) 16 b'ita hljóð inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem að sjálfsögðu er á íslensku Hugbúnaöur: Hið Ijölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagna- grunnur og samskiptaforrit. Ritvöllur 3.0 - stafsetningarleiðrétting og samheitaorðabók og Málfræðigreining - kennsluforrit í islenskri málfræði. Öll þessi forrit eru á íslensku. Mac Gallery Clip Art, Thinkin' Things, At Ease, Millies Math House, Click Art Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars. Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock Rap 'n' Roll, RedNex, The Way Things Work, Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin Activity Centre, Lion King Story Book og Toy Story Preview Leikir o.fl. LT5S:.:: Color StyleWriter 1500: Prentaðferö: „Thermar-bleksprauta entgæði: 720x360 pát meö mjúkum útlínum í sv/hv 360x360 pát fyrir lita- og grátónaprentun ngi: Háhraða raðtengi [885 Kbps) Beintenging við tölvunet með StyleWriter EtherTalk Adapter (aukabúnaður) Hraði: Allt að 3 síður á mínútu í svart/hvítu turgerðir: Stuðningur við TrueType- og Adobe PostScript letur Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt að 100 síður eða 15 umslög Prentefni: Flestallur pappír, glærur, „back-print film", umslög og límmiðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.