Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 13 hans innan flokksins var skjótur og hann virðist mjög ungur hafa heillast af og sýnt mikinn skilning á innviðum flokksstarfs og stjórn- málavafsturs. Árið 1960 var hann kjörinn til setu á sambandsþingi Rheinland-Pfalz, hann varð leið- togi flokksins í sambandslandinu árið 1963, forsætisráðherra þess sex árum síðar og formaður CDU í Vestur-Þýskalandi árið 1973 eft- ir að hafa verið hafnað í leiðtoga- kosningunum 1971. Því embætti heldur hann enn, hlaut á dögunum norður-kóreska landsfundarkosn- ingu og var endurkjörinn með 95,5% atkvæða. Þann 1. október 1982 komst Helmut Kohl á spjöld þýskrar sögu er hann varð kanslari eftir að stjóm Helmuts Schmidt, þáverandi kanslara, hafði orðið undir í at- kvæðagreiðslu um traustsyfirlýs- ingu. Schmidt var í hugum margra, einkum erlendis, hold- tekja hins nútímalega stjórnmála- manns, gáfumenni og mennta- maður sem gat haldið uppi reip- rennandi samræðum á enskri tungu, maður sjálfsöruggur og sannfærandi í sjónvarpsfasi. Þetta glæsimenni hafði lotið í gras fyrir 190 sentímetra háum og alþýðleg- um „klunna" sem virtist ekki ein- ungis þunglamalegur í framgöngu allri heldur talaði mál sveita- mannsins og var aukinheldur langt frá því orðheppinn. KOHL á meðal aðdáenda í Austur-Þýskalandi fyrir kosningarnar 1990. Conrad Adenauer: 14 ár Ludwig Kurt G Ertiard Kiesin 1950 KOHL ásamt leiðtogum gyð- inga gengur í gegnum hliðið illræmda i Auschwitz-búðun- um í Póllandi. Kohl hefur líkt og lærimeistari hans Konrad Adenauer haft það að megin- markmiði í utanríkisstefnu sinni að vinna þurfi að fullum sáttum með Þjóðverjum og þeim þjóðum sem þeir herj- uðu á í valdatíð nasista. KOHL ásamt Francois Mitterrand, hinum burtgengna forseta Frakklands. Þeir voru persónulegir vinir og sameinaðir í hugsjón- inni um að traust í samskiptum Frakka og Þjóðveija væri ein af forsendum þess að unnt yrði að sameina ríki Evrópu. Atvinnumenn í þýskri gáfu- mannstétt höfðu löngu áður af- skrifað Kohl og því urðu þessi umskipti þeim nokkuð áfall. Ein- um sex árum áður hafði Franz Josef Strauss, leiðtogi systur- flokks CDU í Bæjaralandi er nefn- ist CSU, gjört heyrinkunnugt að Kohl yrði aldrei kanslari. „Hann er öldungis óhæfur. Hann skortir allt sem til þarf hvað varðar per- sónuleika, gáfur og stjórnmála- hæfileika. Hann skortir allt.“ Hann var ekki einn um þetta mat. Kohl var óspart hafður að háði og spotti. „Peran ætlar sér að verða kanslari!" sagði í fyrir- sögn tímarits eins er Kohl kom til Bonn til að taka við embættinu. Perunafngiftin var tilkomin sökum holdarfars kanslarans nýja en hann hefur aldrei dregið dul á að hann er prýðilega afkastamikill við matarborðið og er hann var einhverju sinni beðinn um að minn- ast móður sinnar sagði hann: „Hún var frábær kokkur“. Kohl fór síðan með sigur af hólmi í kosningunum 1983, 1987, 1990 (þeim fyrstu eftir samein- ingu Þýskalands) og 1994. Flestir telja að hann geti verið þokkalega sigurviss fari hann fram 1998. Gáfumannastéttin er löngu hætt að hlæja. Þunginn og seiglan hafa sett mark sitt á einkalíf kanslarans og samskipti hans við pólitíska ráða- menn í öðrum löndum. Haft er fyrir satt að hann hafi ritað eigin- konu sinni, Hannelore, um 2.000 ástarbréf í tilhugalífi þeirra, sem HELMUT Kohl sver emb- ættiseið kanslara Vestur- Þýskalands 1. október 1982. Kanslarar