Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 4
Htar lyiLiíiii HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ ■ ÓLAFUR Stefánsson, vinstrihandar- skytta úr Val, sem leikur nú með Wuppertal í Þýskalandi, leikur sinn fimmtugasta lands- leik gegn Eistlandi. ■ BERGSVEINN Bergsveinsson, mark- vörður, hefur ekki leikið með iandsliðinu í ár - hann lék síðast 16. desember 1995 gegn Grænlendingum í Nuuk. ■ EINN nýliði er í landsliðshópnum, Hlynur Jóhannesson, markvörður hjá HK. v,- < Landsliðshópurinn Morgunblaðið/Kristinn „SKOTIN verða að vera föst og hnltmlðuð ...“ g»ti Borls BJarnl Akbachev, aðstoðar- maður Þorbjarnar Jenssonar, landsllðsþjðlfara, verlð að segja við Patrek Jóhannesson. „Tilbúnir VALDIMAR Grímsson segir að landsliðs- hópurinn sé mj'ög samstilltur og tilbúinn í slag- inn gegn Eistlendingum í undankeppni HM. „Leikmenn eru ákveðnir að bæta fyrir leikinn gegn Grikkjum, þar sem menn fengu ærlega á baukinn. Stefnan hefur verið tekin á að tryggja íslandi rétt til að leika í heimsmeist- arakeppninni í Japan á næsta ári. Við verðum að ná góðum úrslitum gegn Eistlandi og síðan að standa okkur vel i leikjunum gegn Dönum sem koma í kjölfarið. Andinn er góður í hópn- í slaginn" um, leikmenn í góðri æfingu, sem lofar góðu,“ sagði Valdimar, sem lék ekki með gegn Grikkj- um. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var með síðustu æfinguna fyrir leikinn í gær og strax á eftir hélt hann fund með sínum mönnum, þar sem horft var á myndband frá viðureign Eist- lendinga og Dana á dögunum. Þorbjörn til- kynnir tólf manna lið sitt í dag. Leikurinn gegn Eistlandi verður í Laugar- dalshöllinni kl. 20.30 í kvöld. Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Hlynur Jóhannesson, HK Aðrir leikmenn: Konráð Olavson, Stjörnunni Björgvin Björgvinsson, KA Gústaf Bjarnason, Haukum Dagur Sigurðsson, Wuppertal Geir Sveinsson, Montpellier Gunnar Berg Viktorsson, ÍBV Júlíus Jónasson, TV Suhr Ólafur Stefánsson, Wuppertal Bjarki Sigurðsson, UMFA Ingi rafn Jónsson, Val Jason Ólafsson, Leutershausen Patrekur Jóhannesson, Essen Valdimar Grímsson, Stjörnunni KNATTSPYRNA Engin auglýsingahlé fyrir sjónvarpsstöðvar SEPP Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, alþjóða knattspyrnusam- bandsins, segir íviðtali við Kicker ígær að þess sé langt að bíða að gert verði hló á knattspyrnuleikjum þannig að sjónvarps- stöðvarnar geti komið að auglýsingum. „Það mun ekki gerast í nóinni framtíð að leiknum verði skipt upp í þriðjunga eða fjórð- unga og við munum ekki heldur leyfa leikhlé þannig að hægt sé að koma að auglýsingum í sjónvarpi," sagði Blatter. Fagnaðarlæti kostuðu þrjú mannslrf TYRKIR eru þekktir fyrir blóð- hita og ekki hvað síst þegar knattspyrnan er annars vegar. Eftir „lVrkjaránið“ á Old Traf- ford í Manchester í fyrrakvöld, fögnuðu stuðningsmenn liðsins ógurlega. Þúsundir manna flykktust út á götur Istanbul og létu öllum illum látum og í öllum fögnuðinum létust þrir. Kona og 10 mánaða gamalt barn hennar létust þegar 25 ára gamall maður skaut af riffli út um gluggann þjá sér til að fagna og á svipuðum tíma fékk 18 ára unglingur skot í hnakk- ann þegar hann hallaði sér fram af svölunum hjá sér til að fylgjast með fagnaðarlát- unum á götunni fyrir neðan. Forsvarsmenn þýsku sjónvarps- stöðvanna RTL og SATl hafa viðrað þessar hugmyndir en fengið dræmar undirtektir hjá FIFA og knattspyrnumönnum. Talsmenn sjónvarpsstöðvanna segja að stöðv- amar verði sífellt að greiða meira og meira fyrir að sýna frá knatt- spyrnuleikjum og ef vilji sé til þess að halda knattspyrnunni á opnum rásum verði að gera eitthvað, ann- ars muni knattspyrnan færast yfir á svokallaðar „pay-per-view“ sjón- varpsstöðvar. Franz Beckerbauer