Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Uppskerustörf enn í gangi SUNNLENSKIR garðyrkju- bændur voru að taka upp úr görðum sínum alveg þangað til bylurinn brast á f byrjun vikunn- ar. Þegar Morgunblaðsmenn voru á Flúðum voru „Bakaram- ir“, þ.e.a.s. eigendur og starfs- menn Bökunar hf., inni í hlýj- unni að pakka gulrótum sem teknar voru upp áður en það byijaði að snjóa. Enn er eftir að taka upp úr görðum í ná- grenni Flúða. Bökun hf., sem fjórir garðyrkjubændur eiga, er með umfangsmikla og mikið vélvædda gulrótaræktun. Georg Ottósson, einn eigenda Bökunar, segir að mikil og góð uppskera hafi fengist í sumar. Við pökk- unarvélina stendur annar eig- andi, Þorleifur Jóhannesson. MEÐ blaðinu í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá Heklu. Pósthúsum fækkað PÓSTHÚSIÐ sem verið hefur í Lóu- hólum í Breiðholti verður lagt niður í byijun næsta árs, en starfsemi þess sameinuð pósthúsinu í Mjódd. Þá stendur til að leggja einnig niður pósthúsið á Keflavíkurflugvelli, á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, í Þykkvabæ og í Fljótum í Skagafirði. Að sögn Guðbjargar Gunnarsdótt- ur í upplýsingadeild Pósts og síma er gripið til fækkunar pósthúsa til að stemma stigu við taprekstri á póstþjónustunni. „Viðskiptavinir Pósts og síma í efra Breiðholti fá póstinn auðvitað heim í hús hér eft- ir sem hingað til,“ sagði hún. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær breytingamar taka gildi eða hvenær pósthúsin í Umferðar- miðstöðinni og á Keflavíkurflugvelli verða lögð niður, en svokölluð fyrir- tækjaþjónusta Pósts og síma verður aukin á móti. Þá verður þjónusta landpósts aukin í Þykkvabæ og í Fljótum í Skagafírði og verður land- póstur á ferðinni 5 daga vikunnar. -----»-■-»-«- Fíkniefni finnast VIÐ sameiginlega húsleit lögregl- unnar í Kópavogi og fíkniefnalög- reglunnar í tveimur íbúðum í aust- urbæ Kópavogs á föstudag fundust 6 grömm af amfetamíni, 14 grömm af hassi, brugg og bruggtæki. Karl- maður var handtekinn vegna málsins og yfírheyrður. Honum var sleppt á föstudagskvöld og að sögn lögreglu telst málið upplýst. Skýrsla um tíðni o g orsakir sjálfsvíga kynnt í ríkisstjórn Sjálfsvíg ungra karla önnur algengasta dánarorsökin NEFND um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á íslandi segir sjálfsvíg ungmenna, einkum karla 15-24 ára, alvarlega staðreynd, en sjálfsvíg er önnur algengasta dánarorsök í þeim aldurshópi 1990-1994. Einnig hafa sjálfsvíg kvenna 55-64 ára aukist. Nefndin telur brýnt að snúast til vamar gegn sjálfsvígum ungs fólks hér á landi og leggur áherslu á að for- vamir ýmissa stofnana þjóðfélags- ins verði samhæfðar. Reynsla ann- arra þjóða sýni að skipulegar að- gerðir til varnar sjálfsvígum séu vænlegastar til árangurs. í skýrslunni kemur fram að sjálfsvígum karla 15-24 ára hafi fjölgað miðað við undanfarna ára- tugi. Frá 1990 til 1994 voru 106 dauðsföll í þessum aldurshópi, það er 51 vegna slysa, 37 vegna sjálfs- víga og 18 vegna sjúkdóma. Af 37 sjálfsvígum urðu 23 á árunum 1990-1991 en 14 dreifðust nokkuð jafnt milli hinna áranna þriggja. Á sama tímabili létust 24 konur 15-24 ára, þar af þijár vegna sjálfsvígs. Sýna tölurnar mikinn mun á kynjunum, bæði hvað varð- ar heildarfjölda dauðsfalla og or- sakir þeirra. í skýrslunni kemur einnig fram að sjálfsvígum hafi fjölgað víðast hvar á Vesturlöndum meðal ungs fólks sem orðið hafi tilefni þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in skoraði á þjóðir heims að bregð- ast markvisst við þeim vanda. Sjálfsvíg fjórðungi fleiri en dauðsföll í umferðarslysum í ljós kemur að sjálfsvígum ís- lenskra kvenna, 55-64 ára, hefur farið fjölgandi á síðari árum án þess að viðhh'tandi skýringar hafí fundist. Jafnframt hefur tíðni skráðra sjálfsvíga 1950-1994 mið- að við hundrað þúsund íbúa aukist hérlendis og þegar á heildina er litið eru skráð dauðsföll vegna sjálfsvíga fjórðungi fleiri en af völdum umferðarslysa, samkvæmt skýrslunni. Bandaríska varnarmálaráðneytið vildi koma kjarnavopnum fyrir á íslandi Málið var aldrei rætt við íslensk stíómvöld í FRÉTT frá Vöku-Helgafelli um nýjar bækur, sem eru væntanlegar fyrir jól, er sagt að í bók eftir Val Ingimundarson sagnfræðing, í eld- línu kaldastríðsins, komi fram að bandaríska vamarmálaráðuneytið hafi farið fram á það við John Fost- er Dulles utanríkisráðherra að kom- ið yrði fyrir kjamorkuvopnum á íslandi. Ekkert bendi til að íslensk- ir ráðamenn hafi