Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 21 meiri gerendur í því hvernig launa- kerfin verða byggð upp.“ -Óttist þið að geti komið til meiri átaka á vinnumarkaði á næstunni en við höfum séð á undanförnum árum? „Já, ef okkur tekst ekki að færa samskiptin út úr þessu formbundna sambandi þar sem samningamenn koma einir að málinu, og þróa þess í stað eitthvað nýtt og skapandi í samskiptunum, þá teljum við að yfirgnæfandi líkur séu á því að það komi til átaka á vinnumarkaðn- um,“ segir Þórarinn. „Við vitum fyrir víst að þau átök munu ekki skila auknum kaupmætti heldur þvert á móti skerða kaupmátt," bætir hann við. -Launasamanburður hefur verið einn mikilvægasti þáttur í átökum um kaup og kjör. Hvernig á að verða unnt að komast hjá því í samningum inni á vinnustöðum? „í dönskum iðnaði er byggt á vinnustaðasamningum og gerðar hafa verið rannsóknir á því hver sé algengasti rökstuðningurinn _ fyrir kröfum um launahækkanir. í 63% tilvika var ástæðan sögð sú að laun í einhverju öðru fyrirtæki væru hærri. Út úr þessu komumst við aldrei. Það verður alltaf gerður Iaunasamanburður en samanburður er auðvitað hvatning. Ég heyri líka áhyggjur af því að þessar breyting- ar þýði að sumir fái meira en aðrir, að í sumum fyrirtækjum gangi bet- ur að auka framleiðni og hækka launin en í öðrum. Er það ástættan- legt? Ég segi að með sömu rökum mætti halda því fram að leggja ætti niður keppnisíþróttir af því að þar skari einhveijir fram úr. For- sendan fýrir framförum er sú að einhverjir fái að skara fram úr, fái að toga hina með sér og vera vegvís- ar. Allir þurfa að hafa að einhveiju að keppa og einstaklingamir þurfa að eiga kost á umbun, þegar þeir ná settu marki,“ segir Þórarinn. úsgagnagerö í 88 ár 1 Smiðjuvegi 2 .Kópavogi 1 Sfmi 567 21 10 PORTRETT/ ■ SKOPMYNDIR H Komdu á óvart og | geföu persónulega gjöf | sem slær í gegn. O) (0 3 1 >. Gunnar Júlíusson graf. hönnuður/myndskreytir Nánari uppl. í vs: 511 4300 símboði: 845 3441 hs: 551 2491 Vmnuf ridur verði tryggður í almennu kjara- samningunum „Smærri atvinnu- rekendum stend- ur nokkur stuggur af þessu" -Verður þetta ekki farvegur fyr- ir launaskrið? „Ekki ef menn halda fast við forsenduna um að skapa fyrst og skipta svo. Ég held að stjórnendur þorra fyrirtækja séu orðnir svo agaðir af áföllum síðustu tíu ára og afar harðri samkeppni síðustu fimm ára, að þeir vilji fyrst sjá bætta framleiðni og svo útskipti á ávinning, ekki öfugt.“ Ætti að vera hægt að ljúka samningum fyrir áramót Þórarinn segir að samningsaðilar séu nú mun fyrr á ferðinni við undirbúning kjarasamninga en oft- ast áður en samningar renna út um áramótin. VSÍ hefur hvatt til þess að samningaviðræðum verði hraðað og hefur þegar kannað und- irtektir við hugmyndum um að færa samningana inn í fyrirtækin. „Við förum ekki út með svona róttæka hugmynd án þess að vera búnir að ræða hana víða innan okkar samtaka og nokkur fyrir- tæki hafa þegar hafið undirbúning að því að geta tekið upp viðræður við sína starfsmenn um svona breytingar. Ég tel einnig mikil- vægt að menn átti sig á að þetta er hugmynd um samstarf. Ef við náum ekki saman um þessa sam- eiginlegu sýn, um að auka það sem er til skiptanna og um að skipta þvi út, þá gengur þessi hugmynd ekki upp. Við stöndum frammi fyrir vali. Annað hvort verðum við áfram í gamla hjólfarinu eða við þróum samstarf um nýja hugsun. Ef menn verða sammála um að fara þessa braut þá ætti að vera hægt að ljúka samningum fyrir áramót og þetta ferli færi síðan í gang úti í fyrirtækjunum fljótlega eftir áramótin." „Við höfum hækkað kaup um 50 þúsund prósent frá 1970. Á sama tíma hefur kaupmátturinn aukist um rétt 1% á ári til jafnað- ar, svo engin þjóð hefur reynt jafn rækilega áhrif þess að hækka kaup umfram verðmætasköpun. Ef fyrir- tækjaþáttur samninganna gæti skilað okkur viðbótar prósenti í kaupmætti, þá er það alvöru árang- ur, sem vert er að keppa að. Þá hefði tilraunin lukkast," sagði Þór- arinn að lokum. 12-16 í Skútuvogi HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Grænt númer 800 66 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.