Þýskalands Frá síðari heimstyrjöld demókratar ,18118 Jafnaðarmenn raunar stóð yfir í ein 13 ár. Fjöl- skylda kanslarans heldur sig jafn- an fjarri kastljósi fjölmiðla þó svo að Kohl og eiginkona hans hafi í fyrra rofíð hefðina með því að gefa út matreiðslubók með þýsk- um eftirlætisréttum kanslarans sem mælst hefur misjafnlega fyrir og deilt er um hvort teljast megi merkt framlag til þýskrar matar- gerðar. Sagt hefur verið um Kohl að óskorð völd sín innan flokksins megi hann þakka yfírburða þekk- ingu á innviðum hans og á persónu og hagsmunum þeirra sem með honum starfa. Hann hefur verið vændur um ofríki og víst er að fáir raunverulegir stjórnmálaskör- ungar hafa komið fram á sjónar- sviðið innan flokksins í tíð Kohls. Fjendur hans væna hann um að beija niður alla andstöðu og alla þá sem hugsanlega gætu ógnað yfírburðastöðu hans. Þá hafa þeir sem ekki fylla aðdáendahóp kansl- arans jafnan haldið því fram að Kohl hafí fyrst og fremst verið heppinn á valdaferli sínum. Hon- um hafi fyrir tilviljun auðnast að vera kanslari Vestur-Þýskalands þegar veldi Sovétkommúnismans hrundi og hann eigi langan valda- feril sinn ekki síst að þakka það að helstu andstæðingum hans, jafnaðarmönnum, hafí ekki tekist að bjóða fram trúverðugt og hæfí- leikaríkt kanslaraefni á undan- fömum átta árum eða svo. Þetta síðarnefnda á við rök að styðjast. Jafnaðarmannaflokkurinn þýski hefur átt við forystukreppu að etja en vandinn er djúpstæðari og liggur ekki síst í hugmyndafræði- legri stöðnun og skorti á trúverð- ugum stefnumálum, sem greina flokkinn frá öðrum stjórnmálaöfl- um í Þýskalandi. Traustur og langrækinn Kohl hefur jafnan nýtt sér per- sónuleg sambönd í stjórnmála- starfi sínu, jafnt á grasrótarsvið- inu sem því alþjóðlega. Menn hafa tekið eftir því hversu augljóslega hann er í miklum metum hjá Bill Clinton Bandaríkjaforseta, sem hefur gantast með fijálslegt vaxt- arlag kanslarans og líkt honum við japanskan súmó-glímukappa. Kohl og Francois Mitterrand Frakklandsforseti voru persónu- legir vinir, sameinaðir í Evrópu- hugsjóninni og í nauðsyn þess að tryggja um aldur og ævi friðinn í samskiptum Frakka og Þjóð- veija. Og nú hefur Kohl tekist að ná trúnaðarsambandi við Borís Jeltsín Rússlandsforseta og hefur því verið fleygt að túlkar þeirra fyllist hryllingi þegar þeir tveir ákveða að ræða heimsmálin í vítishita og svitaflóði gufubaðs- klefans. Kohl er hins vegar sagður mað- ur langrækinn og undirsátar hans gera sér ljóst að ekki er líklegt til árangurs að styggja kanslar- ann. Þetta hefur kallað fram gagnrýni í þá veru að hann safni umhverfis sig jámönnum. Raunar er vandfundinn sá stjórnmálaleið- togi sem ekki er sakaður um það hið sama á valdaferli sínum en hvað Kohl varðar virðist ljóst að hann lítur á sig sem miðpunktinn í rekstri valdakerfisins bæði á vettvangi ríkisstjórnarinnar sem innan CDU. Staða Helmuts Kohl í Evrópu nú um stundir verður ekki dregin í efa; hann er án efa merkasti stjórnmálaleiðtogi álfunnar og hefur þegar skráð nafn sitt á spjöld þýskrar sögu. Verði hug- sjónir hans um hina sameinuðu Evrópu að veruleika - og í því efni horfir kanslarinn einkum til myntbandalags árið 1998 - , mun hann hafa náð að uppfylla helstu markmið sín í lífinu og skipað sér í raðir merkustu stjórn- málamanna í sögu Evrópu á þess- ari öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.