Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ L. FORSPRAKKAR Pizza 67 á Ráðhústorginu. Gísli Gíslason (t.v) og Einar Kristjánson. „Litla gula hænan reið baggamuninn “ VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Gísli Gíslason er 36 ára að aldri, lögfræðingur að mennt og hefur. rekið eigin málflutningsstofu í Reykjavík frá 1986. Hann komst fyrst í kynni við Pizza 67 er hann gerð- ist lögfræðilegur ráðunautur fyrirtækisins hér heima og þegar hann fór að aðstoða forsvarsmenn keðjunnar við að koma á fót fyrsta útibúinu utan landsteinanna, varð ekki aftur snúið og hann er orðinn hluti af hópnum. Gísli er kvæntur og á fjögur börn. Einar Kristjánsson er 27 ára að aldri, rekstrarhagfræðingur frá Bandaríkjunum og einn af stofnendum Pizza 67 á íslandi. Hann er þar fyrir utan kunnur frjálsíþróttamaður, á íslandsmetið í hástökki, sem er 2,16 m, sett 19921 Mosfellsbæ. Hann er einnig núver- andi íslandsmeistari og tók þátt í einu móti í Danmörku í sumar, þar sem hann stökk 2,12 m og mun það vera besti árangur þar í landi á árinu. Einar er ókvæntur og barnlaus. eftir Sigrúnu Davíðsdóttur ISLENSK ævintýri enda vel og þannig á líka fara um þetta ævintýri," segir Gísli Gíslason lögmaður og hvatamaður að stofnun Pizza 67-keðjunnar, en fyrsti staðurinn utan Islands var opnaður á sjálfu Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn um síðustu helgi. Bæði hann og samstarfsmaður hans, Einar Kristjánsson hagfræðingur, undir- strika að þeir séu ekki að hefja rekst- ur skyndibitastaða, heldur séu þeir að koma á fót sérleyfiskeðju og stuðla að útflutningi íslensks hug- vits. Mikil samkeppni ríki á íslenska skyndibitamarkaðnum, sem sé því orðinn slípaður og þar liggi fyrir mikil reynsla, sem unnt sé að mark- aðssetja erlendis. Þeir félagar vinna að verkefni í samstarfí við Útflutn- ingsráð og láta vel af því, en segja að það skorti annars nokkuð á að landinn hafí skilning á að útflutning- ur á hugviti sé ekki síður vænlegur til áþreifanlegs hagnaðar en útflutn- ingur á físki og áli, sé vel staðið að verki. En hvemig dettur tveimur íslend- ingum í hug að stofna sérleyfiskeðju? í þeim Einari og Gísla blundaði áhugi á að stofna til rekstrar erlendis. Ein- ar hafði stundað framhaldsnám í við- skiptafræði í Bandaríkjunum og þekkti því til þar, svo í fyrstu hug- uðu þeir að Bandaríkjunum, en kom- ust síðan að því að þægilegra væri að leita nær heimaslóðum. Athyglin beindist því að Evrópulöndum eins og Hollandi og svo Noregi og Dan- mörku. Þeir ferðuðust um og Gísli segir það svolítið annað að ferðast með það í huga að skoða rekstrar- grundvöll fyrir skyndibitastað en að heimsækja slíka staði sem ferðamað- ur. „Við reyndum að meta allar að- stæður og komumst að þeirri niður- stöðu að heppilegt væri að byija í Danmörku, því þar sé markaðurinn vanþróaður, miðað við það sem þekk- ist á íslandi." „Og verðið er hátt þar,“ bætir Einar við. „Það er því hægt að hafa svipað verð á pizzunum þar og heima. Það getur líka hjálpað til í byijun að mikið af Íslendingum er I eða kemur til Kaupmannahafnar og þeir þekkja Pizza 67 að heiman. Ailt við- skiptaumhverfið hér er svipað og heima, þó hér sé allt stærra í sniðum og þyngra í vöfum. Svo er þetta nálægt íslandi, tekur aðeins þijá tíma að fara á milli og því auðvelt að halda sambandi við samstarfs- menn á Íslandi." Sérþekking eins og íslenskt lög- fræðinám nýtist vel í Danmörku að sögn Gísla. „í lagadeildinni er lesið danskt námsefni og lögfræðihliðin á dönskum fyrirtækjarekstri er því kunnugleg, auk þess sem allt ís- lenska stjómkerfíð er byggt upp að danskri fyrirmynd." Og danskan er öll að koma til hjá þeim, segja þeir, en allir samningar og annað efni er á ensku, líka til að það nýtist þeim í umsvifum utan