Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tölvur Tölvubækur blómstra TÖLVUR eru til margra hluta nýtanlegar, ekki síst ef kennt er að nota þær rétt. Fátt er betur til þess fallið að kenna tölvunotkun en bækur, þó menn sjái fyrir sér að tölvan eigi eftir að gera harða hríð að bókinni. Sem betur fer fjölgar íslenskum bókum um tölvur og tölvutengd mál, ekki síst þær sem ætlaðar eru bömum. Þar má nefna nýja bók frá Nesútgáfunni, sem fram að þessu hefur helst gefið út bæk- ur fýrir ferðamenn. Tölvubók Nes- útgáfunnar heitir Fyrstu kynni af tölvum og er ætluð bömum og unglingum, þó hver sem er geti haft nokkuð gagn af þeim til að fá nasasjón af tölvum. í bókinni er ýmislegt skýrt sem vafist getur fyrir fólki, yfirleitt skreytt með skýringarmyndum, sem era flestar skemmtimyndir. Þær gera bókina vissulega aðgengilegri fyrir böm, en aftur á móti er textinn á köflum tyrfínn og því getur verið erfitt að átta sig á hveijum bókin er ætluð. Þrátt fyrir það er í henni margt að finna gagnlegt, sérstak- lega er farið vel yfír grannatriði tölvunnar og stýrikerfi, jaðartæki, hugbúnað og fleira. Islenskun á bókinni hefur tekist Áprentuð Gjafavara! Aprentaðir hlutir til gjafa fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Leitið upplýsinga og fáið baekling - Yfir 500 vörunúmer. Stuttur afgreiðslutími. fyUÍií,FÍiJlilIÍJ Auglýsingar - Skiltagerð ISilkiprentun - Bolaprentun* Skeifunni 3c • 108 Reykjavík Sími 5680020 • Fax 5680021 KÁPA nýrrar tölvubókar Nesútgáfunnar. mjög vel og textinn lipur og þægi- legur aflestrar. Einhveijir eiga sjálfsagt eftir að reka upp stór augu þegar þeir sjá íslensk nýyrði í textanum, en þau era jafnan vel smíðuð og vonandi verður útgáfa sem þessi til þess að auka notkun þeirra, því tölvufróðir eiga það til að tala klúsaða „ísl-ensku“. Ekki verður heldur við útgefanda á ís- landi sakast þegar ónákvæmni gætir i bókinni eða þjóðsögum er hampað sem sannleik, til að mynda þegar sagt er að ekki sé gott að láta skjáinn standa lengi með sömu skjámynd, en vandamál því tengd era löngu úr sögunni með nýrri skjátækni. Aukinheldur er sú fullyrðing að tölvuþijótar sitji um krítarkortanúmer á heimsnet- inu, eins og þýðandinn kýs að nefna alnetið, út í hött. Öllum þeim krítarkortanúmeram sem Eigenda- skipti hjá Prent- þjónust- unni EIGENDASKIPTI hafa orðið á Prentþjónustunni hf., Bolholti 6 í Reykjavík. Nýlega keypti Ámi Sörensen, einn af aðaleigendum fyrirtækisins, og Nesútgáfan hluti annarra hluthafa. Fyrst um sinn verður rekstur Prent- þjónustunnar áfram á sama stað og sama starfsfólk. Sááfund semfínnur —góða aðstöðu! SCANDIC hbbhhihhhbhbosdodhhhhhhhhhhhi LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og stma 50 50 160 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Ásdís KRISTÍNI. Jónsdóttir og Sveinn Baldursson, höfundar og útgefendur kennslubóka I Word. Margir tölvuvinir spá því að tölvan eigi eftir að skáka bókinni þegar fram líður, en því verður ekki neitað að nærtækasta leiðin til að kenna á tölvur er með aðstoð — bóka. Ami Matthíasson skoðaði nýlegartölvubækur, kennslubækur og fræðslubók fyrir ungmenni. tölvuþijótar komast yfir er stolið með því að bijótast inn í tölvur fyrirtækja, eða þá að bijótast ein- faldlega inn til slíkra fyrirtækja og afrita á disk. Töluvert er einn- ig um að menn einfaldlega búi til slík númer með þartilgerðum for- ritum. Að sögn sérfræðinga era álíka líkur á því að kortanúmeri einhvers verði stolið á alnetinu og að viðkomandi verði rænt af geim- veram. Fyrstu kynni af tölvum er bráð- góð kynning á tölvum og tölvu- tækni, og fróðlegt verður að sjá framhaldið, en væntanlegt er tölvuorðasafn fyrir almenning og bækur um Windows 95. Umfangsmiklar kennslubækur Útgáfa tölvukennslubóka hefur mikið til verið einkaútgáfa til þessa, og iðulega sprottin af knýj- andi þörf. Þannig var það með umfangsmestu kennslubækur í rit- vinnsluforritinu Microsoft Word, sem Kristín I. Jónsdóttir kennari og Sveinn Baldursson tölvunar- fræðingur gefa út. Upphafíð að þeirri útgáfu var að kennslubók skorti fyrir hvor tveggja forritin Word og WordPerfect fyrir mörg- um árum og þær smíðuðu jþví í sameiningu Kristín og Gígja Áma- dóttir. Við Windows-væðingu hall- aði aftur á móti hratt undan fæti hjá WordPerfect, sem var eitt sinn vinsælasta ritvinnsluforrit landins, og í dag er Word allsráðandi. Meðfram hreinum kennslubókum var gefín út í sérstöku bandi bók með verkefnum fyrir ritvinnslu, Ritverk, verkefni