Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 15 Heimur Guðríðar LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms - verður sýnt í Vídalíns- kirkju í Garðabæ í dag kl 17. Leikritið Heimur Guðríðar eftir Stéinunni Jóhannesdóttur var frumsýnt á Kirkjulistahátíð í Reykjavík í júní 1995. Með helstu hlutverk í sýningunni fara Margrét Guðmundsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Fyrirlestur um breska fræðikonu FELAG íslenskra háskóla- kvenna og Kvenstúdentafélag Islands halda félagsfund í sam- vinnu við Heimspekideild Há- skóla íslands mánudagskvöldið 4. nóvember kl. 20 í stofu 101 í Odda. Dr. Terry Gunnell mun tala um bresku fræðikonuna Berthu Philpotts - náin tengsl hennar viðJísland og leit hennar að fornskandinaviskri leiklist í Eddukvæðunum. Terry Gunnell mun segja frá ferðum Philpotts til Islands (1903-1914) og frá tengslum hennar við íslenska fræðimann- inn Eirík Magnússon í Cam- bridge. Til heiðurs Berthu Philpotts mun Hárbarðsljóð verða leik- lesið undir stjórn Sveins Ein- arssonar leikstjóra. Kósakkar íMÍR í NÓVEMBER og desember verða sýndar í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, nokkrar kvik- myndir, sem annaðhvort byggj- ast á verkum nokkurra fræg- ustu rithöfunda Rússa eða fjalla um ævi og störf ýmissa fremstu listamanna Rússlands. Fyrsta kvikmyndin í þessari myndaröð verður sýnd í dag, kl. 16 og hún er „Kósakkar", gerð eftir samnefndri skáld- sögu Lévs Tolstoj. Sú saga kom fyrst út í Rússlandi árið 1861 og íslensk þýðing hennar réttri öld síðar. Mánudagskvöldið 4. nóvem- ber kl. 20 verður svo sýnd í bíósalnum, Vatnsstíg 10, kvik- myndin „Rimskíj-Korsakov" sem byggð er á ævi hins fræga rússneska tónskálds (1844- 1908). Síðasta sýning við Hamarinn SÍÐUSTU myndlistarsýning- unni í sýningarsalnum við Hamarinn á Strandgötu 50 í Hafnarfirði iýkur í dag, sunnu- dag, en salurinn hefur verið starfræktur í tæp tvö ár af fjór- um myndlistarmönnum. Hafn- arfjarðarbær hefur ljáð rekstr- inum húsnæði en þar sem hús- næðinu hefur verið ráðstafað í annað þá er rekstrinum sjálf- hætt. Það er samsýning lista- mannanna Helga Hjaltalín og Gunnars Straumland sem bind- ur endahnútinn á sýningarhald við Hamarinn. Sýningu Egg- erts að ljúka NU um helgina iýkur sýningu Eggerts Péturssonar í Ingólfs- stræti 8 þar sem hann sýnir ný blómaverk. Sýningin er 15. einkasýning Eggerts, en hann er búsettur á Englandi. LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ALLAR einstaklingshugsanirnar sameinast í einni stórri og úr verður sinfónía sem gleður áheyrendur. Og allir hugsa upphátt Hátt í tvö hundruð börn og unglingar og tónlist- arkennarar þeirra víðs vegar að af landinu tóku þátt í strengjamóti Tón- listarskólans í Keflavík um síðustu helgi. Anna Ingólfsdóttir,foreldri og fréttaritari Morgun- blaðsins á Egilsstöðum, mætti á mótið, hlustaði og tók þáttakendur tali. STRENGJAMÓT í Keflavík. Það er æfing að hefjast. Salurinn fyll- ist af börnum sem koma inn hvert með sitt hljóðfæri. Þau eiga öll sitt sæti í skipulagðri uppröðun stóla. Hvert um sig tekur sitt hljóðfæri og strýkur með boganum yfir strengina, hlustar hvort instrú- mentið gefi frá sér réttan tón. Kennarar eru til staðar og stilla strengi ef með þarf og aðstoða við að koma hlutunum fyrir