Danmerkur. Einar nýtur þess að hann bjó sem bam í Noregi og báðir höfðu margoft kom- ið til Kaupmannahafnar, þó það hafi aðeins verið stuttar heimsóknir. Gengu þvert á öll ráð Þegar þeir Einar og Gísli höfðu ákveðið að hefja erlenda reksturinn í Danmörku byijuðu þeir á því að leita ráða hjá löndum sínum, sem þekktu til rekstrar hér, „en við höfum ekki farið eftir neinu þeirra," segir Gísli. „Okkur var til dæmis ráðlagt að byija reksturinn í einhveiju út- hverfa Kaupmannahafnar, en álítum sjálfír að það skipti sköpum að vera í miðbænum til að vekja athygli á staðnum og um leið nafni keðjunnar og hvað við stöndum fyrir. Við hefð- um ekki getað verið heppnari með staðinn sem við náðum í, þama alveg við Ráðhústorgið. Og það sem við vorum vissir um að væri besti staður- inn hefur síðan verið staðfest, því hvorki meira né minna en þrír aðilar hafa boðið okkur að kaupa af okkur staðinn fyrir allt það, sem við höfum lagt í hann og svo vel ofan á það.“ Annáð „hollráðið“ var að semja ekki við verkalýðsfélögin. Þetta hafa ýmsar bandarískar keðjur reynt að gera, bæði hér og í Svíþjóð og hafa í staðinn uppskorið mánaðalangar vinnudeilur, viðskiptabann og her- ferð verkalýðsfélaganna gegn stöð- unum. Um þessar mundir eru dönsku verkalýðsfélögin að he§a herferð gegn veitingastöðum í Nýhöfninni, því flestir þeirra sniðganga verka- lýðsfélögin. Þessu ráði hafa þeir Gísli og Einar ekki fylgt, heldur gert samninga við verkalýðsfélögin og það hefur að sögn Gísla skilað sér í miklum velvilja í garð fyrirtækisins. „Verkalýðsfélögin eru okkur mjög vinveitt og vilja á allan hátt aðstoða okkur við að ná fótfestu hér til að fækka öllum þeim litlu aðilum, sem stunda skyndibitastaðarekstur hér og borga iðulega ekki laun, hlunnf- ara starfsfólk og fara á hausinn. Þau sjá sér því hag í velgengni okkar.“ Einar segir að þeir Gísli hafi líka verið fræddir á því að ölrisamir Tu- borg og Carlsberg eða gossalar eins og Coca Cola og Pepsi veittu engan afslátt. „Við gerðum samning við Coca Cola. Þeim líst vel á rekstrar- hugmyndir okkar og áætlanir. Bæði gosfyrirtækin telja að vaxtarbroddur þeirra liggi á skyndibitamarkaðnum, ekki í lausasölu. McDonalds opnar núna fímmtán staði á ári í Dan- mörku. Allt bendir til að keðjum, sem á annað borð ná fótfestu hér, gangi vel og hér er engin pizzakeðja fyrir. Við höfum því fengið betri viðtökur og náð betri samningum en ef við værum bara að stefna að því að opna einn veitingastað.“ Pepsi og Coca Cola keppa hart á danska markaðnum eins og annars staðar og þeir Gísli og Einar fundu það glöggt. Þeir byijuðu á að funda með Pepsi, sem að athuguðu máli vildi gera samninga við þá, sem þeim fannst að sögn Gísla vera of góðir til að það gæti verið satt. „Okkur var þó bent á að tala einnig við Coca Cola og það sögðum við þeim hjá Pepsi, sem sendu þá yfírmann Pepsi í Svíþjóð á okkar fund, en á endanum tókum við tilboði Coca Cola, því það tilboð var einfaldlega betra.“ Samn- ingar fela meðal annars í sér að gosfyrirtækið greiðir í auglýsinga- sjóð, sem nýttur verður til að aug- lýsa keðjuna og þá um leið einstaka sérleyfisstaði hennar. Útlit staðarins er nokkuð áberandi á svo heilögum bletti sem Ráðhú- storgið er. Þeim var ráðlagt að vera ekkert að sækja um leyfi til borgar- ráðs fyrir útlitinu, en gerðu það og fengu leyfið í vikunni áður en staður- inn var opnaður. Þeir eru ekki í vafa um að ef þeir hefðu ekki gert það hefði verið lokað á þá hið snarasta, því vissulega er ekki sama hvort áberandi staður er settur upp í út- hverfí eða við Ráðhústorgið. Og reynslan af umsvifunum dönsku hef- ur kennt þeim að það þýðir ekki annað en að fara nákvæmlega eftir þeim lögum og reglum sem gilda, eigi innlendir aðilar að taka rekstur- inn alvarlega. Þó hlutirnir hafi