Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 1
h BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Geir leikur sinn 300. leik með landsliðinu GEIR Sveinsson, fyrir- liði landsliðsins í hand- knattleik, leikur tíma- mótaleik með landslið- inu í Laugardalshöll- inni annað kvöld kl. 20. Þá leikur Geir sinn 300. leik með landsliðinu frá því að hann klæddist fyrst landsliðsbúningn- um í leik gegn Dönum á Norðurlandamóti í Finnlandi 1984. Enginn íslendingur hefur leik- ið eða keppt eins oft fyrir hönd íslands og Geir. Geir Sveinsson hefur svo sannarlega verið á ferð og flugi í sambandi við leiki sína með landsliðinu í þau tólf ár sem hann hefur ver- ið landsliðsmaður. Hann hefur farið í 191 flugferð með landsliðinu eða á móts við það sem leikmaður á Spáni og í Frakklandi. ■ 300 leiklr / C3,C4 Danir lögðu Grikki DANIR unnu Grikki undankeppni HM í hand- knattleik í Aþenu í gær, 27:19. Þetta var fyrri leikur þjóðanna sem mætast aftur í Silkiborg í Danmörku á morgun. Eins og menn muna urðu fslendingar að sætta sig við jafntefli, 20:20, í Aþenu á dögunum. Portúgal vann Þýskaland í Portúgal, 21:19, í fyrri leiknum í sínum riðli. Newcastle mætir MetzíUEFA DREGIÐ var í gær um hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum í UEFA-keppninni. New- castle mætir Metz og fer fyrri leikurinn fram í Frakklandi. Drátturinn þannig: Mónakó (Frakkl.) - Hamburger (Þýskalandi) Bröndby (Danmörku) - Karlsruhe (Þýska- landi) Tenerife (Spáni) - Feyenoord (Hollandi) Anderlecht (Belgíu) - Helsingborg (Svíþjóð) Metz (Frakklandi) - Newcastle (Englandi) FC Briigge (Belgíu) - Schalke (Þýskalandi) Inter Mílanó (Ítalíu) - Boavista (Portúgal) Valencia (Spáni) - Besiktas (Tyrklandi) ■Fyrri leikirnir verða 19. nóvember, seinni 3. desember. Hetja hetjanna á lofti „ÞAÐ var stórkostlegt að sjá Birki eins og hann er bestur,“ sagði norski landsliðsmaðurinn Tore André Flo, sem skoraði annað mark Brann. Norska blað- ið VG sagði í fyrirsögn að Birkir væri Helja hetjanna. Hér á mynd- inni fyrir ofan, sem norska blað- ið kallar „íslendingurinn fljúg- andi“ eru félagar Birkis að kasta honum upp í loft og grípa hann, sem þeir gerðu þrisvar á Philips- vellinum í Eindhoven. „Ég mun aldrei gleyma þessari stundu,“ sagði Birkir eftir leikinn. Mynd/Jan Johannessen ^ Birkir tryggði Brann 600 milljónir ísl. kr BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem var hetja Brann frá Bergen, þegar liðið sló út hollenska liðið PSV Eindhoven í Evrópukeppni bikarhafa í Hollandi, er dýrlingur í Bergen og hetja í Noregi. Markvarsla hans tryggði Brann rétt til að leika í 8-liða úrslitum og rúmlega 600 millj. ísl. kr., sem Brann fær fyrir að komast áfram. Skjótt skipast veður í lofti, því þriðja sæti í norsku 1. deildarkeppn það er ekki langt síðan Birki inni. Þegar Brann-liðið kom til Berg var kennt um að Brann varð ekki í en í fyrrinótt, var fjölmenni á flug vellinum til að taka 4 móti leikmönn- um liðsins. „Birkir, Birkir, Birk- ir ...“ hrópaði mannfjöldinn um leið og kampavíni var sprautað yfir Birki. Norskt lið 18-liða úrslitum síðast 1969 Það eru liðin 27 ár síðan að norskt knattspyrnulið komst í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Lyn frá Ósló vann það afrek 1969, tapaði þá fyrir Barc- elona í 8-liða úrslitum í Evrópu- keppni bikarhafa samtals 4:5 (2:2, 2:3), „Ég hef aldrei upplifað annað eins, maður trúir þessu varla enn- þá,“ sagði Birkir Kristinsson i við- tali við Morgunblaðið í gær. ■ Hef aldrei / C4 KNATTSPYRNA: UPPSELT Á HM-LEIK ÍRLANDS OG ÍSLANDS í DUBLIN / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.