eins og þeir best verða. Allir prufa, allir fara yfir nóturnar sínar, hver á sinni byijun, hver á sínum kafla. Strengjahljóð hljóðfæranna ryðja sér braut, kljúfa íoftið og úr verður söngur ósamræmis. Ég sit þarna innan um börnin með hljóðfærin og ímynda mér að hljóðin sem ég heyri séu hugsanir. Og allir hugsa upphátt. Hver um sitt. Loftið verð- ur fullt af háværum hugsunum sem rekast hver á aðra. Ófriðarástand. Nú tekur stjórnandinn völdin og hljóðin hætta. Hann gefur merki og allir senda tóninn á flug. Nú er eins og allar einstaklingshugs- anirnar sameinist í einni stórri og úr verður sinfónía sem myndar eina heild. Ennþá hugsar hver sitt en tónverkið skapast af aðalspili, und- irleik og bakröddum. Hver hugsun sameinast annarri. Þetta minnir mig á fuglahóp sem flögrar um, hver fugl á sínum hraða. Þeir eru margir og óreiðan liggur í loftinu. Allt í einu, eins og upp úr þurru, sameinast þeir og taka allir sömu stefnu og fljúga sem einn í sömu átt á sama hraða. Hver skipar sitt sæti í stórri heild. Ég finn að hér eru sömu lögmálin að verki. Hvetjandi að spila í hljómsveit Sverrir Teitsson er 15 ára nem- andi í Hagaskóla og einn örfárra stráka sem voru á strengjamótinu í Keflavík. Hann stundar nám á selló í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og hefur gert síðan hann var sjö ára, en þá byijaði hann að læra á blokkflautu. Hann valdi sellóið þeg- NANNA Karen tekur 4. stig á víóluna sína í vetur. ar hann var 8 ára og varð það fyr- ir valinu vegna þess að mágur móður hans spilaði á selló. Sverrir telur að ef það hefði ekki verið hefði píanóið orðið ofan á og að öllum líkindum myndi hann ekki þekkja sellóið í dag. Sverrir hefur spilað með strengjasveit Tón- menntaskóla Reykjavíkur í nokkur ár. Sverrir segir það vera mjög hvetj- andi fyrir nemendur í tónlistarnámi að æfa með hljómsveitum. Hvatn- ingin felist í því að vekja áhuga á því að halda áfram í náminu. Það er félagsskapur í kringum sveitirnar og skemmtilegt að sýna afrakstur- inn eftir vetrarlangar æfingar eins og skólinn hans gerir með árlegum vortónleikum. Þrátt fyrir töluverðan tíma sem fer í æfingar og námið telur Sverrir að fyrir utan reynsluna sem unglingar fá sem eru mikið í íþróttum eða tónlist, skipuleggi þeir tíma sinn betur og nái oftar en ekki betri námsárangri en hinir sem eiga ekkert áhugamál. Ekki allir atvinnumenn Hvað tónlistarkennsluna varðar telur Sverrir að ekki sé hægt að gera þær kröfur til nemenda að allir eigi að fara út í atvinnu- mennsku. Slíkt gangi aldrei og verður því að haga kennslunni eftir því. „Sumir læra á hljóðfæri til þess að gera sér atvinnu úr en aðr- ir til þess að hafa gaman af og er ég í síðari hópnum," segir Sverrir. Margir læra á hljóðfæri en kynskipt eftir hljóðfærategundum Tónlistaráhugi virðist vera mikill hjá íslendingum og er Sverrir hissa á því hvað það eru í raun margir sem eru að íæra á hljóðfæri miðað við framboð á afþreyingu. „Það afsannar þá kenningu að allir séu hangandi yfir sjónvarpi og tölvum alla daga,“ segir hann. „Það er samt athyglisvert að sjá hvernig þetta skiptist, því þeir sem velja sér strengjahljóðfæri eru oftar en ekki stúlkur en drengir hafa meiri áhuga á málmblásturshljóðfærum. Ég hefði viljað sjá fleiri stráka hér á SVERRIR Teitsson spilar af áhuga. þessu móti, við vorum örfáir úr 150 manna hóp.