gerst hratt und- anfarna mánuði byggist sá skriður á löngum undirbúningi og þeir brosa báðir þegar nefnt er að ýtarlegur undirbúningur sé ekki alltaf það, sem einkenni íslenskt viðskiptalíf. En í Danmörku ganga hlutirnir öðruvísi og þannig hafa þeir Gísli og Einar einnig borið sig að. Gísli segir að velgengni við að ná viðskiptasam- böndum í Danmörku megi fyrst og fremst þakka traustum undirbún- ingi. Og þeir voru frá upphafi ákveðnir í að þeir færu ekki af stað nema með reiðufé í höndum, en hvorki lán né vilyrði fyrir fé seinna. Hafmeyjan hf. er íslenskt eignar- haldsfyrirtæki Pizza 67 Danmark A/S, sem er hlutafélagið um danska reksturinn. Þegar hugmyndin fór að taka á sig mynd skýrðu þeir félagar væntanlegum hluthöfum frá áætlun- um og um leið að þeir yrðu að borga í reiðufé og engu öðru. Það tók svo- lítinn tíma að sannfæra þá, því eins og Gísli segir eru menn ragir við að leggja fé í drauma. „Það var því mikil vinna að halda hluthöfum sannfærðum um að okkur miðaði áfram og við værum að gera rétt, enda ekki lítið mál fyrir hvem aðila að leggja fram til dæmis þijár milljónir í seðlum í það sem ekki sést. Hluthafarnir vildu alltaf sjá meira og meira áður en þeir borg- uðu. Á endanum fórum við niður í Námsgagnastofnun, keyptum tíu eintök af Litlu gulu hænunni, send- um þeim og sögðum þeim að lesa rækilega kaflann um fræið. Á fundi með væntanlegum hluthöfum daginn eftir sögðumst við vera að klára undirbúninginn og værum með góðar áætlanir, sem við gætum þess vegna fengið dönsk lán út á, þó auðvitað væri það ekki það sem við vildum. Þá loksins gekk þetta. Litla gula hænan reið baggamuninn." Lærdómsrík bankaviðskipti Á hlutahafafundi um síðustu helgi var hlutaféð aukið um fímm milljón- ir, svo það er nú 30 milljónir og all- ir hluthafar nýttu forkaupsrétt sinn, svo hikið er runnið af mönnum." Nú opnar það dyr að hafa stað við Ráðhústorgið til að sýna og að allir reikningar eru greiddir. En góð- ur undirbúningur hefur einnig skilað sér vel gagnvart dönskum viðskipta- aðilum og samskiptin við dönsku bankana hafa verið lærdómsrík að sögn Einars. „í íslenskum bönkum virðist nóg að hafa veð frá ömmu til að fá lán. Hér dugir ekki að hafa öruggt veð og slæma hugmynd, en hins vegar dugir að hafa góða hug- rnynd." Gísli segir það hafa verið þriggja vikna ferli að ná tengslum við við- skiptabanka. „Þeir fóru í saumana á öllum tölum til að skilja nákvæmlega hvemig þær væru fengnar og hvað lægi þeim að baki. Þetta þýðir að bankinn þekkir inn á sérhvert atriði í rekstri okkar. Bankinn hyggst opna útibú í Noregi og Svíþjóð og þegar það lá fyrir vorum við kallaðir á fund í bankanum, sem tilkynnti okkur að þar með vildi hann gjarnan hafa við- skipti við Pizza 67 þar, ef til þess kæmi að við hæfum rekstur þar.“ í öllu þessu eru þeir sammála um að það hafí skipt miklu að þeir stofn- uðu strax danskt fyrirtæki um rekst- urinn með dönsku virðisaukaskatts- númeri og öll leyfí eru á nafni þessa fyrirtækis. En danskur rekstur kom íslend- ingunum vissulega spánskt fyrir sjónir í byijun og allt virtist þungt í vöfum. „Það þýddi ekki að hringja og búast við að maður fengi fund sama dag,“ segir Einar. „Okkur fannst þetta óþægilegt í fyrstu, en höfum síðan lært inn á danska hátt- inn að það tekur lengri tíma að fá fund, en þar á móti kemur að menn eru vel undirbúnir. Og fundur sem er boðaður kl. 14 hefst á mínútunni, því menn eru mættir fímm mínútum áður. Við höfðum heldur ekki vanist því frá íslandi að mæta á fundi kl. 8 að morgni, en hér er það al- gengt.“ En stundum getur líka verið gott að beita íslenskri frekju, en þó um leið kurteisi og standa á því fastar en fótunum að hlutirnir geti tekið I ' * ) i t t í i fi h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.