hefur tekið svo djúpt í árinni að segja þessar hugmyndir ,jafn gagnlegar og að fá gat á hausinn" og „mesta rugl aldarinnar". Blatter sagði að til- raunir hafi verið gerðar, meðal annars í Svíþjóð og í Brasilíu, og þær sýni að þetta gangi ekki. „Knattspyrnuvöllurinn er of stór til þess að þetta gangi. Sé gert hlé á leiknum tekur það leikmenn of langan tíma að koma saman þannig að þjálfarinn geti rætt við þá og síðan að koma sér á sinn stað á ný. Hrynjandin í leikn- um riðlast og menn eru mótfallnir því,“ sagði Blatter. ■ CARLOS Alberto Parreira, sem var landsliðsþjálfari Brasilíu- manna þegar þeir urðu heimsmeist- arar árið 1994, var í gær rekinn frá Sao Paulo í Brasilíu en þar hefur hann verið þjálfari. Liðið hafði leikið tíu leiki án þess að sigra. ■ BOLTON, lið Guðna Bergsson- ar, segir að hagnaður verði af rekstri félagsins í ár, en í fyrra var tapið um 56 milljónir króna. Hagnaðurinn í ár á að verða ríflega 20 milljónir þrátt fyrir að félagið leiki nú í 1. deild. ■ EIKE Immel, þýski markvörð- urinn sem jeikið hefur með Manch- ester City, er meiddur og hefur misst sæti sitt í liðinu. Hann ætlar aftur til síns heima og er búist við að Frankfurt kaupi hann. ■ ÞEGAR er búið að fresta fimm leikjum í 1. deildinni laugardaginn 9. nóvember vegna landsleikja. Þetta eru viðureignir Barnsley og Norwich, Birmingham og Bolton, Manchester City og Oxford, Re- ading og Tranmere og Stoke og Wolves. ■ EVERTON keypti nýverið Nick Barmby eins og við höfum skýrt frá. Samningurinn gildir í fjögur og hálft ár og er talið að kappinn fái um eina milljón króna í vikulaun. ■ NÚ styttist í að hinn svokallaði markaður verði opnaður á ný á Spáni og sögusagnirnar eru þegar komnar á kreik. Reiknað er með að sterkustu liðin muni styrkja sig enn frekar með því að kaupa nýja leik- menn. Ljóst er þó að einn leikmaður fer hvergi. Ronaldo hjá Barcelona. ■ REAL Madrid ætlar að tryggja sér franska landsliðsmanninn Christian Karembeu sem leikur með Sampdoria og einnig hinn unga leikmann Mónakó, Thierry Hendry. „Fyrr en seinna koma þeir til okkar,“ segir forseti félagsins. ■ SPÆNSK blöð gera einnig að því skóna að Real sé á höttunum eftir leikmönnum frá Brasilíu, en ástæðan er að myndbandsspóla af leik Santos og Internacional sást í aftursæti bíls aðstoðarþjálfara Real. „Ég er með 17.000 svona spól- ur,“ sagði aðstoðarþjálfarinn. ■ BEBETO hinn brasilíski hefur einnig verið orðaður við Sevilla og neitaði forseti félagsins því ekki, sagðist líklega fara til Brasilíu um næstu helgi til að ræða við hann og ef til vill fleiri. ■ FRANSKI vamarmaðurinn Jimmy Maillard, sem leikur með Nancy var í gær dæmdur í tveggja mánaða keppnisbann, en hann féll á lyfjaprófi nýlega. ■ BRASILÍUMENN fara víða þessa dagana og nú er talið svo til öruggt að franska liðið PSG kaupi hinn 21 árs gamla brasilíumann Luizao, eða Luiz Carlos Goulart eins og hann heitir fullu nafni. ■ LUIZAO leikur með Palmeiras og komu hann til PSG, þar sem tveir landar hans eru fyrir, Rai og Leonardo er líklegt að Julio Cesar Dely Valdes verði seldur en Black- burn hefur sýnt honum áhuga. ■ TONY Yeboah, landsliðsmaður Ghana, sem leikur með Leeds, er að verða klár í slaginn eftir að hafa verið frá í sjö mánuði vegna meiðsla í hné. ■ GUIDO Buchwald, fyrrum fyr- irliði Stuttgart, er á heimleið frá Japan, þar sem hann hefur leikið tvö sl. ár. Þegar hann fór sagði Gerhard Mayer-Vorfelder, forseti félagsins, að hann væri velkominn aftur til að ljúka knattspyrnuferlin- um. Stuttgart hefur gengið vel í vetur, bæði þjálfari liðsins og leik- menn segja að það sé ekki not fyrir Buchwald, sem fór í fílu og sagði um helgina að hann myndi ekki fara á ný til Stuttgart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.