fyrir ritvinnslu, því hugbúnaðurinn kallaði á slíkt. Sú bók kemur enn út, nú mjög aukin og endurskoðuð í sjöttu út- gáfu. Word fyrir Windows handbókin, sem heitir svo, nær yfír nýjustu útgáfur Word, 6.0, sem allmargir nota, og Word 7.0, sem sækir sí- fellt í sig veðrið með Windows 95, enda 32 bita hugbúnaður þó breyt- ingamar frá Word 6.0 séu ekki ýkja miklar. Bókin er all umfangs- mikil og hentar prýðilega til sjálfs- náms fyrir byijendur, þó hún sé kannski fyrst og fremst ætluð fyr- ir skóla. Hana má einnig nota sem uppflettirit því uppsetning og skipulag er mjög skýrt. Ekki má svo gleyma dijúgum viðauka sem í era leiðbeiningar tengdar Rit- verkum, sem áður er getið. Önnur bók skyld hinni eiginlegu Word fyrir Windows handbók er svökölluð Word fyrir Windows skyndihjálp; bráðþægileg bók til að hafa við hendina. Hún er öllu styttri en sú fyrrnefnda, 68 síður á móti u.þ.b. 150, en þó tekið á flestu sem hægt er að gera í Word og gott að fletta upp í henni eftir þörfum. f slenskur texti er almennt góður á bókunum, þær læsilegar og skýr- ar. Víða má þó deila um þýðingu á heitum og hugtökum. Til að mynda er það ekki gott að nota sögnina að „ljóma“ texta þegar átt er við að merkja hann, að kalla tilmælaglugga „samtalsglugga" er full enskukennt, mótun er ekki gott orð yfir „Format" og „tengi- leggur“ er ekki gott fyrir „hyper- link“, og svo mætti telja. Áð vissu leyti markast textinn af því að höfundar fóra að semja bækur til að bæta úr brýnni þörf og áður en nýyrðasmíð var komin af stað vegna tölvubyltingarinnar, en flest er vel af hendi leyst. Ábendingum um efni og athuga- semdum má koma til arnim@mbl.is. Ný og markviss sölutækni Rétt þjálfun starfsmanna mun leiða til árangurs ÍSLENSK fyrirtæki eru stöðugt að leita eftir nýjum leiðum til að auka markaðshlut- deild sína á innlendum og erlendum mörkuð- um. Til að bæta árang- ur í sölu og markaðs- málum er mikilvægt að starfsmenn fyrir- tækisins tileinki sér „gagnvirk samskipti" þar sem starfsmenn fyrirtækisins era í nánu sambandi við við- skiptavini sína og til- búnir að bregðast við síbreytilegum kröfum þeirra. Eitt af öflug- ustu verkfæram „gagnvirkra sam- skipta“ er markviss sölutækni en hingað til hefur ekki verið boðið upp á slíka þjálfun hér á landi. Hagvangur hf. hefur hafið sam- starf við Huthwaite Intemational sem hefur sérhæft sig í gagnvirkum samskiptum. Meira en 35.000 at- ferlisrannsóknir liggja að baki þeim þjálfunamámskeiðum sem Huth- waite býður upp á. Huthwaite International hefur rúmlega 20 ára reynslu í því að þjálfa starfsmenn öflugustu fyrir- tækja í heiminum í dag. Huthwaite er með umboðsskrifstofur í 26 lönd- um. Meðal viðskiptavina era Giro- bank, Volvo, Hewlett-Packard, Sony, Digital Equip- ment Corp., IBM, Kod- ak, Motorola, Americ- an Express og Rank Xerox. Neil Rackham, stofnandi Huthwaite Intemational er rann- sóknarsálfræðingur og var framkvöðull í því að nota atferlisrann- sóknir (behaviour ana- lysis) við að kanna hvernig sölumenn og markaðsfólk ber sig að í viðskiptum og hvaða samskiptamynstur leið- ir til árangurs. Rann- sóknir þessar era grannurinn að sölutækni sem heitir SPIN® en það er skammstöfun sem stendur fyrir mismunandi spuming- ar sem mikilvægt er að spyija í sö- lusamtölum. SPIN® þjálfunarnámskeiðið sjálft byggist að hluta til á því að þátttakendur leika hlutverk kaup- enda og seljenda og fá því þjálfun strax á námskeiðinu í því að nota SPIN® sölutæknina. Auk SPIN® sölutækninnar býð- ur Huthwaite upp á fjölda annarra þjálfunarnámskeiða í áhrifaríkum stjómunaraðferðum, þ.ám. samn- ingstækni, hópstjómun og fl. Flest námskeið sem Huthwaite International heldur eru sérsniðin Eitt af öflugustu verk- færum „gagnvirkra samskipta“ er markviss sölutækni en hingað til hefur ekki verið boðið upp á slíka þjálfun hér á landi, skrifar Gerður Ríkharðsdóttir og boðar að nú verði breyting þar á. að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig - þannig að öll dæmi sem notuð eru á námskeiðinu era úr daglegum samskiptum við viðskiptavini fyrir- tækisins. Hagvangur hf., mun í samvinnu við Huthwaite International, standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 7. nóvember á Hótel Loftleiðum. Þar mun Tony Hughes einn af stjórnendum Huthwaite kynna SPIN® sölutæknina ásamt öðrum þjálfunamámskeiðum. Höfundur er markaðs- og rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi. Gerður Ríkharðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.