Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 4
Birkir Kristinsson, hetja Brann í Eindhoven Hef aldrei upp- lifað annað eins íslendingar mæta írum fyrir fullu húsi í Dublin UPPSELT er orðið á leik ís- lands og írlands I undan- keppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer á Landsdowne Road vellinum í Dublin sunnudaginn 10. nóv- ember. Leikvangurinn rúmar 33.000 áhorfendur og bíða írar nú eftir því að sjá hversu mörgum miðum íslendingar skila, en KSÍ pantaði þúsund miða fyrir Ieikinn. Eyjólfur Bragason þjá Samvinnuferð- um-Landsýn sagði að það yrðu um þúsund manns á veg- um ferðaskrifstofunnar í Dublin umræddan sunnudag, en taldi vel af sér vikið ef það tækist að se{ja 300 miða. Gangi það eftir geta 700 írar tekið gleði sína því KSÍ verð- ur að skila óseldum miðum viku fyrir leikinn. „ÉG HEF aldrei upplifað annað eins, maður trúir þessu varla ennþá. Það var mjög Ijúft að slá Eindhoven með allar sínar stór- stjörnur út,“ sagði Birkir Krist- insson, landsliðsmarkvörður, sem átti stórleik í marki Brann í Hollandi, þar sem hann og fé- lagar hans náðu jöfnu við PSV Eindhoven, 2:2, í Evrópukeppni bikarhafa og unnu samanlagt 4:3. „Við erum rétt að átta okkur á þessu hér, það hefur allt verið á öðrum endanum í Bergen - ég hef verið stöðugt í símanum eftir að ég kom heim, til að taka við heillaóskum og þá hef ég haft mikið að gera í viðtölum við fréttamenn dagblaða, útvarps- og sjónvarpsstöðva," sagði Birkir, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Þegar leikmenn Brann-liðsins komu til Bergen klukkan rúm- lega eitt í fyrrinótt, tók stór hópur stuðningsmanna Brann á móti þeim á flugvellinum og það var eins og kampavínstöppum væri skotið úr vélbyssu. „Já, ég hef aldrei upplifað svona leik áður. Aðstæður voru mjög slæmar á Philips-leikvellinum, það var rigning og völlurinn þungur, knötturinn háll sem áll og erfítt að góma hann. Þá voru áhorfendur erf- iðir, strax í byrjun leiksins byijuðu þeir að flauta og baula á mig þegar ég var með knöttinn og þeim þótti ég of rólegur þegar ég tók útspörk. Leikmenn Eindhoven gerðu strax harða hríð að marki okkar og ég hef ekki tölu á þeim marktækifærum sem þeir fengu, það var ótrúlegt að við þurftum aðeins að hirða knöttinn tvisvar úr netinu hjá okkur og það rétt í lokin. Við nýttum aftur á móti vel marktækifæri okkar, skoruðum tvö mörk úr tveimur eða þremur færum,“ sagði Birkir, sem er orðinn dýrlingur í Bergen og hetja í Noregi „Birkir, Birkir, Birkir...“ hrópuðu stuðningsmenn Brann á flugvellinum í Bergen í fyrrinótt. Það eru ekki margir dagar síðan honum var kennt um að Brann náði ekki þriðja sætinu Mynd/Hallgcir V. Ögnes STUÐNINGSMENN Brann tóku á móti Birki, með því að hella yflr hann kampavínl. Glenn Hoddle kall ar á lan Wright í norsku 1. deildarkeppninni. „Þetta. var sæt hefnd fyrir mig eftir allt umtalið hér og einnig að mér var refsað fyrir að leika fyrir hönd ís- lands, settur út i kuldann eftir lands- leik í Tékklandi á dögunum," sagði Birkir. Norðmenn eru mjög ánægðir með óvæntan árangur Brann, þar sem þeir áttu síðast lið í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni 1969. „Þessi árangur í Eindhoven er sætari fyrir það að við lékum án þriggja fastamanna, miðvarðar okkar, besta miðjumanns- ins og Ágústs Gylfasonar, sem var meiddur á kálfa. Eftir leikinn var mér ljóst hvað áfallið var mikið hjá Eindhoven, þjálfari liðsins, Dirk Advocaat, fyrrum landsliðsþjálfari Hollands, neitaði að ræða við frétta- menn,“ sagði Birkir Kristinsson, sem var kallaður „Bergenar-bjargið" í blöðum. Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, hefur kallað á mið- heija Arsenal, Ian Wright, í lands- liðshóp sinn fyrir ieik gegn Georgíu í undankeppni HM, sem fer fram í Tbiiisi 9. nóvember. Wright, sem er 32 ára, tekur stöðu Alan Shear- er. Fimm leikmenn Arsenal eru í landsliðshópnum, sem er þannig skipaður. Markverðir: David Seaman (Arsenal), Ian Walker (Tottenham Hotspur), David James (Liverpool) Varnarmenn: Gary Neville (Man. Utd.), Stuart Pearce (Nott. For.), Andy Hinchcliffe (Everton), Gareth Southgate (Aston Villa), Tony Adams (Arsenal), Sol Campbell (Tott- enham), Dominic Matteo (Liverpool) Miðjumenn: Paul Ince (Inter Milanó), Paul Gascoigne (Rangers), David Beckham (Man. Utd.), Steve McManaman (Liverpool), David Platt (Arsenal), David Batty (Newcastle), Matthew Le Tissier (Southampton) Sóknarmenn: Nicky Barmby (Everton), Les Ferdinand (Newcastle), Teddy Sheringham (Tottcnham), Robbie Fowler (Liverpool), Ian Wright (Arsenal), Paul Merson (Arsenal). UM HELGINA Handknattleikur Laugardagun 1. deild kvenna: Seltj’nes: KR - Haukar............14.30 Ásgarður: Stjaman-ÍBA.............16.30 Kaplakriki: FH - ÍBV..............16.30 Hliðarendi: Valur - Fram..........16.30 2. deild karla: ísafl.: Hörður - Víkingur.........13.30 Seltj’nes: KR - ÍH................16.30 Höllin: Ögri - Breiðablik............14 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Víkin: Víkingur-ÍBA..................14 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR - Keflavík.............14 Seljaskóli: ÍR - UMFN................16 1. deild karla: Borgarnes: Stafholt. - Stjaman.......17 Hagaskóli: ÍS - Snæfell..............16 Selfoss: Selfoss - Höttur............16 Sunnudagur: Úrvalsdeildin: Seltj’nes: KR-Þ6r....................16 Akranes: ÍA - KFÍ....................20 Grindavík: UMFG - Tindastóll.........20 Njarðvfk: UMFN - Skallagr............20 Smárinn: Breiðablik - ÍR.............20 1. deild karla: Austurberg: Leiknir - Reynir.........20 Hlíðarendi: Valur-Höttur.............14 Mánudagur: Úrvalsdeildin: Strandgata: Haukar - Keflavík........20 Blak 1. deild karia: Laugardagur: Neskaups.: Þróttur - ÍS..............14 Ásgarður:-Stjarnan - Þróttur R.......16 1. deild kvenna: Neskaups.: Þróttur- tS............15.15 Sund Árlegt sundmót Ægis verður haldið um helgina í Sundhöll Reykjavikur. Keppni hefst bæði í dag og á morgun kl. 12. Tae kvon do ísiandsmótið í Tae kvon do verður á sunnu- daginn milli kl. 9 árdegis og 17 siðdegis i Hagaskóla. Keppt verður í tveimur greinum, taeguk, sem er staðlað form, og sparring sem er bardagi. Úrslitin hefjast um kl. 13. Keila Undankeppni heimsbikarkeppni einstakl- inga í keilu verður fram haldið í Keiiu í Mjódd í dag, en keppnin hófst í gær. Undan- úrslitin hefjast kl 13 í dag og úrslitin kl 16. Badminton Opið meistaramót Reykjavíkur í trimm- flokki veðrar í TBR-húsinu í dag og verður keppt í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppnin hefst kl 13. U LAUGARDAGIIUN AÐ sölukössum lokað 14:00 laugardag Velkomin að netfangi WWW. TOTO. IS Mýr hóploikur ). rt'óv. • 4. iclrt PPDEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.