“ Mótið í Keflavík - gott framtak „Þetta mót er hvatning fyrir nemendur og það er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera. Einnig að kynnast fólki með sömu áhugamál. Mér finnst betra að svona mót séu haldin á landsbyggðinni en í Reykjavík. Ef þau eru þar gistir mikill hluti þátttakenda heima hjá sér og slítur þannig mótið í sundur. Hér gista allir á sama stað og skerp- ir það tengslin milli þátttakenda,“ segir Sverrir. Ætlar að halda áfram með fiðluna Ása Ninna Karlsdóttir er 11 ára nemandi í Sandvíkurskóla á Sel- fossi. Hún stundar nám á fiðlu í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar á hún fjögur ár að baki og hefur tek- ið eitt stigspróf. Ása Ninna var í strengjasveit skólans sl. vetur og gerir ráð fyrir að hún verði aftur í vetur. Hún hefur farið á mót í Garðabæ og á Selfossi en aldrei verið á jafnstóru móti og hér í Keflavík. Aðspurð segir hún að námið sé stundum erfitt og stund- um auðvelt. Hvað varðar heimaæf- ingar sé það líka þannig að stundum æfi hún mikið og stundum lítið. Hún ætlar að halda áfram að læra GUÐNY Guðmundsdóttir fiðluleik- ari og Delana Thomsen píanóleikari munu halda tónleika i Borgarnes- kirkju kl. 18 á mánudaginn, en tón- leikarnir eru sameiginlegt verkefni Tónlistarskólans og Tónlistarfélags Borgaríjarðar, en félagið stóð fyrir stofnun skólans á sínum tíma. Tónlistarskóli Borgarfjarðar er að hefja sitt þritugasta starfsár og er þessi heimsókn liður i því að halda upp á þau tímamót. Aðsókn að skólanum er góð og ÁSA Ninna frá Selfossi lær- ir á fiðlu. á fiðlu og langar til að taka fleiri stigspróf. „Vinkonur mínar læra líka á fiðlu og við hittumst stundum og æfum saman,“ segir Ása Ninna. Tónlistin gott áhugamál Nanna Karen Alfreðsdóttir er 13 ára. Hún er nemandi í Álftamýrar- skóla og stundar nám á lágfíðlu eða víólu í Tónlistarskóla Kópavogs. Hún er á sjötta ári og hefur tekið 3 stigspróf og tekur 4. stigið í vet- ur. Lágfiðlan er ekki algengt hljóð- færi, einungis voru 4 nemendur með lágfiðlu úr 150 manna hópi hér á mótinu í Keflavík. Lágfiðlan er stærri og þykkari og er tónhæð- in önnur en á venjulegri fiðlu. Nanna Karen valdi víóluna vegna þess að henni finnst hún vera skemmtilegra hljóðfæri en venjuleg fiðla og hljóma betur. Hún lærir líka á píanó og spilar í strengja- sveit skólans. Námið finnst henni skemmtilegt en stundum erfitt eins og gengur. Hún er ekki viss hvort hún fer í frekara tónlistarnám í framtíðinni, hana langar að leggja stund á læknisfræði. Þetta mót í Keflavík er fyrsta mótið sem hún tekur þátt í og fannst henni gaman og lærdómsríkt. Henni finnst tón- listin vera gott áhugamál, hún á fjölmargar vinkonur sem hún hefur kynnst í gegnum námið. Aðspurð út í kennslufýrirkomulag segist hún vera ánægð með það eins og það er. einkum hefur nemendum í fiðlu- leik fjölgað. Tónleikana munu þær Guðný og Delana hefja með fiðlukonsert eftir Benjamin Britten en síðan gefst áheyrendum kostur á að velja lög til flutnings af dag- skránni. Tónleikarnir eru öllum opnir, aðgangur er frír fyrir nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar en aðgangseyrir er 500 kr. fyrir aðra. Guðný og Delana leika í Borgarneskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.