haft vitneskju um ráðagerðina. í bókinni fjallar Valur um stjóm- mála-, hemaðar- og efnahagssam- skipti íslands og Bandaríkjanna á ámnum 1945-1960 og segir þar að á ámnum 1958-1959 hafi Bandaríkjastjóm haft uppi ráða- gerðir um að setja hér upp NIKE- loftvamarflaugar með kjarnaodd- um sem ætlað var að granda óvina- flugvélum. Markmiðið hafi verið að vega upp á móti þeirri ákvörðun þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna árið 1957 að kalla á brott alla her- menn úr landher Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli végna niður- skurðar til hermála. Auk þess tengdust þessi áform kjamorku- stefnu NATO, sem mörkuð var um miðjan sjötta áratuginn og miðaði að því að auka mjög vægi kjarn- orkuvopna á kostnað venjulegra vopna. Bandaríkjamenn hættu við að setja upp kjamaflaugar hér á landi vegna þess að þeirra var frek- ar þörf annars staðar. Flaugar í Keflavík og við Reykjavík Bendir Valur á að Bandaríkja- menn hafi að því er virðist ekki velt því fyrir sér að íslendingar kynnu að vera andvígir uppsetningu flaug- anna á íslandi, þar sem þær yrðu búnar kjamaoddum. Ræddu Banda- ríkjamenn um að bjóða íslenskum stjómvöldum að setja flaugar upp í Keflavík og í grennd við Reykjavík. Valur dregur í efa að vinstri stjóm Hermanns Jónassonar hefði sam- þykkt að taka við þessum flaugum, enda hefði það getað valdið skjálfta í íslenskum stjómmálum og sprengt ríkisstjómina. Ábyrgjast öryggi landsins Fram kemur að stefna íslenskra stjórnvalda hafi ekki útilokað stað- setningu annarra vopna en árásar- vopna hér á landi og að NIKE- flaugarnar hafi verið skammdrægar og til loftvarna. Búlganín, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, bauðst til þess á þessum tíma að ábyrgjast öryggi íslands með því skilyrði að hér yrðu engar herstöðvar. í svari Hermanns til Búlganíns fyrri hluta ársins 1958, eru ekki tekin af öll tvímæli um hvort heimilt hefði verið að koma fyrir kjarnorkuvopnum á Islandi. I bréfinu segir að ekki yrðu leyfðar stöðvar fyrir önnur vopn en þau sem íslendingar telji nauðsynleg til að verja landið. Um kjarnorku- eða eldflaugastöðvar hafi aldrei verið rætt og engar óskir komið fram um slíkt en þá höfðu Bandaríkjamenn ekki kynnt forsætisráðherra hug- myndir sínar. Bandaríkjastjórn hafi þó ætlað að hafa full samráð við íslensk stjórnvöld um uppsetningu flauganna. Völlurá VIS ►Með kaupum Vátryggingarfé- lags íslands á Skandia er orðið til nýtt stórveldi á íslenskum fjár- magns- ogtryggingarmarkaði. /12 Risinn í Evrópu ►Helmut Kohl nýtur sérstöðu í evrópskum stjómmálum og í vik- unni sló hann met lærimeistara síns, Konrads Adenauers. /12 Viljum virkja vinnustaðina ►Þórarinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, gerir grein fyrir hug- myndum VSÍ um vinnustaðasamn- inga. /18 Litla gula hænan reið baggamuninn ►í Viðskiptum/atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Gísla Gísla- son og Einar Kristjánsson í Pizza 67 í Kaupmannahöfn. /22 B ► 1-32 Hvert er ég eiginlega að fara? ►Guðmundur Blöndal hefur feng- ið ærinn skammt af mótlæti í líf- inu. Hann hryggbrotnaði þegar hestur með hann fældist í Egypta- landi og allt síðan hefur saga hans verið samfelld barátta. /1 og 2-4 Konan í fjörunni ►í fjörunni í Skerjafirði má sjá sjá aldna kínverska konu, Wang Zhi Lan, að gera „tai ji“-æfingar sínar eins og heima í Kfna. /6 Við sálmaskáidið vor- um sjaldan sammála ►Eiríkur Eiríksson frá Dagverð- argerði, lauk störfum á Alþingi eftir að hafa starfað þar sem bóka- vörður í tvo áratugi. /8 Áfram stanslaust stuð ►Páll Óskar Hjálmtýsson blæs í herlúðra með nýrri plötu sinni þar sem kveður við nýjan tón í ís- lenskri dægurtónlist. /18 C FERÐALOG ► 1-4 Mauritius ► í góðu yfírlæti á eyju undan Afríkuströndum. /2 Ferðapistill ►Á hveiju ári eyðir íslensk ferða- þjónusta milljónum króna til aug- lýsinga og kynningar erlendis en umfiöllunin er ekki alltaf af hinu góða. /3 D BÍLAR ► 1-4 Danir veija Skoda Octavia bíl ársins ►Ekki eru mörg ár síðan kveðnar voru grínvísur um Skoda en nú er öldin önnur./1 Reynsluakstur ►Þýður Discovery með hljóðlátri dísilvél. /27 FASTIR ÞÆTTIR Leiðari Helgispjall Reykjavlkurbi Skoðun Minningar Myndasögur Brids Stjömuspá iak Skák 40 26 Fóik i fréttum 42 26 Bió/dans 44 26 íþróttir 48 28 Utvarp/sjónvarp 49 30 Dagbók/veður 51 38 Gárur lOb 38 Mannlífsstr. lOb 40 Dægurtónlist 16b 40 Kvikmyndir 17b 40 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.